flugfréttir

Boeing 757 nálgaðist ofris í flugtaksklifri

- Fara fram á að flugmenn Azur Air gangist udnir frekari þjálfun í flughermi

24. júlí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 15:03

Boeing 757-200 þota rússneska flugfélagsins Azur Air í flugtaki

Rosaviatsia, flugmálayfirvöldin í Rússlandi, hafa rannsakað atvik sem átti sér stað er Boeing 757 þota frá rússneska flugfélaginu Azur Air var næstum komin í ofris í flugtaki frá flugvellinum í Goa á Indlandi þann 6. febrúar árið 2017.

Samkvæmt Rosaviatsia þá fór þotan í loftið með flugtaksþunga upp á 113.5 tonn sem var nálægt hámarkinu sem eru 115.0 tonn.

Þotan var í flugtaksklifri með 5 gráðu flapastillingu í sjónflugsskilyrðum en þegar vélin var komin í 2.750 feta hæð féll flughraðinn niður fyrir 134 hnúta sem var of lítill hraði miðað við þyngd vélarinnar í flugtakinu auk þess sem nef vélarinnar var farið að hallast 29° upp á við.

Viðvörunarljós- og hljóð fóru af stað í stjórnklefanum og aftengdu flugmennirnir sjálfstýringuna á meðan þeir gerðu tilraun til þess að ýta stýrinu fram á við til þess að forðast ofris og ná aftur upp flughraða.

Flugvélin lækkaði flugið og fór lækkunarhraði í 3.800 fet á mínútu og var hámarksafl sett á hreyflana í kjölfarið.

Samkvæmt upplýsingum úr flugrita að þá var þotan kom niður í 885 feta hæð og á hraða upp á 200 kt en um leið og dregið var úr afli til hreyflanna þá virkjaðist „vertical speed“ hluti sjálfstýringarinnar.

Boeing 757-200 þota Azur Air á flugvellinum í Goa á Indlandi

Rosaviatsia segir að sennilega hafi það ekki átt að gerast og er talið að um mistök hjá aðstoðarflugmanni hafi verið að ræða þar sem „vertical speed“ hamur sjálfstýringarinnar er ekki hluti af stöðluðu ferli í aðstæðum sem þessum.

1.5 sekúndu síðar virkjaðist „flight level change“ hamur í þrjár sekúndur og C-sjálfstýringin fór í gang en við það fór þotan að klifra og sýndi klifurmælir 3.700 fet á mínútu og féll sýndur flughraði úr 201 kt niður í 195 kt.

Vélin hélt áfram að klifra með sömu inngjöf en við það hélt flughraðinn áfram að lækka en samkvæmt útreikningum þá hafði þotan afkastagetu til þess að ná í mesta lagi 1.600 ft/min klifurhraða án þess að missa niður hraða.

Rosaviatsia hefur ekki undir höndum upptöku af samtali flugmannanna en talið er að þeim hafi yfirsést að fylgjast með í hvaða ham sjálfstýringin var en í stað þess að vera í „flight level change“ ham og með stillt á „vertical speed“ þá hafi það orðið til þess áfallshornið var orðið mun meira sem varð til þess að flughraðinn féll skyndilega niður.

Rosaviatsia fer fram á að flugmenn hjá flugfélaginu gangist undir frekari þjálfun á þeim atriðum sem koma við sögu í þessu atviki til þess að auka meðvitund þeirra varðandi þessar aðstæður.

Atvikið er ekki það eina sem er inni á borði hjá rússneskum flugmálayfirvöldum er varðar Azur Air en verið er að skoða atvik sem átti sér stað er önnur Boeing 757 þota félagsins lenti í vandræðum er beygjuhalli vélarinnar fór yfir hámark í lendingartilraun í aðflugi að flugvellinum í Antalya.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga