flugfréttir
Sigrún Stefanía Kolsöe ráðin forstöðumaður þjálfunar

Sigrún Stefanía Kolsöe hefur verið ráðin forstöðumaður þjálfunar hjá Icelandair
Sigrún Stefanía Kolsöe hefur verið ráðin forstöðumaður þjálfunar hjá Icelandair en um er að ræða nýtt starf sem varð til í kjölfar skipulagsbreytinga á rekstrarsviði félagsins þegar þrjár þjálfunardeildir, flugrekstrartengd þjálfun, tækniþjálfun og þjálfun í flugafgreiðslu, voru sameinaðar og skipulag þjálfunar endurskoðað.
Sigrún Stefanía hóf störf hjá Flugleiðum innanlands sem sumarstarfsmaður í innritun 1987. Árið 1994 var hún ráðin til fyrirtækisins sem flugfreyja og samhliða því frá árinu 1998 starfaði hún sem kennari í þjálfunardeild Icelandair þar sem hún sá um og kenndi flugfreyjum og flugþjónum á nýliða- og upprifjunarnámskeiðum bæði hérlendis og erlendis í leiguverkefnum.
Undanfarin 13 ár hefur hún gegnt starfi yfirkennara flugfreyja og flugþjóna og hefur ásamt fleirum byggt upp verklega þjálfunaraðstöðu Icelandair á Flugvöllum í Hafnarfirði.
Sigrún Stefanía er grunnskólakennari með B. Ed frá Kennaraháskóla Íslands og auk þess hefur hún lokið undirbúningsnámi fyrir meistaranám Háskóla Íslands í viðskiptafræði ásamt Vor-diplom í Arkitektúr frá Tækniháskólanum í Darmstadt. Hún er gift Pétri Guðmundssyni, flugstjóra og eiga þau tvö börn.


5. febrúar 2019
|
Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines flaug í dag sitt fyrsta flug til Hawaii-eyja en ekki er um áætlunarflug að ræða heldur sérstakt tilraunaflug og eru engir farþegar um borði í vélinni.

9. febrúar 2019
|
Stjórnvöld í Rússlandi segjast vera tilbúin til þess að ræða við yfirvöld í Hollandi vegna flugs malasísku farþegaþotunnar, flug MH17, sem var skotin niður yfir Úkraínu fyrir fimm árum síðan, í júlí

27. desember 2018
|
Helmingshlutur Gatwick-flugvallarins hefur verið seldur til franska fyrirtækisins Vinci Airports sem hefur nú eignast 50.01% hlut í flugvellinum.

23. febrúar 2019
|
Það er næstum öruggt að flugsamgöngur til Þórshafnar og Vopnafjarðar leggjast af ef tillaga starfshóps á vegum Samgönguráðuneytisins um breytingar á samgöngukerfi nær fram að ganga sem gerir ráð fyri

23. febrúar 2019
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent frá sér aðvörun þar sem bandarískum flugfélögum er ráðlagt að hafa varann á ef flogið er í gegnum lofthelgi Venesúela vegna vaxandi óstöðugleika.

22. febrúar 2019
|
British Airways hefur ákveðið að Airbus A319 þota verði næsta flugvél félagsins til þess að verða máluð í gömlum litabúningi líkt og flugvélar félagsins litu út í gamla daga.

22. febrúar 2019
|
Norwegian á loksins von á því að geta fengið eina af Boeing 737 MAX þotunum í flotanum heim frá Íran en um er að ræða þotu sem hefur verið föst í landinu frá því að flugvélin hafði þar óvænta viðkomu

21. febrúar 2019
|
Aldrei hafa eins margir flugfarþegar farið um Heathrow-flugvöll í sögu flugvallarins líkt og árið 2018 þegar 80.1 milljón farþega fór um völlinn.

20. febrúar 2019
|
Flugfélagið airBatlic ætlar sér að hætta með Boeing 737 þoturnar fyrr en áætlað var.

20. febrúar 2019
|
Splunkunýrri Airbus A320 þotu sem var í afhendingarflugi frá Airbus í Hamborg á leið til Nýja-Sjálands var gert að snúa við yfir Tyrklandi þar sem í ljós kom að þotan hafði ekki leyfi til þess að flj

19. febrúar 2019
|
Flugmálayfirvöld í Íran hafa birt lokaskýrslu varðandi flugslys sem átti sér stað þann 18. febrúar í fyrra er farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-200 fórst í fjalllendi í innanlandsflugi í landinu.