flugfréttir

Hvetja til aðgerða strax gagnvart flugdólgum

- Oft erfitt að sækja mál fyrir dómi í öðru landi

28. júní 2018

|

Frétt skrifuð kl. 14:24

Reglulega þurfa flugvélar að lenda óvænt vegna farþega um borð sem lætur illum látum og oftast kemur áfengi við sögu

Samtök atvinnuflugmanna í Evrópu (European Cockpit Association) segja að nauðsynlegt sé að grípa strax til aðgerða gagnvart flugdólgum.

Samtökin segja að tíðni atvika, þar sem farþegaflugvélar hafa þurft að lenda óvænt á miðri leið vegna óláta meðal farþega um borð, hafi aukist að undanförnu.

Í fréttatilkynningu eurocockpit.be kemur fram að eitt af hverju 1.424 flugi í heiminum verði fyrir truflun vegna farþega um borð sem lætur illa og í langflestum tilvikum kemur áfengi við sögu.

Þann 14. maí sl. voru tvær konur á þrítugsaldri sem létu öllum illum látum um borð í þotu frá Air Canada á leið frá Montréal til Calgary og neyddust flugmenn vélarinnar að lenda í Toronto.

Níu dögum síðar varð einn farþegi um borð í flugvél American Airlines mjög viðskotaillur er áhöfnin neytaði að færa honum meira áfengi sem endaði með handalögmálum við þá farþega sem sátu næst honum.

Daginn eftir það atviki þurfti þota frá flydubai að snúa við til Dubai á leið sinni til Kabúl vegna flugdólgs sem gerði tilraun til þess að fara inn í flugstjórnarklefann en áhöfninni tókst að læsa hann inni á salerni vélarinnar.

Ölvaður Íri sem lét ófriðlega um borð í flugi frá Riga til Dublin

Þann 3. júní þurfti þota frá þýska flugfélaginu Condor að lenda í Halifax á leið sinni frá Frankfurt til Kúbu vegna þriggja farþega sem létu illa en þeir voru allir mjög ölvaðir.

Eurocockpit segja að þessi atvik séu aðeins brot af því sem ratað hefur í fréttirnar og segja samtökin að ölvaðir farþegar kunni sér engin takmörk.

Samtökin segja að mjög erfiðlega hafi gengið að sporna við flugdólgum þar sem ekki hefur tekist að koma í veg fyrir að þeir komist um borð í flug auk þess sem refsingar við athæfi þeirra séu mjög vægar og erfitt sé að fara með málið fyrir dómi í öðrum löndum.

Vilja helst að neysla áfengis í flugi verði bönnuð

Þá hefur lítill áhugi verið fyrir því meðal aðildarlanda innan Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) að setja lög á sem fyrirskipa að farþegar skuli ekki hafa neytt áfengis er þeir fara í flug en Eurocockpit telur að það sé eina leiðin sem myndi skila árangri.

Í mörgum tilfellum hefur verið að ræða vandræði með farþega sem eru að fljúga frá Bretlandi til sólarlanda við Miðjarðarhafið

Núverandi lagaákvæði eru að finna m.a. í Tókýó-sáttmálanum sem undirritaður var árið 1963 og varðar farþega sem fremja brot í loftförum en Eurocockpit segja að þær reglur skili engum árangri þar sem vandamálið snýst um að flugvél lendir með flugdólg sem braut af sér í alþjóðlegri lögsögu og er hann afhentur til dómstóla sem hafa lítið vald þar sem brotið átti sér ekki stað í þeirra réttarríki.

Slík mál stöðvast vegna skrifræðið og er viðkomandi farþegi oft látinn laus og komast þeir upp með að þurfa greiða smáræði í sekt og eru því næst frjálsir ferða sinna.

Samtökin MP 14 (Montréal Protocol) fara fram á að skýr lagastefna verði sett á laggirnar sem auðveldi meðferð slíkra brota sem auðveldi einnig flugfélögum til þess að fara fram á skaðabætur frá flugdólgum.

Af þeim 192 aðilarríkjum sem eru í ICAO þá hafa aðeins 30 lönd samþykkt skýrari stefnu í þessum málum.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga