flugfréttir

Flugfélög þurfa að huga að ráðningum flugmanna í tæka tíð

- Hlúa betur að nýjum flugmönnum til að tryggja sér fleiri flugstjóra

21. ágúst 2018

|

Frétt skrifuð kl. 12:20

Air Asia á von á því að fá 349 þotur á næstu árum og þarf því allt að 5.000 nýja flugmenn til að fljúga þeim

Asíska ráðgjafarfyrirtækið Crucial Perspective segir að nauðsynlegt sé fyrir flugfélög að gera nákvæmar langtímaáætlanir er kemur að þörf fyrir nýja flugmenn í tenslum við þann fjölda flugvéla sem pantaðar hafa verið og eru að bætast við í flota þeirra á næstu árum.

Fyrirtækið segir að flugfélög verði að huga betur að því hversu margar flugmenn félögin þurfa til að tryggja að það hafi nægan fjölda að góðum flugmönnum til framtíðar í stað þess að lenda í vandræðum þegar nær dregur.

„Það er nauðsynlegt að plana fram í tímann og ráða reglulega nýja flugmenn og tryggja sér stöðugt flæði meðal annars með því að stofna eigin flugskóla og fjárfesta vel í þeim flugmönnum“, segir Corrine Png, framkvæmdarstjóri Crucial Perspective.

Corrine segir að flugfélög á borði við Air Asia og Malaysia Airlines þurfi annars að reiða sig á ráðningar á erlendum flugmönnum til að tryggja sér næga flugmenn. Ef þær aðgerðir skila ekki árangri er nauðsynlegt að hagræða fjölda áfangastaða og flugferða eftir fjölda flugmanna til að forðast það að fella niður flugferðir sökum manneklu.

Fá flugfélög í suðausturhluta Asíu hafa pantað eins margar þotur líkt og
Air Asia

Í sama streng tekur Mohshin Aziz hjá Maybank fjárfestingarbankanum sem segir að skortur á flugmönnum í heiminum getur haft miklar afleiðingar fyrir rekstur flugfélaga og framtíðaráform þeirra ef ekki er gripið í taumanna í tæka tíð.

„Ef flugfélög hafa ekki nóg marga flugmenn þá munu þau ekki ná að halda úti flugáætlun þar sem það er takmarkað hversu marga yfirvinnutíma flugmenn geta flogið vegna reglugerða um hvíldartíma“, segir Aziz.

„Flugfélög sem eru rekin vel munu alltaf verða í betri málum. Að lenda í skorti á flugmönnum er gott dæmi um flugfélag sem sinnir ekki nógu vel starfsmannamálum til langstíma og lendir svo í vandræðum“, bætir Aziz við.

Allt að 16 flugmenn á hverja flugvél í flotanum

Malaysian Airlines hefur tilkynnt að félagið þurfi að minnsta kosti 150 flugmenn til viðbótar við þá 927 flugmenn sem í dag starfa hjá félaginu en þá hefur ekki verið tekið með í reikninginn þeir flugmenn sem láta af störfum sökum aldurs og þeir flugmenn sem hverfa á braut til annarra flugfélaga.

Corrine Png hjá Crucial Perspective segir að flugfélög verði að
huga betur að ráðningarmálum til að lenda ekki í vandræðum
með flugmenn síðar meir

„Hver einasta flugvél þarf tvo flugmenn og hver flugvél getur flogið allt að 4.000 til 5.000 klukkustundir á ári og þarf sú flugvél því sex til átta áhafnir sem gerir um 12 til 16 flugmenn um hverja flugvél. Ofan á það bætist við að annar þeirra er flugstjóri og það tekur allt að 10 ár fyrir flugmann að verða flugstjóri hjá sumum flugfélögum“, segir Aziz.

Aziz hvetur því flugfélög til þess að huga vel að ungum flugmönnum svo þeir dafni í starfi og séu ánægðir og þá eru meiri líkur á því að þeir endast hjá viðkomandi flugfélagi.

Önnur leiðin er að óska eftir reyndum flugstjórum erlendis frá en erfiðlega getur verið að fá þá til starfa þar sem þeir hafa úr fjölmörgum atvinnutilboðum að velja úr þar sem mörg flugfélög eru í leit að reyndum flugstjórum og geta þeir því hreinlega valið besta tilboðið.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga