flugfréttir

Lentu óvart á gamla flugvellinum en ekki á þeim nýja

- Voru með röng aðflugskort og lentu á lokuðum flugvelli

12. ágúst 2018

|

Frétt skrifuð kl. 17:44

ATR 72-600 flugvél Wings Air

Ófullnægjandi upplýsingar um nýjan flugvöll eru taldar hafa verið ein orsök þess að farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-600 lenti óvart á röngum flugvelli í Indónesíu í júní en sá flugvöllur hafði verið lokaður í tvo mánuði.

Yfirvöld í Indónesíu hafa gefið út bráðabirgðaskýrslu varðandi atvikið sem átti sér stað þann 19. júní sl. er flugvél frá Wings Air var í áætlunarflugi frá Pontianak til Sintang á eyjunni Borneó.

Flugmenn vélarinnar höfðu samband við flugupplýsingaþjónustuna í Tebelian og tilkynntu að þeir væru 84 mílur frá flugvellinum í Sintang og lásu þeir upp áætlaðan aðflugsferil að flugvellinum.

Flugupplýsingaþjónustan gaf þeim upp veðurupplýsingar á flugvellinum og tilkynntu flugmennirnir skömmu síðar að þeir væru með flugvöllinn í augsýn.

Eftir lendingu tilkynntu flugmennirnir að þeir hefðu lent á flugvellinum en aðstoðarflugmaðurinn áttaði sig skyndilega á því að þeir höfðu lent á Susilo-flugvellinum sem hafði verið lokað þann 26. apríl en flugvélin átti að lenda á Tebelian-flugvellinum.

Flugvélin fór aftur í loftið frá Susilo-flugvelli og lenti giftusamlega á réttum flugvelli nokkrum mínútum síðar.

Rannsóknarnefnd flugslysa í Indónesíu komst að því að flugmönnunum hafði ekki verið gert grein fyrir að búið væri að taka í notkun nýjan flugvöll í Sintang og þá kom í ljós að aðflugskortin sem flugmennirnir höfðu uppi við í aðfluginu var fyrir gamla flugvöllinn.

Hvorki flugstjórinn né aðstoðarflugmaðurinn höfðu flogið áður til Tebelian-flugvallarins nýja í Sintang en flugstjórinn flaug áður til Sintang á Susilo-flugvöllinn en það var áður en sá nýi var tekinn í notkun.

Þá kom í ljós að ekki var búið að setja krossmerkingar á flugbrautina sem reglugerðir í flugi gera ráð fyrir þegar flugbraut hefur verið lokuð fyrir allri flugumferð.

Í skýrslunni eru gefin út þau tilmæli að Wings Air sjái til þess að flugmenn séu ávallt með uppfærðar upplýsingar í höndunum um flugvelli fyrir hvert flug og einnig er farið fram á að öll gögn sem flugliðar hafa meðferðis séu þær nýjustu.  fréttir af handahófi

Annað stærsta flugfélag Pakistan gjaldþrota

11. febrúar 2019

|

Shaheen Air, annað stærsta flugfélag Pakistans, hefur tilkynnt að það muni hætta rekstri vegna skorts á fjármagni og vegna skulda.

Rekinn eftir að hafa flogið með falsað skírteini í 20 ár

1. mars 2019

|

Flugmaður hjá flugfélaginu South African Airways var látinn hirða pokann sinn fyrr á þessu ári eftir að í ljós kom að hann hafði flogið farþegaþotum félagsins í 20 ár án þess að hafa tilskilin réttin

Um 3.500 starfsmenn við A380 verða færðir til

6. mars 2019

|

Airbus hefur hafið undirbúning að því að endurskipuleggja starfsmannamál sín eftir að ákvörðun var tekin um að hætta framleiðslu á risaþotunni A380.

  Nýjustu flugfréttirnar

Southwest ferjar Boeing 737 MAX þoturnar til Victorville

23. mars 2019

|

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines er byrjað að ferja Boeing 737 MAX þotur til geymslu vegna kyrrsetningarinnar en þeirri fyrstu var í morgun flogið í flugvélakirkjugarðinn í Victorville í Moj

Næstu atvinnuflugmannsbekkir hefjast í maí og í ágúst

23. mars 2019

|

Flugakademíu Keilis hefur opnað fyrir umsóknir í flugnám í fyrsta sinn eftir sameininguna við Flugskóla Íslands en bóklegt nám fer nú fram á tveimur stöðum, í Reykjavík og í Reykjanesbæ.

Red Wings hættir við pöntun sína í Airbus A220

22. mars 2019

|

Flugfélagið Red Wings í Rússlandi hefur hætt við pöntun sína í Airbus A220 þotuna (CSeries) en félagið var eina rússneska flugfélagið sem hafði pantað þotuna frá Bombardier á sínum tíma.

Indigo Partners hættir við fjárfestingu í WOW air

21. mars 2019

|

Tilkynnt var í kvöld um að Indigo Partners hafi slitið viðræðum um fyrirhugaða fjárfestingu í WOW air.

Negus-þotan lendir í London

21. mars 2019

|

British Airways hefur lokið við að mála fjórðu og síðustu flugvélina í flotanum í sérstökum retro-litum.

Nafni Laudamotion breytt og einfaldað í „Lauda“

20. mars 2019

|

Ryanair, móðufélag austurríska flugfélagsins Laudamotion, hefur ákveðið að sleppa hluta úr nafni flugfélagsins, „motion“, og mun félagið því einfaldlega heita Lauda.

Hætta við pöntun í fimmtíu Boeing 737 MAX þotur

21. mars 2019

|

Indónesíska flugfélagið Garuda Indonesia hefur hætt við pöntun sína í þær Boeing 737 MAX þotur sem félagið hafði pantað.

Einkaflugmaður dæmdur í 3 ára fangelsi í kjölfar flugslyss

21. mars 2019

|

52 ára einkaflugmaður í Bretlandi hefur verið vistaður í fangelsi þar í landi vegna vítaverðs gáleysis við stjórnun flugvélar sem endaði með flugslysi í september árið 2017.

Trump vill fyrrum flugstjóra hjá Delta sem yfirmann hjá FAA

20. mars 2019

|

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Hvíta Húsið hafi áform um að skipta út yfirmanna hjá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) og láta Daniel Elwell víkja fyrir fyrrum flugstjóra hjá Delta

450 flugmenn í Rússlandi sviptir réttindum sínum í fyrra

20. mars 2019

|

Um 450 atvinnuflugmenn í Rússlandi voru sviptir réttindum sínum til farþegaflugs í fyrra eftir rússnesk flugmálayfirvöld gerðu úttekt á öryggismálum og þjálfun meðal rússneskra flugmanna.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00