flugfréttir

Hefðu átt að hætta við lendingu á Schiphol

- Boeing 747-8F þota lenti of snemma og rákst utan í flugbrautarljós

13. ágúst 2018

|

Frétt skrifuð kl. 15:57

Atvikið átti sér stað á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam þann 13. janúar árið 2017

Flugmálayfirvöld í Hollandi hafa komist að þeirri niðurstöðu að flugmenn á Boeing 747-8F fraktþotu frá flugfélaginu AirBridgeCargo hefðu átt að hætt við lendingu og fara í fráflug á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam þann 13. janúar árið 2017.

Júmbó-fraktþotan lenti of snemma á brautinni eða um 300 metrum fyrir framan þann stað þar sem hún hefði í fyrsta lagi átt að snerta brautina.

Í staðinn lenti þotan við brautarendann og rakst með hjólastell í flugbrautarljós auk þess sem önnur aðflugsljósamöstur snertu vængina með þeim afleiðingum að rispur komu undir þá.

Rannsakendur flugslysa komust að því að flugferill vélarinnar hafi verið of hár er sjálfstýringin var aftengd í 700 feta hæð og varð lækkunarhraði vélarinnar því of mikill.

Fram kemur að aðflugið sjálft hafi verið stöðugt en vegna snöggrar breytingar er sjálfstýringin var aftengt komu tvær viðvaranir og þar á meðal ein vegna lækkunarhraðans sem hafði aukist í yfir 1.000 fet á mínútu rétt fyrir lendingu.

Í skýrslu segir að flugmennirnir hefðu átt á þessum tímapunkti að hætta við lendinguna en í skýrslatöku sagði flugstjórinn að ekki hefði verið neinn tími til þess að bregðast við þar sem vélin var gott sem kominn inn á brautina.

Flugmennirnir náðu að draga úr lækkunarhraðanum upp í 500 fet á mínútu en júmbó-þotan snerti brautina með þyngdarhröðun upp á 1.76 G en skoppaði og skall aftur ofan í brautina með þyngdarhröðun upp á 1.84 G.

Flugvélin var að koma frá Hong Kong með viðkomu í Novosibirsk og kemur fram að fjórir flugmenn hafi verið um borð og þar af þrír í stjórnklefanum en þeir höfðu verið á vakt í 14 klukkustundir.

Þá segir að mjög stíf norðan átt hafi verið er þeir lentu á Schiphol með vindstyrk upp á 26 hnúta og allt að 38 kt í mestu hviðunum.  fréttir af handahófi

Flugprófunum lokið með Tecnam P2012 Traveller

31. október 2018

|

Ítalski flugvélaframleiðandinn Tecnam hefur lokið flugprófunum með nýju Tecnam P2012 Traveller flugvélinni og er nú beðið eftir að vélin fái flughæfnisvottun frá evrópskum og bandarískum flugmálayfi

Airbus A220 heimsækir Nepal

12. nóvember 2018

|

Airbus A220 þotan nýja, sem áður hét CSeries, lenti í fyrsta sinn í Nepal í gær en um var að ræða sýningarflug þar sem vélin hefur verið á sýningarferðalagi í Asíu og heimsótt fjögur lönd.

Hvetja Boeing til að smíða 797 í Washington

4. október 2018

|

Washington-ríki fer fram á og telur að Seattle-svæðið henti best fyrir framleiðslu á nýju farþegaþotunni sem Boeing hyggst framleiða á næstunni sem nefnd hefur verið Boeing 797.

  Nýjustu flugfréttirnar

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.

Hófu flugtak 400 metrum frá brautarenda á Gatwick

7. desember 2018

|

Flugmálayfirvöld í Bretlandi rannsaka nú atvik eftir að Dreamliner-þota af gerðinni Boeing 787-9 frá Norwegian notaði of stutta flugbraut í flugtaki á Gatwick-flugvellinum í London.

Skimun fyrir umsækjendur í atvinnuflugmannsnám hjá Keili

6. desember 2018

|

Flugakademía Keilir hefur innleitt skimun í tengslum við atvinnuflugmannsnám á vegum skólans fyrir næsta vor en umsækjendur þurfa að þreyta sérstakt rafrænt hæfnispróf.

280.000 farþegar með Icelandair í nóvember

6. desember 2018

|

Um 280.000 farþegar flugu með Icelandair í nóvember sl. sem er fjölgun upp á 12 prósent ef miðað er við nóvember árið 2017 þegar 249.000 farþegar flugu með félaginu.

WOW air flýgur jómfrúarflugið til Nýju-Delí á Indlandi

6. desember 2018

|

WOW air flaug í dag sitt fyrsta áætlunarflug til Nýju-Delí á Indlandi en aldrei áður hefur íslenskt flugfélag flogið áætlunarflug til Asíu og þá er um að ræða lengsta farþegaflug í íslenskri flugsög

Tíunda veggspjaldið fjallar um álag og streitu

6. desember 2018

|

Samgöngustofa hefur gefið út tíunda veggspjaldið af tólf í Dirty Dozen röðinni en að þessu sinni er fjallað um álag og viðbrögðum við streitu sem geta skert flugöryggi.

Flugmálayfirvöld hyggjast höfða mál gegn Ryanair

6. desember 2018

|

Ryanair á yfir höfðu sér málaferli frá breskum flugmálayfirvöldum þar sem að flugfélagið hefur neitað að greiða skaðabætur til fjölda farþega eftir að flugferðir voru felldar niður vegna verkfallsað

TUI Airways fyrsta breska félagið til að fá Boeing 737 MAX

5. desember 2018

|

TUI Airways varð á sunnudag fyrsta flugfélagið í Bretlandi til að hefja áætlunarflug með Boeing 737 MAX en fyrsta flugið var flogið frá Manchester til Malaga þann 2. desember.

Ekki útilokað að hætta við risapöntun í Boeing 737 MAX

4. desember 2018

|

Indónesíska flugfélagið Lion Air er að endurskoða pöntun sína í þær Boeing 737 MAX þotur sem félagið á eftir að fá afhentar.

Bogi Nils Bogason ráðinn forstjóri Icelandair Group

4. desember 2018

|

Stjórn Icelandair Group hefur gengið frá ráðningu Boga Nils Bogasonar í starf forstjóra fyrirtækisins. Bogi Nils hefur verið starfandi forstjóri Icelandair Group frá því í lok ágúst síðastliðinn.