flugfréttir

Flugmaður með veipu í stjórnklefa olli neyðarlækkun

- Þrýstingur um borð féll niður er hann slökkti á loftræstikerfi til að fela reykinn

16. júlí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 13:05

Þotan var á leið frá Hong Kong til borgarinnar Dalian á meginlandi Kína þann 10. júlí síðastliðinn þegar atvikið átti sér stað

Tveir flugmenn hjá kínverska flugfélaginu Air China hafa verið kallaðir inn á teppið vegna atviks sem átti sér stað í seinustu viku er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 missti hæð sem samsvarar um 25.000 fetum í neyðarlækkun sem rakið er til notkun rafsígarettu meðal annars flugmannsins.

Vélin var í innanlandsflugi í Kína frá Hong Kong til borgarinnar Dalian og var vélin í 35.000 fetum þegar vélin lækkaði flugið skyndilega vegna vandamáls með jafnþrýstings um borð.

Fram kemur að aðstoðarflugmaðurinn hafi verið að stelast til þess að veipa og er talið að flugmennirnir hafi óvart slökkt á afhleypiloftskerfi (bleed air) sem varð til þess að þrýstingur um borð féll niður.

Flugmennirnir náðu ekki að koma jafnþrýstingi aftur á í farþegarýminu og lækkuðu þeir flugið niður í 10.000 fet en hækkuðu flugið fljótlega aftur upp í 26.000 fet og héldu fluginu áfram til Dalian.

Boeing 737-800 farþegaþota Air China

Við lækkunina féllu súrefnisgrímur niður í farþegarýminu og tóku margir farþegar myndir af því og settu á kínverska samfélagsmiðilinn Weibo.

Báðum flugmönnunum vikið frá störfum

Báðum flugmönnunum hefur verið meinað að fljúga á meðan atvikið er rannsakað en í tilkynningu frá Air China kemur fram að félagið sýni enga miskunn sé það raunin að flugmennirnir hafi verið að veipa í stjórnklefanum.

Air China hefur sent kínverskum flugmálayfirvöldum beiðni um að afturkalla atvinnuflugmannsskírteini flugmannanna að lokinni rannsókn.

Kínversk flugmálayfirvöld hafa gefið frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að grunur leikur á að aðstoðarflugmaðurinn hafi verið að brúka rafmagnssígarettu í stjórnklefanum.

Til að koma í veg fyrir að gufan myndi berast inn í farþegarýmið hafi hann ákveðið að slökkva á loftræstingunni en óvart tekið af afheypiloftskerfið sem varð til þess að viðvörun kom upp um að þrýstingur í farþegarými hefði fallið niður.

Það var ekki fyrr en að flugmennirnir voru búnir að lækka flugið að þeir komust að því að þeir hefðu óvart slökkt á afhleypiloftskerfinu.

Kínversk flugmálayfirvöld munu fara bæði yfir gögn út flugrita og hljóðrita til að hlusta á samtöl flugmannanna við rannsókn málsins.  fréttir af handahófi

Hóta málsókn vegna orðróms um gjaldþrot félagsins

6. janúar 2019

|

Kínverska flugfélagið Hong Kong Airlines hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem félagið hótar því að lögsækja hvaða fyrirtæki eða samtök sem er sem voga sér að hafa uppi efasemdir um fjárhagsstöðu f

Flugmenn hjá BA flugu óvart til Edinborgar í stað Dusseldorf

25. mars 2019

|

Farþegaþota frá British Airways lenti á flugvellinum í Edinborg í morgun sem væri ekki frásögum færandi nema fyrir þær sakir að flugvélin átti að fljúga til Dusseldorf í Þýskalandi en ekki til Skotla

Kona hljóp nakin inn á flugbraut í Suður-Karólínu

12. febrúar 2019

|

Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

  Nýjustu flugfréttirnar

Enginn áhugi fyrir að endurvekja rekstur Germania

26. mars 2019

|

Rekstur þýska flugfélagsins Germania verður ekki endurvakinn með nýjum eigendum eins og vonir voru bundnar við.

Kröfuhafar reiðubúnir í að breyta skuldum í hlutafé

26. mars 2019

|

Kröfuhafar, sem eiga inni skuldir hjá WOW air, áttu fund nú í kvöld þar sem rætt var um þann möguleika á að breyta skuldum félagsins í hlutafé til að tryggja framtíð og áframhaldandi rekstur félagsin

Flugmenn hjá BA flugu óvart til Edinborgar í stað Dusseldorf

25. mars 2019

|

Farþegaþota frá British Airways lenti á flugvellinum í Edinborg í morgun sem væri ekki frásögum færandi nema fyrir þær sakir að flugvélin átti að fljúga til Dusseldorf í Þýskalandi en ekki til Skotla

Vaxandi áhugi fyrir hljóðfráum einkaþotum

25. mars 2019

|

Markaðsfyrirtækið JetNet segir að eftirspurn sé sífellt að aukast eftir einkaþotum sem geti ferðast á allt að tvöföldum hljóðhraða.

Samoa Airways vill hætta við Boeing 737 MAX

25. mars 2019

|

Ríkisflugfélagið Samoa Airways hefur tilkynnt að félagið ætli ekki að taka við þeirri Boeing 737 MAX þotu sem félagið hafði pantað fyrir tveimur mánuðum síðan.

Brotlenti Super King Air á húsnæði flugklúbbs í Afríku

24. mars 2019

|

Flugslys átti sér stað í Afríku í gær er Super King Air flugvél var flogið vísvitandi, að talið er, á húsnæði flugklúbbs á Matsieng-flugvellinum, nálægt bænum Rasesa, í Botswana í gær.

Icelandair Group slítur viðræðum við WOW air

24. mars 2019

|

Icelandair Group hefur slitið viðræðum um mögulega aðkomu og yfirtöku á rekstri WOW air.

Southwest ferjar Boeing 737 MAX þoturnar til Victorville

23. mars 2019

|

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines er byrjað að ferja Boeing 737 MAX þotur til geymslu vegna kyrrsetningarinnar en þeirri fyrstu var í morgun flogið í flugvélakirkjugarðinn í Victorville í Moj

Næstu atvinnuflugmannsbekkir hefjast í maí og í ágúst

23. mars 2019

|

Flugakademíu Keilis hefur opnað fyrir umsóknir í flugnám í fyrsta sinn eftir sameininguna við Flugskóla Íslands en bóklegt nám fer nú fram á tveimur stöðum, í Reykjavík og í Reykjanesbæ.

Red Wings hættir við pöntun sína í Airbus A220

22. mars 2019

|

Flugfélagið Red Wings í Rússlandi hefur hætt við pöntun sína í Airbus A220 þotuna (CSeries) en félagið var eina rússneska flugfélagið sem hafði pantað þotuna frá Bombardier á sínum tíma.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00