flugfréttir

Þota Malaysian fór í loftið með hlífar á stemmurörum

- Lýstu yfir neyðarástandi eftir flugtak vegna óáreiðanlegs flughraða

23. júlí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 13:31

Þotan Malaysia Airlines var nýfarin í loftið frá Brisbane í Ástralíu á leið til Kuala Lumpur þegar flugmennirnir lýst yfir neyðarástandi (PAN PAN PAN)

Farþegaþota frá Malaysia Airlines þurfti í síðustu viku að snúa við skömmu eftir flugtak í Ástralíu eftir að í ljós kom að mælar sýndu óáreiðanlegar upplýsingar um flughraða þar sem gleymst hafði að fjarlægja hlífar af stemmurörum.

Þotan, sem er af gerðinni Airbus A330, fór í loftið frá flugvellinum í Brisbane sl. miðvikudag áleiðis til Kuala Lumpur en í flugtaksklifrinu lýstu flugmennirnir yfir neyðarástandi (PAN PAN PAN) þar sem stjórntæki og mælar í stjórnklefanum sýndu misvísandi upplýsingar um flughraða.

Flugmennirnir hættu við frekara klifur og fóru yfir gátlista til að komast að orsök vandans auk þess sem vélin þurfti að losa sig við eldsneyti fyrir lendingu en þotan lenti aftur í Brisbane tæpri klukkustund síðar.

Fram kemur að eftir lendingu hafi komið í ljós við nánari skoðun að gleymst hafði að fjarlægja hlífar af þremur stemmurörum („pitot tubes“) fyrir brottför en rörin skynja þrýsting loftsins við hraða vélarinnar í gegnum lofthjúpin sem gefur upp upplýsingar um flughraðann. Bilun eða stífla í gatinu á stemmurörum geta haft alvarlegar afleiðingar og hafa valdið flugslysum.

Ljósmynd sem tekin var eftir að vélin snéri við sýnir hvar hlífarnar eru ennþá á tveimur stemmurörum og einu röri hægra megin

Þar sem flugmennirnir höfðu enga hugmynd um lendingarhraða vélarinnar er þeir snéu við til Brisbane þá varð lendingin það hörð að skemmdir urðu á nefhjóli þotunnar og þurfti að draga hana af brautinni.

Ekki kemur fram með hvaða hætti það gleymdist að fjarlægja hlífarnar en stemmurörin er hluti af því sem flugmenn athuga gaumgæfilega í fyrirflugsskoðun fyrir brottför.

Meðal annars er greint frá atvikinu á vefnum Avherald en þar eru nokkrir netverjar sem skrifa ummæli við atvikið þar sem þeir furða sig á hvers vegna flugmennirnir gátu tekið á loft í fyrsta lagi með engar upplýsingar um V-hraðana í flugtaksbruninu.  fréttir af handahófi

Nafni Laudamotion breytt og einfaldað í „Lauda“

20. mars 2019

|

Ryanair, móðufélag austurríska flugfélagsins Laudamotion, hefur ákveðið að sleppa hluta úr nafni flugfélagsins, „motion“, og mun félagið því einfaldlega heita Lauda.

Isavia gerir samning um kolefnisjöfnun

12. júní 2019

|

Isavia hefur gert samning um kolefnisjöfnuð í samvinnu við Kolvið og Votlendissjóð til þriggja ára en samningur þess efnis var undirritaður í dag í Flugstjórnarmiðstöðinni við Reykjavíkurflugvöll.

Flugáhugamenn fjölmenntu við komu þristanna í gærkvöldi

21. maí 2019

|

Það var þónokkur fjölmennur hópur sem hafði safnast saman við grindverkið bakvið Hótel Loftleiði út á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi til þess að berja augu hluta af þeim ellefu þristum sem eru þess

  Nýjustu flugfréttirnar

Færeyingar panta tvær Airbus A320neo þotur til viðbótar

18. júní 2019

|

Atlantic Airways hefur lagt inn pöntun til Airbus í tvær Airbus A320neo þotur. Um kaup eru að ræða og undirritaði félagið samkomulag þess efnis við forsvarsmenn Airbus á flugsýningunni í París í dag.

Útboð vegna raftækjaverslunar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

18. júní 2019

|

Isavia opnaði í dag fyrir aðgang að gögnum vegna útboðs á aðstöðu til reksturs raftækjaverslunar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli.

IAG pantar fjórtán A321XLR þotur fyrir Iberia og Aer Lingus

18. júní 2019

|

Spænska flugfélagið Iberia og írska félagið Aer Lingus eru nýjustu flugfélögin sem eiga von á því að fá nýju Airbus A321XLR þotuna sem framtíðarflugvél.

Dönsk flugvélaleiga pantar allt að 100 skrúfuþotur frá ATR

18. júní 2019

|

ATR flugvélaframleiðandinn hefur fengið pöntun frá flugvélaleigunni Nordic Aviation Capital (NAC) sem hefur gert samkomulag um að panta allt að 105 skrúfuþotur af gerðinni ATR 42-600 og ATR 72-600.

Mun færri pantanir á fyrsta degi samanborið við síðustu ár

17. júní 2019

|

Töluvert færri pantanir í nýjar farþegaþotur voru gerðar í dag á fyrsta degi flugsýningarinnar í París en þess má geta að engin pöntun barst til Boeing sem hefur ekki gerst í mörg ár.

A321XLR ekki alhliða lausn fyrir United Airlines

17. júní 2019

|

United Airlines segir að flugfélagið sé að skoða þann möguleika á að panta nýju Airbus A321XLR þotuna en Gerry Laderman, fjármálastjóri félagsins, segir að Airbus A321XLR þotan nái hinsvegar ekki að

Middle East Airlines annað flugfélagið til að panta A321XLR

17. júní 2019

|

Líbanska flugfélagið Middle East Airlines hefur ákveðið að breyta pöntun sinni í Airbus A321neo yfir í nýju Airbus A321XLR þotuna.

Flugsýningin í París hófst í morgun: Airbus kynnir A321XLR

17. júní 2019

|

Flugsýningin í París hófst formlega í morgun og er þetta í 53. sinn sem flugsýningin fer fram og hefur hún aldrei verið stærri.

Flugmenn hafa áhyggjur af galla í slökkvikerfi á Boeing 787

16. júní 2019

|

Einhverjir flugmenn, sem fljúga Dreamliner-þotum, hafa lýst yfir áhyggjum sínum varðandi eldvarnarkerfið í Boeing 787 þotunum en Boeing segir að um smávægilegt vandamál sé að ræða.

Gjaldþrot sagt blasa við hjá Adria Airways

14. júní 2019

|

Sagt er að gjaldþrot sé yfirvofandi hjá flugfélaginu Adria Airways en félagið er þjóðarflugfélag Slóveníu og stærsta flugfélag landsins.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00