flugfréttir

Airbus íhugar að reisa flugvélaverksmiðju í Malasíu

24. júlí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 07:37

Airbus A350 í lokasamsetningu í Toulouse

Airbus er að skoða þann möguleika á að opna fimmtu flugvélaverksmiðjurnar sínar í heiminum í Malasíu.

Airbus ætlar að hefja úttekt á hvort að Malasía sé fýsilegur kostur en sá staður sem kemur til greina er Negeri Sembilan-hérað sem er rétt sunnan við Kuala Lumpur.

Doktor Mohamad Rafie Abd Malek, yfirmaður yfir nefnd sem fer fyrir mannauði, fjárfestingum, frumkvöðlastarfi, menntun og iðnvæðingu í héraðinu segir að Airbus hafi náð samkomulagi á fundi með AirAsia um að rannsaka þennan kost en AirAsia er einn stærsti viðskiptavinur Airbus í Asíu.

Um lokasamsetningarsal væri að ræða sem á ensku nefnist FAL sem stendur fyrir „Final Assembly Line“ en farþegaþotur Airbus eru í dag framleiddar í Toulouse, Hamborg, Tianjin í Kína og í Mobile í Alabama.

Fram kemur að Airbus muni á næstu 18 mánuðum rannsaka aðstæður og gera skipulagsáætlun varðandi nýjar verksmiðjur í Malasíu og með möguleika á að reisa þjónustuverkstæði þar sem viðgerðir, skoðanir og yfirhalning á hreyflum gæti farið fram.

Samkvæmt Tony Fernandes, framkvæmdarstjóra AirAsia, þá er aðaláherslan af hálfu Airbus það landsvæði sem kemur til greina og sá fjöldi starfsmanna sem er tiltækir til að koma að verkefninu.

„Við áttum fund með Airbus og höfum rætt um að fá þá til að fjárfesta í Malasíu. Það sem skiptir mestu máli fyrir þá er að fá rétta fólkið. Þannig að þetta er stórt tækifæri til að skapa mörg störf í hátækniiðnaði í landinu“, segir Fernandes.  fréttir af handahófi

BA annað evrópska flugfélagið til Pittsburgh á eftir WOW air

26. júlí 2018

|

Breska flugfélagið British Airways ætlar að hefja flug til Pittsburgh í Pennsylvaníu en borgin verður þar með 26. áfangastaður British Airways í Bandaríkjunum.

Emirates fær flugmenn að láni frá Etihad Airways

26. júní 2018

|

Etihad Airways ætlar að lána flugmenn yfir til Emirates sem hefur orðið fyrir töluverðum flugmannaskorti en fram kemur að ávinningurinn sé mikill fyrir bæði félögin.

Flugmenn Air France boða til fjögurra daga verkfalls

13. júní 2018

|

Flugmenn hjá franska flugfélaginu Air France hafa boðað til fjögurra daga verkfalls frá og með 23. júní.

  Nýjustu flugfréttirnar

Komnar til Íslands eftir langt ferjuflug frá Flórída

16. ágúst 2018

|

Það ríkti mikil gleði í hádeginu í dag er Flugskóli Íslands fékk í hendurnar tvær splunkunýjar kennsluvélar sem lentu á Reykjavíkurflugvelli eftir langt ferðalag frá verksmiðjum Piper í Bandaríkjunum

Flugumferðarstjóra sagt upp störfum vegna atviks

16. ágúst 2018

|

Flugumferðarþjónustan í Serbíu og Svartfjallalandi (SMATSA) hefur vikið flugumferðarstjóra úr starfi sem starfaði í flugturninum á flugvellinum í Belgrade vegna atviks þar sem tvær flugvélar flugu of

Laumufarþegi féll til jarðar í flugtaki í Venezúela

16. ágúst 2018

|

Laumufarþegi lét lífið í gær í Venezúela er hann féll til jarðar úr hjólarými á farþegaþotu sem var í flugtaki á Simón Bolívar flugvellinum í höfuðborginni Caracas.

Í mál við Ryanair vegna raskana á flugi í kjölfar verkfalla

15. ágúst 2018

|

Ryanair hefur fengið á sig lögsóknir vegna fjölda flugferða sem félagið hefur þurft að fella niður vegna verkfallsaðgerða flugmanna.

FBI ræðir við flugvallarstarfsfólk

15. ágúst 2018

|

Bandaríska alríkislögreglan (FBI) ræður nú við starfsfólk á Seattle-Tacoma flugvellinum auk starfsfólks hjá Alaskan Airlines og Horizon Air í tengslum við atvikið sem átti sér stað þann 10. ágúst er

Primera Air semur við danskan flugskóla um flugnámsleið

15. ágúst 2018

|

Primera Air hefur gert samning við danska flugskólann Center Air Pilot Academy (CAPA) í Roskilde um svokallað cadet-flugnám sem miðar af því að útskrifaðir atvinnuflugmannsnemar fái starf hjá flugfél

Air Tanzania stefnir á að hefja flug til Evrópu á ný

15. ágúst 2018

|

Air Tanzania ætlar sér að hefja áætlunarflug til Evrópu en félagið er ríkisflugfélag Tanzaníu og var það stofnað árið 1977.

Flugöryggi enn ábótavant í Rússlandi þrátt fyrir tilmæli

15. ágúst 2018

|

Flugmálayfirvöld í Rússlandi segja að tillögur að endurbótum í flugöryggi í landinu hafi ekki enn skilað árangri þrátt fyrir tilmæli sem gefin voru út á sínum tíma varðandi slíkt.

Keflavíkurflugvöllur í 9. sæti yfir áfangastaði frá Köben í júlí

14. ágúst 2018

|

Farþegamet var slegið í júlí á flugvellinum í Kaupmannahöfn þegar yfir 3.1 milljón farþega fór um völlinn en á lista yfir vinsælustu borgirnar sem flestir ferðuðust til þá var Reykjavík á topp 10 lis

MH370: Vill að kenning um laumufarþega verði rannsökuð

14. ágúst 2018

|

Philp Baum, sérfræðingur í flugöryggi og ritstjóri Aviation Security International, hvetur yfirvöld til þess að rannsaka þann möguleika að laumufarþegi gæti hafa verið um borð í malasísku farþegaþotu