flugfréttir

BAA Training stefnir á 18.000 tíma í flugkennslu í ár

- Meira en tvöföldun frá því í fyrra með nýjum kennsluvélum

4. júlí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 09:05

BAA Training hefur nýlega fest kaup á fjórum fjórum nýjum kennsluvélum

Baltic Aviation Training (BAA), einn stærsti flugskóli Evrópu, stefnir á tvöfalt fleiri flugkennslustundir á þessu ári miðað við árið 2017.

Í fyrra fóru fram 8.000 kennslustundir í verklegri flugkennslu og þjálfun nýrra flugmanna en stefnt er á að flugtímarnir í ár nái 18.000 kennslutímum.

BAA Training hefur nýlega fest kaup á fjórum fjórum nýjum kennsluvélum, tveimur af gerðinni Cessna C172 og tveimur Tecnam P2002 sem verða afhentar til flugskólans í Vilnius síðar í júlí.

Fjölgun kennsluflugvéla er meginliðurinn í að koma til móts við aukin umsvif í samtvinnuðu atvinnuflugmannsnámi vegna þjálfunar nýrra flugmanna hjá flugfélögum á borð við Wizz Air, SmartLynx, Small Planet Airlines og Avion Express sem eru í samstarfi við skólann.

BAA Training stefnir á að útskrifa 200 flugmenn árlega á næstu
árum

BAA Training stefnir á að útskrifa 200 nýja flugmenn árlega á næstu fimm árum að sögn Martynas Mazeika, rekstarstjóra flugskólans og þá er gert ráð fyrir því að kennsluflotinn muni tvöfaldast á næstu árum.

Þá hefur skólinn einnig fjárfest í nýjum námsgögnum við kennslu í ATPL (atvinnuflugmannsnámi) með námsefni sem mun gera bóklega námið þægilegra.

Padpilot bylting í bóklegri kennslu í ATPL

Um er að ræða Padpilot rafnámsefni fyrir spjaldtölvur sem koma með myndrænum útskýringum í þrívídd sem útskýra með auðveldum hætti bóklega námið með hreyfimyndum, gagnvirku margmiðlunarefni, heimavinnunámsefni ásamt prófspurningum.

„Með Padpilot getum við boðið upp á nýstárlegustu ATPL þjálfun í heimi sem viðurkennd hefur verið af EASA. Ekki er bara um bóklegt fag að ræða því nemendur geta einnig notað Padpilot meðan á flugi stendur þar sem öll gögn til flugáætlunar eru aðgengilegar og kalla má fram strax allt það efni sem varðar verklegu flugkennsluna“, segir Boris Bratusevac, yfirmaður yfir samtvinnaða náminu hjá BAA Training.

Öll fögin 14 sem atvinnuflugmannsnámið samanstendur af koma á spjaldtölvu með miklu magni af margmiðlunarefni

Til að tryggja að skólinn geti kennt verklegt flug allt árið um kring mun BAA Training hefja flugkennslu á Lleida-Alguaire flugvellinum, skammt austur af Zaragoza á Spáni í október í haust.

Í dag eru 218 nemendur frá fimmtíu löndum í samtvinnuðu atvinnuflugmannsnámi hjá BAA Training en þjálfunin hefur farið fram á þremur mismunandi flugvöllum í Litháen með þeim 17 kennsluflugvélum sem skólinn hefur til umráða.

Nemendur í atvinnuflugmannsnámi við BAA Training

Til að koma til móts við eftirspurn flugfélaganna eftir nýjum flugmönnum ákvað BAA Training í vor að gera samning við Lleida-Alguaire flugvöllinn á Spáni til þess að geta ná fram meiri nýtni í verklegri flugkennslu en engan skyldi furða að veðráttan á Spáni er ívið betri en annars staðar í Evrópu.

Með fleiri góðviðrisdögum mun BAA Training ná að þjálfa nýja flugmenn á skemmri tíma sem tryggir flugfélögunum, sem skólinn á í samstarfi við, örara flæði af nýjum flugmönnum.

Dovydas Valadkevicius flaug sitt fyrsta flug hjá Wizz Air eftir að hafa lokið atvinnuflugmannsnámi hjá BAA Training







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga