flugfréttir

Hönnunarvinna komin á fullt skrið vegna Boeing 797

- Forstjórar hjá flugvélaleigum telja stóran markað fyrir nýju þotuna

18. júlí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 12:14

Tölvugerð mynd af Boeing 797

Boeing lýsti því yfir á Farnborough-flugsýningunni að vinna við hönnun og þróun á nýrri farþegaþotu, sem nefnd hefur verið við Boeing 797, sé nú þegar komin á fullt skrið þrátt fyrir að ekki sé formlega búið að kynna þotuna til leiks.

Mögulega var talið að Boeing myndi ýta Boeing 797 formlega úr vör og kynna áætlunina á Farnborough-flugsýningunni en því hefur verið fresta fram á næsta ár.

Kevin McAllister, framkvæmdarstjóri yfir farþegaþotudeild Boeing, sagði í gær búið er að meta eftirspurnina eftir nýju þotunni í samráði við yfir 60 flugfélög.

Gus Kelly, framkvæmdarstjóri flugvélaleigunnar AerCap, sem er ein sú stærsta í heimi, segir að það sé stór markaður fyrir Boeing 797 og í sama streng tekur Steve Udvar-Hazy, forstjóri flugvélaleigunnar Air Lease, sem segir að nýja þotan myndi leysa af hólmi Boeing 767, Boeing 757 og eldri útgáfur af Airbus A330.

McAllister segir að nú þegar sé hönnunarvinna farin í gang en sjaldgæft er að slíkt eigi sér stað áður en búið er að ákveða að hefja framleiðslu á nýrri þotu þar sem yfirleitt er verkefninu ýtt úr vör fyrst áður en hönnun á nýrri þotu hefst.

Kevin McAllister, framkvæmdarstjóri yfir farþegaþotudeild Boeing

Án þess að gefa upp í smáatriðum hvaða vinna hefur átt sér stað þá gefur McAllister í skyn að búið sé að smíða módel af vélinni sem hefur gengist undir prófanir í vindgöngum þar sem prófanir hafa verið gerðar með áhrif af loftflæði um stjórnfleti vélarinnar.

„Það hefur mikil vinna farið fram bæði við að reikna út þau tæki og tól sem til þarf við fjöldaframleiðsluna og við áætlunargerð er varðar birgja“, segir McAllister.

Þá hafa viðræður farið fram við hreyflaframleiðendur á borð við General Electric, Rolls-Royce og Pratt & Whitney um framleiðslukostnað.

Hefur fulla trú á velgengni Boeing í samkeppni við Airbus án Boeing 797

Svo gæti hinsvegar alltaf farið að Boeing muni sjá að framleiðsla á Boeing 797 muni ekki borga sig ef það verður niðurstaðan en þess má geta að Boeing hætti við framleiðslu á Super Cruiser þotunni árið 2002 eftir að hafa hafið þróunarvinnu á þeirri flugvél en síðar kom í ljós að flugfélög höfðu ekki nægilegan áhuga á hraðskreiðri þotu þar sem hagkvæmni var þeim ofar í huga.

McAllister hefur trú á því að Boeing eigi að öðru leyti eftir að ganga mjög vel í samkeppninni við Airbus hvort sem að nýja farþegaþotan verði að veruleika eður ei og hefur hann mikla trú á Boeing 737 MAX 10 sem verður stærsta útgáfun af minni þotunni sem Boeing framleiðir.

Þrátt fyrir það hefur samkeppnisþotan frá Airbus, A321LR, verið pöntuð í mun hærra upplagi heldur en stærsta útgáfan af Boeing 737 MAX þar sem A321LR hefur 4.750 mílna flugdrægi á móti 3.300 mílum sem er flugdrægið sem Boeing 737 MAX 10 hefur.

Einn stór flugmógúll, sem hefur keypt og selt þotur í 40 ár og vill ekki koma fram undir nafni, þar sem hann verslar mikið með flugvélar frá Boeing, segir að eiginleikar og Airbus A321LR þotunnar er varðar flugtak, flugdrægi séu langt umfram getu Boeing 737 MAX 10.

Árið 2018 er þriðja árið sem undirbúningsvinna við Boeing 797 hefur verið í gangi að einhverju tagi - þota sem er ekki ennþá til og hefur ekki enn fengið grænt ljós frá stjórn Boeing. En framleiðandinn mun standa frammi fyrir stórri áskorun er ákvörðunin verður tekin þar sem mikil áhætta fylgir því að hefja framleiðsluna.  fréttir af handahófi

Fyrsta Boeing 787 til sýnis í flugvélaskemmtigarði í Japan

11. október 2018

|

Japanir eru ekki þekktir fyrir að fara hefðbundnar leiðir í hugviti og nýjungum en á morgun mun opna risastór flugvélaskemmtigarður á Chubu Centrair International flugvellinum í borginni Nagoya þar s

TF-MOG verður önnur Airbus A330neo þota WOW air

10. október 2018

|

Önnur Airbus A330neo þota WOW air er nýkomin út úr málningarskýli Airbus í Toulouse í Frakklandi.

427.000 farþegar með Icelandair í september

8. október 2018

|

Í september flugu 427.100 farþegar með Icelandair sem er um 1% fleiri farþegar en í fyrra þegar 421.359 farþegar flugu með félaginu á sama mánuði.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ryanair fær síðustu Boeing 737-800 þotuna afhenta

17. desember 2018

|

Boeing hefur afhent síðasta eintakið af Boeing 737-800 þotunni til Ryanair sem er einnig síðasta af Next Generation gerðinni og hefur lágfargjaldafélagið írska því tekið við 531 þotu af þeirri kynsl

Flugvöllurinn í Perth fer í mál við Qantas

16. desember 2018

|

Flugvöllurinn í Perth í Ástralíu hefur höfðað mál gegn Qantas vegna vangoldinna skulda en stjórn flugvallarins segir að flugfélagið ástralska hafi ekki greitt lendingargjöld í þónokkurn tíma.

Atlantic Airways stefnir á beint flug frá Færeyjum til New York

15. desember 2018

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways ætlar sér að hefja beint áætlunarflug til New York frá Færeyjum en flugfélagið færeyska hefur sótt um leyfi fyrir flugi til Bandaríkjanna.

Síðasta Boeing 777-300ER þotan afhent til Emirates

14. desember 2018

|

Emirates fagnaði fyrir helgi þeim tímamótum að hafa tekið við síðustu Boeing 777-300ER þotunni frá Boeing við hátíðlega athöfn og er félagið því komið með allar þoturnar sem pantaðar hafa verið af þ

Fara fram á 2 milljarða evra í bætur frá Etihad

13. desember 2018

|

Gjaldþrotadómstóll í Þýskalandi ætlar fyrir hönd skiptastjórnar Air Berlin að fara fram á bætur upp á 2 milljarða evra frá fyrrum samstarfsflugfélaginu Etihad Airways.

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.