flugfréttir

Qantas neyðist til að nota Boeing 747 í innanlandsflugi

- Alvarlegur skortur á Boeing 737 flugmönnum hjá félaginu

3. júlí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 13:31

Qantas stefnir á að vera búið að losa sig við allar júmbó-þoturnar árið 2020

Qantas neyðist til þess að nota júmbó-þotuna í innanlandsflugi í Ástralíu á næstunni þar sem skortur er á þeim flugmönnum sem fljúga Boeing 737 þotum sem notaðar eru að mestu leyti í flugi innanlands þar í landi.

Frá og með 30. júlí verða Boeing 747-400 þotur notaðar á nokkrum flugleiðum og þar á meðal milli Sydney og Perth auk þess sem Airbus A330 breiðþotur verða einnig notaðar í innanlandsflugi.

Ástæðan er sú að Qantas hefur ekki nægilega marga Boeing 737-flugmenn og varð félagið uppiskroppa með þá þar sem margir þeirra voru sendir á sínum tíma í þjálfun á Dreamliner-þoturnar.

Nú hefur komið í ljós að félagið hefur sennilega tekið aðeins of marga flugmenn af Boeing 737 þar sem ekki eru nægilega margir tiltækir þegar óvæntar breytingar verða í rekstrinum.

Qantas hefur 70 Boeing 737-800 þotur sem notaðar eru í innanlandsflugi

Qantas hefur 70 þotur af gerðinni Boeing 737-800 sem er algengasta flugvélategundinn í flotanum og hefur félagið átt í erfiðleikum með að ráða til sín fleiri 737 flugmenn.

Samt sem áður er verið að þjálfa á fullu nýja flugmenn á Boeing 737 en þrátt fyrir að afköstin við þjálfun í hermi sé í hámarki þá dugar það ekki til.

600 flugmenn hafa náð hámarksflugtímafjölda

Samkvæmt frétt The Sydney Herald þá kemur fram að 600 flugmenn, sem fljúga Boeing 737 hjá Qantas, hafa náð hámarkstíma sem leyfilegt er að fljúga á 12 mánaða tímabili sem eru 1.000 flugtímar samkvæmt reglugerðum flugmálayfirvalda í Ástralíu.

Qantas hefur reynt eftir mesta megni að láta flugmenn ekki fljúga meira en 950 klukkustundir á ári svo hægt sé að skilja eftir nokkra tíma upp á sveigjanleika að gera þegar á þarf að halda.

Þrátt fyrir að þjálfun nýrra flugmanna á Boeing 737 sé í gangi með hámarksafköstum þá dugar það ekki til

Erfiðlega hefur einnig gengið að fá flugkennara og dómara með tegundaráritun á Boeing 737 til þess að meta hæfni í þjálfun á flughermi og verða 60 þjálfunartímar felldir niður í júlí vegna þessa.

Talsmaður Qantas segir að flugfélagið ástralska segir að aldrei áður hafi verið eins mikið álag og umsvif í þjálfun nýrra flugmanna sé félagið að ganga í gegnum stærsta þjálfunartímabil í sögu félagsins.

Qantas hefur meðal annars sótt um leyfi til stjórnvalda til að fá að ráða fleiri erlenda flugkennara til að koma til Ástralíu svo hægt sé að þjálfa fleiri flugmenn.

Stéttarfélag flugmanna hjá Qantas segir að ekki sé um flugmannaskort að ræða heldur klúður hjá stjórn Qantas í starfsmannamálum.  fréttir af handahófi

Líkamsrækt um borð í lengsta flug heims

19. september 2018

|

Qantas íhugar að bjóða upp á líkamsræktaraðstöðu í einu lengsta flug heims sem flugfélagið ástralska áætlar að fljúga árið 2022 frá Sydney til London.

Brandenburg verður bílageymsla fyrir Volkswagen

29. júní 2018

|

Brandenburg-flugvöllinn í Berlín mun loksins þjóna einhverjum tilgangi þar sem búið er að finna not fyrir flugvöllinn sem ekki hefur verið hægt að taka í notkun í nokkur ár vegna fjölda framleiðsluga

ATR fær vottun fyrir fyrsta FFS flugherminum fyrir ATR 72-600

8. júlí 2018

|

Flugvélaframleiðandinn ATR hefur fengið vottun frá evrópskum flugmálayfirvöldum (EASA) fyrir nýjum flughermi fyrir ATR 72-600 flugvélarnar sem staðsettur verður í Toulouse í Frakklandi.

  Nýjustu flugfréttirnar

Primera Air mun fljúga frá Keflavík til Bodrum

20. september 2018

|

Primera Air mun hefja leiguflug frá Keflavíkurflugvelli til Bodrum í Tyrklandi næsta sumar.

Stafsetningarvilla í málun á Boeing 777 þotu hjá Cathay

19. september 2018

|

Að gera stafsetningarvillur kemur fyrir besta fólk og einnig stærstu fyrirtæki og þar á meðal flugfélög - En að mála nafn flugfélags á heila þotu og gleyma einum staf er sennilega eitthvað sem gerist

FAA varar bandarísk flugfélög við því að fljúga yfir Íran

19. september 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent út tilmæli til flugfélaga þar sem þau eru beðin um að sýna sérstaka varúð á flugi yfir Íran.

Hluti af flapa losnaði af júmbó-þotu fyrir lendingu í Frankfurt

19. september 2018

|

Hluti af flapa á væng á júmbó-fraktþotu af gerðinni Boeing 747-400F losnaði af skömmu fyrir lendingu á flugvellinum í Franfkurt sl. laugardag.

Líkamsrækt um borð í lengsta flug heims

19. september 2018

|

Qantas íhugar að bjóða upp á líkamsræktaraðstöðu í einu lengsta flug heims sem flugfélagið ástralska áætlar að fljúga árið 2022 frá Sydney til London.

Yfir 1.000 konur í Sádí-Arabíu hafa sótt um að verða flugmenn

18. september 2018

|

Sádí-arabíska flugfélagið Flynas fékk yfir 1.000 umsóknir frá kvenmönnum á einum sólarhring sem hafa sótt um að komast í flugnám á vegum flugfélagsins sem leitar nú að hæfum einstaklingum til að verð

Rússneskrar herflugvélar saknað eftir loftárásir Ísraela á Sýrland

18. september 2018

|

Leit stendur nú yfir af rússneskri herflugvél á vegum rússneska hersins sem hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Miðjarðarhafi við strendur Sýrlands á sama tíma og ísraelski herinn gerði loftárásir á Lat

Vilja leita betur að braki úr hreyfli á Grænlandsjökli

17. september 2018

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi ætlar sér að hefja leit á Grænlandsjökli að braki úr hreyfli á Airbus A380 risaþotu Air France.

Interjet sagt ætla að skila öllum Superjet-þotunum til Rússlands

17. september 2018

|

Mexíkóska flugfélagið Interjet ætlar sér að losa sig við allar Sukhoi Superjet 100 þoturnar út flotanum og ætlar félagið að freista þess að skila þeim öllum til rússneska framleiðandans.

Air Peace í Nígeríu pantar tíu Boeing 737 MAX þotur

16. september 2018

|

Nígeríska flugfélagið Air Peace hefur staðfest pöntun í tíu Boeing 737 MAX þotur að andvirði 123 milljarða króna.