flugfréttir

Lentu óvart á gamla flugvellinum en ekki á þeim nýja

- Voru með röng aðflugskort og lentu á lokuðum flugvelli

12. ágúst 2018

|

Frétt skrifuð kl. 17:44

ATR 72-600 flugvél Wings Air

Ófullnægjandi upplýsingar um nýjan flugvöll eru taldar hafa verið ein orsök þess að farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-600 lenti óvart á röngum flugvelli í Indónesíu í júní en sá flugvöllur hafði verið lokaður í tvo mánuði.

Yfirvöld í Indónesíu hafa gefið út bráðabirgðaskýrslu varðandi atvikið sem átti sér stað þann 19. júní sl. er flugvél frá Wings Air var í áætlunarflugi frá Pontianak til Sintang á eyjunni Borneó.

Flugmenn vélarinnar höfðu samband við flugupplýsingaþjónustuna í Tebelian og tilkynntu að þeir væru 84 mílur frá flugvellinum í Sintang og lásu þeir upp áætlaðan aðflugsferil að flugvellinum.

Flugupplýsingaþjónustan gaf þeim upp veðurupplýsingar á flugvellinum og tilkynntu flugmennirnir skömmu síðar að þeir væru með flugvöllinn í augsýn.

Eftir lendingu tilkynntu flugmennirnir að þeir hefðu lent á flugvellinum en aðstoðarflugmaðurinn áttaði sig skyndilega á því að þeir höfðu lent á Susilo-flugvellinum sem hafði verið lokað þann 26. apríl en flugvélin átti að lenda á Tebelian-flugvellinum.

Flugvélin fór aftur í loftið frá Susilo-flugvelli og lenti giftusamlega á réttum flugvelli nokkrum mínútum síðar.

Rannsóknarnefnd flugslysa í Indónesíu komst að því að flugmönnunum hafði ekki verið gert grein fyrir að búið væri að taka í notkun nýjan flugvöll í Sintang og þá kom í ljós að aðflugskortin sem flugmennirnir höfðu uppi við í aðfluginu var fyrir gamla flugvöllinn.

Hvorki flugstjórinn né aðstoðarflugmaðurinn höfðu flogið áður til Tebelian-flugvallarins nýja í Sintang en flugstjórinn flaug áður til Sintang á Susilo-flugvöllinn en það var áður en sá nýi var tekinn í notkun.

Þá kom í ljós að ekki var búið að setja krossmerkingar á flugbrautina sem reglugerðir í flugi gera ráð fyrir þegar flugbraut hefur verið lokuð fyrir allri flugumferð.

Í skýrslunni eru gefin út þau tilmæli að Wings Air sjái til þess að flugmenn séu ávallt með uppfærðar upplýsingar í höndunum um flugvelli fyrir hvert flug og einnig er farið fram á að öll gögn sem flugliðar hafa meðferðis séu þær nýjustu.  fréttir af handahófi

Boeing og Embraer í samstarf með KC-390 herflugvélina

2. október 2018

|

Boeing og Embraer eiga nú í viðræðum um fyrirhugað samstarf á framleiðslunni á Embraer KC-390 herflutningavélinni sem Embraer hefur verið með í smíðum sl. ár.

Þrír lamaðir flugmenn ætla að fljúga í kringum hnöttinn

14. nóvember 2018

|

Þrír hreyfihamlaðir flugmenn munu næstkomandi sunnudag leggja af stað í 10 mánaða langt heimsflug í kringum hnöttinn en þeir ætla að hafa viðdvöl á 150 stöðum í 40 löndum í sex heimsálfum og verður fe

South African sagt tæknilega gjaldþrota

23. september 2018

|

South African Airways mun ekki birta afkomuskýrslu fyrir fjármálaárið 2017 til 2018 fyrir ríkisstjórn landsins eins og lög gera ráð fyrir þar sem flugfélagið er sagt vera tæknilega gjaldþrota.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ekki sagt frá nýju sjálfvirku kerfi sem á að koma í veg fyrir ofris

15. nóvember 2018

|

Atvinnuflugmannasamtökin (ALPA), sem er stærsta bandalag flugmanna í heiminum, krefjast þess að bandarísk stjórnvöld taki á vandamáli er varðar nýja tegund af flugstýringu á Boeing 737 MAX þotunum s

Þrír lamaðir flugmenn ætla að fljúga í kringum hnöttinn

14. nóvember 2018

|

Þrír hreyfihamlaðir flugmenn munu næstkomandi sunnudag leggja af stað í 10 mánaða langt heimsflug í kringum hnöttinn en þeir ætla að hafa viðdvöl á 150 stöðum í 40 löndum í sex heimsálfum og verður fe

Farþegar greiddu fyrir viðgerð á Dreamliner-þotu

14. nóvember 2018

|

Farþegar þurftu að greiða viðgerð á Dreamliner-þotu pólska flugfélagsins LOT Polish Airlines eftir að bilun kom upp í vélinni á flugvellinum í Peking.

Boeing 787 fór inn á braut á meðan A350 var í flugtaki

14. nóvember 2018

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A350-900 frá Delta Air Lines þurfti að hætta við flugtak á Pudong-flugvellinum í Shanghai í gær eftir að önnur þota fór inn á brautina.

KLM íhugar að kaupa Cessnur til að ferja varahluti og flugvirkja

12. nóvember 2018

|

Hollenska flugfélagið KLM Cityhopper skoðar nú möguleika á því að festa kaup á litlum flugvélum af gerðinni Cessna.

Alvarlegt atvik rannsakað þar sem flugmenn misstu alla stjórn

12. nóvember 2018

|

Verið er að rannsaka alvarlegt atvik sem átti sér stað í gær er flugmenn á Embraer E190 farþegaþotu frá Air Astana misstu stjórn á vélinni skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Lissabon.

Þróaði með sér flughræðslu við að fara af Q400 yfir á þotu

11. nóvember 2018

|

Dómstóll í Bretlandi hefur komist að þeirri niðurstöðu að flugfélagið Flybe fór ekki heiðarlega að máli eins flugmanns sem var rekinn frá félaginu eftir að hann þróaði með sér flughræðslu eftir að ha

Misstu stjórn á Embraer-þotu rétt eftir flugtak í Lissabon

11. nóvember 2018

|

Farþegaþota frá flugfélaginu Air Astana lýsti yfir neyðarástandi (7700) á fjórða tímanum í dag, rétt eftir flugtak frá flugvellinum í Lissabon í Portúgal, en flugmennirnir sögðu að þeir hefðu litla s

Air New Zealand og ATR í tæknisamstarf um nýjan aflgjafa

10. nóvember 2018

|

Flugvélaframleiðandinn ATR og Air New Zealand hafa gert með sér samning um samstarf um þróun á að nota blandaðan orkugjafa fyrir skrúfuflugvélar í farþegaflugi.

Flugstjóri hjá Air India féll í annað skipti á áfengisprófi

9. nóvember 2018

|

Air India hefur rekið yfirflugstjóra félagsins, sem er einnig yfirmaður yfir rekstrardeildinni, þar sem hann féll á áfengisprófi í annað sinn á einu ári rétt áður en hann átti að fljúga farþegaþotu f