flugfréttir

Primera Air semur við danskan flugskóla um flugnámsleið

15. ágúst 2018

|

Frétt skrifuð kl. 14:27

Fyrstu flugnemarnir verða valdir á næstunni um munu þeir hefja cadet-flugnám í haust

Primera Air hefur gert samning við danska flugskólann Center Air Pilot Academy (CAPA) í Roskilde um svokallað cadet-flugnám sem miðar af því að útskrifaðir atvinnuflugmannsnemar fái starf hjá flugfélaginu.

Primera Air mun greiða fyrir flugnámið og að námi loknu munu nýútskrifaðir atvinnuflugmannsnemar fara beint í þjálfun á þær þotur sem eru í flota flugfélagsins og hefja störf að því loknu.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Primera Air gerir samning við flugskóla um flugnámsleið til að tryggja sér nýja flugmenn en þetta er þó í fyrsta skipti sem samningur er gerður við danskan flugskóla.

Taka fyrst inn sex flugnema sem lokið hafa sínu fyrsta sólóflugi

Primera Air mun velja að minnsta kosti sex nýja flugnema sem munu komast á samning strax eftir fyrsta einliðaflugi sem betur er þekkt sem „sólóflug“.

Nemendur að leggja stund á siglingafræði

„Á næstu sex mánuðum munum við fá 10 nýjar Boeing 737 MAX 9 þotur og við þurfum á nýjum og ferskum flugmönnum á að halda. Við þurfum að ráða að minnsta kosti 150 flugmenn fyrir næsta vor. Sennilega 80 flugstjóra og 70 aðstoðarflugmenn “, segir Jan Packert, yfirmaður yfir þjálfunardeild Primera Air.

„Þetta er svona „Rolls-Royce“ útgáfan af atvinnuflugmannsnámi þar sem námið mun einblína akkurat á það umhverfi sem viðkomandi atvinnuflugmannsnemar munu starfa við strax að loknu námi“, segir Anna Kjær Thorsø hjá CAPA flugskólanum.

Allir þeir flugnemar, sem lokið hafa sínu fyrsta sólóflugi, eiga möguleika á að komast inn í flugnámsleiðina en fram kemur að eftir að nemendur hafa verið í flugnámi í sex vikur sé strax hægt að sjá hvort að árangurinn geri þá hæfa umsækjendur til að verða valdir inn í cadet-flugnámið.

Bóklega kennsla í AGK (Almenn þekking á loftförum) í gangi í kennslustofu CAPA flugskólans

„Primera Air þarf að hafa aðgang að stöðugu flæði af nýjum flugmönnum en þeir geta ekki ábyrgst að þeir fái störf eftir að cadet-flugnáminu lýkur en það er samt mjög góður möguleiki að þeir verða valdir til að hefja störf hjá félaginu. Sumir flugmenn vilja kannski starfa hjá öðru flugfélagi heldur en Primera Air og þeir vilja þá frekar fara í gegnum flugnámið á sínum eigin forsendum“, segir Anna Kjær.

Primera Air hefur í dag tólf þotur í flotanum. Átta af gerðinni Boeing 737-800, tvær af gerðinni Boeing 737-700 og þá hefur félagið fengið tvær Airbus A321neo vélar afhentar.

Félagið á von á 16 nýjum flugvélum á næstunni sem samastendur af tíu Boeing 737 MAX 9 þotum, tveimur af gerðinni Airbus A321LR og fjórum af gerðinni Airbus A321neo.  fréttir af handahófi

Björgólfur Jóhannsson segir starfi sínu lausu

27. ágúst 2018

|

Björgólfur Jóhannsson hefur sagt upp starfi sínu sem forstjóri Icelandair Group í kjölfar lækkunar á afkomuspá fyrirtækisins fyrir árið 2018.

Þörf fyrir örlítið færri flugmenn í heiminum en talið var

28. ágúst 2018

|

Boeing hefur lækkað spá sína um þörf fyrir nýja atvinnuflugmenn í heiminum samanborið við spá sem gefin var út í fyrra.

Komnar til Íslands eftir langt ferjuflug frá Flórída

16. ágúst 2018

|

Það ríkti mikil gleði í hádeginu í dag er Flugskóli Íslands fékk í hendurnar tvær splunkunýjar kennsluvélar sem lentu á Reykjavíkurflugvelli eftir langt ferðalag frá verksmiðjum Piper í Bandaríkjunum

  Nýjustu flugfréttirnar

China Southern stefnir á 2.000 flugvélar árið 2035

24. september 2018

|

Kínverska flugfélagið China Southern Airlines gerir ráð fyrir því að flugfloti félagsins verði komin upp í 2 þúsund flugvélar eftir 16 ár eða árið 2035.

South African sagt tæknilega gjaldþrota

23. september 2018

|

South African Airways mun ekki birta afkomuskýrslu fyrir fjármálaárið 2017 til 2018 fyrir ríkisstjórn landsins eins og lög gera ráð fyrir þar sem flugfélagið er sagt vera tæknilega gjaldþrota.

Fyrsta Airbus A350-900ULR afhent til Singapore Airlines

22. september 2018

|

Airbus hefur afhent fyrsta eintakið af Airbus A350-900ULR sem er langdrægasta farþegaþota heims en það er Singapore Airlines sem tekur við fyrstu þotunni af þessari gerð.

KLM mun fljúga til Las Vegas

21. september 2018

|

KLM Royal Dutch Airlines ætlar að hefja beint flug til Las Vegas frá Amsterdam og verður borgin tólfi áfangastaður flugfélagsins í Bandaríkjunum og sá átjándi í Norður-Ameríku.

Flugmaður slasaðist við að handsnúa Cirrus SR22 í gang

21. september 2018

|

Flugmaður slasaðist í óhappi sem átt sér stað í Iowa í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR-22 klessti á flugskýli eftir að tilraun flugmannsins til að ha

Hafna sögusögnum um samruna Emirates og Etihad Airways

20. september 2018

|

Emirates og Etihad Airways blása á þær sögusagnir sem gengið hafa um að til standi að sameina flugfélögin tvö.

Málverkasýning Tolla á Egilsstaðaflugvelli

20. september 2018

|

Föstudaginn 21. september næstkomandi kl. 16 verður opnuð sýning á 23 nýjum olíumálverkum eftir Tolla í flugstöðinni á Egilsstöðum en sýningin er í boði Isavia, rekstraraðila flugvallarins, og er sýn

Primera Air mun fljúga frá Keflavík til Bodrum

20. september 2018

|

Primera Air mun hefja leiguflug frá Keflavíkurflugvelli til Bodrum í Tyrklandi næsta sumar.

Stafsetningarvilla í málun á Boeing 777 þotu hjá Cathay

19. september 2018

|

Að gera stafsetningarvillur kemur fyrir besta fólk og einnig stærstu fyrirtæki og þar á meðal flugfélög - En að mála nafn flugfélags á heila þotu og gleyma einum staf er sennilega eitthvað sem gerist

FAA varar bandarísk flugfélög við því að fljúga yfir Íran

19. september 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent út tilmæli til flugfélaga þar sem þau eru beðin um að sýna sérstaka varúð á flugi yfir Íran.