flugfréttir

Stofnandi easyJet í mál við tvö flugfélög með svipuð nöfn

- Höfðar mál gegn EasySky og stefnir á slíkt hið sama með Easyfly í Kólombíu

17. ágúst 2018

|

Frétt skrifuð kl. 13:25

Sir Stelios Haji-loannou stofnaði easyJet árið 1995 og er félagið í dag eitt stærsta lágfargjaldaflugfélag heims

Stofnandi easyJet, Sir Stelios Haji-loannou, sakar nú flugfélag eitt í Hondúras um stuld á höfundarétti með því að nota nafn sem svipar of mikið til lágfargjaldafélagsins breska.

Stelios og fyrirtækið hans, easyGroup Holdings, hefur höfðað mál og fyrirskipað EasyJet og móðurfélagi þess, Global Air, til þess að hætta að nota forskeytið „Easy“ í nafni félagsins þar sem það er villandi fyrir viðskiptavini easyJet.

Hæstiréttur Bretlands hefur fyrirskipað EasySky til þess að breyta nafninu og nota eitthvað sem byrjar ekki á „easy“ en félagið þarf þá að breyta markaðsímynd sinni með því að mála yfir nafnið á öllum flotanum og breyta nafninu á vefsíðu sinni, skiltum og á samfélagsmiðlum.

Stelios Haji-loannou fer fram á að EasySky breyti um nafn á flugfélaginu

„Þetta flugfélag hefur ekkert með easyJet að gera en sumir viðskiptavinir gætu ruglast á því og þar af leiðandi er þetta stuldur á vöruheiti“, segir talsmaður easyJet.

Ef EasySky bregst ekki við kröfu easyJet gæti félagið átt yfir höfðu sér refsingar í formi sektar og eigur þeirra gerðar upptækar en lokaniðurstaða frá breskum dómstólum er að vænta síðar í haust.

EasySky er lágfargjaldaflugfélag í Hondúras en félagið hefur í dag aðeins eina þotu í flotanum af gerðinni Canadair CRJ-100 sem er kyrrsett á flugvellinum í Tegucigalpa en móðurfélagið, Global Air, stefnir á að koma rekstrinum aftur í gang á næstunni.

Þá ætlar Stelios Haji-loannou einnig að fara í mál við flugfélagið Easyfly í Kólombíu sem einnig notar svipað nafn og easyJet en það félag er einnig lágfargjaldafélag sem hefur sextán flugvélar í flota sínum af gerðinni British Aerospace Jetstream 41 auk ATR skrúfuþotna.

EasyGroup hefur einkaleyfi fyrir notkun á forskeytinu „easy“ er kemur að rekstri flugfélaga.  fréttir af handahófi

Take Flight valinn besti flugskóli Bandaríkjanna árið 2018

29. október 2018

|

Take Flight Aviation flugskólinn í Montgomery í New York ríki hefur unnið verðlaunin The Flight Training Expericene Awards og með því verið útnefndur sem besti flugskóli Bandaríkjanna árið 2018 af e

Laudamotion kynnir nýtt útlit

25. október 2018

|

Flugfélagið Laudamotion hefur kynnt nýtt útlit og liti fyrir flugflota félagsins en aðeins eru sjö mánuðir frá því félagið kynnti nýtt útlit við stofnun þess.

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ryanair fær síðustu Boeing 737-800 þotuna afhenta

17. desember 2018

|

Boeing hefur afhent síðasta eintakið af Boeing 737-800 þotunni til Ryanair sem er einnig síðasta af Next Generation gerðinni og hefur lágfargjaldafélagið írska því tekið við 531 þotu af þeirri kynsl

Flugvöllurinn í Perth fer í mál við Qantas

16. desember 2018

|

Flugvöllurinn í Perth í Ástralíu hefur höfðað mál gegn Qantas vegna vangoldinna skulda en stjórn flugvallarins segir að flugfélagið ástralska hafi ekki greitt lendingargjöld í þónokkurn tíma.

Atlantic Airways stefnir á beint flug frá Færeyjum til New York

15. desember 2018

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways ætlar sér að hefja beint áætlunarflug til New York frá Færeyjum en flugfélagið færeyska hefur sótt um leyfi fyrir flugi til Bandaríkjanna.

Síðasta Boeing 777-300ER þotan afhent til Emirates

14. desember 2018

|

Emirates fagnaði fyrir helgi þeim tímamótum að hafa tekið við síðustu Boeing 777-300ER þotunni frá Boeing við hátíðlega athöfn og er félagið því komið með allar þoturnar sem pantaðar hafa verið af þ

Fara fram á 2 milljarða evra í bætur frá Etihad

13. desember 2018

|

Gjaldþrotadómstóll í Þýskalandi ætlar fyrir hönd skiptastjórnar Air Berlin að fara fram á bætur upp á 2 milljarða evra frá fyrrum samstarfsflugfélaginu Etihad Airways.

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.