flugfréttir

Lentu óvart á gamla flugvellinum en ekki á þeim nýja

- Voru með röng aðflugskort og lentu á lokuðum flugvelli

12. ágúst 2018

|

Frétt skrifuð kl. 17:44

ATR 72-600 flugvél Wings Air

Ófullnægjandi upplýsingar um nýjan flugvöll eru taldar hafa verið ein orsök þess að farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-600 lenti óvart á röngum flugvelli í Indónesíu í júní en sá flugvöllur hafði verið lokaður í tvo mánuði.

Yfirvöld í Indónesíu hafa gefið út bráðabirgðaskýrslu varðandi atvikið sem átti sér stað þann 19. júní sl. er flugvél frá Wings Air var í áætlunarflugi frá Pontianak til Sintang á eyjunni Borneó.

Flugmenn vélarinnar höfðu samband við flugupplýsingaþjónustuna í Tebelian og tilkynntu að þeir væru 84 mílur frá flugvellinum í Sintang og lásu þeir upp áætlaðan aðflugsferil að flugvellinum.

Flugupplýsingaþjónustan gaf þeim upp veðurupplýsingar á flugvellinum og tilkynntu flugmennirnir skömmu síðar að þeir væru með flugvöllinn í augsýn.

Eftir lendingu tilkynntu flugmennirnir að þeir hefðu lent á flugvellinum en aðstoðarflugmaðurinn áttaði sig skyndilega á því að þeir höfðu lent á Susilo-flugvellinum sem hafði verið lokað þann 26. apríl en flugvélin átti að lenda á Tebelian-flugvellinum.

Flugvélin fór aftur í loftið frá Susilo-flugvelli og lenti giftusamlega á réttum flugvelli nokkrum mínútum síðar.

Rannsóknarnefnd flugslysa í Indónesíu komst að því að flugmönnunum hafði ekki verið gert grein fyrir að búið væri að taka í notkun nýjan flugvöll í Sintang og þá kom í ljós að aðflugskortin sem flugmennirnir höfðu uppi við í aðfluginu var fyrir gamla flugvöllinn.

Hvorki flugstjórinn né aðstoðarflugmaðurinn höfðu flogið áður til Tebelian-flugvallarins nýja í Sintang en flugstjórinn flaug áður til Sintang á Susilo-flugvöllinn en það var áður en sá nýi var tekinn í notkun.

Þá kom í ljós að ekki var búið að setja krossmerkingar á flugbrautina sem reglugerðir í flugi gera ráð fyrir þegar flugbraut hefur verið lokuð fyrir allri flugumferð.

Í skýrslunni eru gefin út þau tilmæli að Wings Air sjái til þess að flugmenn séu ávallt með uppfærðar upplýsingar í höndunum um flugvelli fyrir hvert flug og einnig er farið fram á að öll gögn sem flugliðar hafa meðferðis séu þær nýjustu.  fréttir af handahófi

Gluggar í farþegarými á Superjet 100 gætu verið lausir

26. júlí 2018

|

Flugmálayfirvöld í Rússlandi hafa gefið frá sér tilmæli þar sem nokkur flugfélög og flugrekstraraðilar eru beðnir um að skoða festingar á gluggum í farþegarými á nokkrum Sukhoi Superjet 100 þotum þa

Dróni flaug 10 fetum framhjá Airbus A320 í 7.000 fetum

2. júlí 2018

|

Mjög litlu munaði að dróni hefði rekist á farþegaþotu af gerðinni Airbus A320 sem var í flugtaksklifri frá Luton-flugvellinum á Englandi í vor.

Stefna á smíða 57 Boeing 737 þotur á mánuði

13. september 2018

|

Boeing ætlar sér að auka afkastagetuna í framleiðslu á Boeing 737 þotunum þrátt fyrir þá erfiðleika sem hafa gengið yfir í samsetningu vélanna í sumar.

  Nýjustu flugfréttirnar

China Southern stefnir á 2.000 flugvélar árið 2035

24. september 2018

|

Kínverska flugfélagið China Southern Airlines gerir ráð fyrir því að flugfloti félagsins verði komin upp í 2 þúsund flugvélar eftir 16 ár eða árið 2035.

South African sagt tæknilega gjaldþrota

23. september 2018

|

South African Airways mun ekki birta afkomuskýrslu fyrir fjármálaárið 2017 til 2018 fyrir ríkisstjórn landsins eins og lög gera ráð fyrir þar sem flugfélagið er sagt vera tæknilega gjaldþrota.

Fyrsta Airbus A350-900ULR afhent til Singapore Airlines

22. september 2018

|

Airbus hefur afhent fyrsta eintakið af Airbus A350-900ULR sem er langdrægasta farþegaþota heims en það er Singapore Airlines sem tekur við fyrstu þotunni af þessari gerð.

KLM mun fljúga til Las Vegas

21. september 2018

|

KLM Royal Dutch Airlines ætlar að hefja beint flug til Las Vegas frá Amsterdam og verður borgin tólfi áfangastaður flugfélagsins í Bandaríkjunum og sá átjándi í Norður-Ameríku.

Flugmaður slasaðist við að handsnúa Cirrus SR22 í gang

21. september 2018

|

Flugmaður slasaðist í óhappi sem átt sér stað í Iowa í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR-22 klessti á flugskýli eftir að tilraun flugmannsins til að ha

Hafna sögusögnum um samruna Emirates og Etihad Airways

20. september 2018

|

Emirates og Etihad Airways blása á þær sögusagnir sem gengið hafa um að til standi að sameina flugfélögin tvö.

Málverkasýning Tolla á Egilsstaðaflugvelli

20. september 2018

|

Föstudaginn 21. september næstkomandi kl. 16 verður opnuð sýning á 23 nýjum olíumálverkum eftir Tolla í flugstöðinni á Egilsstöðum en sýningin er í boði Isavia, rekstraraðila flugvallarins, og er sýn

Primera Air mun fljúga frá Keflavík til Bodrum

20. september 2018

|

Primera Air mun hefja leiguflug frá Keflavíkurflugvelli til Bodrum í Tyrklandi næsta sumar.

Stafsetningarvilla í málun á Boeing 777 þotu hjá Cathay

19. september 2018

|

Að gera stafsetningarvillur kemur fyrir besta fólk og einnig stærstu fyrirtæki og þar á meðal flugfélög - En að mála nafn flugfélags á heila þotu og gleyma einum staf er sennilega eitthvað sem gerist

FAA varar bandarísk flugfélög við því að fljúga yfir Íran

19. september 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent út tilmæli til flugfélaga þar sem þau eru beðin um að sýna sérstaka varúð á flugi yfir Íran.