flugfréttir

Níu bæir í Ástralíu slást um að hýsa nýjan flugskóla Qantas

- Qantas stefnir á að opna stærsta flugskóla á suðurhveli jarðar

22. júní 2018

|

Frétt skrifuð kl. 13:55

Qantas Group Pilot Academy mun opna árið 2019 en níu bæir keppast um staðsetninguna

Qantas leitar nú að staðsetningu fyrir nýjan flugskóla á vegum flugfélagsins en alls eru níu bæir og borgir í Ástralíu sem koma til greina sem keppast um að fá að hýsa nýjan flugskóla.

Qantas opnaði fyrir umsóknir frá sveitarfélögum og bæum í Ástralíu fyrr á þessu ári og létu viðbrögðin ekki á sér standa því umsóknir bárust frá 60 bæum í mismunandi héruðum landsins.

Núna er búið að velja níu bæi og borgir sem koma helst til greina sem eru Alice Springs, Bendigo, Busselton, Dubbo, Launceston, Mackay, Tamworth, Toowoomba og Wagga Wagga.

Wes Nobelius, yfirmaður flugakademíu Qantas, segir aðdáunarvert hversu mikill áhugi hefur verið frá mismunandi samfélögum í Ástralíu um að fá að bjóða sína aðstöðu fyrir flugskóla á vegum Qantas.

„Við höfum fengið mörg skilaboð frá sumum bæjum með hugmyndir að námsmannastyrkjum, ljósmyndum af íbúum, fengum myndband sent frá börnunum í Dubbo. Við höfum verið mjög hrifnir af því hversu mikill áhuginn er fyrir að fá flugskóla í bæina og hversu mikill metnaður er í umsóknunum“, segir Nobelius.

Qantas Group Pilot Academy mun þjálfa allt að 100 flugmenn á ári til að byrja með

Qantas mun heimsækja alla bæina níu sem koma til greina á næstu vikum og verður ákvörðunin tekin síðar í sumar eða í haust.

Það var í febrúar á þessu ári sem Qantas tilkynnti að til stæði að verja 1.6 milljörðum króna í að koma á fót nýjum flugskóla sem gæti útskrifað allt að 500 nýja flugmenn á ári.

Flugskólinn, sem mun koma til með að kallast Qantas Group Pilot Academy, verður tekinn í notkun strax á næsta ári og er stefnt á að þjálfa um 100 flugmenn á ári til að byrja með en allt að 500 nýja flugmenn þegar á líður og yrði það því stærsti flugskóli á suðurhveli jarðar.

„Við höfum eina bestu og hæfileikaríkustu flugmenn í heimi þannig þið getið ímyndað ykkur hversu mikil eftirspurn það verður að fá flugmenn frá Qantas til að kenna nýjum nemendum“.

Qantas ætlar bæði að þjálfa sína eigin flugmenn og einnig nýja flugmenn fyrir önnur flugfélög

Samvæmt spá Boeing þá er gert ráð fyrir að þörf sé fyrir 637.000 nýja flugmenn um allan heim til ársins 2036 en 40% af þeirri þörf kemur frá Asíu.

Nýir nemendur í Qantas Group Pilot Academy munu flestir verða útskriftarnemar frá háskóla sem fara beint inn í 18 mánaða flugnám þar sem þeir munu bæði ganga í gegnum verklega kennslu í flughermi og í loftinu. Því næst verða þeir þjálfaðir á viðkomandi flugvélategund áður en þeir fá starf sem aðstoðarflugmenn hjá Qantas.

Nú þegar hafa 14.000 umsóknir borist til Qantas frá áhugasömum einstaklingum sem vilja hefja flugnám við nýja flugskólann og þá var einn mjög áhugasamur aðili sem var með sína umsókn tilbúna og afhenti hana í hendur Alan Joyce, framkvæmdarstjóra Qantas, er hann hitti hann um borð í fyrsta flugi Qantas frá Perth til London í mars á þessu ári.

Kröfur til flugvalla vegna flugskólans

Þær kröfur sem Qantas gerir fyrir flugskólann er kemur að aðstöðu og flugvelli er malbikuð eða steypt flugbraut sem þarf að vera a.m.k. 1.300 metrar á lengd, leyfi fyrir flugi að næturlagi, stæði og flugskýli fyrir 30 kennsluvélar og veðurskilyrði sem býður upp á flughæft veður a.m.k. 300 daga á ári.

Flugvöllurinn í Wagga Wagga er einn af þeim sem kemur til greina sem staðsetning fyrir flugakademíuna

Þá þarf flugvöllurinn að bjóða bæði upp á stjórnað loftrými og aðgang að óstjórnuðu loftrými í nágrenninu, byggingu sem býður upp á kennslustofur með aðgangi að þráðlausu neti og tölvukerfi og aðstöðu fyrir flugherma.

Farið er fram á að viðkomandi flugvöllur hafi einnig íbúðir fyrir flugnema á meðan á námstíma stendur, aðstöðurými fyrir bóklegt nám, kaffiaðstöðu og góðar almenningssamgöngur.

Þá kemur einnig til greina að velja annan flugvöll og koma upp öðrum flugskóla síðar meir þar sem séð er fram á að umsvifin gætu orðið of mikil fyrir einn flugvöll.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga