flugfréttir

Flugfélög þurfa að huga að ráðningum flugmanna í tæka tíð

- Hlúa betur að nýjum flugmönnum til að tryggja sér fleiri flugstjóra

21. ágúst 2018

|

Frétt skrifuð kl. 12:20

Air Asia á von á því að fá 349 þotur á næstu árum og þarf því allt að 5.000 nýja flugmenn til að fljúga þeim

Asíska ráðgjafarfyrirtækið Crucial Perspective segir að nauðsynlegt sé fyrir flugfélög að gera nákvæmar langtímaáætlanir er kemur að þörf fyrir nýja flugmenn í tenslum við þann fjölda flugvéla sem pantaðar hafa verið og eru að bætast við í flota þeirra á næstu árum.

Fyrirtækið segir að flugfélög verði að huga betur að því hversu margar flugmenn félögin þurfa til að tryggja að það hafi nægan fjölda að góðum flugmönnum til framtíðar í stað þess að lenda í vandræðum þegar nær dregur.

„Það er nauðsynlegt að plana fram í tímann og ráða reglulega nýja flugmenn og tryggja sér stöðugt flæði meðal annars með því að stofna eigin flugskóla og fjárfesta vel í þeim flugmönnum“, segir Corrine Png, framkvæmdarstjóri Crucial Perspective.

Corrine segir að flugfélög á borði við Air Asia og Malaysia Airlines þurfi annars að reiða sig á ráðningar á erlendum flugmönnum til að tryggja sér næga flugmenn. Ef þær aðgerðir skila ekki árangri er nauðsynlegt að hagræða fjölda áfangastaða og flugferða eftir fjölda flugmanna til að forðast það að fella niður flugferðir sökum manneklu.

Fá flugfélög í suðausturhluta Asíu hafa pantað eins margar þotur líkt og
Air Asia

Í sama streng tekur Mohshin Aziz hjá Maybank fjárfestingarbankanum sem segir að skortur á flugmönnum í heiminum getur haft miklar afleiðingar fyrir rekstur flugfélaga og framtíðaráform þeirra ef ekki er gripið í taumanna í tæka tíð.

„Ef flugfélög hafa ekki nóg marga flugmenn þá munu þau ekki ná að halda úti flugáætlun þar sem það er takmarkað hversu marga yfirvinnutíma flugmenn geta flogið vegna reglugerða um hvíldartíma“, segir Aziz.

„Flugfélög sem eru rekin vel munu alltaf verða í betri málum. Að lenda í skorti á flugmönnum er gott dæmi um flugfélag sem sinnir ekki nógu vel starfsmannamálum til langstíma og lendir svo í vandræðum“, bætir Aziz við.

Allt að 16 flugmenn á hverja flugvél í flotanum

Malaysian Airlines hefur tilkynnt að félagið þurfi að minnsta kosti 150 flugmenn til viðbótar við þá 927 flugmenn sem í dag starfa hjá félaginu en þá hefur ekki verið tekið með í reikninginn þeir flugmenn sem láta af störfum sökum aldurs og þeir flugmenn sem hverfa á braut til annarra flugfélaga.

Corrine Png hjá Crucial Perspective segir að flugfélög verði að
huga betur að ráðningarmálum til að lenda ekki í vandræðum
með flugmenn síðar meir

„Hver einasta flugvél þarf tvo flugmenn og hver flugvél getur flogið allt að 4.000 til 5.000 klukkustundir á ári og þarf sú flugvél því sex til átta áhafnir sem gerir um 12 til 16 flugmenn um hverja flugvél. Ofan á það bætist við að annar þeirra er flugstjóri og það tekur allt að 10 ár fyrir flugmann að verða flugstjóri hjá sumum flugfélögum“, segir Aziz.

Aziz hvetur því flugfélög til þess að huga vel að ungum flugmönnum svo þeir dafni í starfi og séu ánægðir og þá eru meiri líkur á því að þeir endast hjá viðkomandi flugfélagi.

