flugfréttir

Qantas neyðist til að nota Boeing 747 í innanlandsflugi

- Alvarlegur skortur á Boeing 737 flugmönnum hjá félaginu

3. júlí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 13:31

Qantas stefnir á að vera búið að losa sig við allar júmbó-þoturnar árið 2020

Qantas neyðist til þess að nota júmbó-þotuna í innanlandsflugi í Ástralíu á næstunni þar sem skortur er á þeim flugmönnum sem fljúga Boeing 737 þotum sem notaðar eru að mestu leyti í flugi innanlands þar í landi.

Frá og með 30. júlí verða Boeing 747-400 þotur notaðar á nokkrum flugleiðum og þar á meðal milli Sydney og Perth auk þess sem Airbus A330 breiðþotur verða einnig notaðar í innanlandsflugi.

Ástæðan er sú að Qantas hefur ekki nægilega marga Boeing 737-flugmenn og varð félagið uppiskroppa með þá þar sem margir þeirra voru sendir á sínum tíma í þjálfun á Dreamliner-þoturnar.

Nú hefur komið í ljós að félagið hefur sennilega tekið aðeins of marga flugmenn af Boeing 737 þar sem ekki eru nægilega margir tiltækir þegar óvæntar breytingar verða í rekstrinum.

Qantas hefur 70 Boeing 737-800 þotur sem notaðar eru í innanlandsflugi

Qantas hefur 70 þotur af gerðinni Boeing 737-800 sem er algengasta flugvélategundinn í flotanum og hefur félagið átt í erfiðleikum með að ráða til sín fleiri 737 flugmenn.

Samt sem áður er verið að þjálfa á fullu nýja flugmenn á Boeing 737 en þrátt fyrir að afköstin við þjálfun í hermi sé í hámarki þá dugar það ekki til.

600 flugmenn hafa náð hámarksflugtímafjölda

Samkvæmt frétt The Sydney Herald þá kemur fram að 600 flugmenn, sem fljúga Boeing 737 hjá Qantas, hafa náð hámarkstíma sem leyfilegt er að fljúga á 12 mánaða tímabili sem eru 1.000 flugtímar samkvæmt reglugerðum flugmálayfirvalda í Ástralíu.

Qantas hefur reynt eftir mesta megni að láta flugmenn ekki fljúga meira en 950 klukkustundir á ári svo hægt sé að skilja eftir nokkra tíma upp á sveigjanleika að gera þegar á þarf að halda.

Þrátt fyrir að þjálfun nýrra flugmanna á Boeing 737 sé í gangi með hámarksafköstum þá dugar það ekki til

Erfiðlega hefur einnig gengið að fá flugkennara og dómara með tegundaráritun á Boeing 737 til þess að meta hæfni í þjálfun á flughermi og verða 60 þjálfunartímar felldir niður í júlí vegna þessa.

Talsmaður Qantas segir að flugfélagið ástralska segir að aldrei áður hafi verið eins mikið álag og umsvif í þjálfun nýrra flugmanna sé félagið að ganga í gegnum stærsta þjálfunartímabil í sögu félagsins.

Qantas hefur meðal annars sótt um leyfi til stjórnvalda til að fá að ráða fleiri erlenda flugkennara til að koma til Ástralíu svo hægt sé að þjálfa fleiri flugmenn.

Stéttarfélag flugmanna hjá Qantas segir að ekki sé um flugmannaskort að ræða heldur klúður hjá stjórn Qantas í starfsmannamálum.  fréttir af handahófi

WOW air flýgur fyrstu flugin til Detroit og London Stansted

26. apríl 2018

|

WOW air hefur hafið flug til tveggja nýrra flugvalla en í gær flaug félagið sitt fyrsta flug til Detroit sem er nýr áfangastaður í leiðarkerfi félagsins auk þess sem fyrsta flugið til Stansted-flugva

Fékk veðurloftbelg í hreyfil skömmu eftir flugtak

30. apríl 2018

|

Farþegaþota frá Air India neyddist til þess að snúa við skömmu eftir flugtak í innanlandsflugi á Indlandi gær eftir að vélin flaug á veðurloftbelg sem fór inn í annan hreyfil vélarinnar.

GOL fær sína fyrstu MAX-þotu

1. júlí 2018

|

Gol Linhas Aéreas (GOL) hefur fengið sína fyrstu Boeing 737 MAX þotu afhenta en flugfélagið brasilíska á von á 120 eintökum af Boeing 737 MAX 8.

  Nýjustu flugfréttirnar

TUI mun hætta með Boeing 757 og 767 fyrir árið 2020

21. júlí 2018

|

Boeing 757 og Boeing 767 þoturnar munu á næstu árum hverfa úr flugflota þeirra sex flugfélaga sem eru í eigu TUI.

EasyJet fær styrk frá Kanarí fyrir flugi til La Palma

21. júlí 2018

|

EasyJet hefur fengið styrk frá sjálfstæðisstjórninni á Kanaríeyjum upp á 20 milljónir króna fyrir flugleiðinni milli Basel í Sviss og Santa Cruz de La Palma.

Gætu misst leyfi til þess að fljúga um írska lofthelgi eftir Brexit

21. júlí 2018

|

Svo gæti farið að bresk flugfélög gætu misst leyfi til þess að fljúga um írska lofthelgi eftir Brexit næsta vor þegar Bretar munu formlega ganga út úr Evrópusamstarfinu.

AirBaltic fær afhenta fyrstu A220 þotuna frá Airbus

20. júlí 2018

|

AirBaltic hefur formlega fengið afhenta sína fyrstu Airbus A220-300 þotu frá Airbus sem er jafnframt tíunda þotan í flotanum af þessari gerð en hinar níu voru afhentar undir nafninu CSeries CS300.

BA tekur þrjár 777-300ER þotur á leigu til viðbótar

19. júlí 2018

|

British Airways ætlar að taka þrjár Boeing 777-300ER þotur á leigu á næstunni.

Flugakademía Keilis opnar starfsstöð á Spáni

19. júlí 2018

|

Flugakademía Keilis hefur opnað flugskólaútibú á Spáni en í tilkynningu frá Flugakademíunni kemur fram að til að mæta auknum áhuga og tryggja að skólinn geti kennt verklegt flugnám allt árið um kring

Heildarpöntun AirAsia X í A330neo fer í 100 þotur

19. júlí 2018

|

Malasíska lágfargjaldafélagið AirAsia X hefur lagt inn pöntun í 34 breiðþotur af gerðinni Airbus A330neo.

Farnborough: EasyJet fær fyrstu Airbus A321neo þotuna

18. júlí 2018

|

EasyJet hefur fengið afhenta sína fyrstu Airbus A321neo þotu en afhendingin fór fram á Farnborough-flugsýningunni í dag.

Farnborough: VietJetAir pantar 100 Boeing 737 MAX þotur

18. júlí 2018

|

Flugfélagið VietJetAir í Víetnam hefur gert samkomulag við Boeing um kaup á 100 farþegaþotum af gerðinni Boeing 737 MAX.

Farnborough: Embraer kominn með sjö pantanir

17. júlí 2018

|

Embraer hefur fengið sjö pantanir í nýjar farþegaþotur á Farnborough-flugsýningunni sem hófst í gær.