flugfréttir
Eins árs fangelsi fyrir að hafa flogið undir áhrifum áfengis

Boeing 737 þotur Alaska Airlines
Flugstjóri sem flaug áður hjá Alaska Airlines, hefur verið dæmdur í eins árs fangelsi fyrir að hafa flogið farþegaþotu tvær flugferðir undir áhrifum áfengis fyrir fjórum árum síðan.
Flugstjórinn, David Hans Arntson, sem er 63 ára, var tekin fyrir í handahófskenndu áfengisprófi
eftir að hann lenti Boeing 737 þotu Alaska Airlines á John Wayne flugvellinum í Los Angeles þann 20. júní 2014
eftir áætlunarflug San Diego til Portland og frá Portland til Orange-sýslu.
Aðstoðarflugmaðurinn segist muna eftir því að Arntson hafi sagt: „Ætli þetta sé ekki fyrir mig“ eftir lendingu er hann
sá að til stóð að láta flugmennina gangast undir áfengispróf en vínandi í blóði hans mældist 0.134 prósent en mörkin miðast við 0.04 prósent.
Saksóknari í málinu sagði að Arntson ætti við áfengisvandamál að stríða og hafi lengi reynt að halda því leyndu
frá vinnuveitanda sínum og bandarískum flugmálayfirvöldum en hann hafði 20 ára flugferil að baka áður en
hann hætti hjá Alaska Airlines.


21. nóvember 2018
|
Ítalska flugfélagið Alitalia hefur tryggt sér þrjár Airbus A321neo þotur úr flota Primera Air en félagið var nýbúið að fá þoturnar afhentar áður en það varð gjaldþrota í október.

26. nóvember 2018
|
Kanada er fyrsta landið til að taka í notkun nýja aðskilnaðarstaðal sem Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) hefur kynnt til sögunnar og er flugvöllurinn í Calgary fyrsti flugvöllurinn í heimi til að innl

9. febrúar 2019
|
Stjórnvöld í Rússlandi segjast vera tilbúin til þess að ræða við yfirvöld í Hollandi vegna flugs malasísku farþegaþotunnar, flug MH17, sem var skotin niður yfir Úkraínu fyrir fimm árum síðan, í júlí

16. febrúar 2019
|
Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

14. febrúar 2019
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa hvatt bandarísk stjórnvöld, og alla þá sem koma að máli, að sjá til þess að lokun stofana í Bandaríkjunum muni ekki hafa áhrif á flugsamgöngur eins og gerðist

13. febrúar 2019
|
Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Karíbahafsins en félagið byrjaði að fljúga til Karíbahafsins árið 2015.

12. febrúar 2019
|
Lufthansa hefur tekið á leigu tvær Airbus A220 (Bombardier CSeries) þotur frá flugfélaginu airBaltic.

12. febrúar 2019
|
Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

12. febrúar 2019
|
Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.

11. febrúar 2019
|
Delta Air Lines flaug á dögunum sitt fyrsta farþegaflug með nýju Airbus A220 þotunni sem einnig er þekkt sem CSeries frá Bombardier.

11. febrúar 2019
|
Engan sakaði er einkaþota af gerðinni Hawker Beechcraft 400A rann út af flugbraut í lendingu í morgun á Richmond Municipal flugvellinum í Indíana í Bandaríkjunum.