flugfréttir

Tvær áhorfendastúkur reistar fyrir flugáhugafólk í Brussel

- Vildu koma til móts við þá sem koma út á flugvöll til að horfa á flugvélar

25. júní 2018

|

Frétt skrifuð kl. 12:57

Tugi flugáhugafólks leggur leið sína að flugvellinum í Brussel á hverjum degi og ákvað stjórn flugvallarins að koma til móts við þá með tveimur áhorfendastúkum

Flugvöllurinn í Brussel tók í vor í notkun áhorfendastúkur á tveimur stöðum við flugvöllinn þar sem flugáhugamenn og ljósmyndarar geta komið til að horfa á flugvélarnar lenda og taka á loft.

Fjöldi fólks leggur leið sína að flugvallarsvæðinu í Brussel á hverjum degi í þeim tilgangi að fylgjast með þeirri flóru flugfélaga sem flýgur um völlinn en 70 flugfélög fljúga til og frá Brussel og ellefu fraktflugfélög.

Til að gera flugáhugamönnum auðveldara fyrir að fylgjast með umferðinni ákvað flugvöllurinn að reisa tvær stúkur sem eru upphækkaðir áhorfendapallar og voru framkvæmdirnar gerðar í samráði við hverfin tvö nálægt flugvellinum, Steenokkerzeel og Zaventem.

„Við erum stolt af því að koma til móts við flugáhugamenn og alla aðdáendur okkar sem hingað koma með þessum stúkum sem gerir öllum kleift að taka betri ljósmyndir af flugvélunum“, segir Arnaud Feist, framkvæmdarstjóri Brussels Airport.

„Við náðum að smíða pallanna á mjög skömmum tíma sem gefa óhindrað útsýni yfir báðar flugbrautirnar sem er mikil skemmtun fyrir marga og verður þetta skemmtilegur staður til að verja tímanum með vinum og fjölskyldum“, bætir Feist við.

Gera má ráð fyrir því að pallarnir verði vel nýttir af öllum þeim sem leggja leið sína að flugvellinum til að horfa á flugvélar

Flugvöllurinn lét gera sérstaka könnun áður en framkvæmdir hófust þar sem 1.700 flugáhugamenn, sem hafa verið reglulegir gestir, voru spurðir út í hvað þeim fannst mikilvægast og hver væri að þeirra mati besti staðurinn fyrir áhorfendastúku.

Því næst var setist niður með smærri hópi af flugáhugamönnum og farið yfir hugmyndir af því hvernig stúkan ætti að líta út og hvernig hún ætti að snúa.

Gangbrautin að stúkunni var hönnuð með flugbrautarþema

Fyrri stúkan, sem opnuð var, snýr að 25L/07R brautinni, sem mest er notið fyrir lendingar, en þá var einnig gert sérstakt bílastæði fyrir þá sem leggja leið sína á svæðið til að horfa á flugvélar.

Einnig var komið fyrir sérstökum göngustígum sem líta út eins og flugbrautir með flugbrautarmerkingum og fer það því ekki framhjá neinum gestu hvaða flugbraut þeir eru að fara að horfa á er þeir koma að stúkunni.

Seinni stúkan snýr að 01/19 brautinni en þar var komið fyrir leiktækjum fyrir börn ásamt ýmsum skiltum með fróðleik um þær flugvélategundir sem fara um flugvöllinn.

Fleiri myndir:



















  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga