flugfréttir

Hætta við CSeries eftir að þotan varð að Airbus A220

- Ætla fyrst að sjá til hvernig vélinni á eftir að vegna hjá Airbus

20. ágúst 2018

|

Frétt skrifuð kl. 17:36

Tewolde Gebremariam, framkvæmdarstjóri Ethiopian Airlines

Ethiopian Airlines hefur hætt við pöntun sína í CSeries-þotuna í kjölfar yfirtöku Airbus á framleiðslunni en í dag heitir þotan Airbus A220.

Ethiopian Airlines hafði pantað yfir 20 eintök af CS300 þotunni frá Bombardier og kom félagið að þróunarferli vélarinnar á sínum tíma en Tewolde Gebremariam, framkvæmdarstjóri Ethiopian Airlines, segir að félagið ætli sér að fylgjast með því hvað Airbus ætlar sér að gera með vélina áður en ákvörðun verður tekin með að panta A220.

„CSeries-þotan er mjög góð flugvél og við höfum verið að skoða hana í langan tíma. Flugvirkjarnir okkar, flugmenn og aðrir innan fyrirtækisins hafa skoðað hana vandlega og sagt að hún passi mjög vel við okkar rekstur“, segir Tewolde.

„Airbus er með með nýja markaðsherferð og við ákváðum að bíða aðeins með vélina og sjá til hvernig þetta fer“, bætir hann við.

Ethiopian Airlines hefur 23 Bombardier-flugvélar í flota sínum sem eru af gerðinni Dash 8 Q400 og er von á tíu til viðbótar og þá hefur félagið fengið sína fyrstu Boeing 737 MAX 8 þotu afhenta.

Nú er verið að skoða hvort að floti af Bombardier Q400 og Boeing 737 MAX þotum gæti verið nóg fyrir styttri flugleiðir í leiðarkerfinu og til þeirra áfangastaða sem til stóð að fljúga til með CSeries-þotunum ef þær hefðu verið pantaðar.

Ethiopian Airlines hafði pantað 20 eintök af CSeries-þotunni en núna hefur verið hætt við þá pöntun en von er á 29 Boeing 737 MAX 8 þotum til viðbótar.  fréttir af handahófi

Kærður fyrir að hafa flogið dróna nálægt Heathrow

19. janúar 2019

|

Karlmaður í Bretlandi hefur verið ákærður fyrir af hafa flogið dróna í nágrenni við Heathrow-flugvöllinn í Lundúnum sl. aðfangadag jóla.

Drónar halda Gatwick í gíslingu - Flugvöllurinn lokaður í 22 tíma

20. desember 2018

|

Öll flugumferð um Gatwick-flugvöllinn í London hefur legið niðri núna í tæpan sólarhring þar sem ítarlega hefur sést til dróna sem hefur verið vísvitandi verið flogið yfir flugvöllinn en umfangsmikil

Nýtt flugfélag í Afríku pantar 100 Boeing 737 MAX þotur

26. desember 2018

|

Nýtt flugfélag í Afríku, sem hefur enn ekki hafið starfsemi sína, hefur lagt inn til Boeing stærstu pöntun sem komið hefur á einu bretti frá Afríku í 100 þotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

  Nýjustu flugfréttirnar

Þrýstingsmunur sprengdi upp hurð á einkaþotu á flugvelli

16. febrúar 2019

|

Flugmálayfirvöld í Evrópu (EASA) hafa sent frá sér tilmæli og viðvörun vegna hættu á að dyr á flugvélum með þrýstingsjöfnun í farþegarými geti sprungið úr falsinu vegna þrýstingsmunar við vissar aðst

Þota frá Lion Air fór út af braut í lendingu

16. febrúar 2019

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

IATA hvetur Bandaríkin til þess að huga betur að flugmálum

14. febrúar 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa hvatt bandarísk stjórnvöld, og alla þá sem koma að máli, að sjá til þess að lokun stofana í Bandaríkjunum muni ekki hafa áhrif á flugsamgöngur eins og gerðist

Norwegian yfirgefur Karíbahafið

13. febrúar 2019

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Karíbahafsins en félagið byrjaði að fljúga til Karíbahafsins árið 2015.

Lufthansa tekur á leigu A220 þotur frá airBaltic

12. febrúar 2019

|

Lufthansa hefur tekið á leigu tvær Airbus A220 (Bombardier CSeries) þotur frá flugfélaginu airBaltic.

Kona hljóp nakin inn á flugbraut í Suður-Karólínu

12. febrúar 2019

|

Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

Stigabíll féll saman í Síberíu

12. febrúar 2019

|

Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.

Delta flýgur fyrsta flugið með Airbus A220

11. febrúar 2019

|

Delta Air Lines flaug á dögunum sitt fyrsta farþegaflug með nýju Airbus A220 þotunni sem einnig er þekkt sem CSeries frá Bombardier.

Einkaþota rann út af braut í lendingu í Indíana

11. febrúar 2019

|

Engan sakaði er einkaþota af gerðinni Hawker Beechcraft 400A rann út af flugbraut í lendingu í morgun á Richmond Municipal flugvellinum í Indíana í Bandaríkjunum.

Annað stærsta flugfélag Pakistan gjaldþrota

11. febrúar 2019

|

Shaheen Air, annað stærsta flugfélag Pakistans, hefur tilkynnt að það muni hætta rekstri vegna skorts á fjármagni og vegna skulda.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00