flugfréttir

Qantas neyðist til að nota Boeing 747 í innanlandsflugi

- Alvarlegur skortur á Boeing 737 flugmönnum hjá félaginu

3. júlí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 13:31

Qantas stefnir á að vera búið að losa sig við allar júmbó-þoturnar árið 2020

Qantas neyðist til þess að nota júmbó-þotuna í innanlandsflugi í Ástralíu á næstunni þar sem skortur er á þeim flugmönnum sem fljúga Boeing 737 þotum sem notaðar eru að mestu leyti í flugi innanlands þar í landi.

Frá og með 30. júlí verða Boeing 747-400 þotur notaðar á nokkrum flugleiðum og þar á meðal milli Sydney og Perth auk þess sem Airbus A330 breiðþotur verða einnig notaðar í innanlandsflugi.

Ástæðan er sú að Qantas hefur ekki nægilega marga Boeing 737-flugmenn og varð félagið uppiskroppa með þá þar sem margir þeirra voru sendir á sínum tíma í þjálfun á Dreamliner-þoturnar.

Nú hefur komið í ljós að félagið hefur sennilega tekið aðeins of marga flugmenn af Boeing 737 þar sem ekki eru nægilega margir tiltækir þegar óvæntar breytingar verða í rekstrinum.

Qantas hefur 70 Boeing 737-800 þotur sem notaðar eru í innanlandsflugi

Qantas hefur 70 þotur af gerðinni Boeing 737-800 sem er algengasta flugvélategundinn í flotanum og hefur félagið átt í erfiðleikum með að ráða til sín fleiri 737 flugmenn.

Samt sem áður er verið að þjálfa á fullu nýja flugmenn á Boeing 737 en þrátt fyrir að afköstin við þjálfun í hermi sé í hámarki þá dugar það ekki til.

600 flugmenn hafa náð hámarksflugtímafjölda

Samkvæmt frétt The Sydney Herald þá kemur fram að 600 flugmenn, sem fljúga Boeing 737 hjá Qantas, hafa náð hámarkstíma sem leyfilegt er að fljúga á 12 mánaða tímabili sem eru 1.000 flugtímar samkvæmt reglugerðum flugmálayfirvalda í Ástralíu.

Qantas hefur reynt eftir mesta megni að láta flugmenn ekki fljúga meira en 950 klukkustundir á ári svo hægt sé að skilja eftir nokkra tíma upp á sveigjanleika að gera þegar á þarf að halda.

Þrátt fyrir að þjálfun nýrra flugmanna á Boeing 737 sé í gangi með hámarksafköstum þá dugar það ekki til

Erfiðlega hefur einnig gengið að fá flugkennara og dómara með tegundaráritun á Boeing 737 til þess að meta hæfni í þjálfun á flughermi og verða 60 þjálfunartímar felldir niður í júlí vegna þessa.

Talsmaður Qantas segir að flugfélagið ástralska segir að aldrei áður hafi verið eins mikið álag og umsvif í þjálfun nýrra flugmanna sé félagið að ganga í gegnum stærsta þjálfunartímabil í sögu félagsins.

Qantas hefur meðal annars sótt um leyfi til stjórnvalda til að fá að ráða fleiri erlenda flugkennara til að koma til Ástralíu svo hægt sé að þjálfa fleiri flugmenn.

Stéttarfélag flugmanna hjá Qantas segir að ekki sé um flugmannaskort að ræða heldur klúður hjá stjórn Qantas í starfsmannamálum.  fréttir af handahófi

Pantanir í 10 risaþotur fjarlægðar af lista Airbus

10. janúar 2019

|

Airbus hefur fjarlægt pantanir í tíu Airbus A380 risaþotur af pantanalista sínum en þoturnar voru pantaðar af óþekktum viðskiptavini.

Trump vill fyrrum flugstjóra hjá Delta sem yfirmann hjá FAA

20. mars 2019

|

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Hvíta Húsið hafi áform um að skipta út yfirmanna hjá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) og láta Daniel Elwell víkja fyrir fyrrum flugstjóra hjá Delta

JetBlue stefnir á að hefja flug til Evrópu í sumar

4. mars 2019

|

Margt bendir til þess að jetBlue ætli sér að hefja flug yfir Atlantshafið til Evrópu og er sagt að flugfélagið bandaríska reyni nú með öllum ráðum að tryggja sér afgreiðslu- og lendingarpláss í Londo

  Nýjustu flugfréttirnar

Enginn áhugi fyrir að endurvekja rekstur Germania

26. mars 2019

|

Rekstur þýska flugfélagsins Germania verður ekki endurvakinn með nýjum eigendum eins og vonir voru bundnar við.

Kröfuhafar reiðubúnir í að breyta skuldum í hlutafé

26. mars 2019

|

Kröfuhafar, sem eiga inni skuldir hjá WOW air, áttu fund nú í kvöld þar sem rætt var um þann möguleika á að breyta skuldum félagsins í hlutafé til að tryggja framtíð og áframhaldandi rekstur félagsin

Flugmenn hjá BA flugu óvart til Edinborgar í stað Dusseldorf

25. mars 2019

|

Farþegaþota frá British Airways lenti á flugvellinum í Edinborg í morgun sem væri ekki frásögum færandi nema fyrir þær sakir að flugvélin átti að fljúga til Dusseldorf í Þýskalandi en ekki til Skotla

Vaxandi áhugi fyrir hljóðfráum einkaþotum

25. mars 2019

|

Markaðsfyrirtækið JetNet segir að eftirspurn sé sífellt að aukast eftir einkaþotum sem geti ferðast á allt að tvöföldum hljóðhraða.

Samoa Airways vill hætta við Boeing 737 MAX

25. mars 2019

|

Ríkisflugfélagið Samoa Airways hefur tilkynnt að félagið ætli ekki að taka við þeirri Boeing 737 MAX þotu sem félagið hafði pantað fyrir tveimur mánuðum síðan.

Brotlenti Super King Air á húsnæði flugklúbbs í Afríku

24. mars 2019

|

Flugslys átti sér stað í Afríku í gær er Super King Air flugvél var flogið vísvitandi, að talið er, á húsnæði flugklúbbs á Matsieng-flugvellinum, nálægt bænum Rasesa, í Botswana í gær.

Icelandair Group slítur viðræðum við WOW air

24. mars 2019

|

Icelandair Group hefur slitið viðræðum um mögulega aðkomu og yfirtöku á rekstri WOW air.

Southwest ferjar Boeing 737 MAX þoturnar til Victorville

23. mars 2019

|

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines er byrjað að ferja Boeing 737 MAX þotur til geymslu vegna kyrrsetningarinnar en þeirri fyrstu var í morgun flogið í flugvélakirkjugarðinn í Victorville í Moj

Næstu atvinnuflugmannsbekkir hefjast í maí og í ágúst

23. mars 2019

|

Flugakademíu Keilis hefur opnað fyrir umsóknir í flugnám í fyrsta sinn eftir sameininguna við Flugskóla Íslands en bóklegt nám fer nú fram á tveimur stöðum, í Reykjavík og í Reykjanesbæ.

Red Wings hættir við pöntun sína í Airbus A220

22. mars 2019

|

Flugfélagið Red Wings í Rússlandi hefur hætt við pöntun sína í Airbus A220 þotuna (CSeries) en félagið var eina rússneska flugfélagið sem hafði pantað þotuna frá Bombardier á sínum tíma.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00