flugfréttir

Hætta við CSeries eftir að þotan varð að Airbus A220

- Ætla fyrst að sjá til hvernig vélinni á eftir að vegna hjá Airbus

20. ágúst 2018

|

Frétt skrifuð kl. 17:36

Tewolde Gebremariam, framkvæmdarstjóri Ethiopian Airlines

Ethiopian Airlines hefur hætt við pöntun sína í CSeries-þotuna í kjölfar yfirtöku Airbus á framleiðslunni en í dag heitir þotan Airbus A220.

Ethiopian Airlines hafði pantað yfir 20 eintök af CS300 þotunni frá Bombardier og kom félagið að þróunarferli vélarinnar á sínum tíma en Tewolde Gebremariam, framkvæmdarstjóri Ethiopian Airlines, segir að félagið ætli sér að fylgjast með því hvað Airbus ætlar sér að gera með vélina áður en ákvörðun verður tekin með að panta A220.

„CSeries-þotan er mjög góð flugvél og við höfum verið að skoða hana í langan tíma. Flugvirkjarnir okkar, flugmenn og aðrir innan fyrirtækisins hafa skoðað hana vandlega og sagt að hún passi mjög vel við okkar rekstur“, segir Tewolde.

„Airbus er með með nýja markaðsherferð og við ákváðum að bíða aðeins með vélina og sjá til hvernig þetta fer“, bætir hann við.

Ethiopian Airlines hefur 23 Bombardier-flugvélar í flota sínum sem eru af gerðinni Dash 8 Q400 og er von á tíu til viðbótar og þá hefur félagið fengið sína fyrstu Boeing 737 MAX 8 þotu afhenta.

Nú er verið að skoða hvort að floti af Bombardier Q400 og Boeing 737 MAX þotum gæti verið nóg fyrir styttri flugleiðir í leiðarkerfinu og til þeirra áfangastaða sem til stóð að fljúga til með CSeries-þotunum ef þær hefðu verið pantaðar.

Ethiopian Airlines hafði pantað 20 eintök af CSeries-þotunni en núna hefur verið hætt við þá pöntun en von er á 29 Boeing 737 MAX 8 þotum til viðbótar.  fréttir af handahófi

Icelandair Group ræður ráðgjafa vegna ráðningar forstjóra

6. september 2018

|

Stjórn Icelandair Group hefur ráðið alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækið Spencer Stuart annars vegar og Capacent á Íslandi hins vegar til þess að hafa umsjón með ráðningarferli á nýjum forstjóra félagsins.

Primera Air mun fljúga frá Keflavík til Bodrum

20. september 2018

|

Primera Air mun hefja leiguflug frá Keflavíkurflugvelli til Bodrum í Tyrklandi næsta sumar.

Biman fær sína fyrstu Dreamliner-þotu

19. ágúst 2018

|

Flugfélagið Biman Bangladesh hefur fengið afhenta sína fyrstu Dreamliner-þotu sem er af gerðinni Boeing 787-8.

  Nýjustu flugfréttirnar

Piper kennsluflugvél nauðlenti á hraðbraut í San Diego

21. október 2018

|

Engan sakaði er eins hreyfils kennsluflugvél nauðlenti á hraðbraut nálægt El Cajon í útverfi San Diego í Kaliforníu í sl. föstudag en farþegi einn, í bíl sem var ekið fyrir aftan, náði myndbandi af le

Flugstjóri neitaði að fljúga vegna vandamáls á First Class

21. október 2018

|

Þónokkur töf varð á flugi Thai Airways í síðustu viku frá Zurich til Bangkok eftir að flugstjóri neitaði að fljúga flugið þar sem að tveir samstarfsmenn hans, sem einnig eru flugmenn hjá félaginu, f

Hundruðir nemenda prófuðu flughermi hjá British Airways

20. október 2018

|

Á annað hundrað breskra háskólanema fengu að spreyta sig í flughermi í höfuðstöðvum British Airways á dögunum er flugfélagið breska hélt viðburðinn Flying Futures sem miðar að því að hvetja ungt fólk

Hjá Höllu opnar á Keflavíkurflugvelli

19. október 2018

|

Veitingastaðurinn Hjá Höllu opnaði formlega í gær í suðurbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli þar sem gengið er út í hlið C á flugvellinum.

NTSB fer fram á hljóðrita sem getur tekið upp í 25 tíma

19. október 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur farið fram á að hljóðritar í flugvélum, sem er annar svörtu kassanna tveggja, geti tekið upp lengri upptöku af hljóðum og samtölum flugmanna í stjórnkle

Flugmanni dæmdar bætur eftir að hafa verið rekinn

19. október 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) og dómstóll í Bandaríkjunum hafa dæmt flugfélag eitt í Alaska til þess að greiða flugstjóra, sem starfaði áður hjá félaginu, um 58 milljónir króna í bætur eftir að ha

British Airways mun fljúga til Charleston

18. október 2018

|

British Airways ætlar að hefja beint flug til borgarinnar Charleston í Suður-Karólínu á næsta ári en það verður þá í fyrsta sinn sem flogið verður beint flug yfir Atlantshafið frá Evrópu til borgarin

Etihad Airways ekki lengur eitt af þeim stóru eftir niðurskurð

18. október 2018

|

Etihad Airways hefur ákveðið að hætta við pantanir í nýjar þotur frá Airbus vegna niðurskurðar eftir 179 milljarða króna taprekstur á síðasta ári.

Cobalt Air gjaldþrota

18. október 2018

|

Kýpverska flugfélagið Cobalt Air er gjaldþrota og hefur félagið hætt öllu áætlunarflugi eftir að viðræður við lánadrottna fóru út um þúfur.

Fyrsta innanlandsflug Norwegian í Argentínu

17. október 2018

|

Norwegian flaug í gær sitt fyrsta innanlandsflug í Argentínu með nýstofnaða dótturfélaginu, Norwegian Air Argentína.