flugfréttir

Stofnandi easyJet í mál við tvö flugfélög með svipuð nöfn

- Höfðar mál gegn EasySky og stefnir á slíkt hið sama með Easyfly í Kólombíu

17. ágúst 2018

|

Frétt skrifuð kl. 13:25

Sir Stelios Haji-loannou stofnaði easyJet árið 1995 og er félagið í dag eitt stærsta lágfargjaldaflugfélag heims

Stofnandi easyJet, Sir Stelios Haji-loannou, sakar nú flugfélag eitt í Hondúras um stuld á höfundarétti með því að nota nafn sem svipar of mikið til lágfargjaldafélagsins breska.

Stelios og fyrirtækið hans, easyGroup Holdings, hefur höfðað mál og fyrirskipað EasyJet og móðurfélagi þess, Global Air, til þess að hætta að nota forskeytið „Easy“ í nafni félagsins þar sem það er villandi fyrir viðskiptavini easyJet.

Hæstiréttur Bretlands hefur fyrirskipað EasySky til þess að breyta nafninu og nota eitthvað sem byrjar ekki á „easy“ en félagið þarf þá að breyta markaðsímynd sinni með því að mála yfir nafnið á öllum flotanum og breyta nafninu á vefsíðu sinni, skiltum og á samfélagsmiðlum.

Stelios Haji-loannou fer fram á að EasySky breyti um nafn á flugfélaginu

„Þetta flugfélag hefur ekkert með easyJet að gera en sumir viðskiptavinir gætu ruglast á því og þar af leiðandi er þetta stuldur á vöruheiti“, segir talsmaður easyJet.

Ef EasySky bregst ekki við kröfu easyJet gæti félagið átt yfir höfðu sér refsingar í formi sektar og eigur þeirra gerðar upptækar en lokaniðurstaða frá breskum dómstólum er að vænta síðar í haust.

EasySky er lágfargjaldaflugfélag í Hondúras en félagið hefur í dag aðeins eina þotu í flotanum af gerðinni Canadair CRJ-100 sem er kyrrsett á flugvellinum í Tegucigalpa en móðurfélagið, Global Air, stefnir á að koma rekstrinum aftur í gang á næstunni.

Þá ætlar Stelios Haji-loannou einnig að fara í mál við flugfélagið Easyfly í Kólombíu sem einnig notar svipað nafn og easyJet en það félag er einnig lágfargjaldafélag sem hefur sextán flugvélar í flota sínum af gerðinni British Aerospace Jetstream 41 auk ATR skrúfuþotna.

EasyGroup hefur einkaleyfi fyrir notkun á forskeytinu „easy“ er kemur að rekstri flugfélaga.  fréttir af handahófi

Elsta núverandi DC-10 þota heims flýgur síðasta flugið

1. apríl 2019

|

Elsta fljúgandi DC-10 breiðþota heims, flaug sitt síðasta flug sl. föstudag, eftir að hafa flogið um háloftin í 48 ár en þó með stoppi inn á milli.

KEF í 4. sæti í alþjóðlegri þjónustukönnun flugvalla

8. mars 2019

|

Keflavíkurflugvöllur er í fjórða sæti yfir þá evrópska flugvelli með 5-15 milljón farþega sem veittu bestu þjónustuna árið 2018.

Keilir býður upp á flugbúðir fyrir ungt fólk í sumar

9. maí 2019

|

Flugakademía Keilis mun í næsta mánuði bjóða ungu fólki, og öðrum sem hafa brennandi áhuga á flugi, upp á flugbúðir þar sem áhugasamir fá einstakt tækifæri á því að skyggnast á bakvið töld flugsins

  Nýjustu flugfréttirnar

Viðbrögð við flugslysi æfð í Grímsey

17. maí 2019

|

Um 40 manns tóku þátt í flugslysaæfingu sem haldin var í Grímsey dagana 10. og 11. maí síðastliðinn en æft var með heimamönnum og viðbragðsaðilum.

IATA lokar fyrir aðgang Avianca Brasil að ferðaskrifstofum

17. maí 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa sent tilkynningu til allra ferðaskrifstofa þar sem þeim er gert að hætta að selja flug með suður-ameríska flugfélaginu Avianca Brasil.

TWA flugstöðin opin aftur fyrir almenningi

15. maí 2019

|

Ein frægasta flugstöð heims, TWA bygginging (Terminal T5) á Kennedy-flugvellinum í New York, opnaði aftur í dag opinberlega í tengslum við TWA hótelið sem hóf starfsemi sína í dag við hliðina á flugst

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu

13. maí 2019

|

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu í Frakklandi og stendur til að draga úr framboðinu um 15 prósent. Með því vonast félagið til þess að hægt verði að draga úr taprekstri félagsins.

24 milljónir í verðlaunafé fyrir lausn á Bonanza-vandamáli

13. maí 2019

|

Samtök Bonanza-flugvélaeiganda í Bandaríkjunum (American Bonanza Society) hafa ákveðið að bjóða samtals 200.000 bandaríkjadali í verðlaunafé til þess aðila sem getur komið með lausn á vandamáli með „

Vonast til að geta farið að fljúga 737 MAX þotunum fyrir lok júlí

13. maí 2019

|

Flugfélagið Copa Airlines í Panama segist eiga von á því að geta farið að nota aftur Boeing 737 MAX þoturnar fyrir lok júlímánaðar.

Líkur á að Emirates hætti við Dreamliner-þoturnar

13. maí 2019

|

Svo virðist sem að Emirates hafi hætt við pöntun sína í Dreamliner-þotur Boeing en flugfélagið hafði gert samkomulag um pöntun á fjörutíu þotum af gerðinni Boeing 787-10 á Dubai Air Show flugsýningun

Etihad tilbúið í að endurfjárfesta í Jet Airways

10. maí 2019

|

Etihad Airways hefur gefið í skyn að félagið sé reiðubúið í að fjárfesta enn frekar í indverska flugfélaginu Jet Airways og setja ferskt rekstrarfé inn í rekstur félagins en Jet Airways hætti öllu áæ

Tilkynning vegna umfjöllunar um stöðvun flugvélar ALC

10. maí 2019

|

Isavia hefur sent frá sér tilkynningu vegna umfjöllunar í fjölmiðlum síðustu daga vegna máls er varðar Airbus A321 þotu sem kyrrsett hefur verið á Keflavíkurflugvelli frá gjaldþroti WOW air en þotan

Keilir býður upp á flugbúðir fyrir ungt fólk í sumar

9. maí 2019

|

Flugakademía Keilis mun í næsta mánuði bjóða ungu fólki, og öðrum sem hafa brennandi áhuga á flugi, upp á flugbúðir þar sem áhugasamir fá einstakt tækifæri á því að skyggnast á bakvið töld flugsins

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00