flugfréttir

King Air brotlenti í Sao Paulo

- Einn flugmaður lét lífið og sex slösuðust

30. júlí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 19:57

Slökkvilið að störfum á Campo de Marte flugvellinum í gærkvöldi

Einn lét lífið er flugvél af gerðinni King Air brotlenti á Campo de Marte flugvellinum í Sao Paulo í Brasilíu í gærkvöldi.

Flugvélin var í aðflugi að flugvellinum um kl. 21:10 að íslenskum tíma þegar upp kom vandamál með hjólabúnaðinn og fór vélin tvisvar sinnum yfir í lágflugi til að flugumferðarstjórar gætu séð hvort hjólin væru niðri.

Í þriðja aðfluginu, þegar til stóð að lenda, snérist vélin 180° gráður um langás vélarinnar og steyptist ofan í brautina og endaði á hvolfi.

Flugmaðurinn sem lést í slysinu hét Antonio Traversi en
aðstoðarflugmaðurinn, Bene Souza, komst lífs af ásamt
farþegunum fimm

Mikill eldur braust út eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi og náðist að bjarga öllum farþegunum fimm auk annars flugmannsins frá borði en samkvæmt fréttum náðist ekki að bjarga flugstjóranum sem var fastur inni í brennandi flakinu.

Flugvélin var í eigu fyrirtækisins Videplast sem framleiðir plastumbúðir en fram kemur að flugvélin hafi verið 10 ára gömul, smíðuð árið 2008, og var ástand og skoðun hennar í lagi.

Um borð í flugvélinni voru meðal annars bræðurnir Geraldo Denardi og Nereu Denardi sem eru eigendur og stofendur Videplast, sonur þeirra auk tveggja starfsmanna fyrirtækisins.

Brasilíski flugherinn mun annast rannsókn slyssins en orsök þess eru ókunn.

Veður á flugvellinum, þegar slysið átti sér stað, var þokkalegt og stillt, nánast logn en smá þoka.

Flugvélin bar skráninguna PP-SZN

Myndband:  fréttir af handahófi

Hraðleið í starf atvinnuflugmanns hjá SunExpress

25. janúar 2019

|

Flugakademía Keilis og SunExpress hafa gert með sér samkomulag um að nemendur skólans hafi greiðari aðgang að atvinnuflugmannsstarfi á Boeing 737 þotur flugfélagsins.

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.

Hraðleið í starf atvinnuflugmanns hjá SunExpress

25. janúar 2019

|

Flugakademía Keilis og SunExpress hafa gert með sér samkomulag um að nemendur skólans hafi greiðari aðgang að atvinnuflugmannsstarfi á Boeing 737 þotur flugfélagsins.

  Nýjustu flugfréttirnar

Næsta retro-flugvél British Airways verður í litum BEA

22. febrúar 2019

|

British Airways hefur ákveðið að Airbus A319 þota verði næsta flugvél félagsins til þess að verða máluð í gömlum litabúningi líkt og flugvélar félagsins litu út í gamla daga.

Boeing 737 þota Norwegian á förum frá Íran á næstu dögum

22. febrúar 2019

|

Norwegian á loksins von á því að geta fengið eina af Boeing 737 MAX þotunum í flotanum heim frá Íran en um er að ræða þotu sem hefur verið föst í landinu frá því að flugvélin hafði þar óvænta viðkomu

Metfjöldi farþega um Heathrow-flugvöll árið 2018

21. febrúar 2019

|

Aldrei hafa eins margir flugfarþegar farið um Heathrow-flugvöll í sögu flugvallarins líkt og árið 2018 þegar 80.1 milljón farþega fór um völlinn.

AirBaltic mun hætta með Boeing 737 í haust

20. febrúar 2019

|

Flugfélagið airBatlic ætlar sér að hætta með Boeing 737 þoturnar fyrr en áætlað var.

Ný Airbus-þota fékk ekki leyfi til að fljúga yfir Íran

20. febrúar 2019

|

Splunkunýrri Airbus A320 þotu sem var í afhendingarflugi frá Airbus í Hamborg á leið til Nýja-Sjálands var gert að snúa við yfir Tyrklandi þar sem í ljós kom að þotan hafði ekki leyfi til þess að flj

Fjallabylgjur og flug undir lágmarksflughæð orsök flugslyss

19. febrúar 2019

|

Flugmálayfirvöld í Íran hafa birt lokaskýrslu varðandi flugslys sem átti sér stað þann 18. febrúar í fyrra er farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-200 fórst í fjalllendi í innanlandsflugi í landinu.

Þrír bæjarstjórar vilja koma á flugsamgöngum til Sylt

19. febrúar 2019

|

Þrír þýskir bæjarstjórar í bæjunum Klixbüll, Leck og Niebüll vilja koma á flugsamgöngum til eyjunnar Sylt þar sem lestarsamgöngur hafa ekki gengið snuðrulaust fyrir sig að undanförnu.

Einkafyrirtæki styrkir nýja flugbraut á eyjunni Catalina

19. febrúar 2019

|

Hafist hefur verið handa við að lagfæra og koma flugbrautinni á eyjunni Catalina við strendur Los Angeles í nothæft ástand á ný.

Ryanair fær fyrstu 737 MAX 200 um miðjan maí

18. febrúar 2019

|

Ryanair á von á því að fá fyrstu Boeing 737 MAX 200 þotuna afhenta um miðjan maí en félagið hefur pantað 135 þotur en fyrsta pöntunin var gerð í 100 þotur í september árið 2014.

Flugfélög í Víetnam fá að fljúga til Bandaríkjanna

18. febrúar 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa uppfært öryggisstuðul er kemur að flugmálum í Víetnam upp í Category 1 sem þýðir að víetnömsk flugfélög geta hafið áætlunarflug til Bandaríkjanna.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00