flugfréttir

Hönnunarvinna komin á fullt skrið vegna Boeing 797

- Forstjórar hjá flugvélaleigum telja stóran markað fyrir nýju þotuna

18. júlí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 12:14

Tölvugerð mynd af Boeing 797

Boeing lýsti því yfir á Farnborough-flugsýningunni að vinna við hönnun og þróun á nýrri farþegaþotu, sem nefnd hefur verið við Boeing 797, sé nú þegar komin á fullt skrið þrátt fyrir að ekki sé formlega búið að kynna þotuna til leiks.

Mögulega var talið að Boeing myndi ýta Boeing 797 formlega úr vör og kynna áætlunina á Farnborough-flugsýningunni en því hefur verið fresta fram á næsta ár.

Kevin McAllister, framkvæmdarstjóri yfir farþegaþotudeild Boeing, sagði í gær búið er að meta eftirspurnina eftir nýju þotunni í samráði við yfir 60 flugfélög.

Gus Kelly, framkvæmdarstjóri flugvélaleigunnar AerCap, sem er ein sú stærsta í heimi, segir að það sé stór markaður fyrir Boeing 797 og í sama streng tekur Steve Udvar-Hazy, forstjóri flugvélaleigunnar Air Lease, sem segir að nýja þotan myndi leysa af hólmi Boeing 767, Boeing 757 og eldri útgáfur af Airbus A330.

McAllister segir að nú þegar sé hönnunarvinna farin í gang en sjaldgæft er að slíkt eigi sér stað áður en búið er að ákveða að hefja framleiðslu á nýrri þotu þar sem yfirleitt er verkefninu ýtt úr vör fyrst áður en hönnun á nýrri þotu hefst.

Kevin McAllister, framkvæmdarstjóri yfir farþegaþotudeild Boeing

Án þess að gefa upp í smáatriðum hvaða vinna hefur átt sér stað þá gefur McAllister í skyn að búið sé að smíða módel af vélinni sem hefur gengist undir prófanir í vindgöngum þar sem prófanir hafa verið gerðar með áhrif af loftflæði um stjórnfleti vélarinnar.

„Það hefur mikil vinna farið fram bæði við að reikna út þau tæki og tól sem til þarf við fjöldaframleiðsluna og við áætlunargerð er varðar birgja“, segir McAllister.

Þá hafa viðræður farið fram við hreyflaframleiðendur á borð við General Electric, Rolls-Royce og Pratt & Whitney um framleiðslukostnað.

Hefur fulla trú á velgengni Boeing í samkeppni við Airbus án Boeing 797

Svo gæti hinsvegar alltaf farið að Boeing muni sjá að framleiðsla á Boeing 797 muni ekki borga sig ef það verður niðurstaðan en þess má geta að Boeing hætti við framleiðslu á Super Cruiser þotunni árið 2002 eftir að hafa hafið þróunarvinnu á þeirri flugvél en síðar kom í ljós að flugfélög höfðu ekki nægilegan áhuga á hraðskreiðri þotu þar sem hagkvæmni var þeim ofar í huga.

McAllister hefur trú á því að Boeing eigi að öðru leyti eftir að ganga mjög vel í samkeppninni við Airbus hvort sem að nýja farþegaþotan verði að veruleika eður ei og hefur hann mikla trú á Boeing 737 MAX 10 sem verður stærsta útgáfun af minni þotunni sem Boeing framleiðir.

Þrátt fyrir það hefur samkeppnisþotan frá Airbus, A321LR, verið pöntuð í mun hærra upplagi heldur en stærsta útgáfan af Boeing 737 MAX þar sem A321LR hefur 4.750 mílna flugdrægi á móti 3.300 mílum sem er flugdrægið sem Boeing 737 MAX 10 hefur.

Einn stór flugmógúll, sem hefur keypt og selt þotur í 40 ár og vill ekki koma fram undir nafni, þar sem hann verslar mikið með flugvélar frá Boeing, segir að eiginleikar og Airbus A321LR þotunnar er varðar flugtak, flugdrægi séu langt umfram getu Boeing 737 MAX 10.

