flugfréttir
Gætu misst leyfi til þess að fljúga um írska lofthelgi eftir Brexit

Airbus A319 þota British Airways í flugtaki í Dublin
Svo gæti farið að bresk flugfélög gætu misst leyfi til þess að fljúga um írska lofthelgi eftir Brexit næsta vor þegar Bretar munu formlega ganga út úr Evrópusamstarfinu.
Þetta segir Leo Vadardkar, forsætisráðherra Írlands, sem tekur fram að ef Bretar huga ekki að þessum afleiðingum
að þá tæknilega séð verður breskum flugfélögum bannað að fljúga gegnum írska lofthelgi.
Chris Crayling, samgönguráðherra Bretlands, hefur hinsvegar ítrekað að Brexit mun ekki hafa áhrif
á flugið og hefur krafist þess að það verði gerð undanþága eða samningur um hvernig reglugerðum verður
háttað til að tryggja óskertar flugsamgöngur til og frá Bretlandi eftir Brexit.
Ef Brexit mun hafa áhrif á svokallaðan frjálsan loftferðasamning Breta um írska lofthelgi þá gæti það haft gríðarleg
áhrif á bresk flugfélög sem fljúga flest yfir Írland á leið sinni vestur um haf til Ameríku en flest flugfélög
sem fljúga frá London til áfangastaða á borð við Washington, Boston og New York, fara yfir Írland á leiðinni yfir
Atlantshafið.
Brexit gæti einnig haft áhrif á írsk flugfélög sem fljúga um Bretland og hefur t.a.m. Ryanair, sem hefur mikil umsvif
á Stansted-flugvellinum í London, sótt um breskt flugrekstrarleyfi til að tryggja starfsemina og þá hefur easyJet
fengið austurrískt flugrekstrarleyfi.


6. janúar 2019
|
Kínverska flugfélagið Hong Kong Airlines hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem félagið hótar því að lögsækja hvaða fyrirtæki eða samtök sem er sem voga sér að hafa uppi efasemdir um fjárhagsstöðu f

19. desember 2018
|
Ásdís Ýr Pétursdóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi Icelandair Group. Ásdís hefur yfir 15 ára reynslu á sviði samskipta- og kynningarmála, á Íslandi og á alþjóðavettvangi.

17. janúar 2019
|
Samgöngustofa hefur gefið út ellefta og næstsíðasta kynningarspjaldið í Dirty Dozen seríunni sem fjallar um nokkur atriði sem ber að hafa í huga er kemur að flugöryggi.

16. febrúar 2019
|
Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

14. febrúar 2019
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa hvatt bandarísk stjórnvöld, og alla þá sem koma að máli, að sjá til þess að lokun stofana í Bandaríkjunum muni ekki hafa áhrif á flugsamgöngur eins og gerðist

13. febrúar 2019
|
Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Karíbahafsins en félagið byrjaði að fljúga til Karíbahafsins árið 2015.

12. febrúar 2019
|
Lufthansa hefur tekið á leigu tvær Airbus A220 (Bombardier CSeries) þotur frá flugfélaginu airBaltic.

12. febrúar 2019
|
Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

12. febrúar 2019
|
Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.

11. febrúar 2019
|
Delta Air Lines flaug á dögunum sitt fyrsta farþegaflug með nýju Airbus A220 þotunni sem einnig er þekkt sem CSeries frá Bombardier.

11. febrúar 2019
|
Engan sakaði er einkaþota af gerðinni Hawker Beechcraft 400A rann út af flugbraut í lendingu í morgun á Richmond Municipal flugvellinum í Indíana í Bandaríkjunum.