flugfréttir

Var rólegur og mjög vel liðinn meðal starfsmanna Horizon Air

- Richard Russel var giftur og hafði hann starfað hjá Horizon Air í tæp fjögur ár

11. ágúst 2018

|

Frétt skrifuð kl. 20:39

Richard Russell hafði starfað hjá Horizon Air í tæp fjögur ár

Flugvallarstarfsmaðurinn, sem stal farþegaflugvél frá Horizon Air í gær af gerðinni Bombardier Q400, hét Richard Russell og var hann 29 ár.

Eins og fram hefur komið þá fór hann um borð í flugvélina að lokinni vakt sinni á Seattle-Tacoma flugvellinum og ræsti hreyflana áður en hann ók í átt að flugbraut á flugvellinum, flugumferðarstjórum og öðrum flugmönnum til mikillar undrunnar.

Hann fór í loftið með tóma flugvél og var hann einn um borð þar sem hann lét „listir“ sínar með tvær F-15 orrustuþotur á hælunum en skömmu síðar brotlenti flugvélin í skóglendi á Ketron-eyjunni í Puget-sundinu skammt suðvestur af Tacoma.

Bandarísk yfirvöld hafa ekki enn borið formleg kennsl á starfsmanninn en vinir hans á Facebook og samstarfsmenn hafa staðfest að maðurinn heitir Richard Russell.

Flugvélin á myndinni er sú sem Russell tók ófrjálsri hendi og flaug þar til hún brotlenti. Flugvélin bar skráninguna N449QX

Russell hafði unnið hjá Horizon Air í fjögur ár bæði við flugvallarþjónustu og einnig sem starfsmaður hjá flugrekstrardeild á flughlaði en hann var giftur og gekk í það heilaga árið 2011.

Einn yfirmaður Russell lýsir honum sem rólegum og hógværum manni og var hann mjög vel liðinn meðal samstarfsmanna sem líkaði flestum vel við hann.

Ekki vitað hvernig hann hafði þekkingu að ræsa og fljúga Bombardier Q400 flugvél

Ekki er enn vitað nákvæmlega hvernig honum tókst að ræsa flugvélina en fram kemur að hann hafi haft næga þekkingu til þess í ljósi þess að honum tókst það en einhverjir erlendir fjölmiðlar hafa greint frá því að hann hafi verið flugvirki þótt það hafi ekki fengist staðfest.

Russell tók dráttarbíl og snéri flugvélinni við í 180° gráður á viðhaldssvæði flugfélagsins áður enn hann fór um borð og ók vélinni út á flugbraut fyrir flugtak.

Myndir af Russell á LinkedIn-síðu hans

Gary Beck, framkvæmdarstjóri Horizon Air, sagði meðal annars á blaðamannafundi að hann efaðist um að Russell hefði flugmannsskírteini. „Við vitum ekki enn hvernig hann náði að gera þetta. Farþegaflugvélar eru mjög flóknar er kemur að því að starta þeim og við höfum enga hugmynd um hvernig hann bjó yfir þeirri þekkingu“, segir Beck.

Russell fæddist á Key West eyjum í Flórída en flutti til Alaska er hann var 7 ára. Hann kynntist eiginkonu sinni, Hannah, árið 2010 og giftu þau sig ári síðar.

Saman stofnuðu þau bakarí í smábæ í Oregon en fluttu skömmu síðar til Seattle og sótti Russell um starf hjá Horizon Air þar sem starfinu fylgdi þau fríðindi að geta ferðast til Alaska.

Starfaði við að setja ferðatöskur um borð

Russell hóf nám við félagsvísindi við Washington State háskólann en hann hafði einnig þann draum um að komast inn í bandaríska herinn.

Starf Russell hjá Alaska Airlines var að koma ferðatöskum fyrir um borð í flugvélar Horizon Air og Alaska Airlines á Seattle-Tacoma flugvellinum auk þess sem í hans verkahring var að afísa flugvélarnar á veturnar.

Richard Russell og Hannah giftu sig árið 2011

Debra Eckrote, rannsóknaraðili hjá samgönguöryggsinefnd Bandaríkjanna (NTSB) segir að verið sé núna að rannsaka hvað bjó að baki ákvörðun hans um að stela flugvélinni og hvernig honum tókst það nákvæmlega auk þess sem verið er að rannsaka bakgrunn starfsmannsins.

„Flugvallarstarfsmenn hafa aðgang öllu flugvallarsvæðinu þannig aðgengið er mjög auðvelt. Við erum samt mjög heppin að flugvélin hafi brotlent á eyju sem er mjög fámenn og strjálbýl“, segir Debra.

Hljóðupptökum hefur verið dreift í heilu lagi sem innihalda samskipti milli Russell og flugumferðarstjóra sem reyndi með mjög yfirveguðum hætti að fá hann til þess að lenda vélinni einhversstaðar.

Richard og Hannah ferðuðust til ýmissa landa á meðan hann starfaði
hjá Horizon Air og þar á meðal til Mexíkó og til Írlands

Russell var samt ekki á þeim buxunum og ræddi við flugumferðarstjórann um heima og geima og sagði honum hvað það væri fallegt að horfa yfir Olympic-fjöllinn og hvort að hann hefði farið þangað. Flugumferðarstjórinn sagði hafa farið í fjallgöngu þangað eitt sinn en reyndi að fá hann enn og aftur til þess að lenda og bauð honum ýmsa valkosti og þar á meðal að lenda á vatni í flóanum.

Ekki er vitað hvort að Russell hafi vísvitandi brotlent flugvélinni í skógunum á Ketron-eyjunni eða hvort að hann hafi misst stjórn á henni en bandaríski herinn segir að orrustuþoturnar tvær, sem veittu honum eftirför, hafi ekki skotið flugvélina niður.

