flugfréttir
Primera Air semur við danskan flugskóla um flugnámsleið

Fyrstu flugnemarnir verða valdir á næstunni um munu þeir hefja cadet-flugnám í haust
Primera Air hefur gert samning við danska flugskólann Center Air Pilot Academy (CAPA) í Roskilde um svokallað cadet-flugnám sem miðar af því að útskrifaðir atvinnuflugmannsnemar fái starf hjá flugfélaginu.
Primera Air mun greiða fyrir flugnámið og að námi loknu munu nýútskrifaðir atvinnuflugmannsnemar fara beint
í þjálfun á þær þotur sem eru í flota flugfélagsins og hefja störf að því loknu.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Primera Air gerir samning við flugskóla um flugnámsleið til að tryggja sér nýja flugmenn
en þetta er þó í fyrsta skipti sem samningur er gerður við danskan flugskóla.
Taka fyrst inn sex flugnema sem lokið hafa sínu fyrsta sólóflugi
Primera Air mun velja að minnsta kosti sex nýja flugnema sem munu komast á samning strax eftir fyrsta einliðaflugi
sem betur er þekkt sem „sólóflug“.

Nemendur að leggja stund á siglingafræði
„Á næstu sex mánuðum munum við fá 10 nýjar Boeing 737 MAX 9 þotur og við þurfum á nýjum og ferskum flugmönnum
á að halda. Við þurfum að ráða að minnsta kosti 150 flugmenn fyrir næsta vor. Sennilega 80 flugstjóra og 70
aðstoðarflugmenn “, segir Jan Packert, yfirmaður yfir þjálfunardeild Primera Air.
„Þetta er svona „Rolls-Royce“ útgáfan af atvinnuflugmannsnámi þar sem námið mun einblína akkurat á það umhverfi
sem viðkomandi atvinnuflugmannsnemar munu starfa við strax að loknu námi“, segir Anna Kjær Thorsø hjá
CAPA flugskólanum.
Allir þeir flugnemar, sem lokið hafa sínu fyrsta sólóflugi, eiga möguleika á að komast inn í flugnámsleiðina en fram
kemur að eftir að nemendur hafa verið í flugnámi í sex vikur sé strax hægt að sjá hvort að árangurinn geri þá
hæfa umsækjendur til að verða valdir inn í cadet-flugnámið.

Bóklega kennsla í AGK (Almenn þekking á loftförum) í gangi í kennslustofu CAPA flugskólans
„Primera Air þarf að hafa aðgang að stöðugu flæði af nýjum flugmönnum en þeir geta ekki ábyrgst að þeir fái
störf eftir að cadet-flugnáminu lýkur en það er samt mjög góður möguleiki að þeir verða valdir til að hefja störf
hjá félaginu. Sumir flugmenn vilja kannski starfa hjá öðru flugfélagi heldur en Primera Air og þeir vilja
þá frekar fara í gegnum flugnámið á sínum eigin forsendum“, segir Anna Kjær.
Primera Air hefur í dag tólf þotur í flotanum. Átta af gerðinni Boeing 737-800, tvær af gerðinni Boeing 737-700 og
þá hefur félagið fengið tvær Airbus A321neo vélar afhentar.
Félagið á von á 16 nýjum flugvélum á næstunni sem samastendur af tíu Boeing 737 MAX 9 þotum, tveimur af gerðinni
Airbus A321LR og fjórum af gerðinni Airbus A321neo.


10. febrúar 2019
|
Farþegaþota af gerðinni Boeing 787 frá Air New Zealand, sem var á leið frá Auckland á Nýja-Sjálandi til Shanghai í Kína í gær (laugardar), neyddist til þess að snúa við þar sem í ljós kom að flugvéli

2. janúar 2019
|
Bilun í bókunarkerfi hjá Cathay Pacific varð til þess að farþegum tókst að bóka flug með félaginu á Business Class farrými fyrir aðeins brot af því sem miðinn átti að kosta.

24. janúar 2019
|
Flugsamfélagið í Retford á Englandi og nærliggjandi héröðum berst nú fyrir tilvist Retford Gamston-flugvallarins en bæjarráðið á svæðinu auk héraðsráðsins í Bassetlaw hefur gert deiliskipulag og drög

22. febrúar 2019
|
British Airways hefur ákveðið að Airbus A319 þota verði næsta flugvél félagsins til þess að verða máluð í gömlum litabúningi líkt og flugvélar félagsins litu út í gamla daga.

22. febrúar 2019
|
Norwegian á loksins von á því að geta fengið eina af Boeing 737 MAX þotunum í flotanum heim frá Íran en um er að ræða þotu sem hefur verið föst í landinu frá því að flugvélin hafði þar óvænta viðkomu

21. febrúar 2019
|
Aldrei hafa eins margir flugfarþegar farið um Heathrow-flugvöll í sögu flugvallarins líkt og árið 2018 þegar 80.1 milljón farþega fór um völlinn.

20. febrúar 2019
|
Flugfélagið airBatlic ætlar sér að hætta með Boeing 737 þoturnar fyrr en áætlað var.

20. febrúar 2019
|
Splunkunýrri Airbus A320 þotu sem var í afhendingarflugi frá Airbus í Hamborg á leið til Nýja-Sjálands var gert að snúa við yfir Tyrklandi þar sem í ljós kom að þotan hafði ekki leyfi til þess að flj

19. febrúar 2019
|
Flugmálayfirvöld í Íran hafa birt lokaskýrslu varðandi flugslys sem átti sér stað þann 18. febrúar í fyrra er farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-200 fórst í fjalllendi í innanlandsflugi í landinu.

19. febrúar 2019
|
Þrír þýskir bæjarstjórar í bæjunum Klixbüll, Leck og Niebüll vilja koma á flugsamgöngum til eyjunnar Sylt þar sem lestarsamgöngur hafa ekki gengið snuðrulaust fyrir sig að undanförnu.

19. febrúar 2019
|
Hafist hefur verið handa við að lagfæra og koma flugbrautinni á eyjunni Catalina við strendur Los Angeles í nothæft ástand á ný.