flugfréttir

MH370: Lokaskýrslan komin út

- Skýrslan er 1.500 blaðsíður en niðurstöðurnar engar

30. júlí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 15:10

Lokaskýrslan, sem telur 1.500 blaðsíður, var kynnt á blaðamannafundi í morgun í Kuala Lumpur

Stjórnvöld í Malasíu hafa gefið út lokaskýrslu varðandi hvarfs malasísku farþegaþotunnar, flug MH370, sem hvarf sporlaust með dularfullum hætti í mars árið 2014 en lokaskýrslan var kynnt á blaðamannafundi í morgun í borginni Putrajaya í Malasíu að viðstöddum ættingjum og aðstandendnum þeirra farþega sem voru um borð í flugvélinni.

Lokaskýrslan kemur út án þess að í henni komi fram neinar nýjar vísbendingar um hvar vélina er að finna og eru niðurstöðurnar því engar.

Þotan, sem var frá Malaysia Airlines og af gerðinni Boeing 777-200ER, var á leið frá Kuala Lumpur til Peking þegar hún hvarf yfir Tælandsflóa þann 8. mars 2014 en við tók umfangsmesta leit af flugvél sem gerð hefur verið í sögu flugsins.

Í skýrslunni kemur fram að óvissa ríki um hver nákvæm staðsetning sé þar sem vélin hvarf af ratsjá sem bendir til þess að aldrei hafi verið nákvæmlega vitað hvar vélin var þegar sambandið rofnaði þar sem hún var að yfirgefa malasíska flugumferðarsvæðið og á leið inn í víetnamska lofthelgi. Talið er að það sé ástæða þess að leitin að vélinni dróst á langinn þar sem hún hófst mörgum klukkustundum síðar.

Rannsóknarnefndin og yfirmenn frá malasískum stjórnvöldum kynna lokaskýrsluna í morgun í Putrajaya í Malasíu

Fram kemur að flugumferðarstjórar hafi gefið flugmönnunum heimild til þess að hafa samband við flugumferðarstjórnina í Víetnam kl. 17.19 að UTC tíma eða þremur mínútum fyrir áætlaðan tíma þar sem skipting átti að eiga sér stað.

Fram kemur að flugumferðarstjórar í Kuala Lumpur hafi gert þau mistök að reiða sig á staðsetningarupplýsingar frá flugáætlun frá Malaysia Airlines í stað þess að athuga upplýsingar frá öðrum flugumferðarstjórum í öðrum löndum þegar þotan hvarf og þá hafi þeir ekki gert malasíska hernum viðvart um að þota hafi horfið af ratjsá þegar í ljós kom að flugumferðarstjórar í Víetnam hefðu ekki móttekið flugvélina inn í sína lofthelgi.

Skömmu síðar kom í ljós að malasíska farþegaþotan tók dularfulla beygju til vesturs í átt að Indlandshafi og síðar var fundið út að hún hefði flogið langt suður í Indlandshaf þar til eldsneytið var á þrotum.

Ekki vitað hvers vegna þotan tók beygju lengst suður í Indlandshaf

Samkvæmt skýrslunni er talið að flugvélinni hafi verið handflogið á þeim tímapunkti sem hún tók beygju af áætlaðri flugleið til Peking yfir Tælandsflóa en ekki kemur fram hvort að seinni beygjan, til suðurs niður eftir Indlandshafi, hafi verið tekin af mannavöldum eða hvort að vélin hafi verið þá á sjálfstýringu (autopilot).

Lokaskýrslan er í sjö bindum

Flak vélarinnar hefur aldrei fundist þrátt fyrir að flugvélarinnar hafi verið leitað í meira en 4 ár en þrátt fyrir það hafa 27 hlutir af braki fundist sem taldir eru tilheyra flugi MH370 en af þeim hefur aðeins verið staðfest að þrír hlutir séu af þotunni.

Þá kemur fram í skýrslunni að sjö aðrir hlutir séu „næstum örugglega“ brak úr malasísku farþegaþotunni þótt það hafi ekki verið sannað.

„Án flaksins og án þess að hafa gögn undir höndum úr flugrita og hljóðrita vélarinnar þá gat rannsóknarnefndin ekki komist að því hvort að bilun hafi verið orsökin eða hvað það varð til þess að flugvélin flaug af áætlaðri flugleið“, kemur fram í skýrslunni sem tekur fram að skortur á gögnum komi í veg fyrir að hægt sé að komast að endanlegri niðurstöðu.

Þá kemur einnig fram að ekki sé hægt að útiloka hvort að för vélarinnar hafi verið hindrað með ólögmætum hætti af hálfu utanaðkomandi aðila.

Grace Nathan, dóttir eins farþega sem var um borð í flugi MH370, heldur ræðu á blaðamannafundi eftir að stjórnvöld höfðu lokið við að kynna lokaskýrsluna

Rannsakendur segja að þeir hafi tekið öll gögn, allar grunsemdir, orðróm, kenningar og slúður á samfélagsmiðlum með inn í reikninginn og farið gaumgæfilega yfir þá en án árangurs.

Þá segir að flugmenn vélarinnar hafi verið vel úthvíldir fyrir flugið og hafi þeir ekki verið undir álagi vegna áhyggja úr af persónuelgum fjárhagsaðstæðum, tilfinninga eða neinu stressi svo vitað sé.

Lokaskýrslan mikil vonbrigði meðal aðstandenda

Margir ættingjar og aðstandendur þeirra sem voru um borð í flugi MH370 voru viðstaddir í morgun er lokaskýrslan var kynnt og ríkti mikil vonbrigði með útgáfu hennar þar sem þeim þykir skilaboð stjórnvalda vera þau að málinu sé lokið og að ekkert meira verði gert til þess að finna flugvélina.

Grace Nathan, dóttir eins farþega sem var um borð í flugi MH370, segir að niðurstaðan sé þá sú, fjórum og hálfu ári eftir að flugvélin hvarf, að í fyrsta lagi sé svarið „við vitum ekki hvað gerðist„ - í 2. lagi: „Við vitum ekki af hverju þetta gerðist“ - í 3. lagi: „Við vitum ekki hvernig þetta gerðist“ og í 4. lagi: „Við vitum ekki hvort það verði eitthvað meira gert í þessu“.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga