flugfréttir

Airbus íhugar að reisa flugvélaverksmiðju í Malasíu

24. júlí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 07:37

Airbus A350 í lokasamsetningu í Toulouse

Airbus er að skoða þann möguleika á að opna fimmtu flugvélaverksmiðjurnar sínar í heiminum í Malasíu.

Airbus ætlar að hefja úttekt á hvort að Malasía sé fýsilegur kostur en sá staður sem kemur til greina er Negeri Sembilan-hérað sem er rétt sunnan við Kuala Lumpur.

Doktor Mohamad Rafie Abd Malek, yfirmaður yfir nefnd sem fer fyrir mannauði, fjárfestingum, frumkvöðlastarfi, menntun og iðnvæðingu í héraðinu segir að Airbus hafi náð samkomulagi á fundi með AirAsia um að rannsaka þennan kost en AirAsia er einn stærsti viðskiptavinur Airbus í Asíu.

Um lokasamsetningarsal væri að ræða sem á ensku nefnist FAL sem stendur fyrir „Final Assembly Line“ en farþegaþotur Airbus eru í dag framleiddar í Toulouse, Hamborg, Tianjin í Kína og í Mobile í Alabama.

Fram kemur að Airbus muni á næstu 18 mánuðum rannsaka aðstæður og gera skipulagsáætlun varðandi nýjar verksmiðjur í Malasíu og með möguleika á að reisa þjónustuverkstæði þar sem viðgerðir, skoðanir og yfirhalning á hreyflum gæti farið fram.

Samkvæmt Tony Fernandes, framkvæmdarstjóra AirAsia, þá er aðaláherslan af hálfu Airbus það landsvæði sem kemur til greina og sá fjöldi starfsmanna sem er tiltækir til að koma að verkefninu.

„Við áttum fund með Airbus og höfum rætt um að fá þá til að fjárfesta í Malasíu. Það sem skiptir mestu máli fyrir þá er að fá rétta fólkið. Þannig að þetta er stórt tækifæri til að skapa mörg störf í hátækniiðnaði í landinu“, segir Fernandes.  fréttir af handahófi

Hættir sem sölustjóri Airbus

16. september 2018

|

Airbus hefur ákveðið að gera Christian Scherer, framkvæmdarstjóra ATR, að sölustjóra Airbus eftir að Eric Schulz sagði upp starfi sínu fyrir helgi.

Kanada ætlar minnka afskipti sín að þjálfun flugmanna

22. ágúst 2018

|

Flugmálayfirvöld í Kanada ætla sér að draga úr aðkomu sinni með eftirliti með hæfnisprófi og reglubundinni þjálfun atvinnuflugmanna og verða flugfélögin sjálf látin axla þá ábyrgð með því að hafa sjá

Þremur flugmönnum sagt upp í kjölfar flugslyss í júlí

10. september 2018

|

Þremur flugmönnum hjá AeroMexico Connect hefur verið sagt upp í kjölfar flugslyss sem átti sér stað þann 31. júlí á þessu ári er þota af gerðinni Embraer E190 fór út af braut í flugtaki á flugvellinu

  Nýjustu flugfréttirnar

Hjá Höllu opnar á Keflavíkurflugvelli

19. október 2018

|

Veitingastaðurinn Hjá Höllu opnaði formlega í gær í suðurbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli þar sem gengið er út í hlið C á flugvellinum.

NTSB fer fram á hljóðrita sem getur tekið upp í 25 tíma

19. október 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur farið fram á að hljóðritar í flugvélum, sem er annar svörtu kassanna tveggja, geti tekið upp lengri upptöku af hljóðum og samtölum flugmanna í stjórnkle

Flugmanni dæmdar bætur eftir að hafa verið rekinn

19. október 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) og dómstóll í Bandaríkjunum hafa dæmt flugfélag eitt í Alaska til þess að greiða flugstjóra, sem starfaði áður hjá félaginu, um 58 milljónir króna í bætur eftir að ha

British Airways mun fljúga til Charleston

18. október 2018

|

British Airways ætlar að hefja beint flug til borgarinnar Charleston í Suður-Karólínu á næsta ári en það verður þá í fyrsta sinn sem flogið verður beint flug yfir Atlantshafið frá Evrópu til borgarin

Etihad Airways ekki lengur eitt af þeim stóru eftir niðurskurð

18. október 2018

|

Etihad Airways hefur ákveðið að hætta við pantanir í nýjar þotur frá Airbus vegna niðurskurðar eftir 179 milljarða króna taprekstur á síðasta ári.

Cobalt Air gjaldþrota

18. október 2018

|

Kýpverska flugfélagið Cobalt Air er gjaldþrota og hefur félagið hætt öllu áætlunarflugi eftir að viðræður við lánadrottna fóru út um þúfur.

Fyrsta innanlandsflug Norwegian í Argentínu

17. október 2018

|

Norwegian flaug í gær sitt fyrsta innanlandsflug í Argentínu með nýstofnaða dótturfélaginu, Norwegian Air Argentína.

Eldur kom upp í ATR flugvél í viðhaldsskýlí í Nígeríu

17. október 2018

|

Eldur kom upp í farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-200 er vélin var inni í viðhaldsskýli á flugvellinum í Lagos í Nígeríu sl. helgi.

Vilja opna hina flugbrautina á Gatwick-flugvelli

16. október 2018

|

Félag breskra atvinnuflugmanna (BALPA) taka undir tillögu Gatwick-flugvallarins í London um að skoða þann möguleika á að nýta varaflugbraut vallarins fyrir hefðbundna flugumferð um flugvöllinn til að

Segja áætlanir Ryanair vera stríðsyfirlýsingu við flugmenn

16. október 2018

|

Verkalýðs- og starfsmannafélög segja að með því loka starfsstöðvum og skera niður flugflotann sinn til þess að refsa flugmönnum og áhöfnum fyrir verkfallsaðgerðir sé Ryanair með því að lýsa yfir strí

 síðustu atvik

  2018-07-02 01:26:00