Önnur leiðin er að óska eftir reyndum flugstjórum erlendis frá en erfiðlega getur verið að fá þá til starfa þar sem þeir hafa úr fjölmörgum atvinnutilboðum að velja úr þar sem mörg flugfélög eru í leit að reyndum flugstjórum og geta þeir því hreinlega valið besta tilboðið.  fréttir af handahófi

MH370: Lokaskýrslan komin út

30. júlí 2018

|

Stjórnvöld í Malasíu hafa gefið út lokaskýrslu varðandi hvarfs malasísku farþegaþotunnar, flug MH370, sem hvarf sporlaust með dularfullum hætti í mars árið 2014 en lokaskýrslan var kynnt á blaðamanna

Hætta að fljúga frá Skotlandi og N-Írlandi til Ameríku

25. september 2018

|

Norwegian ætlar að binda endi á áætlunarflug félagsins yfir Atlantshafið frá Skotlandi og Norður-Írlandi til austurstrandar Bandaríkjanna.

Hefja flug frá Frankfurt til fjögurra borga í Ameríku

6. september 2018

|

Primera Air hefur tilkynnt enn annan áfangastaðinn í Evrópu sem til stendur að fljúga frá yfir Atlantshafið til Norður-Ameríku.

  Nýjustu flugfréttirnar

Vilja opna hina flugbrautina á Gatwick-flugvelli

16. október 2018

|

Félag breskra atvinnuflugmanna (BALPA) taka undir tillögu Gatwick-flugvallarins í London um að skoða þann möguleika á að nýta varaflugbraut vallarins fyrir hefðbundna flugumferð um flugvöllinn til að

Segja áætlanir Ryanair vera stríðsyfirlýsingu við flugmenn

16. október 2018

|

Verkalýðs- og starfsmannafélög segja að með því loka starfsstöðvum og skera niður flugflotann sinn til þess að refsa flugmönnum og áhöfnum fyrir verkfallsaðgerðir sé Ryanair með því að lýsa yfir strí

„Allir sem geta flogið fá starf hjá Lufthansa“

16. október 2018

|

Lufthansa nær ekki að ráða eins marga flugmenn og félagið myndi vilja að sögn Ola Hansson, yfirmanns yfir þjálfunardeild Lufthansa Group, móðurfélags Lufthansa og SWISS International Air Lines.

Áhafnir hjá Ryanair þurftu að sofa á gólfinu

15. október 2018

|

Ryanair hefur beðið starfsmenn sína afsökunar eftir fjórar áhafnir félagsins neyddust til þess að sofa á grjóthörðu gólfinu um helgina á flugstöðinni í Málaga vegna fellibylsins Leslie sem gekk yfir

Airbus fær nýja pöntun í minni útgáfuna af A330neo

15. október 2018

|

Airbus hefur fengið nýja pöntun í A330-800, minni útgáfuna af A330neo þotunni, en um nokkurt skeið hafði ekkert flugfélag átt inni pöntun í minni útgáfuna af Airbus A330neo.

Cobalt Air í alvarlegum rekstarvanda

14. október 2018

|

Kýpverska flugfélagið Cobalt Air á í alvarlegum fjárhagserfiðleikum eftir að stjórnvöld í Kína ákváðu að frysta erlendar fjárfestingar meða kínverskra fyrirtækja.

Síðasta flug Azores Airlines með Airbus A310

13. október 2018

|

Flugfélagið Azores Airlines mun hætta með Airbus A310 þoturnar á morgun, 15. október, en félagið hefur haft þær í flota sínum í næstum tvo áratugi eða frá árinu 2000.

Rangar upplýsingar um afkastagetu í flugtaki rannsakað

12. október 2018

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi rannsaka nú enn annað atvikið hjá easyJet er varðar rangan útreikning fyrir flugtak.

Pirraður flugstjóri lét flugturninn heyra það óþvegið

12. október 2018

|

Flugstjóri einn hjá svissneska flugfélaginu SWISS International Air Lines missti stjórn á skapi sínu á dögunum er hann lét flugumferðarstjóra heyra það óþvegið er hann lýst yfir andúð sinni á starfsh

Þjálfunarmiðstöð United orðin sú stærsta í heimi

11. október 2018

|

United Airlines hefur lokið við stækkun á þjálfunarmistöð sinni í Denver í Colorado sem er með stækkuninni orðin stærsta flugþjálfunarmiðstöð í heimi en þar er að finna hvorki meira né minna en yfir