flugfréttir

Næstu A350 þotur verða með snertiskjám

- Snertilausnir verða kynntar með næstu afhendingum

15. júní 2018

|

Frétt skrifuð kl. 18:03

Stjórnklefinn í Airbus A350-1000 mun á næstunni koma með snertiskjáum

Airbus vinnur nú að þróun á snertistjórnskjám og ætlar framleiðandinn að verða fyrsti farþegaþotuframleiðandinn til þess að bjóða upp á snertiskjá í stjórnklefum.

Tilraunir með snertiskjái standa nú yfir með einni af Airbus A350-1000 tilraunarþotunum og er von á því að innan tíðar hefjist afhendingar á A350 þotum með snertiskjám.

„Við munum brátt bjóða upp á snertiskjái fyrir fyrsta viðskiptavininn sem fær afhenta A350. Við getum ekki gefið upp nákvæmlega hvenær en það verður fljótlega“, segir Francois Obé, markaðsstjóri yfir A350 deildinni.

Stjórnklefinn í Airbus A350 kemur með sex stórum skjám, tveir aðalskjáir fyrir flugmann og flugstjóra. Á milli þeirra er einn skjár sem sýnir margvíslegar aðgerðir og einn miðjuskjár að neðanverðu.

Til stendur að innleiða snertilausnir fyrir ystu aðalskjánna sem nefnast „onboard information system“ (OIS) og miðjuskjáin sem nefnist „multi-function display“ (MFD).

Airbus kynnti snertiskjálausnina í síðustu viku í Toulouse

Í dag nota flugmenn stjórnbendil (cursor control unit) eða lyklaborð til að velja upplýsingar á skjánum en með snertilausnum getur bæði flugmaður og flugstjóri unnið betur saman að því að vinna úr aðgerðum bæði á flugi og einnig við undirbúning á stjórnklefa fyrir flug.

Snertiskjálausnin mun þó ekki leysa alfarið af hólmi „cursor control unit“ (KCCU) sem verður enn til staðar til að auðvelda við val á aðgerðum t.a.m. þegar flogið er í ókyrrð sem gerir flugmönnum erfitt fyrir að nota snertilausnir.

Boeing ætlar sér einnig að bjóða upp á snertiskjá um borð í Boeing 777X þotunni þegar hún kemur á markað árið 2020 en þess má geta að CSeries-þoturnar frá Bombardier koma einnig með snertiskjálausnir.  fréttir af handahófi

Boeing á von á mörgum pöntunum í nýjar fraktþotur

7. júlí 2018

|

Boeing á von á því að landa nokkrum pöntunum í nýjar fraktþotur á næstunni sem sennilega verður tilkynnt um á Farnborough-flugsýningunni sem hefst síðar í júlí.

Flugfloti Flugakademíu Keilis telur nú 14 kennsluvélar

23. ágúst 2018

|

Flugakademía Keilis fékk í gær tvær splunkunýjar Diamond DA40 kennsluvélar afhentar en vélunum var flogið hingað til lands frá verksmiðjum Diamond í Austurríki.

Gríski flugherinn pantar tólf Tecnam P2002JF kennsluvélar

12. júlí 2018

|

Ítalski flugvélaframleiðandinn Tecnam hefur fengið pöntun frá gríska flughernum sem hefur fest kaup á tólf flugvélum af gerðinni Tecnam P2002JF.

  Nýjustu flugfréttirnar

Primera Air mun fljúga frá Keflavík til Bodrum

20. september 2018

|

Primera Air mun hefja leiguflug frá Keflavíkurflugvelli til Bodrum í Tyrklandi næsta sumar.

Stafsetningarvilla í málun á Boeing 777 þotu hjá Cathay

19. september 2018

|

Að gera stafsetningarvillur kemur fyrir besta fólk og einnig stærstu fyrirtæki og þar á meðal flugfélög - En að mála nafn flugfélags á heila þotu og gleyma einum staf er sennilega eitthvað sem gerist

FAA varar bandarísk flugfélög við því að fljúga yfir Íran

19. september 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent út tilmæli til flugfélaga þar sem þau eru beðin um að sýna sérstaka varúð á flugi yfir Íran.

Hluti af flapa losnaði af júmbó-þotu fyrir lendingu í Frankfurt

19. september 2018

|

Hluti af flapa á væng á júmbó-fraktþotu af gerðinni Boeing 747-400F losnaði af skömmu fyrir lendingu á flugvellinum í Franfkurt sl. laugardag.

Líkamsrækt um borð í lengsta flug heims

19. september 2018

|

Qantas íhugar að bjóða upp á líkamsræktaraðstöðu í einu lengsta flug heims sem flugfélagið ástralska áætlar að fljúga árið 2022 frá Sydney til London.

Yfir 1.000 konur í Sádí-Arabíu hafa sótt um að verða flugmenn

18. september 2018

|

Sádí-arabíska flugfélagið Flynas fékk yfir 1.000 umsóknir frá kvenmönnum á einum sólarhring sem hafa sótt um að komast í flugnám á vegum flugfélagsins sem leitar nú að hæfum einstaklingum til að verð

Rússneskrar herflugvélar saknað eftir loftárásir Ísraela á Sýrland

18. september 2018

|

Leit stendur nú yfir af rússneskri herflugvél á vegum rússneska hersins sem hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Miðjarðarhafi við strendur Sýrlands á sama tíma og ísraelski herinn gerði loftárásir á Lat

Vilja leita betur að braki úr hreyfli á Grænlandsjökli

17. september 2018

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi ætlar sér að hefja leit á Grænlandsjökli að braki úr hreyfli á Airbus A380 risaþotu Air France.

Interjet sagt ætla að skila öllum Superjet-þotunum til Rússlands

17. september 2018

|

Mexíkóska flugfélagið Interjet ætlar sér að losa sig við allar Sukhoi Superjet 100 þoturnar út flotanum og ætlar félagið að freista þess að skila þeim öllum til rússneska framleiðandans.

Air Peace í Nígeríu pantar tíu Boeing 737 MAX þotur

16. september 2018

|

Nígeríska flugfélagið Air Peace hefur staðfest pöntun í tíu Boeing 737 MAX þotur að andvirði 123 milljarða króna.