flugfréttir

80 prósent fleiri skrúfuþotur árið 2037

2. júlí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 14:42

ATR flugvél í flugtaki

Flugvélaframleiðandinn ATR sér fram á að skrúfuþotum eigi eftir að fjölga um heil 80 prósent á næstu tuttugu árum.

Í dag eru 2.260 skrúfuþotur í notkun í heiminum í flokki þeirra sem taka frá 30 til 90 farþega og telur ATR að fjöldinn eigi eftir að fara í 4.060 flugvélar árið 2038.

Af þessum 2.260 sem eru að fljúga í dag þá þarf að skipta út um 1.220 flugvélum vegna aldurs á sama tíma og þörf er á að bæta við 1.800 eintökum til að koma til móts við eftirspurnina.

Langmest er þörfin á fleiri skrúfuþotum sem taka frá 60 til 80 farþega sem eru í sama flokki og ATR 72 og sér framleiðandinn því fram á mikil tækifæri á næstunni.

ATR telur að mest sé þörfin fyrir skrúfuþotur í Asíu og á Kyrrahafssvæðinu þar sem séð er fram á þörf fyrir 740 flugvélar en þá er Kína ekki talið með en þar í landi er þörf fyrir 300 skrúfuþotur.

Í Suður-Ameríku spáir ATR að flugfélög í þeirri heimsálfu þurfi 420 skrúfuþotur og 350 flugvélar fyrir Miðausturlönd, 350 fyrir Norður-Ameríku og einnig er þörf á 350 eintökum fyrir vesturhluta Evrópu.

Á tímabilinu frá 2010 til 2017 náði ATR 75% af markaðnum af þeim vestrænum framleiðendum sem smíða skrúfuflugvélar og er Bombardier í dag eini samkeppnisaðilinn í hinum vestræna heimi.

Þá spáir ATR því að um 30% af öllum styttri flugleiðum í áætlunarflugi árið 2037 séu nýjar flugleiðir sem eru ekki flognar í dag.  fréttir af handahófi

Afhendingar á Boeing 737 þotum að komast í rétt horf

10. október 2018

|

Afhendingar á nýjum Boeing 737 þotum hjá Boeing eru að komast aftur í rétt horf eftir miklar seinkanir í sumar.

MC-21 þotan í fyrstu næturprófunum

3. september 2018

|

Flugprófanir fóru í fyrsta sinn fram að nóttu til með rússnesku MC-21 farþegaþotuna sem framleidd er af Irkut verksmiðjunum.

Airbus A320 fór í flugtak í ranga átt með of stutta braut

24. september 2018

|

Tveir flugmenn hjá flugfélaginu Air Arabia hafa verið leystir frá störfum tímabundið vegna atviks þar sem Airbus A320 þota, sem þeir flugu, fór í loftið undan vindi í ranga átt á flugvellinum í borgi

  Nýjustu flugfréttirnar

Boeing 737 ók yfir mann rétt fyrir flugtak í Moskvu

21. nóvember 2018

|

Maður á þrítugsaldri lést eftir að hann varð fyrir farþegaþotu af gerðinni Boeing 737-800 sem var á leið í flugtak á Sheremetyevo-flugvellinum í Moskvu í gær.

Missti af fluginu og reyndi að hlaupa á eftir flugvélinni

20. nóvember 2018

|

Kona sem hafði misst af fluginu sínu í Indónesíu var yfirbuguð af starfsfólki flugvallarins þar sem hún reyndi að hlaupa á eftir flugvélinni.

Saga flugvalla og flugleiðsögu á Íslandi komin út

19. nóvember 2018

|

Isavia hefur gefið út bókina Saga flugvalla og flugleiðsögu á Íslandi en bókin er gefin út í rafbókarformi í opnum aðgangi á vef Landsbókasafnsins og Isavia og einnig í bókarformi.

Helmingur allra flugmanna hjá SAS á eftirlaun innan 10 ára

19. nóvember 2018

|

Um 700 flugmenn hjá SAS munu láta af störfum sökum aldurs á næstu 10 árum og er það um helmingi fleiri en hafa látið af störfum sl. áratug.

Nýir gallar koma í ljós á Brandenburg-flugvelli

19. nóvember 2018

|

Allt bendir til þess að opnun nýja Brandenburg-flugvallarins í Berlín verði slegið á frest enn einu sinni en sennilega hefur opnun nýs flugvallar aldrei verið frestað eins oft og þessum sem ber IATA

Boeing 747-100 flýgur sitt síðasta flug

17. nóvember 2018

|

Síðasta Boeing 747-100 júmbó-þotan, sem hefur verið í umferð í heiminum í dag, flaug sitt síðasta flug á dögunum.

Fastjet nær að auka hlutafé sitt

18. nóvember 2018

|

Stjórn flugfélagsins Fastjet í Afríku hefur tekist að hækka hlutafé félagsins um 4,9 milljarða króna en flugfélagið hefur að undanförnu reynt að leita leiða til að fjármagna reksturinn sem hefur verið

Ekki sagt frá nýju sjálfvirku kerfi sem á að koma í veg fyrir ofris

15. nóvember 2018

|

Atvinnuflugmannasamtökin (ALPA), sem er stærsta bandalag flugmanna í heiminum, krefjast þess að bandarísk stjórnvöld taki á vandamáli er varðar nýja tegund af flugstýringu á Boeing 737 MAX þotunum s

Þrír lamaðir flugmenn ætla að fljúga í kringum hnöttinn

14. nóvember 2018

|

Þrír hreyfihamlaðir flugmenn munu næstkomandi sunnudag leggja af stað í 10 mánaða langt heimsflug í kringum hnöttinn en þeir ætla að hafa viðdvöl á 150 stöðum í 40 löndum í sex heimsálfum og verður fe

Farþegar greiddu fyrir viðgerð á Dreamliner-þotu

14. nóvember 2018

|

Farþegar þurftu að greiða viðgerð á Dreamliner-þotu pólska flugfélagsins LOT Polish Airlines eftir að bilun kom upp í vélinni á flugvellinum í Peking.