flugfréttir

Flugmaður með veipu í stjórnklefa olli neyðarlækkun

- Þrýstingur um borð féll niður er hann slökkti á loftræstikerfi til að fela reykinn

16. júlí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 13:05

Þotan var á leið frá Hong Kong til borgarinnar Dalian á meginlandi Kína þann 10. júlí síðastliðinn þegar atvikið átti sér stað

Tveir flugmenn hjá kínverska flugfélaginu Air China hafa verið kallaðir inn á teppið vegna atviks sem átti sér stað í seinustu viku er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 missti hæð sem samsvarar um 25.000 fetum í neyðarlækkun sem rakið er til notkun rafsígarettu meðal annars flugmannsins.

Vélin var í innanlandsflugi í Kína frá Hong Kong til borgarinnar Dalian og var vélin í 35.000 fetum þegar vélin lækkaði flugið skyndilega vegna vandamáls með jafnþrýstings um borð.

Fram kemur að aðstoðarflugmaðurinn hafi verið að stelast til þess að veipa og er talið að flugmennirnir hafi óvart slökkt á afhleypiloftskerfi (bleed air) sem varð til þess að þrýstingur um borð féll niður.

Flugmennirnir náðu ekki að koma jafnþrýstingi aftur á í farþegarýminu og lækkuðu þeir flugið niður í 10.000 fet en hækkuðu flugið fljótlega aftur upp í 26.000 fet og héldu fluginu áfram til Dalian.

Boeing 737-800 farþegaþota Air China

Við lækkunina féllu súrefnisgrímur niður í farþegarýminu og tóku margir farþegar myndir af því og settu á kínverska samfélagsmiðilinn Weibo.

Báðum flugmönnunum vikið frá störfum

Báðum flugmönnunum hefur verið meinað að fljúga á meðan atvikið er rannsakað en í tilkynningu frá Air China kemur fram að félagið sýni enga miskunn sé það raunin að flugmennirnir hafi verið að veipa í stjórnklefanum.

Air China hefur sent kínverskum flugmálayfirvöldum beiðni um að afturkalla atvinnuflugmannsskírteini flugmannanna að lokinni rannsókn.

Kínversk flugmálayfirvöld hafa gefið frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að grunur leikur á að aðstoðarflugmaðurinn hafi verið að brúka rafmagnssígarettu í stjórnklefanum.

Til að koma í veg fyrir að gufan myndi berast inn í farþegarýmið hafi hann ákveðið að slökkva á loftræstingunni en óvart tekið af afheypiloftskerfið sem varð til þess að viðvörun kom upp um að þrýstingur í farþegarými hefði fallið niður.

Það var ekki fyrr en að flugmennirnir voru búnir að lækka flugið að þeir komust að því að þeir hefðu óvart slökkt á afhleypiloftskerfinu.

Kínversk flugmálayfirvöld munu fara bæði yfir gögn út flugrita og hljóðrita til að hlusta á samtöl flugmannanna við rannsókn málsins.  fréttir af handahófi

Kanada tekur í notkun nýjan aðflugsstaðal ICAO

26. nóvember 2018

|

Kanada er fyrsta landið til að taka í notkun nýja aðskilnaðarstaðal sem Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) hefur kynnt til sögunnar og er flugvöllurinn í Calgary fyrsti flugvöllurinn í heimi til að innl

Telja að hreyflarnir hafi starfað fullkomnlega eðlilega

5. nóvember 2018

|

Rannsóknarnefnd flugslysa á Indónesíu segir að sá hreyfill sem búið er að ná af hafsbotni sem tilheyrði Boeing 737 MAX þotu Lion Air, sem fórst skömmu eftir flugtak frá Jakarta þann 29. október, star

Missti af fluginu og reyndi að hlaupa á eftir flugvélinni

20. nóvember 2018

|

Kona sem hafði misst af fluginu sínu í Indónesíu var yfirbuguð af starfsfólki flugvallarins þar sem hún reyndi að hlaupa á eftir flugvélinni.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ryanair fær síðustu Boeing 737-800 þotuna afhenta

17. desember 2018

|

Boeing hefur afhent síðasta eintakið af Boeing 737-800 þotunni til Ryanair sem er einnig síðasta af Next Generation gerðinni og hefur lágfargjaldafélagið írska því tekið við 531 þotu af þeirri kynsl

Flugvöllurinn í Perth fer í mál við Qantas

16. desember 2018

|

Flugvöllurinn í Perth í Ástralíu hefur höfðað mál gegn Qantas vegna vangoldinna skulda en stjórn flugvallarins segir að flugfélagið ástralska hafi ekki greitt lendingargjöld í þónokkurn tíma.

Atlantic Airways stefnir á beint flug frá Færeyjum til New York

15. desember 2018

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways ætlar sér að hefja beint áætlunarflug til New York frá Færeyjum en flugfélagið færeyska hefur sótt um leyfi fyrir flugi til Bandaríkjanna.

Síðasta Boeing 777-300ER þotan afhent til Emirates

14. desember 2018

|

Emirates fagnaði fyrir helgi þeim tímamótum að hafa tekið við síðustu Boeing 777-300ER þotunni frá Boeing við hátíðlega athöfn og er félagið því komið með allar þoturnar sem pantaðar hafa verið af þ

Fara fram á 2 milljarða evra í bætur frá Etihad

13. desember 2018

|

Gjaldþrotadómstóll í Þýskalandi ætlar fyrir hönd skiptastjórnar Air Berlin að fara fram á bætur upp á 2 milljarða evra frá fyrrum samstarfsflugfélaginu Etihad Airways.

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.