flugfréttir

Boeing mun aðstoða Antonov við að hefja flugvélasmíði á ný

- Geta hafið smíði á Antonov-flugvélum á ný án aðstoðar frá Rússum

28. júlí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 12:52

Antonov er þekktar fyrir að hafa smíðað stærstu flugvél heims sem er Antonov An-225 (Mriya)

Boeing mun koma Úkraínu til hjálpar og aðstoða Antonvo við að endurvekja flugvélaframleiðsluna sem hefur legið niðri í tæp fjögur ár.

Framleiðsla á Antonov-flugvélum leið undir lok árið 2014 í kjölfar stríðsástandsins sem braust út á Krímskaga milli Úkraínumanna og Rússa árið 2014 en við það slitnaði upp úr samstarfi þjóðanna.

Framleiðslan á Antonov-þotunum var mjög háð innflutning á íhlutum frá Rússlandi til Úkraínu en allt stefnir í að framleiðslan muni hefjast að nýju með aðstoð frá dótturfélagi Boeing.

Fyrirtækið Aviall hefur staðfest að samningur hafi verið undirritaður á Farnborough-flugsýningunni í seinustu viku um þjónustuaðstoð og samstarf varðandi íhluti og varahluti frá Boeing svo hægt verði að smíða allt að átta Antonov-þotur á ári.

Oleksandr Donets, forstjóri Antonov, hefur staðfest þetta og segir að næstu skref séu að reisa vöruskemmu með dótturfélagi Boeing þar sem hægt verður að hýsa tæki og tól ásamt íhlutum fyrir framleiðsluna.

Antonov An-124 fraktþota Volga-Dnepr

„Þetta vöruhús mun sjá um að annast íhluti, hráefni, bæði málm og önnur efni og er um að ræða þá hluti sem við getum ekki nálgast lengur frá fyrrum samstarfsaðilum í Rússlandi“, segir Donets sem tekur fram að Aviall muni fjármagna framkvæmdirnar á vöruhúsinu.

Hinumegin við landamærin, í Rússlandi, eru einnig áform uppi um að hefja framleiðslu að nýju á Antonov An-124 fraktflugvélinni en Rússar hafa sagt að þeir geti vel smíðað þá þotu án aðkomu Úkraínumanna og telja Rússar að þeir þurfi ekki einkaleyfi til þess þar sem þeir komu að framleiðslunni í samstarfi við Úkraínu.

Rússnesku flugvélaverksmiðjurnar United Aircraft Corporation (UAC) sögðu í júní að mikil eftirspurn væri eftir stórum fraktþotum á borð við An-124 og ætlar Rússar að framleiða hana á eigin spýtur og breyta um nafn á vélinni.

Antonov var stofnað árið 1946 á tímum Sovíetríkjanna og hefur framleiðandinn framleitt um 30 mismunandi tegundir af flugvélum í samstarfi við Rússa.

Antonov áætlar að fjöldaframleiðsla verði komin á fullt skrið fyrir árslok 2019 og stendur til að smíða aftur Antonov An-148, An-158 og An-178 og mun dótturfélag Boeing fá einkarétt á þjónustuaðstöð Antonov við framleiðsluna.  fréttir af handahófi

Flybe selur afgreiðslupláss á Gatwick til Vueling

16. janúar 2019

|

Breska flugfélagið Flybe hefur selt nokkur afgreiðslupláss sín á Gatwick-flugvellinum í London til spænska lágfargjaldafélagsins Vueling.

Alitalia fær þrjár Airbus A321neo þotur frá Primera Air

21. nóvember 2018

|

Ítalska flugfélagið Alitalia hefur tryggt sér þrjár Airbus A321neo þotur úr flota Primera Air en félagið var nýbúið að fá þoturnar afhentar áður en það varð gjaldþrota í október.

Finnskir flugumferðarstjórar boða til verkfalls

9. febrúar 2019

|

Finnskir flugumferðarstjórar hafa boðað til eins og hálfs sólarhrings verkfallsaðgerða síðar í þessum mánuði en með því vonast þeir til þess að hægt verði að hefja viðræður að nýju.

  Nýjustu flugfréttirnar

Þrýstingsmunur sprengdi upp hurð á einkaþotu á flugvelli

16. febrúar 2019

|

Flugmálayfirvöld í Evrópu (EASA) hafa sent frá sér tilmæli og viðvörun vegna hættu á að dyr á flugvélum með þrýstingsjöfnun í farþegarými geti sprungið úr falsinu vegna þrýstingsmunar við vissar aðst

Þota frá Lion Air fór út af braut í lendingu

16. febrúar 2019

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

IATA hvetur Bandaríkin til þess að huga betur að flugmálum

14. febrúar 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa hvatt bandarísk stjórnvöld, og alla þá sem koma að máli, að sjá til þess að lokun stofana í Bandaríkjunum muni ekki hafa áhrif á flugsamgöngur eins og gerðist

Norwegian yfirgefur Karíbahafið

13. febrúar 2019

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Karíbahafsins en félagið byrjaði að fljúga til Karíbahafsins árið 2015.

Lufthansa tekur á leigu A220 þotur frá airBaltic

12. febrúar 2019

|

Lufthansa hefur tekið á leigu tvær Airbus A220 (Bombardier CSeries) þotur frá flugfélaginu airBaltic.

Kona hljóp nakin inn á flugbraut í Suður-Karólínu

12. febrúar 2019

|

Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

Stigabíll féll saman í Síberíu

12. febrúar 2019

|

Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.

Delta flýgur fyrsta flugið með Airbus A220

11. febrúar 2019

|

Delta Air Lines flaug á dögunum sitt fyrsta farþegaflug með nýju Airbus A220 þotunni sem einnig er þekkt sem CSeries frá Bombardier.

Einkaþota rann út af braut í lendingu í Indíana

11. febrúar 2019

|

Engan sakaði er einkaþota af gerðinni Hawker Beechcraft 400A rann út af flugbraut í lendingu í morgun á Richmond Municipal flugvellinum í Indíana í Bandaríkjunum.

Annað stærsta flugfélag Pakistan gjaldþrota

11. febrúar 2019

|

Shaheen Air, annað stærsta flugfélag Pakistans, hefur tilkynnt að það muni hætta rekstri vegna skorts á fjármagni og vegna skulda.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00