flugfréttir

Þota Malaysian fór í loftið með hlífar á stemmurörum

- Lýstu yfir neyðarástandi eftir flugtak vegna óáreiðanlegs flughraða

23. júlí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 13:31

Þotan Malaysia Airlines var nýfarin í loftið frá Brisbane í Ástralíu á leið til Kuala Lumpur þegar flugmennirnir lýst yfir neyðarástandi (PAN PAN PAN)

Farþegaþota frá Malaysia Airlines þurfti í síðustu viku að snúa við skömmu eftir flugtak í Ástralíu eftir að í ljós kom að mælar sýndu óáreiðanlegar upplýsingar um flughraða þar sem gleymst hafði að fjarlægja hlífar af stemmurörum.

Þotan, sem er af gerðinni Airbus A330, fór í loftið frá flugvellinum í Brisbane sl. miðvikudag áleiðis til Kuala Lumpur en í flugtaksklifrinu lýstu flugmennirnir yfir neyðarástandi (PAN PAN PAN) þar sem stjórntæki og mælar í stjórnklefanum sýndu misvísandi upplýsingar um flughraða.

Flugmennirnir hættu við frekara klifur og fóru yfir gátlista til að komast að orsök vandans auk þess sem vélin þurfti að losa sig við eldsneyti fyrir lendingu en þotan lenti aftur í Brisbane tæpri klukkustund síðar.

Fram kemur að eftir lendingu hafi komið í ljós við nánari skoðun að gleymst hafði að fjarlægja hlífar af þremur stemmurörum („pitot tubes“) fyrir brottför en rörin skynja þrýsting loftsins við hraða vélarinnar í gegnum lofthjúpin sem gefur upp upplýsingar um flughraðann. Bilun eða stífla í gatinu á stemmurörum geta haft alvarlegar afleiðingar og hafa valdið flugslysum.

Ljósmynd sem tekin var eftir að vélin snéri við sýnir hvar hlífarnar eru ennþá á tveimur stemmurörum og einu röri hægra megin

Þar sem flugmennirnir höfðu enga hugmynd um lendingarhraða vélarinnar er þeir snéu við til Brisbane þá varð lendingin það hörð að skemmdir urðu á nefhjóli þotunnar og þurfti að draga hana af brautinni.

Ekki kemur fram með hvaða hætti það gleymdist að fjarlægja hlífarnar en stemmurörin er hluti af því sem flugmenn athuga gaumgæfilega í fyrirflugsskoðun fyrir brottför.

Meðal annars er greint frá atvikinu á vefnum Avherald en þar eru nokkrir netverjar sem skrifa ummæli við atvikið þar sem þeir furða sig á hvers vegna flugmennirnir gátu tekið á loft í fyrsta lagi með engar upplýsingar um V-hraðana í flugtaksbruninu.  fréttir af handahófi

Gleymdu að loka glugga í stjórnklefa fyrir flugtak

23. desember 2018

|

Breiðþota af gerðinni Airbus A330-300 frá Turkish Airlines þurfti að hætta við flugtak á flugvellinum í Jóhannesarborg þann 19. desember sl. eftir að flugmennirnir áttuðu sig á því að þeir höfðu gley

Norwegian yfirgefur Karíbahafið

13. febrúar 2019

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Karíbahafsins en félagið byrjaði að fljúga til Karíbahafsins árið 2015.

Alitalia hættir við A321neo þoturnar þrjár frá Primera Air

21. janúar 2019

|

Ítalska flugfélagið Alitalia hefur hætt við að taka við þremur Airbus A321neo þotum sem áður voru í flota Primera Air.

  Nýjustu flugfréttirnar

Næsta retro-flugvél British Airways verður í litum BEA

22. febrúar 2019

|

British Airways hefur ákveðið að Airbus A319 þota verði næsta flugvél félagsins til þess að verða máluð í gömlum litabúningi líkt og flugvélar félagsins litu út í gamla daga.

Boeing 737 þota Norwegian á förum frá Íran á næstu dögum

22. febrúar 2019

|

Norwegian á loksins von á því að geta fengið eina af Boeing 737 MAX þotunum í flotanum heim frá Íran en um er að ræða þotu sem hefur verið föst í landinu frá því að flugvélin hafði þar óvænta viðkomu

Metfjöldi farþega um Heathrow-flugvöll árið 2018

21. febrúar 2019

|

Aldrei hafa eins margir flugfarþegar farið um Heathrow-flugvöll í sögu flugvallarins líkt og árið 2018 þegar 80.1 milljón farþega fór um völlinn.

AirBaltic mun hætta með Boeing 737 í haust

20. febrúar 2019

|

Flugfélagið airBatlic ætlar sér að hætta með Boeing 737 þoturnar fyrr en áætlað var.

Ný Airbus-þota fékk ekki leyfi til að fljúga yfir Íran

20. febrúar 2019

|

Splunkunýrri Airbus A320 þotu sem var í afhendingarflugi frá Airbus í Hamborg á leið til Nýja-Sjálands var gert að snúa við yfir Tyrklandi þar sem í ljós kom að þotan hafði ekki leyfi til þess að flj

Fjallabylgjur og flug undir lágmarksflughæð orsök flugslyss

19. febrúar 2019

|

Flugmálayfirvöld í Íran hafa birt lokaskýrslu varðandi flugslys sem átti sér stað þann 18. febrúar í fyrra er farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-200 fórst í fjalllendi í innanlandsflugi í landinu.

Þrír bæjarstjórar vilja koma á flugsamgöngum til Sylt

19. febrúar 2019

|

Þrír þýskir bæjarstjórar í bæjunum Klixbüll, Leck og Niebüll vilja koma á flugsamgöngum til eyjunnar Sylt þar sem lestarsamgöngur hafa ekki gengið snuðrulaust fyrir sig að undanförnu.

Einkafyrirtæki styrkir nýja flugbraut á eyjunni Catalina

19. febrúar 2019

|

Hafist hefur verið handa við að lagfæra og koma flugbrautinni á eyjunni Catalina við strendur Los Angeles í nothæft ástand á ný.

Ryanair fær fyrstu 737 MAX 200 um miðjan maí

18. febrúar 2019

|

Ryanair á von á því að fá fyrstu Boeing 737 MAX 200 þotuna afhenta um miðjan maí en félagið hefur pantað 135 þotur en fyrsta pöntunin var gerð í 100 þotur í september árið 2014.

Flugfélög í Víetnam fá að fljúga til Bandaríkjanna

18. febrúar 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa uppfært öryggisstuðul er kemur að flugmálum í Víetnam upp í Category 1 sem þýðir að víetnömsk flugfélög geta hafið áætlunarflug til Bandaríkjanna.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00