flugfréttir
Metumferð um Vnukovo-flugvöll vegna HM í Rússlandi

Flugvélar UTair á Vnukovo-flugvellinum
Heimsmeistarakeppnin í fótbolta hefur orðið til þess að aldrei áður hafa eins margir farþegar farið um Vnokovo-flugvöllinn í Moskvu.
Vnukovo-flugvöllurinn er minnsti flugvöllurinn af þeim þremur sem þjóna Moskvu en jafnframt sá elsti en völlurinn
var tekinn í notkun 1. júlí 1941.
1,8 milljón farþega fóru um Vnukovo-flugvöll í júní í fyrra en í seinasta mánuði fóru 2,1 milljón farþega um völlinn
sem er 18% aukning sem þakka má Heimsmeistaramótinu í Rússlandi.
Aukninguna má einnig rekja til þeirra vinnu sem farið hefur í stefnumótun og markaðssetningu í þeim tilgangi að laða að fleiri flugfélög.
Flestir þeir farþegar, sem flugu um Vnukovo-flugvöll í júní voru á leið til Sochi, Pétursborgar, Krasnodar, Rostov-on-Don,
Simferopol og til Mineralnye Vody.
Flestir farþegar flugu með Rossiya Airlines eða um 27,3 prósent farþega en það flugfélag flaug með fótboltalið frá
Íran, Túnis Morokkó og Danmörku á leikina í Rússlandi.


16. janúar 2019
|
Flugvélaframleiðandinn Antonov hefur ákveðið að hefja aftur framleiðslu á flutningavélinni Antonov An-124 og það án aðstoðar frá Rússum en risavöruflutningavélin var upphaflega smíðuð á tímum Sovíetrí

21. janúar 2019
|
Ítalska flugfélagið Alitalia hefur hætt við að taka við þremur Airbus A321neo þotum sem áður voru í flota Primera Air.

6. febrúar 2019
|
Engan sakaði er lítil, eins hreyfils flugvél brotlenti á verslunargötu í miðborg Lima, höfuðborg Perú, sl. mánudag.

22. febrúar 2019
|
British Airways hefur ákveðið að Airbus A319 þota verði næsta flugvél félagsins til þess að verða máluð í gömlum litabúningi líkt og flugvélar félagsins litu út í gamla daga.

22. febrúar 2019
|
Norwegian á loksins von á því að geta fengið eina af Boeing 737 MAX þotunum í flotanum heim frá Íran en um er að ræða þotu sem hefur verið föst í landinu frá því að flugvélin hafði þar óvænta viðkomu

21. febrúar 2019
|
Aldrei hafa eins margir flugfarþegar farið um Heathrow-flugvöll í sögu flugvallarins líkt og árið 2018 þegar 80.1 milljón farþega fór um völlinn.

20. febrúar 2019
|
Flugfélagið airBatlic ætlar sér að hætta með Boeing 737 þoturnar fyrr en áætlað var.

20. febrúar 2019
|
Splunkunýrri Airbus A320 þotu sem var í afhendingarflugi frá Airbus í Hamborg á leið til Nýja-Sjálands var gert að snúa við yfir Tyrklandi þar sem í ljós kom að þotan hafði ekki leyfi til þess að flj

19. febrúar 2019
|
Flugmálayfirvöld í Íran hafa birt lokaskýrslu varðandi flugslys sem átti sér stað þann 18. febrúar í fyrra er farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-200 fórst í fjalllendi í innanlandsflugi í landinu.

19. febrúar 2019
|
Þrír þýskir bæjarstjórar í bæjunum Klixbüll, Leck og Niebüll vilja koma á flugsamgöngum til eyjunnar Sylt þar sem lestarsamgöngur hafa ekki gengið snuðrulaust fyrir sig að undanförnu.

19. febrúar 2019
|
Hafist hefur verið handa við að lagfæra og koma flugbrautinni á eyjunni Catalina við strendur Los Angeles í nothæft ástand á ný.