flugfréttir

Boeing mun aðstoða Antonov við að hefja flugvélasmíði á ný

- Geta hafið smíði á Antonov-flugvélum á ný án aðstoðar frá Rússum

28. júlí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 12:52

Antonov er þekktar fyrir að hafa smíðað stærstu flugvél heims sem er Antonov An-225 (Mriya)

Boeing mun koma Úkraínu til hjálpar og aðstoða Antonvo við að endurvekja flugvélaframleiðsluna sem hefur legið niðri í tæp fjögur ár.

Framleiðsla á Antonov-flugvélum leið undir lok árið 2014 í kjölfar stríðsástandsins sem braust út á Krímskaga milli Úkraínumanna og Rússa árið 2014 en við það slitnaði upp úr samstarfi þjóðanna.

Framleiðslan á Antonov-þotunum var mjög háð innflutning á íhlutum frá Rússlandi til Úkraínu en allt stefnir í að framleiðslan muni hefjast að nýju með aðstoð frá dótturfélagi Boeing.

Fyrirtækið Aviall hefur staðfest að samningur hafi verið undirritaður á Farnborough-flugsýningunni í seinustu viku um þjónustuaðstoð og samstarf varðandi íhluti og varahluti frá Boeing svo hægt verði að smíða allt að átta Antonov-þotur á ári.

Oleksandr Donets, forstjóri Antonov, hefur staðfest þetta og segir að næstu skref séu að reisa vöruskemmu með dótturfélagi Boeing þar sem hægt verður að hýsa tæki og tól ásamt íhlutum fyrir framleiðsluna.

Antonov An-124 fraktþota Volga-Dnepr

„Þetta vöruhús mun sjá um að annast íhluti, hráefni, bæði málm og önnur efni og er um að ræða þá hluti sem við getum ekki nálgast lengur frá fyrrum samstarfsaðilum í Rússlandi“, segir Donets sem tekur fram að Aviall muni fjármagna framkvæmdirnar á vöruhúsinu.

Hinumegin við landamærin, í Rússlandi, eru einnig áform uppi um að hefja framleiðslu að nýju á Antonov An-124 fraktflugvélinni en Rússar hafa sagt að þeir geti vel smíðað þá þotu án aðkomu Úkraínumanna og telja Rússar að þeir þurfi ekki einkaleyfi til þess þar sem þeir komu að framleiðslunni í samstarfi við Úkraínu.

Rússnesku flugvélaverksmiðjurnar United Aircraft Corporation (UAC) sögðu í júní að mikil eftirspurn væri eftir stórum fraktþotum á borð við An-124 og ætlar Rússar að framleiða hana á eigin spýtur og breyta um nafn á vélinni.

Antonov var stofnað árið 1946 á tímum Sovíetríkjanna og hefur framleiðandinn framleitt um 30 mismunandi tegundir af flugvélum í samstarfi við Rússa.

Antonov áætlar að fjöldaframleiðsla verði komin á fullt skrið fyrir árslok 2019 og stendur til að smíða aftur Antonov An-148, An-158 og An-178 og mun dótturfélag Boeing fá einkarétt á þjónustuaðstöð Antonov við framleiðsluna.  fréttir af handahófi

Piper kennsluflugvél nauðlenti á hraðbraut í San Diego

21. október 2018

|

Engan sakaði er eins hreyfils kennsluflugvél nauðlenti á hraðbraut nálægt El Cajon í útverfi San Diego í Kaliforníu í sl. föstudag en farþegi einn, í bíl sem var ekið fyrir aftan, náði myndbandi af le

Cobalt Air í alvarlegum rekstarvanda

14. október 2018

|

Kýpverska flugfélagið Cobalt Air á í alvarlegum fjárhagserfiðleikum eftir að stjórnvöld í Kína ákváðu að frysta erlendar fjárfestingar meða kínverskra fyrirtækja.

Airbus sér fram á þörf fyrir yfir 100 A220 þotur á ári

26. júlí 2018

|

Airbus telur að næg eftirspurn sé eftir nýju Airbus A220 þotunni sem framleiðandinn keypti af Bombardier og er talið að markaður sé fyrir framleiðslu á allt að 100 eintökum af vélinni á ári.

  Nýjustu flugfréttirnar

Piper kennsluflugvél nauðlenti á hraðbraut í San Diego

21. október 2018

|

Engan sakaði er eins hreyfils kennsluflugvél nauðlenti á hraðbraut nálægt El Cajon í útverfi San Diego í Kaliforníu í sl. föstudag en farþegi einn, í bíl sem var ekið fyrir aftan, náði myndbandi af le

Flugstjóri neitaði að fljúga vegna vandamáls á First Class

21. október 2018

|

Þónokkur töf varð á flugi Thai Airways í síðustu viku frá Zurich til Bangkok eftir að flugstjóri neitaði að fljúga flugið þar sem að tveir samstarfsmenn hans, sem einnig eru flugmenn hjá félaginu, f

Hundruðir nemenda prófuðu flughermi hjá British Airways

20. október 2018

|

Á annað hundrað breskra háskólanema fengu að spreyta sig í flughermi í höfuðstöðvum British Airways á dögunum er flugfélagið breska hélt viðburðinn Flying Futures sem miðar að því að hvetja ungt fólk

Hjá Höllu opnar á Keflavíkurflugvelli

19. október 2018

|

Veitingastaðurinn Hjá Höllu opnaði formlega í gær í suðurbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli þar sem gengið er út í hlið C á flugvellinum.

NTSB fer fram á hljóðrita sem getur tekið upp í 25 tíma

19. október 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur farið fram á að hljóðritar í flugvélum, sem er annar svörtu kassanna tveggja, geti tekið upp lengri upptöku af hljóðum og samtölum flugmanna í stjórnkle

Flugmanni dæmdar bætur eftir að hafa verið rekinn

19. október 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) og dómstóll í Bandaríkjunum hafa dæmt flugfélag eitt í Alaska til þess að greiða flugstjóra, sem starfaði áður hjá félaginu, um 58 milljónir króna í bætur eftir að ha

British Airways mun fljúga til Charleston

18. október 2018

|

British Airways ætlar að hefja beint flug til borgarinnar Charleston í Suður-Karólínu á næsta ári en það verður þá í fyrsta sinn sem flogið verður beint flug yfir Atlantshafið frá Evrópu til borgarin

Etihad Airways ekki lengur eitt af þeim stóru eftir niðurskurð

18. október 2018

|

Etihad Airways hefur ákveðið að hætta við pantanir í nýjar þotur frá Airbus vegna niðurskurðar eftir 179 milljarða króna taprekstur á síðasta ári.

Cobalt Air gjaldþrota

18. október 2018

|

Kýpverska flugfélagið Cobalt Air er gjaldþrota og hefur félagið hætt öllu áætlunarflugi eftir að viðræður við lánadrottna fóru út um þúfur.

Fyrsta innanlandsflug Norwegian í Argentínu

17. október 2018

|

Norwegian flaug í gær sitt fyrsta innanlandsflug í Argentínu með nýstofnaða dótturfélaginu, Norwegian Air Argentína.