flugfréttir

Næstu A350 þotur verða með snertiskjám

- Snertilausnir verða kynntar með næstu afhendingum

15. júní 2018

|

Frétt skrifuð kl. 18:03

Stjórnklefinn í Airbus A350-1000 mun á næstunni koma með snertiskjáum

Airbus vinnur nú að þróun á snertistjórnskjám og ætlar framleiðandinn að verða fyrsti farþegaþotuframleiðandinn til þess að bjóða upp á snertiskjá í stjórnklefum.

Tilraunir með snertiskjái standa nú yfir með einni af Airbus A350-1000 tilraunarþotunum og er von á því að innan tíðar hefjist afhendingar á A350 þotum með snertiskjám.

„Við munum brátt bjóða upp á snertiskjái fyrir fyrsta viðskiptavininn sem fær afhenta A350. Við getum ekki gefið upp nákvæmlega hvenær en það verður fljótlega“, segir Francois Obé, markaðsstjóri yfir A350 deildinni.

Stjórnklefinn í Airbus A350 kemur með sex stórum skjám, tveir aðalskjáir fyrir flugmann og flugstjóra. Á milli þeirra er einn skjár sem sýnir margvíslegar aðgerðir og einn miðjuskjár að neðanverðu.

Til stendur að innleiða snertilausnir fyrir ystu aðalskjánna sem nefnast „onboard information system“ (OIS) og miðjuskjáin sem nefnist „multi-function display“ (MFD).

Airbus kynnti snertiskjálausnina í síðustu viku í Toulouse

Í dag nota flugmenn stjórnbendil (cursor control unit) eða lyklaborð til að velja upplýsingar á skjánum en með snertilausnum getur bæði flugmaður og flugstjóri unnið betur saman að því að vinna úr aðgerðum bæði á flugi og einnig við undirbúning á stjórnklefa fyrir flug.

Snertiskjálausnin mun þó ekki leysa alfarið af hólmi „cursor control unit“ (KCCU) sem verður enn til staðar til að auðvelda við val á aðgerðum t.a.m. þegar flogið er í ókyrrð sem gerir flugmönnum erfitt fyrir að nota snertilausnir.

Boeing ætlar sér einnig að bjóða upp á snertiskjá um borð í Boeing 777X þotunni þegar hún kemur á markað árið 2020 en þess má geta að CSeries-þoturnar frá Bombardier koma einnig með snertiskjálausnir.  fréttir af handahófi

Norwegian svarar orðrómi um yfirvofandi gjaldþrot

27. desember 2018

|

Norwegian hefur svarað fyrir sig vegna orðróms um yfirvofandi gjaldþrot félagsins sem hefur farið víða í erlendum fjölmiðlum um jólin.

Boeing 737-700 fara brátt úr flota KLM

11. febrúar 2019

|

KLM Royal Dutch Airlines mun í vor byrja að losa sig við fyrstu Boeing 737-700 þoturnar en sú fyrsta mun yfirgefa flotann þann 1. maí næstkomandi.

Ryanair fær fyrstu 737 MAX 200 um miðjan maí

18. febrúar 2019

|

Ryanair á von á því að fá fyrstu Boeing 737 MAX 200 þotuna afhenta um miðjan maí en félagið hefur pantað 135 þotur en fyrsta pöntunin var gerð í 100 þotur í september árið 2014.

  Nýjustu flugfréttirnar

Næsta retro-flugvél British Airways verður í litum BEA

22. febrúar 2019

|

British Airways hefur ákveðið að Airbus A319 þota verði næsta flugvél félagsins til þess að verða máluð í gömlum litabúningi líkt og flugvélar félagsins litu út í gamla daga.

Boeing 737 þota Norwegian á förum frá Íran á næstu dögum

22. febrúar 2019

|

Norwegian á loksins von á því að geta fengið eina af Boeing 737 MAX þotunum í flotanum heim frá Íran en um er að ræða þotu sem hefur verið föst í landinu frá því að flugvélin hafði þar óvænta viðkomu

Metfjöldi farþega um Heathrow-flugvöll árið 2018

21. febrúar 2019

|

Aldrei hafa eins margir flugfarþegar farið um Heathrow-flugvöll í sögu flugvallarins líkt og árið 2018 þegar 80.1 milljón farþega fór um völlinn.

AirBaltic mun hætta með Boeing 737 í haust

20. febrúar 2019

|

Flugfélagið airBatlic ætlar sér að hætta með Boeing 737 þoturnar fyrr en áætlað var.

Ný Airbus-þota fékk ekki leyfi til að fljúga yfir Íran

20. febrúar 2019

|

Splunkunýrri Airbus A320 þotu sem var í afhendingarflugi frá Airbus í Hamborg á leið til Nýja-Sjálands var gert að snúa við yfir Tyrklandi þar sem í ljós kom að þotan hafði ekki leyfi til þess að flj

Fjallabylgjur og flug undir lágmarksflughæð orsök flugslyss

19. febrúar 2019

|

Flugmálayfirvöld í Íran hafa birt lokaskýrslu varðandi flugslys sem átti sér stað þann 18. febrúar í fyrra er farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-200 fórst í fjalllendi í innanlandsflugi í landinu.

Þrír bæjarstjórar vilja koma á flugsamgöngum til Sylt

19. febrúar 2019

|

Þrír þýskir bæjarstjórar í bæjunum Klixbüll, Leck og Niebüll vilja koma á flugsamgöngum til eyjunnar Sylt þar sem lestarsamgöngur hafa ekki gengið snuðrulaust fyrir sig að undanförnu.

Einkafyrirtæki styrkir nýja flugbraut á eyjunni Catalina

19. febrúar 2019

|

Hafist hefur verið handa við að lagfæra og koma flugbrautinni á eyjunni Catalina við strendur Los Angeles í nothæft ástand á ný.

Ryanair fær fyrstu 737 MAX 200 um miðjan maí

18. febrúar 2019

|

Ryanair á von á því að fá fyrstu Boeing 737 MAX 200 þotuna afhenta um miðjan maí en félagið hefur pantað 135 þotur en fyrsta pöntunin var gerð í 100 þotur í september árið 2014.

Flugfélög í Víetnam fá að fljúga til Bandaríkjanna

18. febrúar 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa uppfært öryggisstuðul er kemur að flugmálum í Víetnam upp í Category 1 sem þýðir að víetnömsk flugfélög geta hafið áætlunarflug til Bandaríkjanna.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00