flugfréttir

Næstu A350 þotur verða með snertiskjám

- Snertilausnir verða kynntar með næstu afhendingum

15. júní 2018

|

Frétt skrifuð kl. 18:03

Stjórnklefinn í Airbus A350-1000 mun á næstunni koma með snertiskjáum

Airbus vinnur nú að þróun á snertistjórnskjám og ætlar framleiðandinn að verða fyrsti farþegaþotuframleiðandinn til þess að bjóða upp á snertiskjá í stjórnklefum.

Tilraunir með snertiskjái standa nú yfir með einni af Airbus A350-1000 tilraunarþotunum og er von á því að innan tíðar hefjist afhendingar á A350 þotum með snertiskjám.

„Við munum brátt bjóða upp á snertiskjái fyrir fyrsta viðskiptavininn sem fær afhenta A350. Við getum ekki gefið upp nákvæmlega hvenær en það verður fljótlega“, segir Francois Obé, markaðsstjóri yfir A350 deildinni.

Stjórnklefinn í Airbus A350 kemur með sex stórum skjám, tveir aðalskjáir fyrir flugmann og flugstjóra. Á milli þeirra er einn skjár sem sýnir margvíslegar aðgerðir og einn miðjuskjár að neðanverðu.

Til stendur að innleiða snertilausnir fyrir ystu aðalskjánna sem nefnast „onboard information system“ (OIS) og miðjuskjáin sem nefnist „multi-function display“ (MFD).

Airbus kynnti snertiskjálausnina í síðustu viku í Toulouse

Í dag nota flugmenn stjórnbendil (cursor control unit) eða lyklaborð til að velja upplýsingar á skjánum en með snertilausnum getur bæði flugmaður og flugstjóri unnið betur saman að því að vinna úr aðgerðum bæði á flugi og einnig við undirbúning á stjórnklefa fyrir flug.

Snertiskjálausnin mun þó ekki leysa alfarið af hólmi „cursor control unit“ (KCCU) sem verður enn til staðar til að auðvelda við val á aðgerðum t.a.m. þegar flogið er í ókyrrð sem gerir flugmönnum erfitt fyrir að nota snertilausnir.

Boeing ætlar sér einnig að bjóða upp á snertiskjá um borð í Boeing 777X þotunni þegar hún kemur á markað árið 2020 en þess má geta að CSeries-þoturnar frá Bombardier koma einnig með snertiskjálausnir.  fréttir af handahófi

Kansai-flugvöllur á floti eftir fellibyl

4. september 2018

|

Loka þurfti Kansai-flugvellinum í japönsku borginni Osaka eftir að sjór flæddi yfir flugvöllinn í kjölfar fellibylsins Jebi sem gekk yfir Japans í dag.

Stafsetningarvilla í málun á Boeing 777 þotu hjá Cathay

19. september 2018

|

Að gera stafsetningarvillur kemur fyrir besta fólk og einnig stærstu fyrirtæki og þar á meðal flugfélög - En að mála nafn flugfélags á heila þotu og gleyma einum staf er sennilega eitthvað sem gerist

Ryanair íhugar að hætta við niðurskurð í Dublin

7. september 2018

|

Ryanair mun sennilega hætta við áform sín um að skera niður umsvifin á flugvellinum í Dublin en til stóð að færa sex Boeing 737-800 þotur yfir til nýs dótturfélags í Póllandi.

  Nýjustu flugfréttirnar

Boeing 737 ók yfir mann rétt fyrir flugtak í Moskvu

21. nóvember 2018

|

Maður á þrítugsaldri lést eftir að hann varð fyrir farþegaþotu af gerðinni Boeing 737-800 sem var á leið í flugtak á Sheremetyevo-flugvellinum í Moskvu í gær.

Missti af fluginu og reyndi að hlaupa á eftir flugvélinni

20. nóvember 2018

|

Kona sem hafði misst af fluginu sínu í Indónesíu var yfirbuguð af starfsfólki flugvallarins þar sem hún reyndi að hlaupa á eftir flugvélinni.

Saga flugvalla og flugleiðsögu á Íslandi komin út

19. nóvember 2018

|

Isavia hefur gefið út bókina Saga flugvalla og flugleiðsögu á Íslandi en bókin er gefin út í rafbókarformi í opnum aðgangi á vef Landsbókasafnsins og Isavia og einnig í bókarformi.

Helmingur allra flugmanna hjá SAS á eftirlaun innan 10 ára

19. nóvember 2018

|

Um 700 flugmenn hjá SAS munu láta af störfum sökum aldurs á næstu 10 árum og er það um helmingi fleiri en hafa látið af störfum sl. áratug.

Nýir gallar koma í ljós á Brandenburg-flugvelli

19. nóvember 2018

|

Allt bendir til þess að opnun nýja Brandenburg-flugvallarins í Berlín verði slegið á frest enn einu sinni en sennilega hefur opnun nýs flugvallar aldrei verið frestað eins oft og þessum sem ber IATA

Boeing 747-100 flýgur sitt síðasta flug

17. nóvember 2018

|

Síðasta Boeing 747-100 júmbó-þotan, sem hefur verið í umferð í heiminum í dag, flaug sitt síðasta flug á dögunum.

Fastjet nær að auka hlutafé sitt

18. nóvember 2018

|

Stjórn flugfélagsins Fastjet í Afríku hefur tekist að hækka hlutafé félagsins um 4,9 milljarða króna en flugfélagið hefur að undanförnu reynt að leita leiða til að fjármagna reksturinn sem hefur verið

Ekki sagt frá nýju sjálfvirku kerfi sem á að koma í veg fyrir ofris

15. nóvember 2018

|

Atvinnuflugmannasamtökin (ALPA), sem er stærsta bandalag flugmanna í heiminum, krefjast þess að bandarísk stjórnvöld taki á vandamáli er varðar nýja tegund af flugstýringu á Boeing 737 MAX þotunum s

Þrír lamaðir flugmenn ætla að fljúga í kringum hnöttinn

14. nóvember 2018

|

Þrír hreyfihamlaðir flugmenn munu næstkomandi sunnudag leggja af stað í 10 mánaða langt heimsflug í kringum hnöttinn en þeir ætla að hafa viðdvöl á 150 stöðum í 40 löndum í sex heimsálfum og verður fe

Farþegar greiddu fyrir viðgerð á Dreamliner-þotu

14. nóvember 2018

|

Farþegar þurftu að greiða viðgerð á Dreamliner-þotu pólska flugfélagsins LOT Polish Airlines eftir að bilun kom upp í vélinni á flugvellinum í Peking.