flugfréttir

King Air brotlenti í Sao Paulo

- Einn flugmaður lét lífið og sex slösuðust

30. júlí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 19:57

Slökkvilið að störfum á Campo de Marte flugvellinum í gærkvöldi

Einn lét lífið er flugvél af gerðinni King Air brotlenti á Campo de Marte flugvellinum í Sao Paulo í Brasilíu í gærkvöldi.

Flugvélin var í aðflugi að flugvellinum um kl. 21:10 að íslenskum tíma þegar upp kom vandamál með hjólabúnaðinn og fór vélin tvisvar sinnum yfir í lágflugi til að flugumferðarstjórar gætu séð hvort hjólin væru niðri.

Í þriðja aðfluginu, þegar til stóð að lenda, snérist vélin 180° gráður um langás vélarinnar og steyptist ofan í brautina og endaði á hvolfi.

Flugmaðurinn sem lést í slysinu hét Antonio Traversi en
aðstoðarflugmaðurinn, Bene Souza, komst lífs af ásamt
farþegunum fimm

Mikill eldur braust út eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi og náðist að bjarga öllum farþegunum fimm auk annars flugmannsins frá borði en samkvæmt fréttum náðist ekki að bjarga flugstjóranum sem var fastur inni í brennandi flakinu.

Flugvélin var í eigu fyrirtækisins Videplast sem framleiðir plastumbúðir en fram kemur að flugvélin hafi verið 10 ára gömul, smíðuð árið 2008, og var ástand og skoðun hennar í lagi.

Um borð í flugvélinni voru meðal annars bræðurnir Geraldo Denardi og Nereu Denardi sem eru eigendur og stofendur Videplast, sonur þeirra auk tveggja starfsmanna fyrirtækisins.

Brasilíski flugherinn mun annast rannsókn slyssins en orsök þess eru ókunn.

Veður á flugvellinum, þegar slysið átti sér stað, var þokkalegt og stillt, nánast logn en smá þoka.

Flugvélin bar skráninguna PP-SZN

Myndband:  fréttir af handahófi

Nýr lágfargjaldaflugvöllur gæti opnað í Madríd eftir 5 ár

23. október 2018

|

Spænskt fyrirtæki stefnir á að reisa nýja flugvöll suður af Madríd sem myndi aðeins þjóna lágfargjaldaflugfélögunum en framkvæmdir gætu hafist árið 2020 og yrði hann tilbúinn árið 2023 ef allt gengu

Styttist í jómfrúarflug Airbus A330-800neo

23. október 2018

|

Það styttist í jómfrúarflug Airbus A330-800neo en Airbus segir að fyrsta flugið muni eiga sér stað í næstunni.

Hundruðir nemenda prófuðu flughermi hjá British Airways

20. október 2018

|

Á annað hundrað breskra háskólanema fengu að spreyta sig í flughermi í höfuðstöðvum British Airways á dögunum er flugfélagið breska hélt viðburðinn Flying Futures sem miðar að því að hvetja ungt fólk

  Nýjustu flugfréttirnar

Síðasta Boeing 777-300ER þotan afhent til Emirates

14. desember 2018

|

Emirates fagnaði fyrir helgi þeim tímamótum að hafa tekið við síðustu Boeing 777-300ER þotunni frá Boeing við hátíðlega athöfn og er félagið því komið með allar þoturnar sem pantaðar hafa verið af þ

Fara fram á 2 milljarða evra í bætur frá Etihad

13. desember 2018

|

Gjaldþrotadómstóll í Þýskalandi ætlar fyrir hönd skiptastjórnar Air Berlin að fara fram á bætur upp á 2 milljarða evra frá fyrrum samstarfsflugfélaginu Etihad Airways.

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.

Hófu flugtak 400 metrum frá brautarenda á Gatwick

7. desember 2018

|

Flugmálayfirvöld í Bretlandi rannsaka nú atvik eftir að Dreamliner-þota af gerðinni Boeing 787-9 frá Norwegian notaði of stutta flugbraut í flugtaki á Gatwick-flugvellinum í London.

Skimun fyrir umsækjendur í atvinnuflugmannsnám hjá Keili

6. desember 2018

|

Flugakademía Keilir hefur innleitt skimun í tengslum við atvinnuflugmannsnám á vegum skólans fyrir næsta vor en umsækjendur þurfa að þreyta sérstakt rafrænt hæfnispróf.

280.000 farþegar með Icelandair í nóvember

6. desember 2018

|

Um 280.000 farþegar flugu með Icelandair í nóvember sl. sem er fjölgun upp á 12 prósent ef miðað er við nóvember árið 2017 þegar 249.000 farþegar flugu með félaginu.