flugfréttir

Flugmaður með veipu í stjórnklefa olli neyðarlækkun

- Þrýstingur um borð féll niður er hann slökkti á loftræstikerfi til að fela reykinn

16. júlí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 13:05

Þotan var á leið frá Hong Kong til borgarinnar Dalian á meginlandi Kína þann 10. júlí síðastliðinn þegar atvikið átti sér stað

Tveir flugmenn hjá kínverska flugfélaginu Air China hafa verið kallaðir inn á teppið vegna atviks sem átti sér stað í seinustu viku er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 missti hæð sem samsvarar um 25.000 fetum í neyðarlækkun sem rakið er til notkun rafsígarettu meðal annars flugmannsins.

Vélin var í innanlandsflugi í Kína frá Hong Kong til borgarinnar Dalian og var vélin í 35.000 fetum þegar vélin lækkaði flugið skyndilega vegna vandamáls með jafnþrýstings um borð.

Fram kemur að aðstoðarflugmaðurinn hafi verið að stelast til þess að veipa og er talið að flugmennirnir hafi óvart slökkt á afhleypiloftskerfi (bleed air) sem varð til þess að þrýstingur um borð féll niður.

Flugmennirnir náðu ekki að koma jafnþrýstingi aftur á í farþegarýminu og lækkuðu þeir flugið niður í 10.000 fet en hækkuðu flugið fljótlega aftur upp í 26.000 fet og héldu fluginu áfram til Dalian.

Boeing 737-800 farþegaþota Air China

Við lækkunina féllu súrefnisgrímur niður í farþegarýminu og tóku margir farþegar myndir af því og settu á kínverska samfélagsmiðilinn Weibo.

Báðum flugmönnunum vikið frá störfum

Báðum flugmönnunum hefur verið meinað að fljúga á meðan atvikið er rannsakað en í tilkynningu frá Air China kemur fram að félagið sýni enga miskunn sé það raunin að flugmennirnir hafi verið að veipa í stjórnklefanum.

Air China hefur sent kínverskum flugmálayfirvöldum beiðni um að afturkalla atvinnuflugmannsskírteini flugmannanna að lokinni rannsókn.

Kínversk flugmálayfirvöld hafa gefið frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að grunur leikur á að aðstoðarflugmaðurinn hafi verið að brúka rafmagnssígarettu í stjórnklefanum.

Til að koma í veg fyrir að gufan myndi berast inn í farþegarýmið hafi hann ákveðið að slökkva á loftræstingunni en óvart tekið af afheypiloftskerfið sem varð til þess að viðvörun kom upp um að þrýstingur í farþegarými hefði fallið niður.

Það var ekki fyrr en að flugmennirnir voru búnir að lækka flugið að þeir komust að því að þeir hefðu óvart slökkt á afhleypiloftskerfinu.

Kínversk flugmálayfirvöld munu fara bæði yfir gögn út flugrita og hljóðrita til að hlusta á samtöl flugmannanna við rannsókn málsins.  fréttir af handahófi

Flugstjórinn í andlegu ójafnvægi og reykti í stjórnklefanum

27. ágúst 2018

|

Talið er að flugstjóri Bombardier Q400 flugvélar, sem brotlenti í aðflugi að flugvellinum í Kathmandu í Nepal í vor, hafi verið á barmi taugaáfalls og í miklu andlegu ójafnvægi sem rekja má til ásaka

Lengsta innanlandsflugið í Bandaríkjunum

14. september 2018

|

Brotið verður blað í flugsögunni í Bandaríkjunum á næsta ári þegar Hawaiian Airlines mun hefja beint flug frá Honolulu til Boston.

Eldsneytisatvik með fyrstu A321neo þotu Primera Air

7. ágúst 2018

|

Greint hefur verið frá atviki þar sem eldsneytisskortur kom upp í fyrstu Airbus A321neo þotu Primera Air í lok júlímánaðar er þotan var í flugi yfir Atlantshafið til Toronto.

  Nýjustu flugfréttirnar

Cobalt Air í alvarlegum rekstarvanda

14. október 2018

|

Kýpverska flugfélagið Cobalt Air á í alvarlegum fjárhagserfiðleikum eftir að stjórnvöld í Kína ákváðu að frysta erlendar fjárfestingar meða kínverskra fyrirtækja.

Síðasta flug Azores Airlines með Airbus A310

13. október 2018

|

Flugfélagið Azores Airlines mun hætta með Airbus A310 þoturnar á morgun, 15. október, en félagið hefur haft þær í flota sínum í næstum tvo áratugi eða frá árinu 2000.

Rangar upplýsingar um afkastagetu í flugtaki rannsakað

12. október 2018

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi rannsaka nú enn annað atvikið hjá easyJet er varðar rangan útreikning fyrir flugtak.

Pirraður flugstjóri lét flugturninn heyra það óþvegið

12. október 2018

|

Flugstjóri einn hjá svissneska flugfélaginu SWISS International Air Lines missti stjórn á skapi sínu á dögunum er hann lét flugumferðarstjóra heyra það óþvegið er hann lýst yfir andúð sinni á starfsh

Þjálfunarmiðstöð United orðin sú stærsta í heimi

11. október 2018

|

United Airlines hefur lokið við stækkun á þjálfunarmistöð sinni í Denver í Colorado sem er með stækkuninni orðin stærsta flugþjálfunarmiðstöð í heimi en þar er að finna hvorki meira né minna en yfir

Fyrsta Boeing 787 til sýnis í flugvélaskemmtigarði í Japan

11. október 2018

|

Japanir eru ekki þekktir fyrir að fara hefðbundnar leiðir í hugviti og nýjungum en á morgun mun opna risastór flugvélaskemmtigarður á Chubu Centrair International flugvellinum í borginni Nagoya þar s

Hótuðu að hætta að útvega Air India eldsneyti vegna skulda

10. október 2018

|

Air India náði að koma sér hjá verulegum vandræðum eftir að nokkur olíufyrirtæki hótuðu því að hætta að verða Air India út um eldsneyti vegna skulda.

TF-MOG verður önnur Airbus A330neo þota WOW air

10. október 2018

|

Önnur Airbus A330neo þota WOW air er nýkomin út úr málningarskýli Airbus í Toulouse í Frakklandi.

Sukhoi Superjet 100 þota fór út af braut í Rússlandi

10. október 2018

|

Engan sakaði er farþegaþota af gerðinni Sukhoi Superjet 100 fór út af braut í lendingu á flugvellinum í rússnesku borginni Yakutsk í Síberíu í gærkvöldi.

Umhverfisstjórnunarkerfi Isavia fær alþjóðavottun

10. október 2018

|

Flugfjarskipti Isavia hafa fengið hafa fengið ISO14001 vottun frá BSI, Bresku staðlastofnuninni en þessi nýja vottun staðfestir að á starfsstöðinni er starfrækt virkt umhverfisstjórnunarkerfi samkvæmt