flugfréttir

Flugmaður með veipu í stjórnklefa olli neyðarlækkun

- Þrýstingur um borð féll niður er hann slökkti á loftræstikerfi til að fela reykinn

16. júlí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 13:05

Þotan var á leið frá Hong Kong til borgarinnar Dalian á meginlandi Kína þann 10. júlí síðastliðinn þegar atvikið átti sér stað

Tveir flugmenn hjá kínverska flugfélaginu Air China hafa verið kallaðir inn á teppið vegna atviks sem átti sér stað í seinustu viku er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 missti hæð sem samsvarar um 25.000 fetum í neyðarlækkun sem rakið er til notkun rafsígarettu meðal annars flugmannsins.

Vélin var í innanlandsflugi í Kína frá Hong Kong til borgarinnar Dalian og var vélin í 35.000 fetum þegar vélin lækkaði flugið skyndilega vegna vandamáls með jafnþrýstings um borð.

Fram kemur að aðstoðarflugmaðurinn hafi verið að stelast til þess að veipa og er talið að flugmennirnir hafi óvart slökkt á afhleypiloftskerfi (bleed air) sem varð til þess að þrýstingur um borð féll niður.

Flugmennirnir náðu ekki að koma jafnþrýstingi aftur á í farþegarýminu og lækkuðu þeir flugið niður í 10.000 fet en hækkuðu flugið fljótlega aftur upp í 26.000 fet og héldu fluginu áfram til Dalian.

Boeing 737-800 farþegaþota Air China

Við lækkunina féllu súrefnisgrímur niður í farþegarýminu og tóku margir farþegar myndir af því og settu á kínverska samfélagsmiðilinn Weibo.

Báðum flugmönnunum vikið frá störfum

Báðum flugmönnunum hefur verið meinað að fljúga á meðan atvikið er rannsakað en í tilkynningu frá Air China kemur fram að félagið sýni enga miskunn sé það raunin að flugmennirnir hafi verið að veipa í stjórnklefanum.

Air China hefur sent kínverskum flugmálayfirvöldum beiðni um að afturkalla atvinnuflugmannsskírteini flugmannanna að lokinni rannsókn.

Kínversk flugmálayfirvöld hafa gefið frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að grunur leikur á að aðstoðarflugmaðurinn hafi verið að brúka rafmagnssígarettu í stjórnklefanum.

Til að koma í veg fyrir að gufan myndi berast inn í farþegarýmið hafi hann ákveðið að slökkva á loftræstingunni en óvart tekið af afheypiloftskerfið sem varð til þess að viðvörun kom upp um að þrýstingur í farþegarými hefði fallið niður.

Það var ekki fyrr en að flugmennirnir voru búnir að lækka flugið að þeir komust að því að þeir hefðu óvart slökkt á afhleypiloftskerfinu.

Kínversk flugmálayfirvöld munu fara bæði yfir gögn út flugrita og hljóðrita til að hlusta á samtöl flugmannanna við rannsókn málsins.  fréttir af handahófi

Boeing tryggir sér einkaleyfið fyrir tölunni 797

12. júlí 2018

|

Talan 797 er ekki mikið þekkt númer fyrir utan að hafa verið þriðja seinasta árið á 8. öld samkvæmt júlíska tímatalinu en þá er hún einnig eina talan í 7X7 röðinni sem ekki hefur verið notuð af Boein

BA tekur þrjár 777-300ER þotur á leigu til viðbótar

19. júlí 2018

|

British Airways ætlar að taka þrjár Boeing 777-300ER þotur á leigu á næstunni.

BAA Training stefnir á 18.000 tíma í flugkennslu í ár

4. júlí 2018

|

Baltic Aviation Training (BAA), einn stærsti flugskóli Evrópu, stefnir á tvöfalt fleiri flugkennslustundir á þessu ári miðað við árið 2017.

  Nýjustu flugfréttirnar

Komnar til Íslands eftir langt ferjuflug frá Flórída

16. ágúst 2018

|

Það ríkti mikil gleði í hádeginu í dag er Flugskóli Íslands fékk í hendurnar tvær splunkunýjar kennsluvélar sem lentu á Reykjavíkurflugvelli eftir langt ferðalag frá verksmiðjum Piper í Bandaríkjunum

Flugumferðarstjóra sagt upp störfum vegna atviks

16. ágúst 2018

|

Flugumferðarþjónustan í Serbíu og Svartfjallalandi (SMATSA) hefur vikið flugumferðarstjóra úr starfi sem starfaði í flugturninum á flugvellinum í Belgrade vegna atviks þar sem tvær flugvélar flugu of

Laumufarþegi féll til jarðar í flugtaki í Venezúela

16. ágúst 2018

|

Laumufarþegi lét lífið í gær í Venezúela er hann féll til jarðar úr hjólarými á farþegaþotu sem var í flugtaki á Simón Bolívar flugvellinum í höfuðborginni Caracas.

Í mál við Ryanair vegna raskana á flugi í kjölfar verkfalla

15. ágúst 2018

|

Ryanair hefur fengið á sig lögsóknir vegna fjölda flugferða sem félagið hefur þurft að fella niður vegna verkfallsaðgerða flugmanna.

FBI ræðir við flugvallarstarfsfólk

15. ágúst 2018

|

Bandaríska alríkislögreglan (FBI) ræður nú við starfsfólk á Seattle-Tacoma flugvellinum auk starfsfólks hjá Alaskan Airlines og Horizon Air í tengslum við atvikið sem átti sér stað þann 10. ágúst er

Primera Air semur við danskan flugskóla um flugnámsleið

15. ágúst 2018

|

Primera Air hefur gert samning við danska flugskólann Center Air Pilot Academy (CAPA) í Roskilde um svokallað cadet-flugnám sem miðar af því að útskrifaðir atvinnuflugmannsnemar fái starf hjá flugfél

Air Tanzania stefnir á að hefja flug til Evrópu á ný

15. ágúst 2018

|

Air Tanzania ætlar sér að hefja áætlunarflug til Evrópu en félagið er ríkisflugfélag Tanzaníu og var það stofnað árið 1977.

Flugöryggi enn ábótavant í Rússlandi þrátt fyrir tilmæli

15. ágúst 2018

|

Flugmálayfirvöld í Rússlandi segja að tillögur að endurbótum í flugöryggi í landinu hafi ekki enn skilað árangri þrátt fyrir tilmæli sem gefin voru út á sínum tíma varðandi slíkt.

Keflavíkurflugvöllur í 9. sæti yfir áfangastaði frá Köben í júlí

14. ágúst 2018

|

Farþegamet var slegið í júlí á flugvellinum í Kaupmannahöfn þegar yfir 3.1 milljón farþega fór um völlinn en á lista yfir vinsælustu borgirnar sem flestir ferðuðust til þá var Reykjavík á topp 10 lis

MH370: Vill að kenning um laumufarþega verði rannsökuð

14. ágúst 2018

|

Philp Baum, sérfræðingur í flugöryggi og ritstjóri Aviation Security International, hvetur yfirvöld til þess að rannsaka þann möguleika að laumufarþegi gæti hafa verið um borð í malasísku farþegaþotu