flugfréttir

Flugfélög þurfa að huga að ráðningum flugmanna í tæka tíð

- Hlúa betur að nýjum flugmönnum til að tryggja sér fleiri flugstjóra

21. ágúst 2018

|

Frétt skrifuð kl. 12:20

Air Asia á von á því að fá 349 þotur á næstu árum og þarf því allt að 5.000 nýja flugmenn til að fljúga þeim

Asíska ráðgjafarfyrirtækið Crucial Perspective segir að nauðsynlegt sé fyrir flugfélög að gera nákvæmar langtímaáætlanir er kemur að þörf fyrir nýja flugmenn í tenslum við þann fjölda flugvéla sem pantaðar hafa verið og eru að bætast við í flota þeirra á næstu árum.

Fyrirtækið segir að flugfélög verði að huga betur að því hversu margar flugmenn félögin þurfa til að tryggja að það hafi nægan fjölda að góðum flugmönnum til framtíðar í stað þess að lenda í vandræðum þegar nær dregur.

„Það er nauðsynlegt að plana fram í tímann og ráða reglulega nýja flugmenn og tryggja sér stöðugt flæði meðal annars með því að stofna eigin flugskóla og fjárfesta vel í þeim flugmönnum“, segir Corrine Png, framkvæmdarstjóri Crucial Perspective.

Corrine segir að flugfélög á borði við Air Asia og Malaysia Airlines þurfi annars að reiða sig á ráðningar á erlendum flugmönnum til að tryggja sér næga flugmenn. Ef þær aðgerðir skila ekki árangri er nauðsynlegt að hagræða fjölda áfangastaða og flugferða eftir fjölda flugmanna til að forðast það að fella niður flugferðir sökum manneklu.

Fá flugfélög í suðausturhluta Asíu hafa pantað eins margar þotur líkt og
Air Asia

Í sama streng tekur Mohshin Aziz hjá Maybank fjárfestingarbankanum sem segir að skortur á flugmönnum í heiminum getur haft miklar afleiðingar fyrir rekstur flugfélaga og framtíðaráform þeirra ef ekki er gripið í taumanna í tæka tíð.

„Ef flugfélög hafa ekki nóg marga flugmenn þá munu þau ekki ná að halda úti flugáætlun þar sem það er takmarkað hversu marga yfirvinnutíma flugmenn geta flogið vegna reglugerða um hvíldartíma“, segir Aziz.

„Flugfélög sem eru rekin vel munu alltaf verða í betri málum. Að lenda í skorti á flugmönnum er gott dæmi um flugfélag sem sinnir ekki nógu vel starfsmannamálum til langstíma og lendir svo í vandræðum“, bætir Aziz við.

Allt að 16 flugmenn á hverja flugvél í flotanum

Malaysian Airlines hefur tilkynnt að félagið þurfi að minnsta kosti 150 flugmenn til viðbótar við þá 927 flugmenn sem í dag starfa hjá félaginu en þá hefur ekki verið tekið með í reikninginn þeir flugmenn sem láta af störfum sökum aldurs og þeir flugmenn sem hverfa á braut til annarra flugfélaga.

Corrine Png hjá Crucial Perspective segir að flugfélög verði að
huga betur að ráðningarmálum til að lenda ekki í vandræðum
með flugmenn síðar meir

„Hver einasta flugvél þarf tvo flugmenn og hver flugvél getur flogið allt að 4.000 til 5.000 klukkustundir á ári og þarf sú flugvél því sex til átta áhafnir sem gerir um 12 til 16 flugmenn um hverja flugvél. Ofan á það bætist við að annar þeirra er flugstjóri og það tekur allt að 10 ár fyrir flugmann að verða flugstjóri hjá sumum flugfélögum“, segir Aziz.

Aziz hvetur því flugfélög til þess að huga vel að ungum flugmönnum svo þeir dafni í starfi og séu ánægðir og þá eru meiri líkur á því að þeir endast hjá viðkomandi flugfélagi.

Önnur leiðin er að óska eftir reyndum flugstjórum erlendis frá en erfiðlega getur verið að fá þá til starfa þar sem þeir hafa úr fjölmörgum atvinnutilboðum að velja úr þar sem mörg flugfélög eru í leit að reyndum flugstjórum og geta þeir því hreinlega valið besta tilboðið.  fréttir af handahófi

British Airways mun fljúga til Charleston

18. október 2018

|

British Airways ætlar að hefja beint flug til borgarinnar Charleston í Suður-Karólínu á næsta ári en það verður þá í fyrsta sinn sem flogið verður beint flug yfir Atlantshafið frá Evrópu til borgarin

VietJet staðfestir pöntun í 50 Airbus A321neo þotur

3. nóvember 2018

|

Airbus hefur fengið pöntun í fimmtíu Airbus A321neo þotur frá víetnamska lágfargjaldafélaginu VietJet Air en um er að ræða staðfesta pöntun í tengslum við samkomulag sem undirritað var á Farnborough-

Air France ætlar að fækka A380 risaþotunum um helming

22. nóvember 2018

|

Air France ætlar sér að fækka Airbus A380 risaþotunum í flota sínum um helming.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fór út af braut eftir að önnur flugvél truflaði boð frá ILS kerfi

18. desember 2018

|

Talið er að truflun í ILS blindaðflugsbúnaði frá annarri flugvél hafi orsakað atvik er Boeing 777-300ER þota frá Singapore Airlines fór út af flugbraut í lendingu á flugvellinum í Munchen þann
1

Ryanair fær síðustu Boeing 737-800 þotuna afhenta

17. desember 2018

|

Boeing hefur afhent síðasta eintakið af Boeing 737-800 þotunni til Ryanair sem er einnig síðasta af Next Generation gerðinni og hefur lágfargjaldafélagið írska því tekið við 531 þotu af þeirri kynsl

Flugvöllurinn í Perth fer í mál við Qantas

16. desember 2018

|

Flugvöllurinn í Perth í Ástralíu hefur höfðað mál gegn Qantas vegna vangoldinna skulda en stjórn flugvallarins segir að flugfélagið ástralska hafi ekki greitt lendingargjöld í þónokkurn tíma.

Atlantic Airways stefnir á beint flug frá Færeyjum til New York

15. desember 2018

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways ætlar sér að hefja beint áætlunarflug til New York frá Færeyjum en flugfélagið færeyska hefur sótt um leyfi fyrir flugi til Bandaríkjanna.

Síðasta Boeing 777-300ER þotan afhent til Emirates

14. desember 2018

|

Emirates fagnaði fyrir helgi þeim tímamótum að hafa tekið við síðustu Boeing 777-300ER þotunni frá Boeing við hátíðlega athöfn og er félagið því komið með allar þoturnar sem pantaðar hafa verið af þ

Fara fram á 2 milljarða evra í bætur frá Etihad

13. desember 2018

|

Gjaldþrotadómstóll í Þýskalandi ætlar fyrir hönd skiptastjórnar Air Berlin að fara fram á bætur upp á 2 milljarða evra frá fyrrum samstarfsflugfélaginu Etihad Airways.

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.