flugfréttir

Stofnandi easyJet í mál við tvö flugfélög með svipuð nöfn

- Höfðar mál gegn EasySky og stefnir á slíkt hið sama með Easyfly í Kólombíu

17. ágúst 2018

|

Frétt skrifuð kl. 13:25

Sir Stelios Haji-loannou stofnaði easyJet árið 1995 og er félagið í dag eitt stærsta lágfargjaldaflugfélag heims

Stofnandi easyJet, Sir Stelios Haji-loannou, sakar nú flugfélag eitt í Hondúras um stuld á höfundarétti með því að nota nafn sem svipar of mikið til lágfargjaldafélagsins breska.

Stelios og fyrirtækið hans, easyGroup Holdings, hefur höfðað mál og fyrirskipað EasyJet og móðurfélagi þess, Global Air, til þess að hætta að nota forskeytið „Easy“ í nafni félagsins þar sem það er villandi fyrir viðskiptavini easyJet.

Hæstiréttur Bretlands hefur fyrirskipað EasySky til þess að breyta nafninu og nota eitthvað sem byrjar ekki á „easy“ en félagið þarf þá að breyta markaðsímynd sinni með því að mála yfir nafnið á öllum flotanum og breyta nafninu á vefsíðu sinni, skiltum og á samfélagsmiðlum.

Stelios Haji-loannou fer fram á að EasySky breyti um nafn á flugfélaginu

„Þetta flugfélag hefur ekkert með easyJet að gera en sumir viðskiptavinir gætu ruglast á því og þar af leiðandi er þetta stuldur á vöruheiti“, segir talsmaður easyJet.

Ef EasySky bregst ekki við kröfu easyJet gæti félagið átt yfir höfðu sér refsingar í formi sektar og eigur þeirra gerðar upptækar en lokaniðurstaða frá breskum dómstólum er að vænta síðar í haust.

EasySky er lágfargjaldaflugfélag í Hondúras en félagið hefur í dag aðeins eina þotu í flotanum af gerðinni Canadair CRJ-100 sem er kyrrsett á flugvellinum í Tegucigalpa en móðurfélagið, Global Air, stefnir á að koma rekstrinum aftur í gang á næstunni.

Þá ætlar Stelios Haji-loannou einnig að fara í mál við flugfélagið Easyfly í Kólombíu sem einnig notar svipað nafn og easyJet en það félag er einnig lágfargjaldafélag sem hefur sextán flugvélar í flota sínum af gerðinni British Aerospace Jetstream 41 auk ATR skrúfuþotna.

EasyGroup hefur einkaleyfi fyrir notkun á forskeytinu „easy“ er kemur að rekstri flugfélaga.  fréttir af handahófi

Lentu óvart á gamla flugvellinum en ekki á þeim nýja

12. ágúst 2018

|

Ófullnægjandi upplýsingar um nýjan flugvöll eru taldar hafa verið ein orsök þess að farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-600 lenti óvart á röngum flugvelli í Indónesíu í júní en sá flugvöllur hafði veri

Ryanair íhugar að hætta við niðurskurð í Dublin

7. september 2018

|

Ryanair mun sennilega hætta við áform sín um að skera niður umsvifin á flugvellinum í Dublin en til stóð að færa sex Boeing 737-800 þotur yfir til nýs dótturfélags í Póllandi.

Breiðþota sem skemmdist í bruna mun ekki fljúga aftur

21. ágúst 2018

|

Airbus A340-300 breiðþota Lufthansa, sem varð eldi að bráð eftir að eldur kviknaði í dráttarbíl á flugvellinum í Frankfurt þann 11. júní á þessu ári, mun ekki fljúga aftur.

  Nýjustu flugfréttirnar

Piper kennsluflugvél nauðlenti á hraðbraut í San Diego

21. október 2018

|

Engan sakaði er eins hreyfils kennsluflugvél nauðlenti á hraðbraut nálægt El Cajon í útverfi San Diego í Kaliforníu í sl. föstudag en farþegi einn, í bíl sem var ekið fyrir aftan, náði myndbandi af le

Flugstjóri neitaði að fljúga vegna vandamáls á First Class

21. október 2018

|

Þónokkur töf varð á flugi Thai Airways í síðustu viku frá Zurich til Bangkok eftir að flugstjóri neitaði að fljúga flugið þar sem að tveir samstarfsmenn hans, sem einnig eru flugmenn hjá félaginu, f

Hundruðir nemenda prófuðu flughermi hjá British Airways

20. október 2018

|

Á annað hundrað breskra háskólanema fengu að spreyta sig í flughermi í höfuðstöðvum British Airways á dögunum er flugfélagið breska hélt viðburðinn Flying Futures sem miðar að því að hvetja ungt fólk

Hjá Höllu opnar á Keflavíkurflugvelli

19. október 2018

|

Veitingastaðurinn Hjá Höllu opnaði formlega í gær í suðurbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli þar sem gengið er út í hlið C á flugvellinum.

NTSB fer fram á hljóðrita sem getur tekið upp í 25 tíma

19. október 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur farið fram á að hljóðritar í flugvélum, sem er annar svörtu kassanna tveggja, geti tekið upp lengri upptöku af hljóðum og samtölum flugmanna í stjórnkle

Flugmanni dæmdar bætur eftir að hafa verið rekinn

19. október 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) og dómstóll í Bandaríkjunum hafa dæmt flugfélag eitt í Alaska til þess að greiða flugstjóra, sem starfaði áður hjá félaginu, um 58 milljónir króna í bætur eftir að ha

British Airways mun fljúga til Charleston

18. október 2018

|

British Airways ætlar að hefja beint flug til borgarinnar Charleston í Suður-Karólínu á næsta ári en það verður þá í fyrsta sinn sem flogið verður beint flug yfir Atlantshafið frá Evrópu til borgarin

Etihad Airways ekki lengur eitt af þeim stóru eftir niðurskurð

18. október 2018

|

Etihad Airways hefur ákveðið að hætta við pantanir í nýjar þotur frá Airbus vegna niðurskurðar eftir 179 milljarða króna taprekstur á síðasta ári.

Cobalt Air gjaldþrota

18. október 2018

|

Kýpverska flugfélagið Cobalt Air er gjaldþrota og hefur félagið hætt öllu áætlunarflugi eftir að viðræður við lánadrottna fóru út um þúfur.

Fyrsta innanlandsflug Norwegian í Argentínu

17. október 2018

|

Norwegian flaug í gær sitt fyrsta innanlandsflug í Argentínu með nýstofnaða dótturfélaginu, Norwegian Air Argentína.