Árið 2018 er þriðja árið sem undirbúningsvinna við Boeing 797 hefur verið í gangi að einhverju tagi - þota sem er ekki ennþá til og hefur ekki enn fengið grænt ljós frá stjórn Boeing. En framleiðandinn mun standa frammi fyrir stórri áskorun er ákvörðunin verður tekin þar sem mikil áhætta fylgir því að hefja framleiðsluna.  fréttir af handahófi

Fyrsti flugskóli Qantas mun rísa í Toowoomba

27. september 2018

|

Fyrsti flugskóli á vegum ástralska flugfélagsins Qantas mun rísa á flugvellinum í Toowoomba í Queensland en Qantas stefnir á að koma upp annan flugskóla annars staðar í Ástralíu í kjölfarið.

Fyrsta árið verður erfitt fyrir Laudamotion

23. júlí 2018

|

Ryanair segir að fyrsta rekstrarárið hjá austurríska flugfélaginu Laudamotion verði mjög erfitt og er gert ráð fyrir að félagið muni tapa 18 milljörðum króna á þessu ári.

Ryanair semur við flugmenn á Ítalíu

29. ágúst 2018

|

Ryanair hefur náð að semja við flugmenn sína á Ítalíu sem hafa kosið með nýjum kjarasamningi sem kynntur var fyrir flugmönnum félagsins.

  Nýjustu flugfréttirnar

Segja áætlanir Ryanair vera stríðsyfirlýsingu við flugmenn

16. október 2018

|

Verkalýðs- og starfsmannafélög segja að með því loka starfsstöðvum og skera niður flugflotann sinn til þess að refsa flugmönnum og áhöfnum fyrir verkfallsaðgerðir sé Ryanair með því að lýsa yfir strí

„Allir sem geta flogið fá starf hjá Lufthansa“

16. október 2018

|

Lufthansa nær ekki að ráða eins marga flugmenn og félagið myndi vilja að sögn Ola Hansson, yfirmanns yfir þjálfunardeild Lufthansa Group, móðurfélags Lufthansa og SWISS International Air Lines.

Áhafnir hjá Ryanair þurftu að sofa á gólfinu

15. október 2018

|

Ryanair hefur beðið starfsmenn sína afsökunar eftir fjórar áhafnir félagsins neyddust til þess að sofa á grjóthörðu gólfinu um helgina á flugstöðinni í Málaga vegna fellibylsins Leslie sem gekk yfir

Airbus fær nýja pöntun í minni útgáfuna af A330neo

15. október 2018

|

Airbus hefur fengið nýja pöntun í A330-800, minni útgáfuna af A330neo þotunni, en um nokkurt skeið hafði ekkert flugfélag átt inni pöntun í minni útgáfuna af Airbus A330neo.

Cobalt Air í alvarlegum rekstarvanda

14. október 2018

|

Kýpverska flugfélagið Cobalt Air á í alvarlegum fjárhagserfiðleikum eftir að stjórnvöld í Kína ákváðu að frysta erlendar fjárfestingar meða kínverskra fyrirtækja.

Síðasta flug Azores Airlines með Airbus A310

13. október 2018

|

Flugfélagið Azores Airlines mun hætta með Airbus A310 þoturnar á morgun, 15. október, en félagið hefur haft þær í flota sínum í næstum tvo áratugi eða frá árinu 2000.

Rangar upplýsingar um afkastagetu í flugtaki rannsakað

12. október 2018

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi rannsaka nú enn annað atvikið hjá easyJet er varðar rangan útreikning fyrir flugtak.

Pirraður flugstjóri lét flugturninn heyra það óþvegið

12. október 2018

|

Flugstjóri einn hjá svissneska flugfélaginu SWISS International Air Lines missti stjórn á skapi sínu á dögunum er hann lét flugumferðarstjóra heyra það óþvegið er hann lýst yfir andúð sinni á starfsh

Þjálfunarmiðstöð United orðin sú stærsta í heimi

11. október 2018

|

United Airlines hefur lokið við stækkun á þjálfunarmistöð sinni í Denver í Colorado sem er með stækkuninni orðin stærsta flugþjálfunarmiðstöð í heimi en þar er að finna hvorki meira né minna en yfir

Fyrsta Boeing 787 til sýnis í flugvélaskemmtigarði í Japan

11. október 2018

|

Japanir eru ekki þekktir fyrir að fara hefðbundnar leiðir í hugviti og nýjungum en á morgun mun opna risastór flugvélaskemmtigarður á Chubu Centrair International flugvellinum í borginni Nagoya þar s