flugfréttir

Flugfélög þurfa að huga að ráðningum flugmanna í tæka tíð

- Hlúa betur að nýjum flugmönnum til að tryggja sér fleiri flugstjóra

21. ágúst 2018

|

Frétt skrifuð kl. 12:20

Air Asia á von á því að fá 349 þotur á næstu árum og þarf því allt að 5.000 nýja flugmenn til að fljúga þeim

Asíska ráðgjafarfyrirtækið Crucial Perspective segir að nauðsynlegt sé fyrir flugfélög að gera nákvæmar langtímaáætlanir er kemur að þörf fyrir nýja flugmenn í tenslum við þann fjölda flugvéla sem pantaðar hafa verið og eru að bætast við í flota þeirra á næstu árum.

Fyrirtækið segir að flugfélög verði að huga betur að því hversu margar flugmenn félögin þurfa til að tryggja að það hafi nægan fjölda að góðum flugmönnum til framtíðar í stað þess að lenda í vandræðum þegar nær dregur.

„Það er nauðsynlegt að plana fram í tímann og ráða reglulega nýja flugmenn og tryggja sér stöðugt flæði meðal annars með því að stofna eigin flugskóla og fjárfesta vel í þeim flugmönnum“, segir Corrine Png, framkvæmdarstjóri Crucial Perspective.

Corrine segir að flugfélög á borði við Air Asia og Malaysia Airlines þurfi annars að reiða sig á ráðningar á erlendum flugmönnum til að tryggja sér næga flugmenn. Ef þær aðgerðir skila ekki árangri er nauðsynlegt að hagræða fjölda áfangastaða og flugferða eftir fjölda flugmanna til að forðast það að fella niður flugferðir sökum manneklu.

Fá flugfélög í suðausturhluta Asíu hafa pantað eins margar þotur líkt og
Air Asia

Í sama streng tekur Mohshin Aziz hjá Maybank fjárfestingarbankanum sem segir að skortur á flugmönnum í heiminum getur haft miklar afleiðingar fyrir rekstur flugfélaga og framtíðaráform þeirra ef ekki er gripið í taumanna í tæka tíð.

„Ef flugfélög hafa ekki nóg marga flugmenn þá munu þau ekki ná að halda úti flugáætlun þar sem það er takmarkað hversu marga yfirvinnutíma flugmenn geta flogið vegna reglugerða um hvíldartíma“, segir Aziz.

„Flugfélög sem eru rekin vel munu alltaf verða í betri málum. Að lenda í skorti á flugmönnum er gott dæmi um flugfélag sem sinnir ekki nógu vel starfsmannamálum til langstíma og lendir svo í vandræðum“, bætir Aziz við.

Allt að 16 flugmenn á hverja flugvél í flotanum

Malaysian Airlines hefur tilkynnt að félagið þurfi að minnsta kosti 150 flugmenn til viðbótar við þá 927 flugmenn sem í dag starfa hjá félaginu en þá hefur ekki verið tekið með í reikninginn þeir flugmenn sem láta af störfum sökum aldurs og þeir flugmenn sem hverfa á braut til annarra flugfélaga.

Corrine Png hjá Crucial Perspective segir að flugfélög verði að
huga betur að ráðningarmálum til að lenda ekki í vandræðum
með flugmenn síðar meir

„Hver einasta flugvél þarf tvo flugmenn og hver flugvél getur flogið allt að 4.000 til 5.000 klukkustundir á ári og þarf sú flugvél því sex til átta áhafnir sem gerir um 12 til 16 flugmenn um hverja flugvél. Ofan á það bætist við að annar þeirra er flugstjóri og það tekur allt að 10 ár fyrir flugmann að verða flugstjóri hjá sumum flugfélögum“, segir Aziz.

Aziz hvetur því flugfélög til þess að huga vel að ungum flugmönnum svo þeir dafni í starfi og séu ánægðir og þá eru meiri líkur á því að þeir endast hjá viðkomandi flugfélagi.

Önnur leiðin er að óska eftir reyndum flugstjórum erlendis frá en erfiðlega getur verið að fá þá til starfa þar sem þeir hafa úr fjölmörgum atvinnutilboðum að velja úr þar sem mörg flugfélög eru í leit að reyndum flugstjórum og geta þeir því hreinlega valið besta tilboðið.  fréttir af handahófi

Fara fram á 2 milljarða evra í bætur frá Etihad

13. desember 2018

|

Gjaldþrotadómstóll í Þýskalandi ætlar fyrir hönd skiptastjórnar Air Berlin að fara fram á bætur upp á 2 milljarða evra frá fyrrum samstarfsflugfélaginu Etihad Airways.

Uppkeyrslu á mótor endaði með árekstri

25. nóvember 2018

|

Engan sakaði er árekstur varð milli tveggja farþegaflugvéla á flugvellinum í Karachi í Pakistan um helgina.

Ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs Icelandair Group

27. janúar 2019

|

Eva Sóley Guðbjörnsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Icelandair Group. Hún tekur við af Boga Nils Bogasyni sem tók við starfi forstjóra félagsins í desember sl.

  Nýjustu flugfréttirnar

Þrýstingsmunur sprengdi upp hurð á einkaþotu á flugvelli

16. febrúar 2019

|

Flugmálayfirvöld í Evrópu (EASA) hafa sent frá sér tilmæli og viðvörun vegna hættu á að dyr á flugvélum með þrýstingsjöfnun í farþegarými geti sprungið úr falsinu vegna þrýstingsmunar við vissar aðst

Þota frá Lion Air fór út af braut í lendingu

16. febrúar 2019

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

IATA hvetur Bandaríkin til þess að huga betur að flugmálum

14. febrúar 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa hvatt bandarísk stjórnvöld, og alla þá sem koma að máli, að sjá til þess að lokun stofana í Bandaríkjunum muni ekki hafa áhrif á flugsamgöngur eins og gerðist

Norwegian yfirgefur Karíbahafið

13. febrúar 2019

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Karíbahafsins en félagið byrjaði að fljúga til Karíbahafsins árið 2015.

Lufthansa tekur á leigu A220 þotur frá airBaltic

12. febrúar 2019

|

Lufthansa hefur tekið á leigu tvær Airbus A220 (Bombardier CSeries) þotur frá flugfélaginu airBaltic.

Kona hljóp nakin inn á flugbraut í Suður-Karólínu

12. febrúar 2019

|

Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

Stigabíll féll saman í Síberíu

12. febrúar 2019

|

Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.

Delta flýgur fyrsta flugið með Airbus A220

11. febrúar 2019

|

Delta Air Lines flaug á dögunum sitt fyrsta farþegaflug með nýju Airbus A220 þotunni sem einnig er þekkt sem CSeries frá Bombardier.

Einkaþota rann út af braut í lendingu í Indíana

11. febrúar 2019

|

Engan sakaði er einkaþota af gerðinni Hawker Beechcraft 400A rann út af flugbraut í lendingu í morgun á Richmond Municipal flugvellinum í Indíana í Bandaríkjunum.

Annað stærsta flugfélag Pakistan gjaldþrota

11. febrúar 2019

|

Shaheen Air, annað stærsta flugfélag Pakistans, hefur tilkynnt að það muni hætta rekstri vegna skorts á fjármagni og vegna skulda.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00