flugfréttir

Þota Malaysian fór í loftið með hlífar á stemmurörum

- Lýstu yfir neyðarástandi eftir flugtak vegna óáreiðanlegs flughraða

23. júlí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 13:31

Þotan Malaysia Airlines var nýfarin í loftið frá Brisbane í Ástralíu á leið til Kuala Lumpur þegar flugmennirnir lýst yfir neyðarástandi (PAN PAN PAN)

Farþegaþota frá Malaysia Airlines þurfti í síðustu viku að snúa við skömmu eftir flugtak í Ástralíu eftir að í ljós kom að mælar sýndu óáreiðanlegar upplýsingar um flughraða þar sem gleymst hafði að fjarlægja hlífar af stemmurörum.

Þotan, sem er af gerðinni Airbus A330, fór í loftið frá flugvellinum í Brisbane sl. miðvikudag áleiðis til Kuala Lumpur en í flugtaksklifrinu lýstu flugmennirnir yfir neyðarástandi (PAN PAN PAN) þar sem stjórntæki og mælar í stjórnklefanum sýndu misvísandi upplýsingar um flughraða.

Flugmennirnir hættu við frekara klifur og fóru yfir gátlista til að komast að orsök vandans auk þess sem vélin þurfti að losa sig við eldsneyti fyrir lendingu en þotan lenti aftur í Brisbane tæpri klukkustund síðar.

Fram kemur að eftir lendingu hafi komið í ljós við nánari skoðun að gleymst hafði að fjarlægja hlífar af þremur stemmurörum („pitot tubes“) fyrir brottför en rörin skynja þrýsting loftsins við hraða vélarinnar í gegnum lofthjúpin sem gefur upp upplýsingar um flughraðann. Bilun eða stífla í gatinu á stemmurörum geta haft alvarlegar afleiðingar og hafa valdið flugslysum.

Ljósmynd sem tekin var eftir að vélin snéri við sýnir hvar hlífarnar eru ennþá á tveimur stemmurörum og einu röri hægra megin

Þar sem flugmennirnir höfðu enga hugmynd um lendingarhraða vélarinnar er þeir snéu við til Brisbane þá varð lendingin það hörð að skemmdir urðu á nefhjóli þotunnar og þurfti að draga hana af brautinni.

Ekki kemur fram með hvaða hætti það gleymdist að fjarlægja hlífarnar en stemmurörin er hluti af því sem flugmenn athuga gaumgæfilega í fyrirflugsskoðun fyrir brottför.

Meðal annars er greint frá atvikinu á vefnum Avherald en þar eru nokkrir netverjar sem skrifa ummæli við atvikið þar sem þeir furða sig á hvers vegna flugmennirnir gátu tekið á loft í fyrsta lagi með engar upplýsingar um V-hraðana í flugtaksbruninu.  fréttir af handahófi

Flugmaður slasaðist við að handsnúa Cirrus SR22 í gang

21. september 2018

|

Flugmaður slasaðist í óhappi sem átt sér stað í Iowa í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR-22 klessti á flugskýli eftir að tilraun flugmannsins til að ha

Mikill skortur á flugmönnum til að fljúga einkaþotum

13. september 2018

|

Skortur á flugmönnum í Evrópu er farinn að hafa áhrif á sölur á einkaþotum en eigendur lúxusþotna eiga nú í erfiðleikum með að finna flugmenn til þess að fljúga sér milli staða.

Bombardier selur Q400 framleiðsluna

8. nóvember 2018

|

Bombardier ætlar að selja framleiðsluna á Q400 farþegaflugvélunum til dótturfélagsins Longview Aviation Capital Corporation.

  Nýjustu flugfréttirnar

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.

Hófu flugtak 400 metrum frá brautarenda á Gatwick

7. desember 2018

|

Flugmálayfirvöld í Bretlandi rannsaka nú atvik eftir að Dreamliner-þota af gerðinni Boeing 787-9 frá Norwegian notaði of stutta flugbraut í flugtaki á Gatwick-flugvellinum í London.

Skimun fyrir umsækjendur í atvinnuflugmannsnám hjá Keili

6. desember 2018

|

Flugakademía Keilir hefur innleitt skimun í tengslum við atvinnuflugmannsnám á vegum skólans fyrir næsta vor en umsækjendur þurfa að þreyta sérstakt rafrænt hæfnispróf.

280.000 farþegar með Icelandair í nóvember

6. desember 2018

|

Um 280.000 farþegar flugu með Icelandair í nóvember sl. sem er fjölgun upp á 12 prósent ef miðað er við nóvember árið 2017 þegar 249.000 farþegar flugu með félaginu.

WOW air flýgur jómfrúarflugið til Nýju-Delí á Indlandi

6. desember 2018

|

WOW air flaug í dag sitt fyrsta áætlunarflug til Nýju-Delí á Indlandi en aldrei áður hefur íslenskt flugfélag flogið áætlunarflug til Asíu og þá er um að ræða lengsta farþegaflug í íslenskri flugsög

Tíunda veggspjaldið fjallar um álag og streitu

6. desember 2018

|

Samgöngustofa hefur gefið út tíunda veggspjaldið af tólf í Dirty Dozen röðinni en að þessu sinni er fjallað um álag og viðbrögðum við streitu sem geta skert flugöryggi.

Flugmálayfirvöld hyggjast höfða mál gegn Ryanair

6. desember 2018

|

Ryanair á yfir höfðu sér málaferli frá breskum flugmálayfirvöldum þar sem að flugfélagið hefur neitað að greiða skaðabætur til fjölda farþega eftir að flugferðir voru felldar niður vegna verkfallsað

TUI Airways fyrsta breska félagið til að fá Boeing 737 MAX

5. desember 2018

|

TUI Airways varð á sunnudag fyrsta flugfélagið í Bretlandi til að hefja áætlunarflug með Boeing 737 MAX en fyrsta flugið var flogið frá Manchester til Malaga þann 2. desember.

Ekki útilokað að hætta við risapöntun í Boeing 737 MAX

4. desember 2018

|

Indónesíska flugfélagið Lion Air er að endurskoða pöntun sína í þær Boeing 737 MAX þotur sem félagið á eftir að fá afhentar.

Bogi Nils Bogason ráðinn forstjóri Icelandair Group

4. desember 2018

|

Stjórn Icelandair Group hefur gengið frá ráðningu Boga Nils Bogasonar í starf forstjóra fyrirtækisins. Bogi Nils hefur verið starfandi forstjóri Icelandair Group frá því í lok ágúst síðastliðinn.