flugfréttir

Hönnunarvinna komin á fullt skrið vegna Boeing 797

- Forstjórar hjá flugvélaleigum telja stóran markað fyrir nýju þotuna

18. júlí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 12:14

Tölvugerð mynd af Boeing 797

Boeing lýsti því yfir á Farnborough-flugsýningunni að vinna við hönnun og þróun á nýrri farþegaþotu, sem nefnd hefur verið við Boeing 797, sé nú þegar komin á fullt skrið þrátt fyrir að ekki sé formlega búið að kynna þotuna til leiks.

Mögulega var talið að Boeing myndi ýta Boeing 797 formlega úr vör og kynna áætlunina á Farnborough-flugsýningunni en því hefur verið fresta fram á næsta ár.

Kevin McAllister, framkvæmdarstjóri yfir farþegaþotudeild Boeing, sagði í gær búið er að meta eftirspurnina eftir nýju þotunni í samráði við yfir 60 flugfélög.

Gus Kelly, framkvæmdarstjóri flugvélaleigunnar AerCap, sem er ein sú stærsta í heimi, segir að það sé stór markaður fyrir Boeing 797 og í sama streng tekur Steve Udvar-Hazy, forstjóri flugvélaleigunnar Air Lease, sem segir að nýja þotan myndi leysa af hólmi Boeing 767, Boeing 757 og eldri útgáfur af Airbus A330.

McAllister segir að nú þegar sé hönnunarvinna farin í gang en sjaldgæft er að slíkt eigi sér stað áður en búið er að ákveða að hefja framleiðslu á nýrri þotu þar sem yfirleitt er verkefninu ýtt úr vör fyrst áður en hönnun á nýrri þotu hefst.

Kevin McAllister, framkvæmdarstjóri yfir farþegaþotudeild Boeing

Án þess að gefa upp í smáatriðum hvaða vinna hefur átt sér stað þá gefur McAllister í skyn að búið sé að smíða módel af vélinni sem hefur gengist undir prófanir í vindgöngum þar sem prófanir hafa verið gerðar með áhrif af loftflæði um stjórnfleti vélarinnar.

„Það hefur mikil vinna farið fram bæði við að reikna út þau tæki og tól sem til þarf við fjöldaframleiðsluna og við áætlunargerð er varðar birgja“, segir McAllister.

Þá hafa viðræður farið fram við hreyflaframleiðendur á borð við General Electric, Rolls-Royce og Pratt & Whitney um framleiðslukostnað.

Hefur fulla trú á velgengni Boeing í samkeppni við Airbus án Boeing 797

Svo gæti hinsvegar alltaf farið að Boeing muni sjá að framleiðsla á Boeing 797 muni ekki borga sig ef það verður niðurstaðan en þess má geta að Boeing hætti við framleiðslu á Super Cruiser þotunni árið 2002 eftir að hafa hafið þróunarvinnu á þeirri flugvél en síðar kom í ljós að flugfélög höfðu ekki nægilegan áhuga á hraðskreiðri þotu þar sem hagkvæmni var þeim ofar í huga.

McAllister hefur trú á því að Boeing eigi að öðru leyti eftir að ganga mjög vel í samkeppninni við Airbus hvort sem að nýja farþegaþotan verði að veruleika eður ei og hefur hann mikla trú á Boeing 737 MAX 10 sem verður stærsta útgáfun af minni þotunni sem Boeing framleiðir.

Þrátt fyrir það hefur samkeppnisþotan frá Airbus, A321LR, verið pöntuð í mun hærra upplagi heldur en stærsta útgáfan af Boeing 737 MAX þar sem A321LR hefur 4.750 mílna flugdrægi á móti 3.300 mílum sem er flugdrægið sem Boeing 737 MAX 10 hefur.

Einn stór flugmógúll, sem hefur keypt og selt þotur í 40 ár og vill ekki koma fram undir nafni, þar sem hann verslar mikið með flugvélar frá Boeing, segir að eiginleikar og Airbus A321LR þotunnar er varðar flugtak, flugdrægi séu langt umfram getu Boeing 737 MAX 10.

