flugfréttir

Hætta við CSeries eftir að þotan varð að Airbus A220

- Ætla fyrst að sjá til hvernig vélinni á eftir að vegna hjá Airbus

20. ágúst 2018

|

Frétt skrifuð kl. 17:36

Tewolde Gebremariam, framkvæmdarstjóri Ethiopian Airlines

Ethiopian Airlines hefur hætt við pöntun sína í CSeries-þotuna í kjölfar yfirtöku Airbus á framleiðslunni en í dag heitir þotan Airbus A220.

Ethiopian Airlines hafði pantað yfir 20 eintök af CS300 þotunni frá Bombardier og kom félagið að þróunarferli vélarinnar á sínum tíma en Tewolde Gebremariam, framkvæmdarstjóri Ethiopian Airlines, segir að félagið ætli sér að fylgjast með því hvað Airbus ætlar sér að gera með vélina áður en ákvörðun verður tekin með að panta A220.

„CSeries-þotan er mjög góð flugvél og við höfum verið að skoða hana í langan tíma. Flugvirkjarnir okkar, flugmenn og aðrir innan fyrirtækisins hafa skoðað hana vandlega og sagt að hún passi mjög vel við okkar rekstur“, segir Tewolde.

„Airbus er með með nýja markaðsherferð og við ákváðum að bíða aðeins með vélina og sjá til hvernig þetta fer“, bætir hann við.

Ethiopian Airlines hefur 23 Bombardier-flugvélar í flota sínum sem eru af gerðinni Dash 8 Q400 og er von á tíu til viðbótar og þá hefur félagið fengið sína fyrstu Boeing 737 MAX 8 þotu afhenta.

Nú er verið að skoða hvort að floti af Bombardier Q400 og Boeing 737 MAX þotum gæti verið nóg fyrir styttri flugleiðir í leiðarkerfinu og til þeirra áfangastaða sem til stóð að fljúga til með CSeries-þotunum ef þær hefðu verið pantaðar.

Ethiopian Airlines hafði pantað 20 eintök af CSeries-þotunni en núna hefur verið hætt við þá pöntun en von er á 29 Boeing 737 MAX 8 þotum til viðbótar.  fréttir af handahófi

Uppkeyrslu á mótor endaði með árekstri

25. nóvember 2018

|

Engan sakaði er árekstur varð milli tveggja farþegaflugvéla á flugvellinum í Karachi í Pakistan um helgina.

Airbus A220 fær vottun fyrir CAT III blindaðflugi

1. desember 2018

|

Airbus A220, sem einnig er þekkt sem CSeries, upphaflega framleidd af Bombardier, hefur fengið vottun fyrir CAT III nákvæmisblndaðflugi frá evrópskum flugmálayfirvöldum (EASA).

Boeing 747-100 flýgur sitt síðasta flug

17. nóvember 2018

|

Síðasta Boeing 747-100 júmbó-þotan, sem hefur verið í umferð í heiminum í dag, flaug sitt síðasta flug á dögunum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fara fram á 2 milljarða evra í bætur frá Etihad

13. desember 2018

|

Gjaldþrotadómstóll í Þýskalandi ætlar fyrir hönd skiptastjórnar Air Berlin að fara fram á bætur upp á 2 milljarða evra frá fyrrum samstarfsflugfélaginu Etihad Airways.

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.

Hófu flugtak 400 metrum frá brautarenda á Gatwick

7. desember 2018

|

Flugmálayfirvöld í Bretlandi rannsaka nú atvik eftir að Dreamliner-þota af gerðinni Boeing 787-9 frá Norwegian notaði of stutta flugbraut í flugtaki á Gatwick-flugvellinum í London.

Skimun fyrir umsækjendur í atvinnuflugmannsnám hjá Keili

6. desember 2018

|

Flugakademía Keilir hefur innleitt skimun í tengslum við atvinnuflugmannsnám á vegum skólans fyrir næsta vor en umsækjendur þurfa að þreyta sérstakt rafrænt hæfnispróf.

280.000 farþegar með Icelandair í nóvember

6. desember 2018

|

Um 280.000 farþegar flugu með Icelandair í nóvember sl. sem er fjölgun upp á 12 prósent ef miðað er við nóvember árið 2017 þegar 249.000 farþegar flugu með félaginu.

WOW air flýgur jómfrúarflugið til Nýju-Delí á Indlandi

6. desember 2018

|

WOW air flaug í dag sitt fyrsta áætlunarflug til Nýju-Delí á Indlandi en aldrei áður hefur íslenskt flugfélag flogið áætlunarflug til Asíu og þá er um að ræða lengsta farþegaflug í íslenskri flugsög