flugfréttir

80 prósent fleiri skrúfuþotur árið 2037

2. júlí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 14:42

ATR flugvél í flugtaki

Flugvélaframleiðandinn ATR sér fram á að skrúfuþotum eigi eftir að fjölga um heil 80 prósent á næstu tuttugu árum.

Í dag eru 2.260 skrúfuþotur í notkun í heiminum í flokki þeirra sem taka frá 30 til 90 farþega og telur ATR að fjöldinn eigi eftir að fara í 4.060 flugvélar árið 2038.

Af þessum 2.260 sem eru að fljúga í dag þá þarf að skipta út um 1.220 flugvélum vegna aldurs á sama tíma og þörf er á að bæta við 1.800 eintökum til að koma til móts við eftirspurnina.

Langmest er þörfin á fleiri skrúfuþotum sem taka frá 60 til 80 farþega sem eru í sama flokki og ATR 72 og sér framleiðandinn því fram á mikil tækifæri á næstunni.

ATR telur að mest sé þörfin fyrir skrúfuþotur í Asíu og á Kyrrahafssvæðinu þar sem séð er fram á þörf fyrir 740 flugvélar en þá er Kína ekki talið með en þar í landi er þörf fyrir 300 skrúfuþotur.

Í Suður-Ameríku spáir ATR að flugfélög í þeirri heimsálfu þurfi 420 skrúfuþotur og 350 flugvélar fyrir Miðausturlönd, 350 fyrir Norður-Ameríku og einnig er þörf á 350 eintökum fyrir vesturhluta Evrópu.

Á tímabilinu frá 2010 til 2017 náði ATR 75% af markaðnum af þeim vestrænum framleiðendum sem smíða skrúfuflugvélar og er Bombardier í dag eini samkeppnisaðilinn í hinum vestræna heimi.

Þá spáir ATR því að um 30% af öllum styttri flugleiðum í áætlunarflugi árið 2037 séu nýjar flugleiðir sem eru ekki flognar í dag.  fréttir af handahófi

Bombardier afhendir fyrstu Global 7500 einkaþotuna

27. desember 2018

|

Bombardier afhenti á dögunum fyrsta eintakið af hinni nýju Bombardier Global 7500 einkaþotu við hátíðlega athöfn sem fram fór í Dorval í Quebec þann 20. desember síðastliðinn.

Íhuga að taka færri risaþotur og panta Airbus A350

1. febrúar 2019

|

Emirates er að skoða möguleika á því að breyta pöntun sinni hjá Airbus í þær A380 risaþotur sem félagið á eftir að fá afhentar yfir í Airbus A350 þotuna.

Sagt að Airbus tilkynni um endalok A380 á fimmtudag

12. febrúar 2019

|

Svo gæti farið að Airbus muni tilkynna um endalok framleiðslunnar á risaþotunni Airbus A380 á fimmtudag.

  Nýjustu flugfréttirnar

„Getum ekki flogið á þessa staði óstyrkta“

23. febrúar 2019

|

Það er næstum öruggt að flugsamgöngur til Þórshafnar og Vopnafjarðar leggjast af ef tillaga starfshóps á vegum Samgönguráðuneytisins um breytingar á samgöngukerfi nær fram að ganga sem gerir ráð fyri

FAA varar við því að fljúga í gegnum lofthelgi Venesúela

23. febrúar 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent frá sér aðvörun þar sem bandarískum flugfélögum er ráðlagt að hafa varann á ef flogið er í gegnum lofthelgi Venesúela vegna vaxandi óstöðugleika.

Næsta retro-flugvél British Airways verður í litum BEA

22. febrúar 2019

|

British Airways hefur ákveðið að Airbus A319 þota verði næsta flugvél félagsins til þess að verða máluð í gömlum litabúningi líkt og flugvélar félagsins litu út í gamla daga.

Boeing 737 þota Norwegian á förum frá Íran á næstu dögum

22. febrúar 2019

|

Norwegian á loksins von á því að geta fengið eina af Boeing 737 MAX þotunum í flotanum heim frá Íran en um er að ræða þotu sem hefur verið föst í landinu frá því að flugvélin hafði þar óvænta viðkomu

Metfjöldi farþega um Heathrow-flugvöll árið 2018

21. febrúar 2019

|

Aldrei hafa eins margir flugfarþegar farið um Heathrow-flugvöll í sögu flugvallarins líkt og árið 2018 þegar 80.1 milljón farþega fór um völlinn.

AirBaltic mun hætta með Boeing 737 í haust

20. febrúar 2019

|

Flugfélagið airBatlic ætlar sér að hætta með Boeing 737 þoturnar fyrr en áætlað var.

Ný Airbus-þota fékk ekki leyfi til að fljúga yfir Íran

20. febrúar 2019

|

Splunkunýrri Airbus A320 þotu sem var í afhendingarflugi frá Airbus í Hamborg á leið til Nýja-Sjálands var gert að snúa við yfir Tyrklandi þar sem í ljós kom að þotan hafði ekki leyfi til þess að flj

Fjallabylgjur og flug undir lágmarksflughæð orsök flugslyss

19. febrúar 2019

|

Flugmálayfirvöld í Íran hafa birt lokaskýrslu varðandi flugslys sem átti sér stað þann 18. febrúar í fyrra er farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-200 fórst í fjalllendi í innanlandsflugi í landinu.

Þrír bæjarstjórar vilja koma á flugsamgöngum til Sylt

19. febrúar 2019

|

Þrír þýskir bæjarstjórar í bæjunum Klixbüll, Leck og Niebüll vilja koma á flugsamgöngum til eyjunnar Sylt þar sem lestarsamgöngur hafa ekki gengið snuðrulaust fyrir sig að undanförnu.

Einkafyrirtæki styrkir nýja flugbraut á eyjunni Catalina

19. febrúar 2019

|

Hafist hefur verið handa við að lagfæra og koma flugbrautinni á eyjunni Catalina við strendur Los Angeles í nothæft ástand á ný.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00