flugfréttir

Hönnunarvinna komin á fullt skrið vegna Boeing 797

- Forstjórar hjá flugvélaleigum telja stóran markað fyrir nýju þotuna

18. júlí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 12:14

Tölvugerð mynd af Boeing 797

Boeing lýsti því yfir á Farnborough-flugsýningunni að vinna við hönnun og þróun á nýrri farþegaþotu, sem nefnd hefur verið við Boeing 797, sé nú þegar komin á fullt skrið þrátt fyrir að ekki sé formlega búið að kynna þotuna til leiks.

Mögulega var talið að Boeing myndi ýta Boeing 797 formlega úr vör og kynna áætlunina á Farnborough-flugsýningunni en því hefur verið fresta fram á næsta ár.

Kevin McAllister, framkvæmdarstjóri yfir farþegaþotudeild Boeing, sagði í gær búið er að meta eftirspurnina eftir nýju þotunni í samráði við yfir 60 flugfélög.

Gus Kelly, framkvæmdarstjóri flugvélaleigunnar AerCap, sem er ein sú stærsta í heimi, segir að það sé stór markaður fyrir Boeing 797 og í sama streng tekur Steve Udvar-Hazy, forstjóri flugvélaleigunnar Air Lease, sem segir að nýja þotan myndi leysa af hólmi Boeing 767, Boeing 757 og eldri útgáfur af Airbus A330.

McAllister segir að nú þegar sé hönnunarvinna farin í gang en sjaldgæft er að slíkt eigi sér stað áður en búið er að ákveða að hefja framleiðslu á nýrri þotu þar sem yfirleitt er verkefninu ýtt úr vör fyrst áður en hönnun á nýrri þotu hefst.

Kevin McAllister, framkvæmdarstjóri yfir farþegaþotudeild Boeing

Án þess að gefa upp í smáatriðum hvaða vinna hefur átt sér stað þá gefur McAllister í skyn að búið sé að smíða módel af vélinni sem hefur gengist undir prófanir í vindgöngum þar sem prófanir hafa verið gerðar með áhrif af loftflæði um stjórnfleti vélarinnar.

„Það hefur mikil vinna farið fram bæði við að reikna út þau tæki og tól sem til þarf við fjöldaframleiðsluna og við áætlunargerð er varðar birgja“, segir McAllister.

Þá hafa viðræður farið fram við hreyflaframleiðendur á borð við General Electric, Rolls-Royce og Pratt & Whitney um framleiðslukostnað.

Hefur fulla trú á velgengni Boeing í samkeppni við Airbus án Boeing 797

Svo gæti hinsvegar alltaf farið að Boeing muni sjá að framleiðsla á Boeing 797 muni ekki borga sig ef það verður niðurstaðan en þess má geta að Boeing hætti við framleiðslu á Super Cruiser þotunni árið 2002 eftir að hafa hafið þróunarvinnu á þeirri flugvél en síðar kom í ljós að flugfélög höfðu ekki nægilegan áhuga á hraðskreiðri þotu þar sem hagkvæmni var þeim ofar í huga.

McAllister hefur trú á því að Boeing eigi að öðru leyti eftir að ganga mjög vel í samkeppninni við Airbus hvort sem að nýja farþegaþotan verði að veruleika eður ei og hefur hann mikla trú á Boeing 737 MAX 10 sem verður stærsta útgáfun af minni þotunni sem Boeing framleiðir.

Þrátt fyrir það hefur samkeppnisþotan frá Airbus, A321LR, verið pöntuð í mun hærra upplagi heldur en stærsta útgáfan af Boeing 737 MAX þar sem A321LR hefur 4.750 mílna flugdrægi á móti 3.300 mílum sem er flugdrægið sem Boeing 737 MAX 10 hefur.

Einn stór flugmógúll, sem hefur keypt og selt þotur í 40 ár og vill ekki koma fram undir nafni, þar sem hann verslar mikið með flugvélar frá Boeing, segir að eiginleikar og Airbus A321LR þotunnar er varðar flugtak, flugdrægi séu langt umfram getu Boeing 737 MAX 10.

