flugfréttir

Næstu A350 þotur verða með snertiskjám

- Snertilausnir verða kynntar með næstu afhendingum

15. júní 2018

|

Frétt skrifuð kl. 18:03

Stjórnklefinn í Airbus A350-1000 mun á næstunni koma með snertiskjáum

Airbus vinnur nú að þróun á snertistjórnskjám og ætlar framleiðandinn að verða fyrsti farþegaþotuframleiðandinn til þess að bjóða upp á snertiskjá í stjórnklefum.

Tilraunir með snertiskjái standa nú yfir með einni af Airbus A350-1000 tilraunarþotunum og er von á því að innan tíðar hefjist afhendingar á A350 þotum með snertiskjám.

„Við munum brátt bjóða upp á snertiskjái fyrir fyrsta viðskiptavininn sem fær afhenta A350. Við getum ekki gefið upp nákvæmlega hvenær en það verður fljótlega“, segir Francois Obé, markaðsstjóri yfir A350 deildinni.

Stjórnklefinn í Airbus A350 kemur með sex stórum skjám, tveir aðalskjáir fyrir flugmann og flugstjóra. Á milli þeirra er einn skjár sem sýnir margvíslegar aðgerðir og einn miðjuskjár að neðanverðu.

Til stendur að innleiða snertilausnir fyrir ystu aðalskjánna sem nefnast „onboard information system“ (OIS) og miðjuskjáin sem nefnist „multi-function display“ (MFD).

Airbus kynnti snertiskjálausnina í síðustu viku í Toulouse

Í dag nota flugmenn stjórnbendil (cursor control unit) eða lyklaborð til að velja upplýsingar á skjánum en með snertilausnum getur bæði flugmaður og flugstjóri unnið betur saman að því að vinna úr aðgerðum bæði á flugi og einnig við undirbúning á stjórnklefa fyrir flug.

Snertiskjálausnin mun þó ekki leysa alfarið af hólmi „cursor control unit“ (KCCU) sem verður enn til staðar til að auðvelda við val á aðgerðum t.a.m. þegar flogið er í ókyrrð sem gerir flugmönnum erfitt fyrir að nota snertilausnir.

Boeing ætlar sér einnig að bjóða upp á snertiskjá um borð í Boeing 777X þotunni þegar hún kemur á markað árið 2020 en þess má geta að CSeries-þoturnar frá Bombardier koma einnig með snertiskjálausnir.  fréttir af handahófi

Pallbíll ók á nefhjól á Boeing 737 þotu frá Southwest

7. maí 2018

|

Engann sakaði í nótt er pallbíll ók á nefhjól á Boeing 737 þotu Southwest Airlines sem var nýlent á Baltimore/Washington (BWI) flugvellinum eftir flug frá Fort Lauderdale í Flórída.

Airbus uppiskroppa með hreyfla fyrir Airbus A320neo

30. apríl 2018

|

Airbus hefur átt í töluverðum vandræðum með að afhenda nýjar Airbus A320neo þotur á áætlun vegna skorts á hreyflum.

Austrian Airlines þjálfar 150 nýja flugmenn frá grunni

12. maí 2018

|

Australian Airlines stefnir á að þjálfa yfir 150 nýja flugmenn frá grunni á næstu misserum sem munu gangast undir flugnám á vegum flugfélagsins austurríska.

  Nýjustu flugfréttirnar

AirBaltic fær afhenta fyrstu A220 þotuna frá Airbus

20. júlí 2018

|

AirBaltic hefur formlega fengið afhenta sína fyrstu Airbus A220-300 þotu frá Airbus sem er jafnframt tíunda þotan í flotanum af þessari gerð en hinar níu voru afhentar undir nafninu CSeries CS300.

BA tekur þrjár 777-300ER þotur á leigu til viðbótar

19. júlí 2018

|

British Airways ætlar að taka þrjár Boeing 777-300ER þotur á leigu á næstunni.

Flugakademía Keilis opnar starfsstöð á Spáni

19. júlí 2018

|

Flugakademía Keilis hefur opnað flugskólaútibú á Spáni en í tilkynningu frá Flugakademíunni kemur fram að til að mæta auknum áhuga og tryggja að skólinn geti kennt verklegt flugnám allt árið um kring

Heildarpöntun AirAsia X í A330neo fer í 100 þotur

19. júlí 2018

|

Malasíska lágfargjaldafélagið AirAsia X hefur lagt inn pöntun í 34 breiðþotur af gerðinni Airbus A330neo.

Farnborough: EasyJet fær fyrstu Airbus A321neo þotuna

18. júlí 2018

|

EasyJet hefur fengið afhenta sína fyrstu Airbus A321neo þotu en afhendingin fór fram á Farnborough-flugsýningunni í dag.

Farnborough: VietJetAir pantar 100 Boeing 737 MAX þotur

18. júlí 2018

|

Flugfélagið VietJetAir í Víetnam hefur gert samkomulag við Boeing um kaup á 100 farþegaþotum af gerðinni Boeing 737 MAX.

Farnborough: Embraer kominn með sjö pantanir

17. júlí 2018

|

Embraer hefur fengið sjö pantanir í nýjar farþegaþotur á Farnborough-flugsýningunni sem hófst í gær.

Kvenmenn í Sádí-Arabíu geta núna sótt um flugnám

17. júlí 2018

|

Flugskóli einn í Sádí-Arabíu ætlar að verða sá fyrsti þar í landi til þess að leyfa kvenmönnum að hefja flugnám.

Farnborough: Tvær Airbus A220 þotur til sýnis

16. júlí 2018

|

Tvær Airbus A220-300 þotur eru nú til sýnis á Farnborough-flugsýningunni en airBaltic er með eina af A220 þotunni á svæðinu sem einnig er þekkt undir nafninu CSeries CS300.

Flugmaður með veipu í stjórnklefa olli neyðarlækkun

16. júlí 2018

|

Tveir flugmenn hjá kínverska flugfélaginu Air China hafa verið kallaðir inn á teppið vegna atviks sem átti sér stað í seinustu viku er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 missti hæð sem samsvarar

 síðustu atvik

  2018-07-02 01:26:00