flugfréttir

Flugfélög þurfa að huga að ráðningum flugmanna í tæka tíð

- Hlúa betur að nýjum flugmönnum til að tryggja sér fleiri flugstjóra

21. ágúst 2018

|

Frétt skrifuð kl. 12:20

Air Asia á von á því að fá 349 þotur á næstu árum og þarf því allt að 5.000 nýja flugmenn til að fljúga þeim

Asíska ráðgjafarfyrirtækið Crucial Perspective segir að nauðsynlegt sé fyrir flugfélög að gera nákvæmar langtímaáætlanir er kemur að þörf fyrir nýja flugmenn í tenslum við þann fjölda flugvéla sem pantaðar hafa verið og eru að bætast við í flota þeirra á næstu árum.

Fyrirtækið segir að flugfélög verði að huga betur að því hversu margar flugmenn félögin þurfa til að tryggja að það hafi nægan fjölda að góðum flugmönnum til framtíðar í stað þess að lenda í vandræðum þegar nær dregur.

„Það er nauðsynlegt að plana fram í tímann og ráða reglulega nýja flugmenn og tryggja sér stöðugt flæði meðal annars með því að stofna eigin flugskóla og fjárfesta vel í þeim flugmönnum“, segir Corrine Png, framkvæmdarstjóri Crucial Perspective.

Corrine segir að flugfélög á borði við Air Asia og Malaysia Airlines þurfi annars að reiða sig á ráðningar á erlendum flugmönnum til að tryggja sér næga flugmenn. Ef þær aðgerðir skila ekki árangri er nauðsynlegt að hagræða fjölda áfangastaða og flugferða eftir fjölda flugmanna til að forðast það að fella niður flugferðir sökum manneklu.

Fá flugfélög í suðausturhluta Asíu hafa pantað eins margar þotur líkt og
Air Asia

Í sama streng tekur Mohshin Aziz hjá Maybank fjárfestingarbankanum sem segir að skortur á flugmönnum í heiminum getur haft miklar afleiðingar fyrir rekstur flugfélaga og framtíðaráform þeirra ef ekki er gripið í taumanna í tæka tíð.

„Ef flugfélög hafa ekki nóg marga flugmenn þá munu þau ekki ná að halda úti flugáætlun þar sem það er takmarkað hversu marga yfirvinnutíma flugmenn geta flogið vegna reglugerða um hvíldartíma“, segir Aziz.

„Flugfélög sem eru rekin vel munu alltaf verða í betri málum. Að lenda í skorti á flugmönnum er gott dæmi um flugfélag sem sinnir ekki nógu vel starfsmannamálum til langstíma og lendir svo í vandræðum“, bætir Aziz við.

Allt að 16 flugmenn á hverja flugvél í flotanum

Malaysian Airlines hefur tilkynnt að félagið þurfi að minnsta kosti 150 flugmenn til viðbótar við þá 927 flugmenn sem í dag starfa hjá félaginu en þá hefur ekki verið tekið með í reikninginn þeir flugmenn sem láta af störfum sökum aldurs og þeir flugmenn sem hverfa á braut til annarra flugfélaga.

Corrine Png hjá Crucial Perspective segir að flugfélög verði að
huga betur að ráðningarmálum til að lenda ekki í vandræðum
með flugmenn síðar meir

„Hver einasta flugvél þarf tvo flugmenn og hver flugvél getur flogið allt að 4.000 til 5.000 klukkustundir á ári og þarf sú flugvél því sex til átta áhafnir sem gerir um 12 til 16 flugmenn um hverja flugvél. Ofan á það bætist við að annar þeirra er flugstjóri og það tekur allt að 10 ár fyrir flugmann að verða flugstjóri hjá sumum flugfélögum“, segir Aziz.

Aziz hvetur því flugfélög til þess að huga vel að ungum flugmönnum svo þeir dafni í starfi og séu ánægðir og þá eru meiri líkur á því að þeir endast hjá viðkomandi flugfélagi.

