flugfréttir

Qantas neyðist til að nota Boeing 747 í innanlandsflugi

- Alvarlegur skortur á Boeing 737 flugmönnum hjá félaginu

3. júlí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 13:31

Qantas stefnir á að vera búið að losa sig við allar júmbó-þoturnar árið 2020

Qantas neyðist til þess að nota júmbó-þotuna í innanlandsflugi í Ástralíu á næstunni þar sem skortur er á þeim flugmönnum sem fljúga Boeing 737 þotum sem notaðar eru að mestu leyti í flugi innanlands þar í landi.

Frá og með 30. júlí verða Boeing 747-400 þotur notaðar á nokkrum flugleiðum og þar á meðal milli Sydney og Perth auk þess sem Airbus A330 breiðþotur verða einnig notaðar í innanlandsflugi.

Ástæðan er sú að Qantas hefur ekki nægilega marga Boeing 737-flugmenn og varð félagið uppiskroppa með þá þar sem margir þeirra voru sendir á sínum tíma í þjálfun á Dreamliner-þoturnar.

Nú hefur komið í ljós að félagið hefur sennilega tekið aðeins of marga flugmenn af Boeing 737 þar sem ekki eru nægilega margir tiltækir þegar óvæntar breytingar verða í rekstrinum.

Qantas hefur 70 Boeing 737-800 þotur sem notaðar eru í innanlandsflugi

Qantas hefur 70 þotur af gerðinni Boeing 737-800 sem er algengasta flugvélategundinn í flotanum og hefur félagið átt í erfiðleikum með að ráða til sín fleiri 737 flugmenn.

Samt sem áður er verið að þjálfa á fullu nýja flugmenn á Boeing 737 en þrátt fyrir að afköstin við þjálfun í hermi sé í hámarki þá dugar það ekki til.

600 flugmenn hafa náð hámarksflugtímafjölda

Samkvæmt frétt The Sydney Herald þá kemur fram að 600 flugmenn, sem fljúga Boeing 737 hjá Qantas, hafa náð hámarkstíma sem leyfilegt er að fljúga á 12 mánaða tímabili sem eru 1.000 flugtímar samkvæmt reglugerðum flugmálayfirvalda í Ástralíu.

Qantas hefur reynt eftir mesta megni að láta flugmenn ekki fljúga meira en 950 klukkustundir á ári svo hægt sé að skilja eftir nokkra tíma upp á sveigjanleika að gera þegar á þarf að halda.

Þrátt fyrir að þjálfun nýrra flugmanna á Boeing 737 sé í gangi með hámarksafköstum þá dugar það ekki til

Erfiðlega hefur einnig gengið að fá flugkennara og dómara með tegundaráritun á Boeing 737 til þess að meta hæfni í þjálfun á flughermi og verða 60 þjálfunartímar felldir niður í júlí vegna þessa.

Talsmaður Qantas segir að flugfélagið ástralska segir að aldrei áður hafi verið eins mikið álag og umsvif í þjálfun nýrra flugmanna sé félagið að ganga í gegnum stærsta þjálfunartímabil í sögu félagsins.

Qantas hefur meðal annars sótt um leyfi til stjórnvalda til að fá að ráða fleiri erlenda flugkennara til að koma til Ástralíu svo hægt sé að þjálfa fleiri flugmenn.

Stéttarfélag flugmanna hjá Qantas segir að ekki sé um flugmannaskort að ræða heldur klúður hjá stjórn Qantas í starfsmannamálum.  fréttir af handahófi

190 flugferðum aflýst hjá Ryanair vegna verkfalls

27. september 2018

|

Eitt stærsta verkfall í sögu Ryanair er í uppsiglingu á föstudag eftir að flugfreyjur og flugþjónar hjá félaginu í sex Evrópulöndum munu fella niður störf sín í einum stærstu verkfallsaðgerðum féla

Aflýsa öllu flugi vegna verkfalls

24. nóvember 2018

|

Aerolineas Argentinas neyddist í dag til þess að fella niður á fjórða hundrað flugferðir á vegum félagsins vegna verkfallsaðgerða meðal nokkurra verkalýðsfélaga.

Boeing hefur áhyggjur af rekstri Jet Airways

14. október 2018

|

Boeing segist hafa áhyggjur af fjárhagsstöðu indverska flugfélagsins Jet Airways þar sem félagið á inni pöntun í hvorki meira né minna en 219 þotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.

Hófu flugtak 400 metrum frá brautarenda á Gatwick

7. desember 2018

|

Flugmálayfirvöld í Bretlandi rannsaka nú atvik eftir að Dreamliner-þota af gerðinni Boeing 787-9 frá Norwegian notaði of stutta flugbraut í flugtaki á Gatwick-flugvellinum í London.

Skimun fyrir umsækjendur í atvinnuflugmannsnám hjá Keili

6. desember 2018

|

Flugakademía Keilir hefur innleitt skimun í tengslum við atvinnuflugmannsnám á vegum skólans fyrir næsta vor en umsækjendur þurfa að þreyta sérstakt rafrænt hæfnispróf.

280.000 farþegar með Icelandair í nóvember

6. desember 2018

|

Um 280.000 farþegar flugu með Icelandair í nóvember sl. sem er fjölgun upp á 12 prósent ef miðað er við nóvember árið 2017 þegar 249.000 farþegar flugu með félaginu.

WOW air flýgur jómfrúarflugið til Nýju-Delí á Indlandi

6. desember 2018

|

WOW air flaug í dag sitt fyrsta áætlunarflug til Nýju-Delí á Indlandi en aldrei áður hefur íslenskt flugfélag flogið áætlunarflug til Asíu og þá er um að ræða lengsta farþegaflug í íslenskri flugsög

Tíunda veggspjaldið fjallar um álag og streitu

6. desember 2018

|

Samgöngustofa hefur gefið út tíunda veggspjaldið af tólf í Dirty Dozen röðinni en að þessu sinni er fjallað um álag og viðbrögðum við streitu sem geta skert flugöryggi.