flugfréttir

Starfsmaður stal Dash 8 Q400 - Brotlenti skammt undan Seattle

- Var 29 ára starfmaður hjá Horizon Air - Sagðist vilja taka „Barel Roll“

11. ágúst 2018

|

Frétt skrifuð kl. 07:36

Starfsmaður Alaska Airlines stal Bombardier Q400 vélinni á flugvellinum í Seattle klukkan 3 í nótt en hún brotlenti 1:30 klukkustund síðar

Farþegaflugvél af gerðinni Bombardier Dash 8 Q400 frá flugfélaginu Horizon Air var stolið í gær af Seattle-Tacoma flugvellinum í Bandaríkjunum og var henni flogið yfir Seattle-svæðið þar til hún brotlenti og varð alelda.

Atvikið átti sér stað um klukkan 3 í nótt að íslenskum tíma eða um klukkan átta að vesturstrandartíma.

Í fjölmiðlum vestanhafs kemur fram að það hafi verið flugvirki sem hafi farið um borð og farið í loftið en engir farþegar voru um borð í vélinni.

Fjölmargir íbúar á Seattle-svæðinu sá Dash 8 Q400 flugvélina
„leika listir sýnar‘ á himni í gærkvöldi

Vélin fór í loftið án heimildar frá Seattle-Tacoma flugvellinum og voru orrustuþotur ræstar út án tafar sem veittu flugvélinni eftirför.

Samkvæmt fréttum kemur fram að það hafi verið starfsmaður hjá Alaska Airlines sem stal vélinni og segir í fréttum að hann hafi ekki haft „nægilega reynslu“ til þess að ná að lenda henni aftur en hún brotlenti á Ketron-eyju sem er liggur í 40 kílómetra fjarlægð suðvestur af Seattle-Tacoma flugvellinum.

Engir farþegar voru um borð

Nokkur myndskeiðum af flugvélinni á flugi hefur verið dreift í nótt á samfélagsmiðla og þar á meðal eitt sem sýnir hvar Bombardier Q400 flugvélin er nánast komin á hvolf líkt og um listflug sé að ræða áður en hún steypist niður í átt að sjónum en nær þrátt fyrir hæð á ný með F-15 orrustuþotu á hælunum.

Lögreglan í Pierce-sýslu segir að sá sem tók flugvélina ófrjálsri hendi sé 29 ára karlmaður, flugvirki hjá Alaska Airlines, og hafi hann annað hvort verið í sjálfsvígshugleiðingum eða gjörsamlega viti sínu fjár og áætað að fljúga vélinni sér til skemmtunar sem endaði með því að flugferðin fór úr böndunum.

Flugvélin var í loftinu í um eina og hálfa klukkustund áður en hún brotlenti í skóglendi á Ketron-eyju og braust út mikill eldur. Fram kemur að starfsmaðurinn, sem flaug vélinni, hafi látist við brotlendinguna.

Flugumferðarstjórar reyndu að fá hann til að lenda vélinni

Constance von Muehlen, framkvæmdarstjóri Horizon Air, sagði í myndbandsupptöku eftir atburðin að hugur hans sé hjá fjölskyldum og aðstandendum starfsmannsins sem flaug vélinni auk starfsmanna Alaska Airlines og Horizon Air.

Sá sem flaug vélinni talaði við flugumferðarstjóra á meðan og kynnti hann sig sem „Rick“ og einnig sem „Richard“. Hann sagðist hafa sett eldsneyti á vélina en sagði síðar að hann hefði áhyggjur af því að eldsneytið væri brátt á þrotum.

Sagði flugturninum að hann óttaðist að fá lífstíðarfangelsi fyrir gjörðir sínar

„Ég er komin niður í 2.100 pund en byrjaði með 30 og eitthvað. Ég veit ekki hvað fór mikið í flugtakinu en það fór samt mun meira en ég átti von á“, sagði hann meðal annars við flugumferðarstjóra samkvæmt frétt The Seattle Times.

Flugumferðarstjórarnir ávörpðuðu hann með yfirveguðum tón þar sem þeir vildu ekki koma honum í uppnám og ráðlögðu honum að fara að lenda ef hann gæti það.

Sjónarvottar segja að vélin hafi skyndilega horfið og
skömmu síðar steig reykur til himins

„Þetta er sennilega lífstíðarfangelsi fyrir mig, ekki satt?“, sagði starfsmaðurinn m.a. við flugumfeðrarstjóranna sem reyndu áfram að fá hann til að lenda vélinni og bentu honum á þá flugvelli sem stæðu honum til boða í nágrenninu.

Seattle-Tacoma flugvellinum var lokað tímabundið á meðan ástandið stóð yfir en flug um völlinn hófst að nýju skömmu síðar.

Flugvélin var numin á brott frá viðhaldssvæði en seinasta áætlunarflug vélarinnar var frá Victoria í Kanada til Seattle.

Nafn mannsins, sem stal vélinni, hefur ekki verið birt en klukkan 7:52 að íslenskum tíma hefur ekki enn verið staðfest hvort að hann hafi verið flugvirki eins og komið hefur fram í mörgum fréttum vestanhafs en einnig er orðrómur að hann hafi starfað við að þjónusta flugvélar félagsins.





Myndband af Facebook:



Samtal milli starfsmannsins og flugturnsins:







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga