flugfréttir

Stofnandi easyJet í mál við tvö flugfélög með svipuð nöfn

- Höfðar mál gegn EasySky og stefnir á slíkt hið sama með Easyfly í Kólombíu

17. ágúst 2018

|

Frétt skrifuð kl. 13:25

Sir Stelios Haji-loannou stofnaði easyJet árið 1995 og er félagið í dag eitt stærsta lágfargjaldaflugfélag heims

Stofnandi easyJet, Sir Stelios Haji-loannou, sakar nú flugfélag eitt í Hondúras um stuld á höfundarétti með því að nota nafn sem svipar of mikið til lágfargjaldafélagsins breska.

Stelios og fyrirtækið hans, easyGroup Holdings, hefur höfðað mál og fyrirskipað EasyJet og móðurfélagi þess, Global Air, til þess að hætta að nota forskeytið „Easy“ í nafni félagsins þar sem það er villandi fyrir viðskiptavini easyJet.

Hæstiréttur Bretlands hefur fyrirskipað EasySky til þess að breyta nafninu og nota eitthvað sem byrjar ekki á „easy“ en félagið þarf þá að breyta markaðsímynd sinni með því að mála yfir nafnið á öllum flotanum og breyta nafninu á vefsíðu sinni, skiltum og á samfélagsmiðlum.

Stelios Haji-loannou fer fram á að EasySky breyti um nafn á flugfélaginu

„Þetta flugfélag hefur ekkert með easyJet að gera en sumir viðskiptavinir gætu ruglast á því og þar af leiðandi er þetta stuldur á vöruheiti“, segir talsmaður easyJet.

Ef EasySky bregst ekki við kröfu easyJet gæti félagið átt yfir höfðu sér refsingar í formi sektar og eigur þeirra gerðar upptækar en lokaniðurstaða frá breskum dómstólum er að vænta síðar í haust.

EasySky er lágfargjaldaflugfélag í Hondúras en félagið hefur í dag aðeins eina þotu í flotanum af gerðinni Canadair CRJ-100 sem er kyrrsett á flugvellinum í Tegucigalpa en móðurfélagið, Global Air, stefnir á að koma rekstrinum aftur í gang á næstunni.

Þá ætlar Stelios Haji-loannou einnig að fara í mál við flugfélagið Easyfly í Kólombíu sem einnig notar svipað nafn og easyJet en það félag er einnig lágfargjaldafélag sem hefur sextán flugvélar í flota sínum af gerðinni British Aerospace Jetstream 41 auk ATR skrúfuþotna.

EasyGroup hefur einkaleyfi fyrir notkun á forskeytinu „easy“ er kemur að rekstri flugfélaga.  fréttir af handahófi

Hvött til þess að einblína á hagnað en ekki aukin umsvif

20. desember 2018

|

Boeing hefur hvatt flugfélög á Indlandi til þess að einblína frekar á það að ná fram hagnaði í rekstri í stað þess að einblína eingöngu á aukin umsvif með stærra leiðarkerfi.

JetBlue staðfestir pöntun í 60 Airbus A220-300 þotur

3. janúar 2019

|

Bandaríska flugfélagið JetBlue hefur staðfest pöntun í sextíu þotur af gerðinni Airbus A220-300 sem einnig er betur þekktar sem CSeries CS300.

Missti af fluginu og reyndi að hlaupa á eftir flugvélinni

20. nóvember 2018

|

Kona sem hafði misst af fluginu sínu í Indónesíu var yfirbuguð af starfsfólki flugvallarins þar sem hún reyndi að hlaupa á eftir flugvélinni.

  Nýjustu flugfréttirnar

Þota frá Lion Air fór út af braut í lendingu

16. febrúar 2019

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

IATA hvetur Bandaríkin til þess að huga betur að flugmálum

14. febrúar 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa hvatt bandarísk stjórnvöld, og alla þá sem koma að máli, að sjá til þess að lokun stofana í Bandaríkjunum muni ekki hafa áhrif á flugsamgöngur eins og gerðist

Norwegian yfirgefur Karíbahafið

13. febrúar 2019

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Karíbahafsins en félagið byrjaði að fljúga til Karíbahafsins árið 2015.

Lufthansa tekur á leigu A220 þotur frá airBaltic

12. febrúar 2019

|

Lufthansa hefur tekið á leigu tvær Airbus A220 (Bombardier CSeries) þotur frá flugfélaginu airBaltic.

Kona hljóp nakin inn á flugbraut í Suður-Karólínu

12. febrúar 2019

|

Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

Stigabíll féll saman í Síberíu

12. febrúar 2019

|

Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.

Delta flýgur fyrsta flugið með Airbus A220

11. febrúar 2019

|

Delta Air Lines flaug á dögunum sitt fyrsta farþegaflug með nýju Airbus A220 þotunni sem einnig er þekkt sem CSeries frá Bombardier.

Einkaþota rann út af braut í lendingu í Indíana

11. febrúar 2019

|

Engan sakaði er einkaþota af gerðinni Hawker Beechcraft 400A rann út af flugbraut í lendingu í morgun á Richmond Municipal flugvellinum í Indíana í Bandaríkjunum.

Annað stærsta flugfélag Pakistan gjaldþrota

11. febrúar 2019

|

Shaheen Air, annað stærsta flugfélag Pakistans, hefur tilkynnt að það muni hætta rekstri vegna skorts á fjármagni og vegna skulda.

Boeing 737-700 fara brátt úr flota KLM

11. febrúar 2019

|

KLM Royal Dutch Airlines mun í vor byrja að losa sig við fyrstu Boeing 737-700 þoturnar en sú fyrsta mun yfirgefa flotann þann 1. maí næstkomandi.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00