flugfréttir

Hefðu átt að hætta við lendingu á Schiphol

- Boeing 747-8F þota lenti of snemma og rákst utan í flugbrautarljós

13. ágúst 2018

|

Frétt skrifuð kl. 15:57

Atvikið átti sér stað á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam þann 13. janúar árið 2017

Flugmálayfirvöld í Hollandi hafa komist að þeirri niðurstöðu að flugmenn á Boeing 747-8F fraktþotu frá flugfélaginu AirBridgeCargo hefðu átt að hætt við lendingu og fara í fráflug á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam þann 13. janúar árið 2017.

Júmbó-fraktþotan lenti of snemma á brautinni eða um 300 metrum fyrir framan þann stað þar sem hún hefði í fyrsta lagi átt að snerta brautina.

Í staðinn lenti þotan við brautarendann og rakst með hjólastell í flugbrautarljós auk þess sem önnur aðflugsljósamöstur snertu vængina með þeim afleiðingum að rispur komu undir þá.

Rannsakendur flugslysa komust að því að flugferill vélarinnar hafi verið of hár er sjálfstýringin var aftengd í 700 feta hæð og varð lækkunarhraði vélarinnar því of mikill.

Fram kemur að aðflugið sjálft hafi verið stöðugt en vegna snöggrar breytingar er sjálfstýringin var aftengt komu tvær viðvaranir og þar á meðal ein vegna lækkunarhraðans sem hafði aukist í yfir 1.000 fet á mínútu rétt fyrir lendingu.

Í skýrslu segir að flugmennirnir hefðu átt á þessum tímapunkti að hætta við lendinguna en í skýrslatöku sagði flugstjórinn að ekki hefði verið neinn tími til þess að bregðast við þar sem vélin var gott sem kominn inn á brautina.

Flugmennirnir náðu að draga úr lækkunarhraðanum upp í 500 fet á mínútu en júmbó-þotan snerti brautina með þyngdarhröðun upp á 1.76 G en skoppaði og skall aftur ofan í brautina með þyngdarhröðun upp á 1.84 G.

Flugvélin var að koma frá Hong Kong með viðkomu í Novosibirsk og kemur fram að fjórir flugmenn hafi verið um borð og þar af þrír í stjórnklefanum en þeir höfðu verið á vakt í 14 klukkustundir.

Þá segir að mjög stíf norðan átt hafi verið er þeir lentu á Schiphol með vindstyrk upp á 26 hnúta og allt að 38 kt í mestu hviðunum.  fréttir af handahófi

Chair nýtt flugfélag í Sviss

12. júní 2019

|

Nýtt flugfélag hefur verið stofnað í Sviss sem ber heitið Chair Airlines og hefur fyrsta þotan í flota félagsins verið máluð í litum þess en félagið er nýtt flugfélag sem reist var á grunni Germania F

EasyJet bannar hnetur um borð

24. apríl 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet ætlar að hætta að selja hnetur um borð í flugvélum sínum auk þess sem félagið ætlar einnig að banna farþegum að taka með sér hnetur um borð til að borða í flugi.

Uppsagnir á Keflavíkurflugvelli vegna samdráttar í flugi

28. maí 2019

|

Isavia hefur gripið til þess ráðs að segja upp starfsmönnum á Keflavíkurflugvelli vegna samdráttar í millilandaflugi.

  Nýjustu flugfréttirnar

Færeyingar panta tvær Airbus A320neo þotur til viðbótar

18. júní 2019

|

Atlantic Airways hefur lagt inn pöntun til Airbus í tvær Airbus A320neo þotur. Um kaup eru að ræða og undirritaði félagið samkomulag þess efnis við forsvarsmenn Airbus á flugsýningunni í París í dag.

Útboð vegna raftækjaverslunar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

18. júní 2019

|

Isavia opnaði í dag fyrir aðgang að gögnum vegna útboðs á aðstöðu til reksturs raftækjaverslunar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli.

IAG pantar fjórtán A321XLR þotur fyrir Iberia og Aer Lingus

18. júní 2019

|

Spænska flugfélagið Iberia og írska félagið Aer Lingus eru nýjustu flugfélögin sem eiga von á því að fá nýju Airbus A321XLR þotuna sem framtíðarflugvél.

Dönsk flugvélaleiga pantar allt að 100 skrúfuþotur frá ATR

18. júní 2019

|

ATR flugvélaframleiðandinn hefur fengið pöntun frá flugvélaleigunni Nordic Aviation Capital (NAC) sem hefur gert samkomulag um að panta allt að 105 skrúfuþotur af gerðinni ATR 42-600 og ATR 72-600.

Mun færri pantanir á fyrsta degi samanborið við síðustu ár

17. júní 2019

|

Töluvert færri pantanir í nýjar farþegaþotur voru gerðar í dag á fyrsta degi flugsýningarinnar í París en þess má geta að engin pöntun barst til Boeing sem hefur ekki gerst í mörg ár.

A321XLR ekki alhliða lausn fyrir United Airlines

17. júní 2019

|

United Airlines segir að flugfélagið sé að skoða þann möguleika á að panta nýju Airbus A321XLR þotuna en Gerry Laderman, fjármálastjóri félagsins, segir að Airbus A321XLR þotan nái hinsvegar ekki að

Middle East Airlines annað flugfélagið til að panta A321XLR

17. júní 2019

|

Líbanska flugfélagið Middle East Airlines hefur ákveðið að breyta pöntun sinni í Airbus A321neo yfir í nýju Airbus A321XLR þotuna.

Flugsýningin í París hófst í morgun: Airbus kynnir A321XLR

17. júní 2019

|

Flugsýningin í París hófst formlega í morgun og er þetta í 53. sinn sem flugsýningin fer fram og hefur hún aldrei verið stærri.

Flugmenn hafa áhyggjur af galla í slökkvikerfi á Boeing 787

16. júní 2019

|

Einhverjir flugmenn, sem fljúga Dreamliner-þotum, hafa lýst yfir áhyggjum sínum varðandi eldvarnarkerfið í Boeing 787 þotunum en Boeing segir að um smávægilegt vandamál sé að ræða.

Gjaldþrot sagt blasa við hjá Adria Airways

14. júní 2019

|

Sagt er að gjaldþrot sé yfirvofandi hjá flugfélaginu Adria Airways en félagið er þjóðarflugfélag Slóveníu og stærsta flugfélag landsins.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00