flugfréttir

Boeing mun aðstoða Antonov við að hefja flugvélasmíði á ný

- Geta hafið smíði á Antonov-flugvélum á ný án aðstoðar frá Rússum

28. júlí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 12:52

Antonov er þekktar fyrir að hafa smíðað stærstu flugvél heims sem er Antonov An-225 (Mriya)

Boeing mun koma Úkraínu til hjálpar og aðstoða Antonvo við að endurvekja flugvélaframleiðsluna sem hefur legið niðri í tæp fjögur ár.

Framleiðsla á Antonov-flugvélum leið undir lok árið 2014 í kjölfar stríðsástandsins sem braust út á Krímskaga milli Úkraínumanna og Rússa árið 2014 en við það slitnaði upp úr samstarfi þjóðanna.

Framleiðslan á Antonov-þotunum var mjög háð innflutning á íhlutum frá Rússlandi til Úkraínu en allt stefnir í að framleiðslan muni hefjast að nýju með aðstoð frá dótturfélagi Boeing.

Fyrirtækið Aviall hefur staðfest að samningur hafi verið undirritaður á Farnborough-flugsýningunni í seinustu viku um þjónustuaðstoð og samstarf varðandi íhluti og varahluti frá Boeing svo hægt verði að smíða allt að átta Antonov-þotur á ári.

Oleksandr Donets, forstjóri Antonov, hefur staðfest þetta og segir að næstu skref séu að reisa vöruskemmu með dótturfélagi Boeing þar sem hægt verður að hýsa tæki og tól ásamt íhlutum fyrir framleiðsluna.

Antonov An-124 fraktþota Volga-Dnepr

„Þetta vöruhús mun sjá um að annast íhluti, hráefni, bæði málm og önnur efni og er um að ræða þá hluti sem við getum ekki nálgast lengur frá fyrrum samstarfsaðilum í Rússlandi“, segir Donets sem tekur fram að Aviall muni fjármagna framkvæmdirnar á vöruhúsinu.

Hinumegin við landamærin, í Rússlandi, eru einnig áform uppi um að hefja framleiðslu að nýju á Antonov An-124 fraktflugvélinni en Rússar hafa sagt að þeir geti vel smíðað þá þotu án aðkomu Úkraínumanna og telja Rússar að þeir þurfi ekki einkaleyfi til þess þar sem þeir komu að framleiðslunni í samstarfi við Úkraínu.

Rússnesku flugvélaverksmiðjurnar United Aircraft Corporation (UAC) sögðu í júní að mikil eftirspurn væri eftir stórum fraktþotum á borð við An-124 og ætlar Rússar að framleiða hana á eigin spýtur og breyta um nafn á vélinni.

Antonov var stofnað árið 1946 á tímum Sovíetríkjanna og hefur framleiðandinn framleitt um 30 mismunandi tegundir af flugvélum í samstarfi við Rússa.

Antonov áætlar að fjöldaframleiðsla verði komin á fullt skrið fyrir árslok 2019 og stendur til að smíða aftur Antonov An-148, An-158 og An-178 og mun dótturfélag Boeing fá einkarétt á þjónustuaðstöð Antonov við framleiðsluna.  fréttir af handahófi

Slóu 34 ára gamalt hraðamet yfir Atlantshafið á Socata TBM 930

12. mars 2019

|

Tveir flugmenn settu sl. helgi nýtt heimsmet er kemur að flughraða er þeir flugu yfir Atlantshafið frá New York til Parísar á einshreyfils flugvél af gerðinni Socata TBM 930.

Von á bráðabirgðarskýrslu innan 30 daga

19. mars 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kemur að von sé á bráðabirgðarskýrslu innan 30 daga vegna flugslyssins í Eþíópíu er Boeing 737 MAX þota frá Ethiopi

Fraktflugið fer hægt af stað á árinu

8. mars 2019

|

Fraktflugsmarkaðurinn virðist fara hægt af stað á þessu ári að sögn Alþjóðasamtaka flugfélaganna (IATA).

  Nýjustu flugfréttirnar

TUI íhugar að hætta við Boeing 737 MAX þoturnar

20. maí 2019

|

Flugfélaga- og ferðasamsteypan TUI hefur tilkynnt að allt stefni í að afkoma flugfélagsins TUI verði frekar slæm eftir fyrri helming ársins og hefur fyrirtækið varað fjárfesta við því að seinni helmi

SAS bætir Lúxemborg við leiðarkerfið

20. maí 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur ákveðið að hefja flug til Lúxemborg en í tilkynningu kemur fram að félagið ætli að fljúga frá Arlanda-flugvellinum í Stokkhólmi til Lúxemborgar frá og með byrjun nóv

Ryanair frestar afhendingum á 737 MAX fram í nóvember

20. maí 2019

|

Ryanair hefur ákveðið að fresta afhendingum á þeim Boeing 737 MAX þotum sem pantaðar voru á sínum tíma en lágfargjaldafélagið írska átti að taka við fyrstu þotunum á næstu dögum.

Viðbrögð við flugslysi æfð í Grímsey

17. maí 2019

|

Um 40 manns tóku þátt í flugslysaæfingu sem haldin var í Grímsey dagana 10. og 11. maí síðastliðinn en æft var með heimamönnum og viðbragðsaðilum.

IATA lokar fyrir aðgang Avianca Brasil að ferðaskrifstofum

17. maí 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa sent tilkynningu til allra ferðaskrifstofa þar sem þeim er gert að hætta að selja flug með suður-ameríska flugfélaginu Avianca Brasil.

TWA flugstöðin opin aftur fyrir almenningi

15. maí 2019

|

Ein frægasta flugstöð heims, TWA bygginging (Terminal T5) á Kennedy-flugvellinum í New York, opnaði aftur í dag opinberlega í tengslum við TWA hótelið sem hóf starfsemi sína í dag við hliðina á flugst

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu

13. maí 2019

|

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu í Frakklandi og stendur til að draga úr framboðinu um 15 prósent. Með því vonast félagið til þess að hægt verði að draga úr taprekstri félagsins.

24 milljónir í verðlaunafé fyrir lausn á Bonanza-vandamáli

13. maí 2019

|

Samtök Bonanza-flugvélaeiganda í Bandaríkjunum (American Bonanza Society) hafa ákveðið að bjóða samtals 200.000 bandaríkjadali í verðlaunafé til þess aðila sem getur komið með lausn á vandamáli með „

Vonast til að geta farið að fljúga 737 MAX þotunum fyrir lok júlí

13. maí 2019

|

Flugfélagið Copa Airlines í Panama segist eiga von á því að geta farið að nota aftur Boeing 737 MAX þoturnar fyrir lok júlímánaðar.

Líkur á að Emirates hætti við Dreamliner-þoturnar

13. maí 2019

|

Svo virðist sem að Emirates hafi hætt við pöntun sína í Dreamliner-þotur Boeing en flugfélagið hafði gert samkomulag um pöntun á fjörutíu þotum af gerðinni Boeing 787-10 á Dubai Air Show flugsýningun

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00