flugfréttir

Airbus íhugar að reisa flugvélaverksmiðju í Malasíu

24. júlí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 07:37

Airbus A350 í lokasamsetningu í Toulouse

Airbus er að skoða þann möguleika á að opna fimmtu flugvélaverksmiðjurnar sínar í heiminum í Malasíu.

Airbus ætlar að hefja úttekt á hvort að Malasía sé fýsilegur kostur en sá staður sem kemur til greina er Negeri Sembilan-hérað sem er rétt sunnan við Kuala Lumpur.

Doktor Mohamad Rafie Abd Malek, yfirmaður yfir nefnd sem fer fyrir mannauði, fjárfestingum, frumkvöðlastarfi, menntun og iðnvæðingu í héraðinu segir að Airbus hafi náð samkomulagi á fundi með AirAsia um að rannsaka þennan kost en AirAsia er einn stærsti viðskiptavinur Airbus í Asíu.

Um lokasamsetningarsal væri að ræða sem á ensku nefnist FAL sem stendur fyrir „Final Assembly Line“ en farþegaþotur Airbus eru í dag framleiddar í Toulouse, Hamborg, Tianjin í Kína og í Mobile í Alabama.

Fram kemur að Airbus muni á næstu 18 mánuðum rannsaka aðstæður og gera skipulagsáætlun varðandi nýjar verksmiðjur í Malasíu og með möguleika á að reisa þjónustuverkstæði þar sem viðgerðir, skoðanir og yfirhalning á hreyflum gæti farið fram.

Samkvæmt Tony Fernandes, framkvæmdarstjóra AirAsia, þá er aðaláherslan af hálfu Airbus það landsvæði sem kemur til greina og sá fjöldi starfsmanna sem er tiltækir til að koma að verkefninu.

„Við áttum fund með Airbus og höfum rætt um að fá þá til að fjárfesta í Malasíu. Það sem skiptir mestu máli fyrir þá er að fá rétta fólkið. Þannig að þetta er stórt tækifæri til að skapa mörg störf í hátækniiðnaði í landinu“, segir Fernandes.  fréttir af handahófi

FAA gefur Southwest leyfi fyrir flugi til Hawaii

1. mars 2019

|

Southwest Airlines hefur fengið leyfi frá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) til þess að hefja áætlunarflug til Hawaii.

Ný Airbus-þota fékk ekki leyfi til að fljúga yfir Íran

20. febrúar 2019

|

Splunkunýrri Airbus A320 þotu sem var í afhendingarflugi frá Airbus í Hamborg á leið til Nýja-Sjálands var gert að snúa við yfir Tyrklandi þar sem í ljós kom að þotan hafði ekki leyfi til þess að flj

Hawaiian Airlines kveður Boeing 767 þotuna

7. janúar 2019

|

Hawaiian Airlines flaug í dag sitt síðasta flug með Boeing 767 og hefur félagið því nú hætt öllu áætlunarflugi með þeirri tegund af farþegaþotu.

  Nýjustu flugfréttirnar

Enginn áhugi fyrir að endurvekja rekstur Germania

26. mars 2019

|

Rekstur þýska flugfélagsins Germania verður ekki endurvakinn með nýjum eigendum eins og vonir voru bundnar við.

Kröfuhafar reiðubúnir í að breyta skuldum í hlutafé

26. mars 2019

|

Kröfuhafar, sem eiga inni skuldir hjá WOW air, áttu fund nú í kvöld þar sem rætt var um þann möguleika á að breyta skuldum félagsins í hlutafé til að tryggja framtíð og áframhaldandi rekstur félagsin

Flugmenn hjá BA flugu óvart til Edinborgar í stað Dusseldorf

25. mars 2019

|

Farþegaþota frá British Airways lenti á flugvellinum í Edinborg í morgun sem væri ekki frásögum færandi nema fyrir þær sakir að flugvélin átti að fljúga til Dusseldorf í Þýskalandi en ekki til Skotla

Vaxandi áhugi fyrir hljóðfráum einkaþotum

25. mars 2019

|

Markaðsfyrirtækið JetNet segir að eftirspurn sé sífellt að aukast eftir einkaþotum sem geti ferðast á allt að tvöföldum hljóðhraða.

Samoa Airways vill hætta við Boeing 737 MAX

25. mars 2019

|

Ríkisflugfélagið Samoa Airways hefur tilkynnt að félagið ætli ekki að taka við þeirri Boeing 737 MAX þotu sem félagið hafði pantað fyrir tveimur mánuðum síðan.

Brotlenti Super King Air á húsnæði flugklúbbs í Afríku

24. mars 2019

|

Flugslys átti sér stað í Afríku í gær er Super King Air flugvél var flogið vísvitandi, að talið er, á húsnæði flugklúbbs á Matsieng-flugvellinum, nálægt bænum Rasesa, í Botswana í gær.

Icelandair Group slítur viðræðum við WOW air

24. mars 2019

|

Icelandair Group hefur slitið viðræðum um mögulega aðkomu og yfirtöku á rekstri WOW air.

Southwest ferjar Boeing 737 MAX þoturnar til Victorville

23. mars 2019

|

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines er byrjað að ferja Boeing 737 MAX þotur til geymslu vegna kyrrsetningarinnar en þeirri fyrstu var í morgun flogið í flugvélakirkjugarðinn í Victorville í Moj

Næstu atvinnuflugmannsbekkir hefjast í maí og í ágúst

23. mars 2019

|

Flugakademíu Keilis hefur opnað fyrir umsóknir í flugnám í fyrsta sinn eftir sameininguna við Flugskóla Íslands en bóklegt nám fer nú fram á tveimur stöðum, í Reykjavík og í Reykjanesbæ.

Red Wings hættir við pöntun sína í Airbus A220

22. mars 2019

|

Flugfélagið Red Wings í Rússlandi hefur hætt við pöntun sína í Airbus A220 þotuna (CSeries) en félagið var eina rússneska flugfélagið sem hafði pantað þotuna frá Bombardier á sínum tíma.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00