flugfréttir

Hefðu átt að hætta við lendingu á Schiphol

- Boeing 747-8F þota lenti of snemma og rákst utan í flugbrautarljós

13. ágúst 2018

|

Frétt skrifuð kl. 15:57

Atvikið átti sér stað á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam þann 13. janúar árið 2017

Flugmálayfirvöld í Hollandi hafa komist að þeirri niðurstöðu að flugmenn á Boeing 747-8F fraktþotu frá flugfélaginu AirBridgeCargo hefðu átt að hætt við lendingu og fara í fráflug á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam þann 13. janúar árið 2017.

Júmbó-fraktþotan lenti of snemma á brautinni eða um 300 metrum fyrir framan þann stað þar sem hún hefði í fyrsta lagi átt að snerta brautina.

Í staðinn lenti þotan við brautarendann og rakst með hjólastell í flugbrautarljós auk þess sem önnur aðflugsljósamöstur snertu vængina með þeim afleiðingum að rispur komu undir þá.

Rannsakendur flugslysa komust að því að flugferill vélarinnar hafi verið of hár er sjálfstýringin var aftengd í 700 feta hæð og varð lækkunarhraði vélarinnar því of mikill.

Fram kemur að aðflugið sjálft hafi verið stöðugt en vegna snöggrar breytingar er sjálfstýringin var aftengt komu tvær viðvaranir og þar á meðal ein vegna lækkunarhraðans sem hafði aukist í yfir 1.000 fet á mínútu rétt fyrir lendingu.

Í skýrslu segir að flugmennirnir hefðu átt á þessum tímapunkti að hætta við lendinguna en í skýrslatöku sagði flugstjórinn að ekki hefði verið neinn tími til þess að bregðast við þar sem vélin var gott sem kominn inn á brautina.

Flugmennirnir náðu að draga úr lækkunarhraðanum upp í 500 fet á mínútu en júmbó-þotan snerti brautina með þyngdarhröðun upp á 1.76 G en skoppaði og skall aftur ofan í brautina með þyngdarhröðun upp á 1.84 G.

Flugvélin var að koma frá Hong Kong með viðkomu í Novosibirsk og kemur fram að fjórir flugmenn hafi verið um borð og þar af þrír í stjórnklefanum en þeir höfðu verið á vakt í 14 klukkustundir.

Þá segir að mjög stíf norðan átt hafi verið er þeir lentu á Schiphol með vindstyrk upp á 26 hnúta og allt að 38 kt í mestu hviðunum.  fréttir af handahófi

Þota frá Lion Air fór út af braut í lendingu

16. febrúar 2019

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

Fara fram á 2 milljarða evra í bætur frá Etihad

13. desember 2018

|

Gjaldþrotadómstóll í Þýskalandi ætlar fyrir hönd skiptastjórnar Air Berlin að fara fram á bætur upp á 2 milljarða evra frá fyrrum samstarfsflugfélaginu Etihad Airways.

Mahan Air meinað að fljúga til Þýskalands

22. janúar 2019

|

Stjórnvöld í Þýskalandi hafa ákveðið að banna allt flug á vegum íranska flugfélagsins Mahan Air til landsins.

  Nýjustu flugfréttirnar

Næsta retro-flugvél British Airways verður í litum BEA

22. febrúar 2019

|

British Airways hefur ákveðið að Airbus A319 þota verði næsta flugvél félagsins til þess að verða máluð í gömlum litabúningi líkt og flugvélar félagsins litu út í gamla daga.

Boeing 737 þota Norwegian á förum frá Íran á næstu dögum

22. febrúar 2019

|

Norwegian á loksins von á því að geta fengið eina af Boeing 737 MAX þotunum í flotanum heim frá Íran en um er að ræða þotu sem hefur verið föst í landinu frá því að flugvélin hafði þar óvænta viðkomu

Metfjöldi farþega um Heathrow-flugvöll árið 2018

21. febrúar 2019

|

Aldrei hafa eins margir flugfarþegar farið um Heathrow-flugvöll í sögu flugvallarins líkt og árið 2018 þegar 80.1 milljón farþega fór um völlinn.

AirBaltic mun hætta með Boeing 737 í haust

20. febrúar 2019

|

Flugfélagið airBatlic ætlar sér að hætta með Boeing 737 þoturnar fyrr en áætlað var.

Ný Airbus-þota fékk ekki leyfi til að fljúga yfir Íran

20. febrúar 2019

|

Splunkunýrri Airbus A320 þotu sem var í afhendingarflugi frá Airbus í Hamborg á leið til Nýja-Sjálands var gert að snúa við yfir Tyrklandi þar sem í ljós kom að þotan hafði ekki leyfi til þess að flj

Fjallabylgjur og flug undir lágmarksflughæð orsök flugslyss

19. febrúar 2019

|

Flugmálayfirvöld í Íran hafa birt lokaskýrslu varðandi flugslys sem átti sér stað þann 18. febrúar í fyrra er farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-200 fórst í fjalllendi í innanlandsflugi í landinu.

Þrír bæjarstjórar vilja koma á flugsamgöngum til Sylt

19. febrúar 2019

|

Þrír þýskir bæjarstjórar í bæjunum Klixbüll, Leck og Niebüll vilja koma á flugsamgöngum til eyjunnar Sylt þar sem lestarsamgöngur hafa ekki gengið snuðrulaust fyrir sig að undanförnu.

Einkafyrirtæki styrkir nýja flugbraut á eyjunni Catalina

19. febrúar 2019

|

Hafist hefur verið handa við að lagfæra og koma flugbrautinni á eyjunni Catalina við strendur Los Angeles í nothæft ástand á ný.

Ryanair fær fyrstu 737 MAX 200 um miðjan maí

18. febrúar 2019

|

Ryanair á von á því að fá fyrstu Boeing 737 MAX 200 þotuna afhenta um miðjan maí en félagið hefur pantað 135 þotur en fyrsta pöntunin var gerð í 100 þotur í september árið 2014.

Flugfélög í Víetnam fá að fljúga til Bandaríkjanna

18. febrúar 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa uppfært öryggisstuðul er kemur að flugmálum í Víetnam upp í Category 1 sem þýðir að víetnömsk flugfélög geta hafið áætlunarflug til Bandaríkjanna.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00