flugfréttir

Þota Malaysian fór í loftið með hlífar á stemmurörum

- Lýstu yfir neyðarástandi eftir flugtak vegna óáreiðanlegs flughraða

23. júlí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 13:31

Þotan Malaysia Airlines var nýfarin í loftið frá Brisbane í Ástralíu á leið til Kuala Lumpur þegar flugmennirnir lýst yfir neyðarástandi (PAN PAN PAN)

Farþegaþota frá Malaysia Airlines þurfti í síðustu viku að snúa við skömmu eftir flugtak í Ástralíu eftir að í ljós kom að mælar sýndu óáreiðanlegar upplýsingar um flughraða þar sem gleymst hafði að fjarlægja hlífar af stemmurörum.

Þotan, sem er af gerðinni Airbus A330, fór í loftið frá flugvellinum í Brisbane sl. miðvikudag áleiðis til Kuala Lumpur en í flugtaksklifrinu lýstu flugmennirnir yfir neyðarástandi (PAN PAN PAN) þar sem stjórntæki og mælar í stjórnklefanum sýndu misvísandi upplýsingar um flughraða.

Flugmennirnir hættu við frekara klifur og fóru yfir gátlista til að komast að orsök vandans auk þess sem vélin þurfti að losa sig við eldsneyti fyrir lendingu en þotan lenti aftur í Brisbane tæpri klukkustund síðar.

Fram kemur að eftir lendingu hafi komið í ljós við nánari skoðun að gleymst hafði að fjarlægja hlífar af þremur stemmurörum („pitot tubes“) fyrir brottför en rörin skynja þrýsting loftsins við hraða vélarinnar í gegnum lofthjúpin sem gefur upp upplýsingar um flughraðann. Bilun eða stífla í gatinu á stemmurörum geta haft alvarlegar afleiðingar og hafa valdið flugslysum.

Ljósmynd sem tekin var eftir að vélin snéri við sýnir hvar hlífarnar eru ennþá á tveimur stemmurörum og einu röri hægra megin

Þar sem flugmennirnir höfðu enga hugmynd um lendingarhraða vélarinnar er þeir snéu við til Brisbane þá varð lendingin það hörð að skemmdir urðu á nefhjóli þotunnar og þurfti að draga hana af brautinni.

Ekki kemur fram með hvaða hætti það gleymdist að fjarlægja hlífarnar en stemmurörin er hluti af því sem flugmenn athuga gaumgæfilega í fyrirflugsskoðun fyrir brottför.

Meðal annars er greint frá atvikinu á vefnum Avherald en þar eru nokkrir netverjar sem skrifa ummæli við atvikið þar sem þeir furða sig á hvers vegna flugmennirnir gátu tekið á loft í fyrsta lagi með engar upplýsingar um V-hraðana í flugtaksbruninu.  fréttir af handahófi

Fjórða hver flugvél kyrrsett vegna skorts á varahlutum

13. ágúst 2018

|

Næstum fjórða hver flugvél í flota indverska flugfélagsins Air India hefur verið kyrrsett þar sem ekki fást varahlutir í vélarnar.

Widerøe þarf að endurgreiða styrk til norska ríkisins

24. júlí 2018

|

Norska ríkið mun að öllum líkindum krefja Widerøe um að greiða til baka hluta af upphæð sem flugfélagið fékk í styrk á síðasta ári.

Thomas Cook leigir Airbus A380 risaþotu af Hi Fly

1. ágúst 2018

|

Flugfélagið Thomas Cook hefur tilkynnt að félagið sé það fyrsta til að taka á leigu fyrstu Airbus A380 risaþotuna frá portúgölsku flugvélaleigunni Hi Fly.

  Nýjustu flugfréttirnar

China Southern stefnir á 2.000 flugvélar árið 2035

24. september 2018

|

Kínverska flugfélagið China Southern Airlines gerir ráð fyrir því að flugfloti félagsins verði komin upp í 2 þúsund flugvélar eftir 16 ár eða árið 2035.

South African sagt tæknilega gjaldþrota

23. september 2018

|

South African Airways mun ekki birta afkomuskýrslu fyrir fjármálaárið 2017 til 2018 fyrir ríkisstjórn landsins eins og lög gera ráð fyrir þar sem flugfélagið er sagt vera tæknilega gjaldþrota.

Fyrsta Airbus A350-900ULR afhent til Singapore Airlines

22. september 2018

|

Airbus hefur afhent fyrsta eintakið af Airbus A350-900ULR sem er langdrægasta farþegaþota heims en það er Singapore Airlines sem tekur við fyrstu þotunni af þessari gerð.

KLM mun fljúga til Las Vegas

21. september 2018

|

KLM Royal Dutch Airlines ætlar að hefja beint flug til Las Vegas frá Amsterdam og verður borgin tólfi áfangastaður flugfélagsins í Bandaríkjunum og sá átjándi í Norður-Ameríku.

Flugmaður slasaðist við að handsnúa Cirrus SR22 í gang

21. september 2018

|

Flugmaður slasaðist í óhappi sem átt sér stað í Iowa í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR-22 klessti á flugskýli eftir að tilraun flugmannsins til að ha

Hafna sögusögnum um samruna Emirates og Etihad Airways

20. september 2018

|

Emirates og Etihad Airways blása á þær sögusagnir sem gengið hafa um að til standi að sameina flugfélögin tvö.

Málverkasýning Tolla á Egilsstaðaflugvelli

20. september 2018

|

Föstudaginn 21. september næstkomandi kl. 16 verður opnuð sýning á 23 nýjum olíumálverkum eftir Tolla í flugstöðinni á Egilsstöðum en sýningin er í boði Isavia, rekstraraðila flugvallarins, og er sýn

Primera Air mun fljúga frá Keflavík til Bodrum

20. september 2018

|

Primera Air mun hefja leiguflug frá Keflavíkurflugvelli til Bodrum í Tyrklandi næsta sumar.

Stafsetningarvilla í málun á Boeing 777 þotu hjá Cathay

19. september 2018

|

Að gera stafsetningarvillur kemur fyrir besta fólk og einnig stærstu fyrirtæki og þar á meðal flugfélög - En að mála nafn flugfélags á heila þotu og gleyma einum staf er sennilega eitthvað sem gerist

FAA varar bandarísk flugfélög við því að fljúga yfir Íran

19. september 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent út tilmæli til flugfélaga þar sem þau eru beðin um að sýna sérstaka varúð á flugi yfir Íran.