Rick Christenson, yfirmaður yfir rekstrardeild Horizon Air, var sjálfur vitni að því er Bombardier Q400 flugvélin flaug yfir svæðið með mjög óvenjulegum hætti þar sem hún tók mjög skarpar beygjur og fór í dýfur niðrí hættulega lága flughæð yfir sjónum í Puget-flóann.

Yfirmaður í rekstardeild Horizon Air varð vitni að glæfraflugi Russells

Christenson var á svölunum heima hjá frænku sínum í gærkvöldi þar sem hann naut sólarlagsins og horfði yfir Tacoma Narrows brúnna sem fer yfir Puget-sundið.

Rich Christenson (til vinstri) horfði á Bombardier Q400 flugvélina fljúga
yfir af svölunum hjá frænku sinni

Skömmu síðar sá hann eina af flugvélum fyrirtækisins fljúgandi í 500 feta hæð yfir svæðið. „Ég hljóp inn og sótti sjónaukann. Hann flaug mjög undarlega og tók mjög skarpar beygjur. Það var eitthvað mjög dularfullt í gangi“, segir Christenson.

„Við öskruðum öll: „Guð minn góður“ og ég öskraði: „Pull up, pull up“, segir Christenson en síðar er hann sá svartan reyk stíga til hins lengst í fjarska þá vissi hann hvað hafði gerst.

„Það eru allir skelfingu lostnir yfir því hvernig þetta gat gerst. Það eiga allir starfsmenn að hafa gengist undir bakgrunnsskoðun“, segir Christenson sem hlustaði sjálfur á samtalið milli Russell og flugumferðarstjórans og sagði hann að það hafi verið mjög erfitt að hlust á það og átti hann erfitt með að sofna um nóttina.  fréttir af handahófi

IAG stofnar nýtt lágfargjaldafélag í Austurríki

28. júní 2018

|

IAG, móðurfélag British Airways, hefur komið öllum á óvart í dag með því að tilkynna um stofnun nýs lágfargjaldaflugfélags í Austurríki sem á að fljúga fyrsta flugið eftir aðeins þrjár vikur.

Kansai-flugvöllur á floti eftir fellibyl

4. september 2018

|

Loka þurfti Kansai-flugvellinum í japönsku borginni Osaka eftir að sjór flæddi yfir flugvöllinn í kjölfar fellibylsins Jebi sem gekk yfir Japans í dag.

Stal einkaþotu og flaug henni vísvitandi á húsið sitt

14. ágúst 2018

|

Flugmaður lést er hann flaug einkaþotu á húsið sitt í bænum Payson í Utah í Bandaríkjunum aðfaranótt mánudagsins þar sem hann bjó ásamt fjölskyldu sinni.

  Nýjustu flugfréttirnar

China Southern stefnir á 2.000 flugvélar árið 2035

24. september 2018

|

Kínverska flugfélagið China Southern Airlines gerir ráð fyrir því að flugfloti félagsins verði komin upp í 2 þúsund flugvélar eftir 16 ár eða árið 2035.

South African sagt tæknilega gjaldþrota

23. september 2018

|

South African Airways mun ekki birta afkomuskýrslu fyrir fjármálaárið 2017 til 2018 fyrir ríkisstjórn landsins eins og lög gera ráð fyrir þar sem flugfélagið er sagt vera tæknilega gjaldþrota.

Fyrsta Airbus A350-900ULR afhent til Singapore Airlines

22. september 2018

|

Airbus hefur afhent fyrsta eintakið af Airbus A350-900ULR sem er langdrægasta farþegaþota heims en það er Singapore Airlines sem tekur við fyrstu þotunni af þessari gerð.

KLM mun fljúga til Las Vegas

21. september 2018

|

KLM Royal Dutch Airlines ætlar að hefja beint flug til Las Vegas frá Amsterdam og verður borgin tólfi áfangastaður flugfélagsins í Bandaríkjunum og sá átjándi í Norður-Ameríku.

Flugmaður slasaðist við að handsnúa Cirrus SR22 í gang

21. september 2018

|

Flugmaður slasaðist í óhappi sem átt sér stað í Iowa í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR-22 klessti á flugskýli eftir að tilraun flugmannsins til að ha

Hafna sögusögnum um samruna Emirates og Etihad Airways

20. september 2018

|

Emirates og Etihad Airways blása á þær sögusagnir sem gengið hafa um að til standi að sameina flugfélögin tvö.

Málverkasýning Tolla á Egilsstaðaflugvelli

20. september 2018

|

Föstudaginn 21. september næstkomandi kl. 16 verður opnuð sýning á 23 nýjum olíumálverkum eftir Tolla í flugstöðinni á Egilsstöðum en sýningin er í boði Isavia, rekstraraðila flugvallarins, og er sýn

Primera Air mun fljúga frá Keflavík til Bodrum

20. september 2018

|

Primera Air mun hefja leiguflug frá Keflavíkurflugvelli til Bodrum í Tyrklandi næsta sumar.

Stafsetningarvilla í málun á Boeing 777 þotu hjá Cathay

19. september 2018

|

Að gera stafsetningarvillur kemur fyrir besta fólk og einnig stærstu fyrirtæki og þar á meðal flugfélög - En að mála nafn flugfélags á heila þotu og gleyma einum staf er sennilega eitthvað sem gerist

FAA varar bandarísk flugfélög við því að fljúga yfir Íran

19. september 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent út tilmæli til flugfélaga þar sem þau eru beðin um að sýna sérstaka varúð á flugi yfir Íran.