flugfréttir

King Air brotlenti í Sao Paulo

- Einn flugmaður lét lífið og sex slösuðust

30. júlí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 19:57

Slökkvilið að störfum á Campo de Marte flugvellinum í gærkvöldi

Einn lét lífið er flugvél af gerðinni King Air brotlenti á Campo de Marte flugvellinum í Sao Paulo í Brasilíu í gærkvöldi.

Flugvélin var í aðflugi að flugvellinum um kl. 21:10 að íslenskum tíma þegar upp kom vandamál með hjólabúnaðinn og fór vélin tvisvar sinnum yfir í lágflugi til að flugumferðarstjórar gætu séð hvort hjólin væru niðri.

Í þriðja aðfluginu, þegar til stóð að lenda, snérist vélin 180° gráður um langás vélarinnar og steyptist ofan í brautina og endaði á hvolfi.

Flugmaðurinn sem lést í slysinu hét Antonio Traversi en
aðstoðarflugmaðurinn, Bene Souza, komst lífs af ásamt
farþegunum fimm

Mikill eldur braust út eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi og náðist að bjarga öllum farþegunum fimm auk annars flugmannsins frá borði en samkvæmt fréttum náðist ekki að bjarga flugstjóranum sem var fastur inni í brennandi flakinu.

Flugvélin var í eigu fyrirtækisins Videplast sem framleiðir plastumbúðir en fram kemur að flugvélin hafi verið 10 ára gömul, smíðuð árið 2008, og var ástand og skoðun hennar í lagi.

Um borð í flugvélinni voru meðal annars bræðurnir Geraldo Denardi og Nereu Denardi sem eru eigendur og stofendur Videplast, sonur þeirra auk tveggja starfsmanna fyrirtækisins.

Brasilíski flugherinn mun annast rannsókn slyssins en orsök þess eru ókunn.

Veður á flugvellinum, þegar slysið átti sér stað, var þokkalegt og stillt, nánast logn en smá þoka.

Flugvélin bar skráninguna PP-SZN

Myndband:  fréttir af handahófi

Tvö flugfélög vilja skila öllum Superjet-þotunum til Sukhoi

26. mars 2019

|

Mexíkóska flugfélagið Interjet hefur kyrrsett meira en 2/3 alls Sukhoi Superjet 100 flugflotans.

Airbus íhugar að smíða A330neo einnig í Kína

4. mars 2019

|

Airbus segir að til greina komi að hefja framleiðslu á Airbus A330neo breiðþotunni í Kína en fréttirnar koma rétt eftir að Rolls-Royce tilkynnti að til stæði að hefja framleiðslu á þotuhreyflum í kínv

EasyJet bannar hnetur um borð

24. apríl 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet ætlar að hætta að selja hnetur um borð í flugvélum sínum auk þess sem félagið ætlar einnig að banna farþegum að taka með sér hnetur um borð til að borða í flugi.

  Nýjustu flugfréttirnar

Viðbrögð við flugslysi æfð í Grímsey

17. maí 2019

|

Um 40 manns tóku þátt í flugslysaæfingu sem haldin var í Grímsey dagana 10. og 11. maí síðastliðinn en æft var með heimamönnum og viðbragðsaðilum.

IATA lokar fyrir aðgang Avianca Brasil að ferðaskrifstofum

17. maí 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa sent tilkynningu til allra ferðaskrifstofa þar sem þeim er gert að hætta að selja flug með suður-ameríska flugfélaginu Avianca Brasil.

TWA flugstöðin opin aftur fyrir almenningi

15. maí 2019

|

Ein frægasta flugstöð heims, TWA bygginging (Terminal T5) á Kennedy-flugvellinum í New York, opnaði aftur í dag opinberlega í tengslum við TWA hótelið sem hóf starfsemi sína í dag við hliðina á flugst

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu

13. maí 2019

|

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu í Frakklandi og stendur til að draga úr framboðinu um 15 prósent. Með því vonast félagið til þess að hægt verði að draga úr taprekstri félagsins.

24 milljónir í verðlaunafé fyrir lausn á Bonanza-vandamáli

13. maí 2019

|

Samtök Bonanza-flugvélaeiganda í Bandaríkjunum (American Bonanza Society) hafa ákveðið að bjóða samtals 200.000 bandaríkjadali í verðlaunafé til þess aðila sem getur komið með lausn á vandamáli með „

Vonast til að geta farið að fljúga 737 MAX þotunum fyrir lok júlí

13. maí 2019

|

Flugfélagið Copa Airlines í Panama segist eiga von á því að geta farið að nota aftur Boeing 737 MAX þoturnar fyrir lok júlímánaðar.

Líkur á að Emirates hætti við Dreamliner-þoturnar

13. maí 2019

|

Svo virðist sem að Emirates hafi hætt við pöntun sína í Dreamliner-þotur Boeing en flugfélagið hafði gert samkomulag um pöntun á fjörutíu þotum af gerðinni Boeing 787-10 á Dubai Air Show flugsýningun

Etihad tilbúið í að endurfjárfesta í Jet Airways

10. maí 2019

|

Etihad Airways hefur gefið í skyn að félagið sé reiðubúið í að fjárfesta enn frekar í indverska flugfélaginu Jet Airways og setja ferskt rekstrarfé inn í rekstur félagins en Jet Airways hætti öllu áæ

Tilkynning vegna umfjöllunar um stöðvun flugvélar ALC

10. maí 2019

|

Isavia hefur sent frá sér tilkynningu vegna umfjöllunar í fjölmiðlum síðustu daga vegna máls er varðar Airbus A321 þotu sem kyrrsett hefur verið á Keflavíkurflugvelli frá gjaldþroti WOW air en þotan

Keilir býður upp á flugbúðir fyrir ungt fólk í sumar

9. maí 2019

|

Flugakademía Keilis mun í næsta mánuði bjóða ungu fólki, og öðrum sem hafa brennandi áhuga á flugi, upp á flugbúðir þar sem áhugasamir fá einstakt tækifæri á því að skyggnast á bakvið töld flugsins

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00