flugfréttir

Primera Air semur við danskan flugskóla um flugnámsleið

15. ágúst 2018

|

Frétt skrifuð kl. 14:27

Fyrstu flugnemarnir verða valdir á næstunni um munu þeir hefja cadet-flugnám í haust

Primera Air hefur gert samning við danska flugskólann Center Air Pilot Academy (CAPA) í Roskilde um svokallað cadet-flugnám sem miðar af því að útskrifaðir atvinnuflugmannsnemar fái starf hjá flugfélaginu.

Primera Air mun greiða fyrir flugnámið og að námi loknu munu nýútskrifaðir atvinnuflugmannsnemar fara beint í þjálfun á þær þotur sem eru í flota flugfélagsins og hefja störf að því loknu.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Primera Air gerir samning við flugskóla um flugnámsleið til að tryggja sér nýja flugmenn en þetta er þó í fyrsta skipti sem samningur er gerður við danskan flugskóla.

Taka fyrst inn sex flugnema sem lokið hafa sínu fyrsta sólóflugi

Primera Air mun velja að minnsta kosti sex nýja flugnema sem munu komast á samning strax eftir fyrsta einliðaflugi sem betur er þekkt sem „sólóflug“.

Nemendur að leggja stund á siglingafræði

„Á næstu sex mánuðum munum við fá 10 nýjar Boeing 737 MAX 9 þotur og við þurfum á nýjum og ferskum flugmönnum á að halda. Við þurfum að ráða að minnsta kosti 150 flugmenn fyrir næsta vor. Sennilega 80 flugstjóra og 70 aðstoðarflugmenn “, segir Jan Packert, yfirmaður yfir þjálfunardeild Primera Air.

„Þetta er svona „Rolls-Royce“ útgáfan af atvinnuflugmannsnámi þar sem námið mun einblína akkurat á það umhverfi sem viðkomandi atvinnuflugmannsnemar munu starfa við strax að loknu námi“, segir Anna Kjær Thorsø hjá CAPA flugskólanum.

Allir þeir flugnemar, sem lokið hafa sínu fyrsta sólóflugi, eiga möguleika á að komast inn í flugnámsleiðina en fram kemur að eftir að nemendur hafa verið í flugnámi í sex vikur sé strax hægt að sjá hvort að árangurinn geri þá hæfa umsækjendur til að verða valdir inn í cadet-flugnámið.

Bóklega kennsla í AGK (Almenn þekking á loftförum) í gangi í kennslustofu CAPA flugskólans

„Primera Air þarf að hafa aðgang að stöðugu flæði af nýjum flugmönnum en þeir geta ekki ábyrgst að þeir fái störf eftir að cadet-flugnáminu lýkur en það er samt mjög góður möguleiki að þeir verða valdir til að hefja störf hjá félaginu. Sumir flugmenn vilja kannski starfa hjá öðru flugfélagi heldur en Primera Air og þeir vilja þá frekar fara í gegnum flugnámið á sínum eigin forsendum“, segir Anna Kjær.

Primera Air hefur í dag tólf þotur í flotanum. Átta af gerðinni Boeing 737-800, tvær af gerðinni Boeing 737-700 og þá hefur félagið fengið tvær Airbus A321neo vélar afhentar.

Félagið á von á 16 nýjum flugvélum á næstunni sem samastendur af tíu Boeing 737 MAX 9 þotum, tveimur af gerðinni Airbus A321LR og fjórum af gerðinni Airbus A321neo.  fréttir af handahófi

Primera Air mun fljúga til Norður-Ameríku frá Madríd

13. september 2018

|

Primera Air heldur áfram að bæta við fyrirhuguðum áfangstöðum í Evrópu sem félagið mun fljúga frá yfir Atlantshafið og hefur Madríd nú bæst við í hópinn í leiðarkerfið til Norður-Ameríku.

Fyrsta A380 risaþotan verður rifin um helgina

25. október 2018

|

Hafist verður handa um helgina við niðurrif á fyrst af þremur Airbus A380 risaþotunum sem hafa staðið að undanförnu á Tarbes-Lourdes flugvellinum í Frakklandi og verður það í fyrsta sinn sem risaþota

TF-MOG verður önnur Airbus A330neo þota WOW air

10. október 2018

|

Önnur Airbus A330neo þota WOW air er nýkomin út úr málningarskýli Airbus í Toulouse í Frakklandi.

  Nýjustu flugfréttirnar

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.

Hófu flugtak 400 metrum frá brautarenda á Gatwick

7. desember 2018

|

Flugmálayfirvöld í Bretlandi rannsaka nú atvik eftir að Dreamliner-þota af gerðinni Boeing 787-9 frá Norwegian notaði of stutta flugbraut í flugtaki á Gatwick-flugvellinum í London.

Skimun fyrir umsækjendur í atvinnuflugmannsnám hjá Keili

6. desember 2018

|

Flugakademía Keilir hefur innleitt skimun í tengslum við atvinnuflugmannsnám á vegum skólans fyrir næsta vor en umsækjendur þurfa að þreyta sérstakt rafrænt hæfnispróf.

280.000 farþegar með Icelandair í nóvember

6. desember 2018

|

Um 280.000 farþegar flugu með Icelandair í nóvember sl. sem er fjölgun upp á 12 prósent ef miðað er við nóvember árið 2017 þegar 249.000 farþegar flugu með félaginu.

WOW air flýgur jómfrúarflugið til Nýju-Delí á Indlandi

6. desember 2018

|

WOW air flaug í dag sitt fyrsta áætlunarflug til Nýju-Delí á Indlandi en aldrei áður hefur íslenskt flugfélag flogið áætlunarflug til Asíu og þá er um að ræða lengsta farþegaflug í íslenskri flugsög

Tíunda veggspjaldið fjallar um álag og streitu

6. desember 2018

|

Samgöngustofa hefur gefið út tíunda veggspjaldið af tólf í Dirty Dozen röðinni en að þessu sinni er fjallað um álag og viðbrögðum við streitu sem geta skert flugöryggi.

Flugmálayfirvöld hyggjast höfða mál gegn Ryanair

6. desember 2018

|

Ryanair á yfir höfðu sér málaferli frá breskum flugmálayfirvöldum þar sem að flugfélagið hefur neitað að greiða skaðabætur til fjölda farþega eftir að flugferðir voru felldar niður vegna verkfallsað

TUI Airways fyrsta breska félagið til að fá Boeing 737 MAX

5. desember 2018

|

TUI Airways varð á sunnudag fyrsta flugfélagið í Bretlandi til að hefja áætlunarflug með Boeing 737 MAX en fyrsta flugið var flogið frá Manchester til Malaga þann 2. desember.

Ekki útilokað að hætta við risapöntun í Boeing 737 MAX

4. desember 2018

|

Indónesíska flugfélagið Lion Air er að endurskoða pöntun sína í þær Boeing 737 MAX þotur sem félagið á eftir að fá afhentar.

Bogi Nils Bogason ráðinn forstjóri Icelandair Group

4. desember 2018

|

Stjórn Icelandair Group hefur gengið frá ráðningu Boga Nils Bogasonar í starf forstjóra fyrirtækisins. Bogi Nils hefur verið starfandi forstjóri Icelandair Group frá því í lok ágúst síðastliðinn.