Árið 2018 er þriðja árið sem undirbúningsvinna við Boeing 797 hefur verið í gangi að einhverju tagi - þota sem er ekki ennþá til og hefur ekki enn fengið grænt ljós frá stjórn Boeing. En framleiðandinn mun standa frammi fyrir stórri áskorun er ákvörðunin verður tekin þar sem mikil áhætta fylgir því að hefja framleiðsluna.  fréttir af handahófi

Stöðvaðist í snjóskafli í lendingu í Ölpunum

9. febrúar 2019

|

Eins hreyfils flugvél af gerðinni Piper PA-46 Malibu Mirage rann út af flugbraut í lendingu og endaði í snjóskafli á flugvellinum í skíðabænum Courchevel í Frakklandi í gær.

Stigabíll féll saman í Síberíu

12. febrúar 2019

|

Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.

Boeing 777 hefur selst í 2.000 eintökum

8. janúar 2019

|

Í desember náði Boeing þeim áfanga að tvöþúsundasta Boeing 777 þotan var pöntuð og er um heimsmet að ræða þar sem engin breiðþota hefur náð að seljast í eins mörgum eintökum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Enginn áhugi fyrir að endurvekja rekstur Germania

26. mars 2019

|

Rekstur þýska flugfélagsins Germania verður ekki endurvakinn með nýjum eigendum eins og vonir voru bundnar við.

Kröfuhafar reiðubúnir í að breyta skuldum í hlutafé

26. mars 2019

|

Kröfuhafar, sem eiga inni skuldir hjá WOW air, áttu fund nú í kvöld þar sem rætt var um þann möguleika á að breyta skuldum félagsins í hlutafé til að tryggja framtíð og áframhaldandi rekstur félagsin

Flugmenn hjá BA flugu óvart til Edinborgar í stað Dusseldorf

25. mars 2019

|

Farþegaþota frá British Airways lenti á flugvellinum í Edinborg í morgun sem væri ekki frásögum færandi nema fyrir þær sakir að flugvélin átti að fljúga til Dusseldorf í Þýskalandi en ekki til Skotla

Vaxandi áhugi fyrir hljóðfráum einkaþotum

25. mars 2019

|

Markaðsfyrirtækið JetNet segir að eftirspurn sé sífellt að aukast eftir einkaþotum sem geti ferðast á allt að tvöföldum hljóðhraða.

Samoa Airways vill hætta við Boeing 737 MAX

25. mars 2019

|

Ríkisflugfélagið Samoa Airways hefur tilkynnt að félagið ætli ekki að taka við þeirri Boeing 737 MAX þotu sem félagið hafði pantað fyrir tveimur mánuðum síðan.

Brotlenti Super King Air á húsnæði flugklúbbs í Afríku

24. mars 2019

|

Flugslys átti sér stað í Afríku í gær er Super King Air flugvél var flogið vísvitandi, að talið er, á húsnæði flugklúbbs á Matsieng-flugvellinum, nálægt bænum Rasesa, í Botswana í gær.

Icelandair Group slítur viðræðum við WOW air

24. mars 2019

|

Icelandair Group hefur slitið viðræðum um mögulega aðkomu og yfirtöku á rekstri WOW air.

Southwest ferjar Boeing 737 MAX þoturnar til Victorville

23. mars 2019

|

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines er byrjað að ferja Boeing 737 MAX þotur til geymslu vegna kyrrsetningarinnar en þeirri fyrstu var í morgun flogið í flugvélakirkjugarðinn í Victorville í Moj

Næstu atvinnuflugmannsbekkir hefjast í maí og í ágúst

23. mars 2019

|

Flugakademíu Keilis hefur opnað fyrir umsóknir í flugnám í fyrsta sinn eftir sameininguna við Flugskóla Íslands en bóklegt nám fer nú fram á tveimur stöðum, í Reykjavík og í Reykjanesbæ.

Red Wings hættir við pöntun sína í Airbus A220

22. mars 2019

|

Flugfélagið Red Wings í Rússlandi hefur hætt við pöntun sína í Airbus A220 þotuna (CSeries) en félagið var eina rússneska flugfélagið sem hafði pantað þotuna frá Bombardier á sínum tíma.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00