Árið 2018 er þriðja árið sem undirbúningsvinna við Boeing 797 hefur verið í gangi að einhverju tagi - þota sem er ekki ennþá til og hefur ekki enn fengið grænt ljós frá stjórn Boeing. En framleiðandinn mun standa frammi fyrir stórri áskorun er ákvörðunin verður tekin þar sem mikil áhætta fylgir því að hefja framleiðsluna.  fréttir af handahófi

Norðmenn hefja prófanir með litla rafmagnsflugvél

10. júlí 2018

|

Norska fyrirtækið, Equator Aircraft Norway, segir að fyrirtækið hafi flogið fyrsta, stöðuga tilraunarflugið með rafmagnsflugvélinni P2 Xcursion á dögunum.

Flugmaðurinn fastur í umferð í leigubíl í fjóra tíma

23. maí 2018

|

Farþegar með einu flugi á vegum easyJet þurftu að bíða í fjórar klukkustundir inni í vélinni á Gatwick-flugvellinum í gær þar sem annar flugmaðurinn var fastur í umferð í leigubíl.

Boeing 797 kynnt fyrir flugfélögum í Miðausturlöndum

25. júní 2018

|

Boeing hefur hafið söluviðræður við flugfélög fyrir botni Persaflóa og við önnur félög í Miðausturlöndum varðandi hina nýju farþegaþotu, Boeing 797.

  Nýjustu flugfréttirnar

Komnar til Íslands eftir langt ferjuflug frá Flórída

16. ágúst 2018

|

Það ríkti mikil gleði í hádeginu í dag er Flugskóli Íslands fékk í hendurnar tvær splunkunýjar kennsluvélar sem lentu á Reykjavíkurflugvelli eftir langt ferðalag frá verksmiðjum Piper í Bandaríkjunum

Flugumferðarstjóra sagt upp störfum vegna atviks

16. ágúst 2018

|

Flugumferðarþjónustan í Serbíu og Svartfjallalandi (SMATSA) hefur vikið flugumferðarstjóra úr starfi sem starfaði í flugturninum á flugvellinum í Belgrade vegna atviks þar sem tvær flugvélar flugu of

Laumufarþegi féll til jarðar í flugtaki í Venezúela

16. ágúst 2018

|

Laumufarþegi lét lífið í gær í Venezúela er hann féll til jarðar úr hjólarými á farþegaþotu sem var í flugtaki á Simón Bolívar flugvellinum í höfuðborginni Caracas.

Í mál við Ryanair vegna raskana á flugi í kjölfar verkfalla

15. ágúst 2018

|

Ryanair hefur fengið á sig lögsóknir vegna fjölda flugferða sem félagið hefur þurft að fella niður vegna verkfallsaðgerða flugmanna.

FBI ræðir við flugvallarstarfsfólk

15. ágúst 2018

|

Bandaríska alríkislögreglan (FBI) ræður nú við starfsfólk á Seattle-Tacoma flugvellinum auk starfsfólks hjá Alaskan Airlines og Horizon Air í tengslum við atvikið sem átti sér stað þann 10. ágúst er

Primera Air semur við danskan flugskóla um flugnámsleið

15. ágúst 2018

|

Primera Air hefur gert samning við danska flugskólann Center Air Pilot Academy (CAPA) í Roskilde um svokallað cadet-flugnám sem miðar af því að útskrifaðir atvinnuflugmannsnemar fái starf hjá flugfél

Air Tanzania stefnir á að hefja flug til Evrópu á ný

15. ágúst 2018

|

Air Tanzania ætlar sér að hefja áætlunarflug til Evrópu en félagið er ríkisflugfélag Tanzaníu og var það stofnað árið 1977.

Flugöryggi enn ábótavant í Rússlandi þrátt fyrir tilmæli

15. ágúst 2018

|

Flugmálayfirvöld í Rússlandi segja að tillögur að endurbótum í flugöryggi í landinu hafi ekki enn skilað árangri þrátt fyrir tilmæli sem gefin voru út á sínum tíma varðandi slíkt.

Keflavíkurflugvöllur í 9. sæti yfir áfangastaði frá Köben í júlí

14. ágúst 2018

|

Farþegamet var slegið í júlí á flugvellinum í Kaupmannahöfn þegar yfir 3.1 milljón farþega fór um völlinn en á lista yfir vinsælustu borgirnar sem flestir ferðuðust til þá var Reykjavík á topp 10 lis

MH370: Vill að kenning um laumufarþega verði rannsökuð

14. ágúst 2018

|

Philp Baum, sérfræðingur í flugöryggi og ritstjóri Aviation Security International, hvetur yfirvöld til þess að rannsaka þann möguleika að laumufarþegi gæti hafa verið um borð í malasísku farþegaþotu