Önnur leiðin er að óska eftir reyndum flugstjórum erlendis frá en erfiðlega getur verið að fá þá til starfa þar sem þeir hafa úr fjölmörgum atvinnutilboðum að velja úr þar sem mörg flugfélög eru í leit að reyndum flugstjórum og geta þeir því hreinlega valið besta tilboðið.  fréttir af handahófi

Landor-þotan lendir í London

9. mars 2019

|

Júmbó-þota af gerðinni Boeing 747-400 frá British Airways lenti rétt fyrir klukkan 11 í morgun á Heathrow-flugvellinum sem væri ekki frásögum færandi nema fyrir þær sakir að um var að ræða þotu sem v

Landor-þotan lendir í London

9. mars 2019

|

Júmbó-þota af gerðinni Boeing 747-400 frá British Airways lenti rétt fyrir klukkan 11 í morgun á Heathrow-flugvellinum sem væri ekki frásögum færandi nema fyrir þær sakir að um var að ræða þotu sem v

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu

13. maí 2019

|

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu í Frakklandi og stendur til að draga úr framboðinu um 15 prósent. Með því vonast félagið til þess að hægt verði að draga úr taprekstri félagsins.

  Nýjustu flugfréttirnar

Tvær júmbó-þotur snúa aftur í flota Air India

21. maí 2019

|

Air India ætlar að fjölga júmbó-þotum í flota sínum á ný með því að koma tveimur Boeing 747 þotum aftur í umferð í farþegaflugi sem teknar voru úr umferð árið 2008.

Niki Lauda látinn

21. maí 2019

|

Milljarðamæringurinn, ökuþórinn og flugfélagamógúllinn Niki Lauda er látinn en hann lést í gær sjötugur að aldri á háskólasjúkrahúsinu í Zurich í Sviss umvafinn vinum og ættingjum.

Flugáhugamenn fjölmenntu við komu þristanna í gærkvöldi

21. maí 2019

|

Það var þónokkur fjölmennur hópur sem hafði safnast saman við grindverkið bakvið Hótel Loftleiði út á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi til þess að berja augu hluta af þeim ellefu þristum sem eru þess

TUI íhugar að hætta við Boeing 737 MAX þoturnar

20. maí 2019

|

Flugfélaga- og ferðasamsteypan TUI hefur tilkynnt að allt stefni í að afkoma flugfélagsins TUI verði frekar slæm eftir fyrri helming ársins og hefur fyrirtækið varað fjárfesta við því að seinni helmi

SAS bætir Lúxemborg við leiðarkerfið

20. maí 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur ákveðið að hefja flug til Lúxemborg en í tilkynningu kemur fram að félagið ætli að fljúga frá Arlanda-flugvellinum í Stokkhólmi til Lúxemborgar frá og með byrjun nóv

Ryanair frestar afhendingum á 737 MAX fram í nóvember

20. maí 2019

|

Ryanair hefur ákveðið að fresta afhendingum á þeim Boeing 737 MAX þotum sem pantaðar voru á sínum tíma en lágfargjaldafélagið írska átti að taka við fyrstu þotunum á næstu dögum.

Viðbrögð við flugslysi æfð í Grímsey

17. maí 2019

|

Um 40 manns tóku þátt í flugslysaæfingu sem haldin var í Grímsey dagana 10. og 11. maí síðastliðinn en æft var með heimamönnum og viðbragðsaðilum.

IATA lokar fyrir aðgang Avianca Brasil að ferðaskrifstofum

17. maí 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa sent tilkynningu til allra ferðaskrifstofa þar sem þeim er gert að hætta að selja flug með suður-ameríska flugfélaginu Avianca Brasil.

TWA flugstöðin opin aftur fyrir almenningi

15. maí 2019

|

Ein frægasta flugstöð heims, TWA bygginging (Terminal T5) á Kennedy-flugvellinum í New York, opnaði aftur í dag opinberlega í tengslum við TWA hótelið sem hóf starfsemi sína í dag við hliðina á flugst

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu

13. maí 2019

|

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu í Frakklandi og stendur til að draga úr framboðinu um 15 prósent. Með því vonast félagið til þess að hægt verði að draga úr taprekstri félagsins.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00