flugfréttir

80 prósent fleiri skrúfuþotur árið 2037

2. júlí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 14:42

ATR flugvél í flugtaki

Flugvélaframleiðandinn ATR sér fram á að skrúfuþotum eigi eftir að fjölga um heil 80 prósent á næstu tuttugu árum.

Í dag eru 2.260 skrúfuþotur í notkun í heiminum í flokki þeirra sem taka frá 30 til 90 farþega og telur ATR að fjöldinn eigi eftir að fara í 4.060 flugvélar árið 2038.

Af þessum 2.260 sem eru að fljúga í dag þá þarf að skipta út um 1.220 flugvélum vegna aldurs á sama tíma og þörf er á að bæta við 1.800 eintökum til að koma til móts við eftirspurnina.

Langmest er þörfin á fleiri skrúfuþotum sem taka frá 60 til 80 farþega sem eru í sama flokki og ATR 72 og sér framleiðandinn því fram á mikil tækifæri á næstunni.

ATR telur að mest sé þörfin fyrir skrúfuþotur í Asíu og á Kyrrahafssvæðinu þar sem séð er fram á þörf fyrir 740 flugvélar en þá er Kína ekki talið með en þar í landi er þörf fyrir 300 skrúfuþotur.

Í Suður-Ameríku spáir ATR að flugfélög í þeirri heimsálfu þurfi 420 skrúfuþotur og 350 flugvélar fyrir Miðausturlönd, 350 fyrir Norður-Ameríku og einnig er þörf á 350 eintökum fyrir vesturhluta Evrópu.

Á tímabilinu frá 2010 til 2017 náði ATR 75% af markaðnum af þeim vestrænum framleiðendum sem smíða skrúfuflugvélar og er Bombardier í dag eini samkeppnisaðilinn í hinum vestræna heimi.

Þá spáir ATR því að um 30% af öllum styttri flugleiðum í áætlunarflugi árið 2037 séu nýjar flugleiðir sem eru ekki flognar í dag.  fréttir af handahófi

Norwegian fellir niður tvo áfangastaði í Ameríku

2. júní 2018

|

Norwegian hefur tilkynnt að félagið ætli að hætta að fljúga til tveggja áfangastaða í Ameríku frá Svíþjóð og stendur því til að fella niður áætlunarflug frá Stokkhólmi til Las Vegas og einnig til Oak

Flaug annað áætlunarflug þrátt fyrir mjög harða lendingu

11. júlí 2018

|

Í ljós hefur komið að kanadíska flugfélagið Jazz flaug áætlunarflug með einni af Bombardier Q400 flugvélum félagsins skömmu eftir mjög harða lendingu sem varð til þess að skemmdir urðu á hjólastelli o

Svefnleysi fyrir langt yfirlandsflug talin orsök flugslyss

3. maí 2018

|

Svefnleysi er talin hafa verið ein orsök þess að flugmaður brotlenti lítilli flugvél sinni að loknu löngu yfirlandsflugi í Bandaríkjunum frá Flórída til Wisconsin.

  Nýjustu flugfréttirnar

TUI mun hætta með Boeing 757 og 767 fyrir árið 2020

21. júlí 2018

|

Boeing 757 og Boeing 767 þoturnar munu á næstu árum hverfa úr flugflota þeirra sex flugfélaga sem eru í eigu TUI.

EasyJet fær styrk frá Kanarí fyrir flugi til La Palma

21. júlí 2018

|

EasyJet hefur fengið styrk frá sjálfstæðisstjórninni á Kanaríeyjum upp á 20 milljónir króna fyrir flugleiðinni milli Basel í Sviss og Santa Cruz de La Palma.

Gætu misst leyfi til þess að fljúga um írska lofthelgi eftir Brexit

21. júlí 2018

|

Svo gæti farið að bresk flugfélög gætu misst leyfi til þess að fljúga um írska lofthelgi eftir Brexit næsta vor þegar Bretar munu formlega ganga út úr Evrópusamstarfinu.

AirBaltic fær afhenta fyrstu A220 þotuna frá Airbus

20. júlí 2018

|

AirBaltic hefur formlega fengið afhenta sína fyrstu Airbus A220-300 þotu frá Airbus sem er jafnframt tíunda þotan í flotanum af þessari gerð en hinar níu voru afhentar undir nafninu CSeries CS300.

BA tekur þrjár 777-300ER þotur á leigu til viðbótar

19. júlí 2018

|

British Airways ætlar að taka þrjár Boeing 777-300ER þotur á leigu á næstunni.

Flugakademía Keilis opnar starfsstöð á Spáni

19. júlí 2018

|

Flugakademía Keilis hefur opnað flugskólaútibú á Spáni en í tilkynningu frá Flugakademíunni kemur fram að til að mæta auknum áhuga og tryggja að skólinn geti kennt verklegt flugnám allt árið um kring

Heildarpöntun AirAsia X í A330neo fer í 100 þotur

19. júlí 2018

|

Malasíska lágfargjaldafélagið AirAsia X hefur lagt inn pöntun í 34 breiðþotur af gerðinni Airbus A330neo.

Farnborough: EasyJet fær fyrstu Airbus A321neo þotuna

18. júlí 2018

|

EasyJet hefur fengið afhenta sína fyrstu Airbus A321neo þotu en afhendingin fór fram á Farnborough-flugsýningunni í dag.

Farnborough: VietJetAir pantar 100 Boeing 737 MAX þotur

18. júlí 2018

|

Flugfélagið VietJetAir í Víetnam hefur gert samkomulag við Boeing um kaup á 100 farþegaþotum af gerðinni Boeing 737 MAX.

Farnborough: Embraer kominn með sjö pantanir

17. júlí 2018

|

Embraer hefur fengið sjö pantanir í nýjar farþegaþotur á Farnborough-flugsýningunni sem hófst í gær.