flugfréttir

Primera Air semur við danskan flugskóla um flugnámsleið

15. ágúst 2018

|

Frétt skrifuð kl. 14:27

Fyrstu flugnemarnir verða valdir á næstunni um munu þeir hefja cadet-flugnám í haust

Primera Air hefur gert samning við danska flugskólann Center Air Pilot Academy (CAPA) í Roskilde um svokallað cadet-flugnám sem miðar af því að útskrifaðir atvinnuflugmannsnemar fái starf hjá flugfélaginu.

Primera Air mun greiða fyrir flugnámið og að námi loknu munu nýútskrifaðir atvinnuflugmannsnemar fara beint í þjálfun á þær þotur sem eru í flota flugfélagsins og hefja störf að því loknu.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Primera Air gerir samning við flugskóla um flugnámsleið til að tryggja sér nýja flugmenn en þetta er þó í fyrsta skipti sem samningur er gerður við danskan flugskóla.

Taka fyrst inn sex flugnema sem lokið hafa sínu fyrsta sólóflugi

Primera Air mun velja að minnsta kosti sex nýja flugnema sem munu komast á samning strax eftir fyrsta einliðaflugi sem betur er þekkt sem „sólóflug“.

Nemendur að leggja stund á siglingafræði

„Á næstu sex mánuðum munum við fá 10 nýjar Boeing 737 MAX 9 þotur og við þurfum á nýjum og ferskum flugmönnum á að halda. Við þurfum að ráða að minnsta kosti 150 flugmenn fyrir næsta vor. Sennilega 80 flugstjóra og 70 aðstoðarflugmenn “, segir Jan Packert, yfirmaður yfir þjálfunardeild Primera Air.

„Þetta er svona „Rolls-Royce“ útgáfan af atvinnuflugmannsnámi þar sem námið mun einblína akkurat á það umhverfi sem viðkomandi atvinnuflugmannsnemar munu starfa við strax að loknu námi“, segir Anna Kjær Thorsø hjá CAPA flugskólanum.

Allir þeir flugnemar, sem lokið hafa sínu fyrsta sólóflugi, eiga möguleika á að komast inn í flugnámsleiðina en fram kemur að eftir að nemendur hafa verið í flugnámi í sex vikur sé strax hægt að sjá hvort að árangurinn geri þá hæfa umsækjendur til að verða valdir inn í cadet-flugnámið.

Bóklega kennsla í AGK (Almenn þekking á loftförum) í gangi í kennslustofu CAPA flugskólans

„Primera Air þarf að hafa aðgang að stöðugu flæði af nýjum flugmönnum en þeir geta ekki ábyrgst að þeir fái störf eftir að cadet-flugnáminu lýkur en það er samt mjög góður möguleiki að þeir verða valdir til að hefja störf hjá félaginu. Sumir flugmenn vilja kannski starfa hjá öðru flugfélagi heldur en Primera Air og þeir vilja þá frekar fara í gegnum flugnámið á sínum eigin forsendum“, segir Anna Kjær.

Primera Air hefur í dag tólf þotur í flotanum. Átta af gerðinni Boeing 737-800, tvær af gerðinni Boeing 737-700 og þá hefur félagið fengið tvær Airbus A321neo vélar afhentar.

Félagið á von á 16 nýjum flugvélum á næstunni sem samastendur af tíu Boeing 737 MAX 9 þotum, tveimur af gerðinni Airbus A321LR og fjórum af gerðinni Airbus A321neo.  fréttir af handahófi

Isavia gerir samning um kolefnisjöfnun

12. júní 2019

|

Isavia hefur gert samning um kolefnisjöfnuð í samvinnu við Kolvið og Votlendissjóð til þriggja ára en samningur þess efnis var undirritaður í dag í Flugstjórnarmiðstöðinni við Reykjavíkurflugvöll.

Ryanair vill panta enn fleiri Boeing 737 MAX þotur

24. maí 2019

|

Ryanair segist vera tilbúið að leggja inn pöntun í enn fleiri Boeing 737 MAX þotur en Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri lágfargjaldafélagsins írska, segir að hann hafi fulla trú á Boeing 737 MAX þr

Tilkynning Isavia: Vegna komu tyrkneska landsliðsins til Íslands

10. júní 2019

|

Isavia hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna frétta af komu tyrkneska karlalandsliðsins í knattspyrnu til Ísland.

  Nýjustu flugfréttirnar

Færeyingar panta tvær Airbus A320neo þotur til viðbótar

18. júní 2019

|

Atlantic Airways hefur lagt inn pöntun til Airbus í tvær Airbus A320neo þotur. Um kaup eru að ræða og undirritaði félagið samkomulag þess efnis við forsvarsmenn Airbus á flugsýningunni í París í dag.

Útboð vegna raftækjaverslunar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

18. júní 2019

|

Isavia opnaði í dag fyrir aðgang að gögnum vegna útboðs á aðstöðu til reksturs raftækjaverslunar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli.

IAG pantar fjórtán A321XLR þotur fyrir Iberia og Aer Lingus

18. júní 2019

|

Spænska flugfélagið Iberia og írska félagið Aer Lingus eru nýjustu flugfélögin sem eiga von á því að fá nýju Airbus A321XLR þotuna sem framtíðarflugvél.

Dönsk flugvélaleiga pantar allt að 100 skrúfuþotur frá ATR

18. júní 2019

|

ATR flugvélaframleiðandinn hefur fengið pöntun frá flugvélaleigunni Nordic Aviation Capital (NAC) sem hefur gert samkomulag um að panta allt að 105 skrúfuþotur af gerðinni ATR 42-600 og ATR 72-600.

Mun færri pantanir á fyrsta degi samanborið við síðustu ár

17. júní 2019

|

Töluvert færri pantanir í nýjar farþegaþotur voru gerðar í dag á fyrsta degi flugsýningarinnar í París en þess má geta að engin pöntun barst til Boeing sem hefur ekki gerst í mörg ár.

A321XLR ekki alhliða lausn fyrir United Airlines

17. júní 2019

|

United Airlines segir að flugfélagið sé að skoða þann möguleika á að panta nýju Airbus A321XLR þotuna en Gerry Laderman, fjármálastjóri félagsins, segir að Airbus A321XLR þotan nái hinsvegar ekki að

Middle East Airlines annað flugfélagið til að panta A321XLR

17. júní 2019

|

Líbanska flugfélagið Middle East Airlines hefur ákveðið að breyta pöntun sinni í Airbus A321neo yfir í nýju Airbus A321XLR þotuna.

Flugsýningin í París hófst í morgun: Airbus kynnir A321XLR

17. júní 2019

|

Flugsýningin í París hófst formlega í morgun og er þetta í 53. sinn sem flugsýningin fer fram og hefur hún aldrei verið stærri.

Flugmenn hafa áhyggjur af galla í slökkvikerfi á Boeing 787

16. júní 2019

|

Einhverjir flugmenn, sem fljúga Dreamliner-þotum, hafa lýst yfir áhyggjum sínum varðandi eldvarnarkerfið í Boeing 787 þotunum en Boeing segir að um smávægilegt vandamál sé að ræða.

Gjaldþrot sagt blasa við hjá Adria Airways

14. júní 2019

|

Sagt er að gjaldþrot sé yfirvofandi hjá flugfélaginu Adria Airways en félagið er þjóðarflugfélag Slóveníu og stærsta flugfélag landsins.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00