flugfréttir

King Air brotlenti í Sao Paulo

- Einn flugmaður lét lífið og sex slösuðust

30. júlí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 19:57

Slökkvilið að störfum á Campo de Marte flugvellinum í gærkvöldi

Einn lét lífið er flugvél af gerðinni King Air brotlenti á Campo de Marte flugvellinum í Sao Paulo í Brasilíu í gærkvöldi.

Flugvélin var í aðflugi að flugvellinum um kl. 21:10 að íslenskum tíma þegar upp kom vandamál með hjólabúnaðinn og fór vélin tvisvar sinnum yfir í lágflugi til að flugumferðarstjórar gætu séð hvort hjólin væru niðri.

Í þriðja aðfluginu, þegar til stóð að lenda, snérist vélin 180° gráður um langás vélarinnar og steyptist ofan í brautina og endaði á hvolfi.

Flugmaðurinn sem lést í slysinu hét Antonio Traversi en
aðstoðarflugmaðurinn, Bene Souza, komst lífs af ásamt
farþegunum fimm

Mikill eldur braust út eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi og náðist að bjarga öllum farþegunum fimm auk annars flugmannsins frá borði en samkvæmt fréttum náðist ekki að bjarga flugstjóranum sem var fastur inni í brennandi flakinu.

Flugvélin var í eigu fyrirtækisins Videplast sem framleiðir plastumbúðir en fram kemur að flugvélin hafi verið 10 ára gömul, smíðuð árið 2008, og var ástand og skoðun hennar í lagi.

Um borð í flugvélinni voru meðal annars bræðurnir Geraldo Denardi og Nereu Denardi sem eru eigendur og stofendur Videplast, sonur þeirra auk tveggja starfsmanna fyrirtækisins.

Brasilíski flugherinn mun annast rannsókn slyssins en orsök þess eru ókunn.

Veður á flugvellinum, þegar slysið átti sér stað, var þokkalegt og stillt, nánast logn en smá þoka.

Flugvélin bar skráninguna PP-SZN

Myndband:  fréttir af handahófi

427.000 farþegar með Icelandair í september

8. október 2018

|

Í september flugu 427.100 farþegar með Icelandair sem er um 1% fleiri farþegar en í fyrra þegar 421.359 farþegar flugu með félaginu á sama mánuði.

Qatar Airways hefur áhuga á að kaupa Air India

6. september 2018

|

Qatar Airways segist hafa áhuga á að taka yfir rekstur Air India en þó aðeins með því skilyrði með í kaupunum fylgdu engir fylgihlutir.

Einkaþota fór út af í lendingu í Suður-Karólínu

28. september 2018

|

Að minnsta kosti tveir létust er einkaþota af gerðinni Dassault Falcon 50 fór út af braut í lendingu á flugvellinum í Greenville í Suður-Karólínu í gær.

  Nýjustu flugfréttirnar

Piper kennsluflugvél nauðlenti á hraðbraut í San Diego

21. október 2018

|

Engan sakaði er eins hreyfils kennsluflugvél nauðlenti á hraðbraut nálægt El Cajon í útverfi San Diego í Kaliforníu í sl. föstudag en farþegi einn, í bíl sem var ekið fyrir aftan, náði myndbandi af le

Flugstjóri neitaði að fljúga vegna vandamáls á First Class

21. október 2018

|

Þónokkur töf varð á flugi Thai Airways í síðustu viku frá Zurich til Bangkok eftir að flugstjóri neitaði að fljúga flugið þar sem að tveir samstarfsmenn hans, sem einnig eru flugmenn hjá félaginu, f

Hundruðir nemenda prófuðu flughermi hjá British Airways

20. október 2018

|

Á annað hundrað breskra háskólanema fengu að spreyta sig í flughermi í höfuðstöðvum British Airways á dögunum er flugfélagið breska hélt viðburðinn Flying Futures sem miðar að því að hvetja ungt fólk

Hjá Höllu opnar á Keflavíkurflugvelli

19. október 2018

|

Veitingastaðurinn Hjá Höllu opnaði formlega í gær í suðurbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli þar sem gengið er út í hlið C á flugvellinum.

NTSB fer fram á hljóðrita sem getur tekið upp í 25 tíma

19. október 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur farið fram á að hljóðritar í flugvélum, sem er annar svörtu kassanna tveggja, geti tekið upp lengri upptöku af hljóðum og samtölum flugmanna í stjórnkle

Flugmanni dæmdar bætur eftir að hafa verið rekinn

19. október 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) og dómstóll í Bandaríkjunum hafa dæmt flugfélag eitt í Alaska til þess að greiða flugstjóra, sem starfaði áður hjá félaginu, um 58 milljónir króna í bætur eftir að ha

British Airways mun fljúga til Charleston

18. október 2018

|

British Airways ætlar að hefja beint flug til borgarinnar Charleston í Suður-Karólínu á næsta ári en það verður þá í fyrsta sinn sem flogið verður beint flug yfir Atlantshafið frá Evrópu til borgarin

Etihad Airways ekki lengur eitt af þeim stóru eftir niðurskurð

18. október 2018

|

Etihad Airways hefur ákveðið að hætta við pantanir í nýjar þotur frá Airbus vegna niðurskurðar eftir 179 milljarða króna taprekstur á síðasta ári.

Cobalt Air gjaldþrota

18. október 2018

|

Kýpverska flugfélagið Cobalt Air er gjaldþrota og hefur félagið hætt öllu áætlunarflugi eftir að viðræður við lánadrottna fóru út um þúfur.

Fyrsta innanlandsflug Norwegian í Argentínu

17. október 2018

|

Norwegian flaug í gær sitt fyrsta innanlandsflug í Argentínu með nýstofnaða dótturfélaginu, Norwegian Air Argentína.