flugfréttir

Hefðu átt að hætta við lendingu á Schiphol

- Boeing 747-8F þota lenti of snemma og rákst utan í flugbrautarljós

13. ágúst 2018

|

Frétt skrifuð kl. 15:57

Atvikið átti sér stað á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam þann 13. janúar árið 2017

Flugmálayfirvöld í Hollandi hafa komist að þeirri niðurstöðu að flugmenn á Boeing 747-8F fraktþotu frá flugfélaginu AirBridgeCargo hefðu átt að hætt við lendingu og fara í fráflug á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam þann 13. janúar árið 2017.

Júmbó-fraktþotan lenti of snemma á brautinni eða um 300 metrum fyrir framan þann stað þar sem hún hefði í fyrsta lagi átt að snerta brautina.

Í staðinn lenti þotan við brautarendann og rakst með hjólastell í flugbrautarljós auk þess sem önnur aðflugsljósamöstur snertu vængina með þeim afleiðingum að rispur komu undir þá.

Rannsakendur flugslysa komust að því að flugferill vélarinnar hafi verið of hár er sjálfstýringin var aftengd í 700 feta hæð og varð lækkunarhraði vélarinnar því of mikill.

Fram kemur að aðflugið sjálft hafi verið stöðugt en vegna snöggrar breytingar er sjálfstýringin var aftengt komu tvær viðvaranir og þar á meðal ein vegna lækkunarhraðans sem hafði aukist í yfir 1.000 fet á mínútu rétt fyrir lendingu.

Í skýrslu segir að flugmennirnir hefðu átt á þessum tímapunkti að hætta við lendinguna en í skýrslatöku sagði flugstjórinn að ekki hefði verið neinn tími til þess að bregðast við þar sem vélin var gott sem kominn inn á brautina.

Flugmennirnir náðu að draga úr lækkunarhraðanum upp í 500 fet á mínútu en júmbó-þotan snerti brautina með þyngdarhröðun upp á 1.76 G en skoppaði og skall aftur ofan í brautina með þyngdarhröðun upp á 1.84 G.

Flugvélin var að koma frá Hong Kong með viðkomu í Novosibirsk og kemur fram að fjórir flugmenn hafi verið um borð og þar af þrír í stjórnklefanum en þeir höfðu verið á vakt í 14 klukkustundir.

Þá segir að mjög stíf norðan átt hafi verið er þeir lentu á Schiphol með vindstyrk upp á 26 hnúta og allt að 38 kt í mestu hviðunum.  fréttir af handahófi

Mikill skortur á flugmönnum til að fljúga einkaþotum

13. september 2018

|

Skortur á flugmönnum í Evrópu er farinn að hafa áhrif á sölur á einkaþotum en eigendur lúxusþotna eiga nú í erfiðleikum með að finna flugmenn til þess að fljúga sér milli staða.

Gætu misst leyfi til þess að fljúga um írska lofthelgi eftir Brexit

21. júlí 2018

|

Svo gæti farið að bresk flugfélög gætu misst leyfi til þess að fljúga um írska lofthelgi eftir Brexit næsta vor þegar Bretar munu formlega ganga út úr Evrópusamstarfinu.

Missti stjórn í flugtaki við að loka hlífinni yfir stjórnklefann

20. ágúst 2018

|

Lítil flugvél af gerðinni Collins RV-6A brotlenti rétt eftir flugtak í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum síðan en orsökin er rakin til þess að athygli flugmannsins beindist að því að loka hlífinni yfir

  Nýjustu flugfréttirnar

China Southern stefnir á 2.000 flugvélar árið 2035

24. september 2018

|

Kínverska flugfélagið China Southern Airlines gerir ráð fyrir því að flugfloti félagsins verði komin upp í 2 þúsund flugvélar eftir 16 ár eða árið 2035.

South African sagt tæknilega gjaldþrota

23. september 2018

|

South African Airways mun ekki birta afkomuskýrslu fyrir fjármálaárið 2017 til 2018 fyrir ríkisstjórn landsins eins og lög gera ráð fyrir þar sem flugfélagið er sagt vera tæknilega gjaldþrota.

Fyrsta Airbus A350-900ULR afhent til Singapore Airlines

22. september 2018

|

Airbus hefur afhent fyrsta eintakið af Airbus A350-900ULR sem er langdrægasta farþegaþota heims en það er Singapore Airlines sem tekur við fyrstu þotunni af þessari gerð.

KLM mun fljúga til Las Vegas

21. september 2018

|

KLM Royal Dutch Airlines ætlar að hefja beint flug til Las Vegas frá Amsterdam og verður borgin tólfi áfangastaður flugfélagsins í Bandaríkjunum og sá átjándi í Norður-Ameríku.

Flugmaður slasaðist við að handsnúa Cirrus SR22 í gang

21. september 2018

|

Flugmaður slasaðist í óhappi sem átt sér stað í Iowa í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR-22 klessti á flugskýli eftir að tilraun flugmannsins til að ha

Hafna sögusögnum um samruna Emirates og Etihad Airways

20. september 2018

|

Emirates og Etihad Airways blása á þær sögusagnir sem gengið hafa um að til standi að sameina flugfélögin tvö.

Málverkasýning Tolla á Egilsstaðaflugvelli

20. september 2018

|

Föstudaginn 21. september næstkomandi kl. 16 verður opnuð sýning á 23 nýjum olíumálverkum eftir Tolla í flugstöðinni á Egilsstöðum en sýningin er í boði Isavia, rekstraraðila flugvallarins, og er sýn

Primera Air mun fljúga frá Keflavík til Bodrum

20. september 2018

|

Primera Air mun hefja leiguflug frá Keflavíkurflugvelli til Bodrum í Tyrklandi næsta sumar.

Stafsetningarvilla í málun á Boeing 777 þotu hjá Cathay

19. september 2018

|

Að gera stafsetningarvillur kemur fyrir besta fólk og einnig stærstu fyrirtæki og þar á meðal flugfélög - En að mála nafn flugfélags á heila þotu og gleyma einum staf er sennilega eitthvað sem gerist

FAA varar bandarísk flugfélög við því að fljúga yfir Íran

19. september 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent út tilmæli til flugfélaga þar sem þau eru beðin um að sýna sérstaka varúð á flugi yfir Íran.