flugfréttir
Sjötta veggspjaldið fjallar um þreytu
- The Dirty Dozen: Fatigue

Sjötta „Dirty Dozen“ veggspjaldið fjallar um „fatigue“ eða þreytu
Samgöngustofa hefur sent frá sér sjötta veggspjaldið af tólf í Dirty Dozen seríunni sem fjallar um þær leiðir sem hægt er að fara til að bregðast við þreytu.
Yfirleitt er talað um „fatigue“ sem þreytu (og er þýtt þannig í orðabókinni) en í raun er örmögnun réttnefni yfir það lífeðlisfræðilega ástand sem um ræðir en að verða örþreyttur og örmagnast, er viðbragð líkamans við langvarandi líkamlegu eða andlegu álagi.
Við getum orðið örmagna af þreytu eftir langar vinnutarnir eða mikla erfiðis vinnu en þegar þreytan er orðin langvinn þá er rétt að leita sér aðstoðar.
Eftir því sem við verðum meira þreytt þá minnkar hæfileikinn okkar til einbeitingar, ákvörðunartöku og þess að muna hluti og afleiðing þess er sú að einstaklingurinn
truflast frekar og einbeitingaskortur og athyglisbrestur gerir vart við sig og hann missir stöðuvitund sem á ensku nefnist „situational awareness“.


29. janúar 2019
|
Japanska flugfélagið ANA (All Nippon Airways) ætlar sér að leggja inn pöntun bæði til Boeing og Airbus í alls 48 farþegaþotur.

11. febrúar 2019
|
Delta Air Lines flaug á dögunum sitt fyrsta farþegaflug með nýju Airbus A220 þotunni sem einnig er þekkt sem CSeries frá Bombardier.

22. desember 2018
|
Tveir hafa verið handteknir í Bretlandi í tengslum við drónaárás á Gatwick-flugvöll sem opnaði að nýju í gær eftir að hafa verið lokaður í einn og hálfan sólarhring frá því á miðvikudagskvöldið.

16. febrúar 2019
|
Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

14. febrúar 2019
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa hvatt bandarísk stjórnvöld, og alla þá sem koma að máli, að sjá til þess að lokun stofana í Bandaríkjunum muni ekki hafa áhrif á flugsamgöngur eins og gerðist

13. febrúar 2019
|
Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Karíbahafsins en félagið byrjaði að fljúga til Karíbahafsins árið 2015.

12. febrúar 2019
|
Lufthansa hefur tekið á leigu tvær Airbus A220 (Bombardier CSeries) þotur frá flugfélaginu airBaltic.

12. febrúar 2019
|
Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

12. febrúar 2019
|
Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.

11. febrúar 2019
|
Delta Air Lines flaug á dögunum sitt fyrsta farþegaflug með nýju Airbus A220 þotunni sem einnig er þekkt sem CSeries frá Bombardier.

11. febrúar 2019
|
Engan sakaði er einkaþota af gerðinni Hawker Beechcraft 400A rann út af flugbraut í lendingu í morgun á Richmond Municipal flugvellinum í Indíana í Bandaríkjunum.