flugfréttir

Boeing mun aðstoða Antonov við að hefja flugvélasmíði á ný

- Geta hafið smíði á Antonov-flugvélum á ný án aðstoðar frá Rússum

28. júlí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 12:52

Antonov er þekktar fyrir að hafa smíðað stærstu flugvél heims sem er Antonov An-225 (Mriya)

Boeing mun koma Úkraínu til hjálpar og aðstoða Antonvo við að endurvekja flugvélaframleiðsluna sem hefur legið niðri í tæp fjögur ár.

Framleiðsla á Antonov-flugvélum leið undir lok árið 2014 í kjölfar stríðsástandsins sem braust út á Krímskaga milli Úkraínumanna og Rússa árið 2014 en við það slitnaði upp úr samstarfi þjóðanna.

Framleiðslan á Antonov-þotunum var mjög háð innflutning á íhlutum frá Rússlandi til Úkraínu en allt stefnir í að framleiðslan muni hefjast að nýju með aðstoð frá dótturfélagi Boeing.

Fyrirtækið Aviall hefur staðfest að samningur hafi verið undirritaður á Farnborough-flugsýningunni í seinustu viku um þjónustuaðstoð og samstarf varðandi íhluti og varahluti frá Boeing svo hægt verði að smíða allt að átta Antonov-þotur á ári.

Oleksandr Donets, forstjóri Antonov, hefur staðfest þetta og segir að næstu skref séu að reisa vöruskemmu með dótturfélagi Boeing þar sem hægt verður að hýsa tæki og tól ásamt íhlutum fyrir framleiðsluna.

Antonov An-124 fraktþota Volga-Dnepr

„Þetta vöruhús mun sjá um að annast íhluti, hráefni, bæði málm og önnur efni og er um að ræða þá hluti sem við getum ekki nálgast lengur frá fyrrum samstarfsaðilum í Rússlandi“, segir Donets sem tekur fram að Aviall muni fjármagna framkvæmdirnar á vöruhúsinu.

Hinumegin við landamærin, í Rússlandi, eru einnig áform uppi um að hefja framleiðslu að nýju á Antonov An-124 fraktflugvélinni en Rússar hafa sagt að þeir geti vel smíðað þá þotu án aðkomu Úkraínumanna og telja Rússar að þeir þurfi ekki einkaleyfi til þess þar sem þeir komu að framleiðslunni í samstarfi við Úkraínu.

Rússnesku flugvélaverksmiðjurnar United Aircraft Corporation (UAC) sögðu í júní að mikil eftirspurn væri eftir stórum fraktþotum á borð við An-124 og ætlar Rússar að framleiða hana á eigin spýtur og breyta um nafn á vélinni.

Antonov var stofnað árið 1946 á tímum Sovíetríkjanna og hefur framleiðandinn framleitt um 30 mismunandi tegundir af flugvélum í samstarfi við Rússa.

Antonov áætlar að fjöldaframleiðsla verði komin á fullt skrið fyrir árslok 2019 og stendur til að smíða aftur Antonov An-148, An-158 og An-178 og mun dótturfélag Boeing fá einkarétt á þjónustuaðstöð Antonov við framleiðsluna.  fréttir af handahófi

Aldrei fleiri konur í atvinnuflugnámi Keilis

4. nóvember 2018

|

Aldrei áður hafa eins margar konur stundað atvinnuflugmannsnám við Flugakademíu Keilis líkt og nú en einn af hverjum fimm, sem stunda flugnám hjá Keili í dag, eru kvenmenn.

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Eldur kom upp í ATR flugvél í viðhaldsskýlí í Nígeríu

17. október 2018

|

Eldur kom upp í farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-200 er vélin var inni í viðhaldsskýli á flugvellinum í Lagos í Nígeríu sl. helgi.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fara fram á 2 milljarða evra í bætur frá Etihad

13. desember 2018

|

Gjaldþrotadómstóll í Þýskalandi ætlar fyrir hönd skiptastjórnar Air Berlin að fara fram á bætur upp á 2 milljarða evra frá fyrrum samstarfsflugfélaginu Etihad Airways.

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.

Hófu flugtak 400 metrum frá brautarenda á Gatwick

7. desember 2018

|

Flugmálayfirvöld í Bretlandi rannsaka nú atvik eftir að Dreamliner-þota af gerðinni Boeing 787-9 frá Norwegian notaði of stutta flugbraut í flugtaki á Gatwick-flugvellinum í London.

Skimun fyrir umsækjendur í atvinnuflugmannsnám hjá Keili

6. desember 2018

|

Flugakademía Keilir hefur innleitt skimun í tengslum við atvinnuflugmannsnám á vegum skólans fyrir næsta vor en umsækjendur þurfa að þreyta sérstakt rafrænt hæfnispróf.

280.000 farþegar með Icelandair í nóvember

6. desember 2018

|

Um 280.000 farþegar flugu með Icelandair í nóvember sl. sem er fjölgun upp á 12 prósent ef miðað er við nóvember árið 2017 þegar 249.000 farþegar flugu með félaginu.

WOW air flýgur jómfrúarflugið til Nýju-Delí á Indlandi

6. desember 2018

|

WOW air flaug í dag sitt fyrsta áætlunarflug til Nýju-Delí á Indlandi en aldrei áður hefur íslenskt flugfélag flogið áætlunarflug til Asíu og þá er um að ræða lengsta farþegaflug í íslenskri flugsög