flugfréttir

Lentu óvart á gamla flugvellinum en ekki á þeim nýja

- Voru með röng aðflugskort og lentu á lokuðum flugvelli

12. ágúst 2018

|

Frétt skrifuð kl. 17:44

ATR 72-600 flugvél Wings Air

Ófullnægjandi upplýsingar um nýjan flugvöll eru taldar hafa verið ein orsök þess að farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-600 lenti óvart á röngum flugvelli í Indónesíu í júní en sá flugvöllur hafði verið lokaður í tvo mánuði.

Yfirvöld í Indónesíu hafa gefið út bráðabirgðaskýrslu varðandi atvikið sem átti sér stað þann 19. júní sl. er flugvél frá Wings Air var í áætlunarflugi frá Pontianak til Sintang á eyjunni Borneó.

Flugmenn vélarinnar höfðu samband við flugupplýsingaþjónustuna í Tebelian og tilkynntu að þeir væru 84 mílur frá flugvellinum í Sintang og lásu þeir upp áætlaðan aðflugsferil að flugvellinum.

Flugupplýsingaþjónustan gaf þeim upp veðurupplýsingar á flugvellinum og tilkynntu flugmennirnir skömmu síðar að þeir væru með flugvöllinn í augsýn.

Eftir lendingu tilkynntu flugmennirnir að þeir hefðu lent á flugvellinum en aðstoðarflugmaðurinn áttaði sig skyndilega á því að þeir höfðu lent á Susilo-flugvellinum sem hafði verið lokað þann 26. apríl en flugvélin átti að lenda á Tebelian-flugvellinum.

Flugvélin fór aftur í loftið frá Susilo-flugvelli og lenti giftusamlega á réttum flugvelli nokkrum mínútum síðar.

Rannsóknarnefnd flugslysa í Indónesíu komst að því að flugmönnunum hafði ekki verið gert grein fyrir að búið væri að taka í notkun nýjan flugvöll í Sintang og þá kom í ljós að aðflugskortin sem flugmennirnir höfðu uppi við í aðfluginu var fyrir gamla flugvöllinn.

Hvorki flugstjórinn né aðstoðarflugmaðurinn höfðu flogið áður til Tebelian-flugvallarins nýja í Sintang en flugstjórinn flaug áður til Sintang á Susilo-flugvöllinn en það var áður en sá nýi var tekinn í notkun.

Þá kom í ljós að ekki var búið að setja krossmerkingar á flugbrautina sem reglugerðir í flugi gera ráð fyrir þegar flugbraut hefur verið lokuð fyrir allri flugumferð.

Í skýrslunni eru gefin út þau tilmæli að Wings Air sjái til þess að flugmenn séu ávallt með uppfærðar upplýsingar í höndunum um flugvelli fyrir hvert flug og einnig er farið fram á að öll gögn sem flugliðar hafa meðferðis séu þær nýjustu.  fréttir af handahófi

Nýir gallar koma í ljós á Brandenburg-flugvelli

19. nóvember 2018

|

Allt bendir til þess að opnun nýja Brandenburg-flugvallarins í Berlín verði slegið á frest enn einu sinni en sennilega hefur opnun nýs flugvallar aldrei verið frestað eins oft og þessum sem ber IATA

Telja að vandamál hafi komið upp í hæðarstýri þotunnar

31. október 2018

|

Umfangsmikil leit stendur enn yfir að flaki Boeing 737 MAX 8 þotu indónesíska flugfélagsins Lion Air sem fórst aðfaranótt mánudagsins 29. október skömmu eftir flugtak frá Jakarta í Indónesíu.

Bilun í báðum hreyflum á Airbus A330 þotu

24. desember 2018

|

Bilun kom upp í báðum hreyflum á Airbus A330-200 breiðþotu frá Brussels Airlines er þotan var á leiðinni frá Kinshasa í Kongó til Brussel.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ellefta veggspjaldið fjallar um skort á vitund

17. janúar 2019

|

Samgöngustofa hefur gefið út ellefta og næstsíðasta kynningarspjaldið í Dirty Dozen seríunni sem fjallar um nokkur atriði sem ber að hafa í huga er kemur að flugöryggi.

Keilir eignast Flugskóla Íslands

17. janúar 2019

|

Flugakademía Keilis hefur fest kaup á Flugskóla Íslands en skólarnir eru þeir stærstu á landinu er kemur að flugkennslu og þjálfun nemenda í flugtengdum greinum.

Antonov An-124 fer aftur í framleiðslu

16. janúar 2019

|

Flugvélaframleiðandinn Antonov hefur ákveðið að hefja aftur framleiðslu á flutningavélinni Antonov An-124 og það án aðstoðar frá Rússum en risavöruflutningavélin var upphaflega smíðuð á tímum Sovíetrí

Flybe selur afgreiðslupláss á Gatwick til Vueling

16. janúar 2019

|

Breska flugfélagið Flybe hefur selt nokkur afgreiðslupláss sín á Gatwick-flugvellinum í London til spænska lágfargjaldafélagsins Vueling.

Fyrsta beina leiguflugið til Cabo Verde með VITA

16. janúar 2019

|

Icelandair flaug sl. mánudag fyrsta beina leiguflugið frá Íslandi til Grænhöfðaeyja en flugið var á vegum ferðaskrifstofunnar VITA þar sem flogið er með Icelandair.

Herþotur til móts við Boeing 777 fraktþotu

16. janúar 2019

|

Herþotur frá indónesíska flughernum voru ræstar út til þess að fljúga til móts við Boeing 777 fraktþotu frá Ethiopian Cargo sem var gert að lenda hið snarasta á þeim forsendum að hún hefði ekki heimi

Atlantic Airways og KLM í samstarf

15. janúar 2019

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways og hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hafa gert samkomulag um sameiginlega sölu á farmiðum og munu farþegar því geta flogið í leiðarkerfi beggja fél

Lögregla fær flugáhugamenn við Heathrow til liðs við sig

14. janúar 2019

|

Lögreglan í Bretlandi hefur sent frá sér tilkynningu þar sem þeir flugáhugamenn, sem leggja leið sína út á Heathrow-flugvöll til þess að horfa á og taka myndir af flugvélum, eru beðnir um að hafa au

Aftur náðu farþegar að bóka ódýrt flug á fyrsta farrými

13. janúar 2019

|

Aftur hefur komið upp villa í bókunarkerfi hjá flugfélaginu Cathay Pacific sem gaf farþegum kost á því að bóka flug á fyrsta farrými á brunaútsöluverði en aðeins eru tvær vikur frá því að nokkrum fa

Þrýsta á stjórnvöld og Boeing um að hefja nýja leit að MH370

12. janúar 2019

|

Ættingjar og aðstandendur þeirra farþega sem voru um borð í malasísku farþegaþotunni, flugi MH370, hafa sett pressu á ríkisstjórn Malasíu um að hefja nýja leit að flugvélinni sem hvarf sporlaust þann

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00