flugfréttir
Farþegaþota þurfti að stöðva fyrir krókódíl í Orlando

Talsmaður flugvallarins í Orlando segir mjög sjaldgæft sé að krókódílar leggi leið sína á flugvallarsvæðið
Farþegaþota frá bandaríska flugfélaginu Spirit Airlines þurfti að bíða í nokkrar mínútur eftir lendingu á flugvellinum í Orlando vegna krókódíls sem var að ganga yfir flugvallarsvæðið.
Vélin var nýlent í Orlando þegar krókódíllinn gekk yfir eina akbrautina og þurftu flugmennirnir
að bíða í um 5 mínútur eftir að dýrið var komið yfir.
Krókódíllinn lét sig hverfa í nærliggjandi vatn en talsmaður flugvallarins í Orlando
segir að mjög sjaldgæft sé að krókódílar séu að þvælast yfir flugvöllinn og það í veg
fyrir flugvélar.
Starfsmaður flugvallarins ók á eftir krókódílnum til að vera viss um að hann væri alveg
farinn en meðfylgjandi myndband, sem einn farþegi tók upp af krókódílnum, hefur farið
víða á samfélagsmiðlum.
Myndband:


16. febrúar 2019
|
Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

7. janúar 2019
|
Hawaiian Airlines flaug í dag sitt síðasta flug með Boeing 767 og hefur félagið því nú hætt öllu áætlunarflugi með þeirri tegund af farþegaþotu.

10. febrúar 2019
|
Farþegaþota af gerðinni Boeing 787 frá Air New Zealand, sem var á leið frá Auckland á Nýja-Sjálandi til Shanghai í Kína í gær (laugardar), neyddist til þess að snúa við þar sem í ljós kom að flugvéli

16. febrúar 2019
|
Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

14. febrúar 2019
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa hvatt bandarísk stjórnvöld, og alla þá sem koma að máli, að sjá til þess að lokun stofana í Bandaríkjunum muni ekki hafa áhrif á flugsamgöngur eins og gerðist

13. febrúar 2019
|
Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Karíbahafsins en félagið byrjaði að fljúga til Karíbahafsins árið 2015.

12. febrúar 2019
|
Lufthansa hefur tekið á leigu tvær Airbus A220 (Bombardier CSeries) þotur frá flugfélaginu airBaltic.

12. febrúar 2019
|
Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

12. febrúar 2019
|
Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.

11. febrúar 2019
|
Delta Air Lines flaug á dögunum sitt fyrsta farþegaflug með nýju Airbus A220 þotunni sem einnig er þekkt sem CSeries frá Bombardier.

11. febrúar 2019
|
Engan sakaði er einkaþota af gerðinni Hawker Beechcraft 400A rann út af flugbraut í lendingu í morgun á Richmond Municipal flugvellinum í Indíana í Bandaríkjunum.