flugfréttir

80 prósent fleiri skrúfuþotur árið 2037

2. júlí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 14:42

ATR flugvél í flugtaki

Flugvélaframleiðandinn ATR sér fram á að skrúfuþotum eigi eftir að fjölga um heil 80 prósent á næstu tuttugu árum.

Í dag eru 2.260 skrúfuþotur í notkun í heiminum í flokki þeirra sem taka frá 30 til 90 farþega og telur ATR að fjöldinn eigi eftir að fara í 4.060 flugvélar árið 2038.

Af þessum 2.260 sem eru að fljúga í dag þá þarf að skipta út um 1.220 flugvélum vegna aldurs á sama tíma og þörf er á að bæta við 1.800 eintökum til að koma til móts við eftirspurnina.

Langmest er þörfin á fleiri skrúfuþotum sem taka frá 60 til 80 farþega sem eru í sama flokki og ATR 72 og sér framleiðandinn því fram á mikil tækifæri á næstunni.

ATR telur að mest sé þörfin fyrir skrúfuþotur í Asíu og á Kyrrahafssvæðinu þar sem séð er fram á þörf fyrir 740 flugvélar en þá er Kína ekki talið með en þar í landi er þörf fyrir 300 skrúfuþotur.

Í Suður-Ameríku spáir ATR að flugfélög í þeirri heimsálfu þurfi 420 skrúfuþotur og 350 flugvélar fyrir Miðausturlönd, 350 fyrir Norður-Ameríku og einnig er þörf á 350 eintökum fyrir vesturhluta Evrópu.

Á tímabilinu frá 2010 til 2017 náði ATR 75% af markaðnum af þeim vestrænum framleiðendum sem smíða skrúfuflugvélar og er Bombardier í dag eini samkeppnisaðilinn í hinum vestræna heimi.

Þá spáir ATR því að um 30% af öllum styttri flugleiðum í áætlunarflugi árið 2037 séu nýjar flugleiðir sem eru ekki flognar í dag.  fréttir af handahófi

Björgólfur Jóhannsson segir starfi sínu lausu

27. ágúst 2018

|

Björgólfur Jóhannsson hefur sagt upp starfi sínu sem forstjóri Icelandair Group í kjölfar lækkunar á afkomuspá fyrirtækisins fyrir árið 2018.

Airbus íhugar að reisa flugvélaverksmiðju í Malasíu

24. júlí 2018

|

Airbus er að skoða þann möguleika á að opna fimmtu flugvélaverksmiðjurnar sínar í heiminum í Malasíu.

Þrýstingur á að loka flugvellinum í Antwerpen

20. ágúst 2018

|

Útlitið er ekki bjart fyrir flugvöllinn í Antwerpen í Belgíu eftir að stærsta flugfélagið sem flýgur um völlinn hefur tilkynnt að félagið ætli sér að hætta nánast öllu áætlunarflugi.

  Nýjustu flugfréttirnar

KLM mun fljúga til Las Vegas

21. september 2018

|

KLM Royal Dutch Airlines ætlar að hefja beint flug til Las Vegas frá Amsterdam og verður borgin tólfi áfangastaður flugfélagsins í Bandaríkjunum og sá átjándi í Norður-Ameríku.

Flugmaður slasaðist við að handsnúa Cirrus SR22 í gang

21. september 2018

|

Flugmaður slasaðist í óhappi sem átt sér stað í Iowa í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR-22 klessti á flugskýli eftir að tilraun flugmannsins til að ha

Hafna sögusögnum um samruna Emirates og Etihad Airways

20. september 2018

|

Emirates og Etihad Airways blása á þær sögusagnir sem gengið hafa um að til standi að sameina flugfélögin tvö.

Málverkasýning Tolla á Egilsstaðaflugvelli

20. september 2018

|

Föstudaginn 21. september næstkomandi kl. 16 verður opnuð sýning á 23 nýjum olíumálverkum eftir Tolla í flugstöðinni á Egilsstöðum en sýningin er í boði Isavia, rekstraraðila flugvallarins, og er sýn

Primera Air mun fljúga frá Keflavík til Bodrum

20. september 2018

|

Primera Air mun hefja leiguflug frá Keflavíkurflugvelli til Bodrum í Tyrklandi næsta sumar.

Stafsetningarvilla í málun á Boeing 777 þotu hjá Cathay

19. september 2018

|

Að gera stafsetningarvillur kemur fyrir besta fólk og einnig stærstu fyrirtæki og þar á meðal flugfélög - En að mála nafn flugfélags á heila þotu og gleyma einum staf er sennilega eitthvað sem gerist

FAA varar bandarísk flugfélög við því að fljúga yfir Íran

19. september 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent út tilmæli til flugfélaga þar sem þau eru beðin um að sýna sérstaka varúð á flugi yfir Íran.

Hluti af flapa losnaði af júmbó-þotu fyrir lendingu í Frankfurt

19. september 2018

|

Hluti af flapa á væng á júmbó-fraktþotu af gerðinni Boeing 747-400F losnaði af skömmu fyrir lendingu á flugvellinum í Franfkurt sl. laugardag.

Líkamsrækt um borð í lengsta flug heims

19. september 2018

|

Qantas íhugar að bjóða upp á líkamsræktaraðstöðu í einu lengsta flug heims sem flugfélagið ástralska áætlar að fljúga árið 2022 frá Sydney til London.

Yfir 1.000 konur í Sádí-Arabíu hafa sótt um að verða flugmenn

18. september 2018

|

Sádí-arabíska flugfélagið Flynas fékk yfir 1.000 umsóknir frá kvenmönnum á einum sólarhring sem hafa sótt um að komast í flugnám á vegum flugfélagsins sem leitar nú að hæfum einstaklingum til að verð