flugfréttir
Rekstrarstjóri Air Canada tekur við stjórn Air France-KLM

Benjamin Smith hefur stjórnað rekstri Air Canada og Rouge sl. ár en mun frá og með 1. september taka við stjórn Air France-KLM
Benjamin Smith, fyrrverandi rekstrarstjóri Air Canada, hefur verið gerður að framkvæmdarstjóra
Air France-KLM.
Smith mun taka við starfi Jean-Marc Janaillac sem lét af störfum nýlega sem framkvæmdarstjóri
Air France-KLM í kjölfar þess að fjölmargar samningaviðræður í kjaradeilu flugmanna höfðu farið út um þúfur.
Benjamin Smith hefur mikla reynslu af rekstri flugfélaga og þá sérstaklega er kemur að endurskipulagningu en hann kom meðal annars að myndun félagsins Rouge, dótturfélagi Air Canada, sem hefur stækkað mjög hratt upp á síðkastið.
Smith segist hlakka til þess að taka við rekstri Air France-KLM en hann mun taka við rekstri félaganna
á erfiðum tímum þar sem flugmenn félaganna hafa tilkynnt um yfirvofandi verkfallsaðgerðir í haust.


30. desember 2018
|
Pakistan International Airlines (PIA), ríkisflugfélag Pakistans, hefur sagt upp 50 starfsmönnum eftir að í ljós hefur komið að starfsfólkið falsaði gögn í starfsumsókn sinni og þar á meðal hefur nok

20. nóvember 2018
|
Boeing hefur fengið pöntun frá suður-kóreska flugfélaginu Jeju Air sem hefur staðfest pöntun í 40 Boeing 737 MAX 8 þotur með kauprétt á tíu þotum til viðbótar.

1. febrúar 2019
|
Air France mun mögulega breyta nafni dótturfélagsins HOP! þar sem félagið telur nafnið vera ruglandi gagnvart tengifarþegum.

16. febrúar 2019
|
Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

14. febrúar 2019
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa hvatt bandarísk stjórnvöld, og alla þá sem koma að máli, að sjá til þess að lokun stofana í Bandaríkjunum muni ekki hafa áhrif á flugsamgöngur eins og gerðist

13. febrúar 2019
|
Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Karíbahafsins en félagið byrjaði að fljúga til Karíbahafsins árið 2015.

12. febrúar 2019
|
Lufthansa hefur tekið á leigu tvær Airbus A220 (Bombardier CSeries) þotur frá flugfélaginu airBaltic.

12. febrúar 2019
|
Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

12. febrúar 2019
|
Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.

11. febrúar 2019
|
Delta Air Lines flaug á dögunum sitt fyrsta farþegaflug með nýju Airbus A220 þotunni sem einnig er þekkt sem CSeries frá Bombardier.

11. febrúar 2019
|
Engan sakaði er einkaþota af gerðinni Hawker Beechcraft 400A rann út af flugbraut í lendingu í morgun á Richmond Municipal flugvellinum í Indíana í Bandaríkjunum.