flugfréttir

Airbus íhugar að reisa flugvélaverksmiðju í Malasíu

24. júlí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 07:37

Airbus A350 í lokasamsetningu í Toulouse

Airbus er að skoða þann möguleika á að opna fimmtu flugvélaverksmiðjurnar sínar í heiminum í Malasíu.

Airbus ætlar að hefja úttekt á hvort að Malasía sé fýsilegur kostur en sá staður sem kemur til greina er Negeri Sembilan-hérað sem er rétt sunnan við Kuala Lumpur.

Doktor Mohamad Rafie Abd Malek, yfirmaður yfir nefnd sem fer fyrir mannauði, fjárfestingum, frumkvöðlastarfi, menntun og iðnvæðingu í héraðinu segir að Airbus hafi náð samkomulagi á fundi með AirAsia um að rannsaka þennan kost en AirAsia er einn stærsti viðskiptavinur Airbus í Asíu.

Um lokasamsetningarsal væri að ræða sem á ensku nefnist FAL sem stendur fyrir „Final Assembly Line“ en farþegaþotur Airbus eru í dag framleiddar í Toulouse, Hamborg, Tianjin í Kína og í Mobile í Alabama.

Fram kemur að Airbus muni á næstu 18 mánuðum rannsaka aðstæður og gera skipulagsáætlun varðandi nýjar verksmiðjur í Malasíu og með möguleika á að reisa þjónustuverkstæði þar sem viðgerðir, skoðanir og yfirhalning á hreyflum gæti farið fram.

Samkvæmt Tony Fernandes, framkvæmdarstjóra AirAsia, þá er aðaláherslan af hálfu Airbus það landsvæði sem kemur til greina og sá fjöldi starfsmanna sem er tiltækir til að koma að verkefninu.

„Við áttum fund með Airbus og höfum rætt um að fá þá til að fjárfesta í Malasíu. Það sem skiptir mestu máli fyrir þá er að fá rétta fólkið. Þannig að þetta er stórt tækifæri til að skapa mörg störf í hátækniiðnaði í landinu“, segir Fernandes.  fréttir af handahófi

Hvetja Boeing til að smíða 797 í Washington

4. október 2018

|

Washington-ríki fer fram á og telur að Seattle-svæðið henti best fyrir framleiðslu á nýju farþegaþotunni sem Boeing hyggst framleiða á næstunni sem nefnd hefur verið Boeing 797.

Tvö stór flugfélög á suðurhveli jarðar berjast í bökkum

28. nóvember 2018

|

Tvö stór flugfélög á suðurhveli jarðar berjast nú í bökkum við að geta haldið rekstri sínum gangandi, annað flugfélagið í Suður-Ameríku og hitt í Afríku.

Take Flight valinn besti flugskóli Bandaríkjanna árið 2018

29. október 2018

|

Take Flight Aviation flugskólinn í Montgomery í New York ríki hefur unnið verðlaunin The Flight Training Expericene Awards og með því verið útnefndur sem besti flugskóli Bandaríkjanna árið 2018 af e

  Nýjustu flugfréttirnar

Fara fram á 2 milljarða evra í bætur frá Etihad

13. desember 2018

|

Gjaldþrotadómstóll í Þýskalandi ætlar fyrir hönd skiptastjórnar Air Berlin að fara fram á bætur upp á 2 milljarða evra frá fyrrum samstarfsflugfélaginu Etihad Airways.

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.

Hófu flugtak 400 metrum frá brautarenda á Gatwick

7. desember 2018

|

Flugmálayfirvöld í Bretlandi rannsaka nú atvik eftir að Dreamliner-þota af gerðinni Boeing 787-9 frá Norwegian notaði of stutta flugbraut í flugtaki á Gatwick-flugvellinum í London.

Skimun fyrir umsækjendur í atvinnuflugmannsnám hjá Keili

6. desember 2018

|

Flugakademía Keilir hefur innleitt skimun í tengslum við atvinnuflugmannsnám á vegum skólans fyrir næsta vor en umsækjendur þurfa að þreyta sérstakt rafrænt hæfnispróf.

280.000 farþegar með Icelandair í nóvember

6. desember 2018

|

Um 280.000 farþegar flugu með Icelandair í nóvember sl. sem er fjölgun upp á 12 prósent ef miðað er við nóvember árið 2017 þegar 249.000 farþegar flugu með félaginu.

WOW air flýgur jómfrúarflugið til Nýju-Delí á Indlandi

6. desember 2018

|

WOW air flaug í dag sitt fyrsta áætlunarflug til Nýju-Delí á Indlandi en aldrei áður hefur íslenskt flugfélag flogið áætlunarflug til Asíu og þá er um að ræða lengsta farþegaflug í íslenskri flugsög