flugfréttir

Kanada ætlar minnka afskipti sín að þjálfun flugmanna

- Flugfélögin munu sjálf sjá um að hafa eftirlit með sinni eigin þjálfun

22. ágúst 2018

|

Frétt skrifuð kl. 15:08

Flugfélög í Kanada munu hafa eftirlit með sinni eigin þjálfun frá og með haustinu

Flugmálayfirvöld í Kanada ætla sér að draga úr aðkomu sinni með eftirliti með hæfnisprófi og reglubundinni þjálfun atvinnuflugmanna og verða flugfélögin sjálf látin axla þá ábyrgð með því að hafa sjálf eftirlit með þjálfun flugmanna.

Ný reglugerð varðandi þessa breytingu mun taka gildi í Kanada í haust sem kveður á um dregið verði úr aðkomu starfsmanna á vegum flugmálayfirvalda sem hingað til hafa séð um að fylgjast með að þjálfun flugmanna hjá kanadískum flugfélögum fari rétt fram.

Ríkisstjórn Kanada segir að með þessu þá skapist aukið svigrúm til þess að nýta sérfræðiþekkingu viðkomandi starfsmanna á öðrum sviðum og kemur fram að flugiðnaðurinn í landinu eigi að vera fær um að sjá um eftirlit með þjálfun á eigin spýtur.

Boeing 767 flughermir hjá Air Canada

Flugmenn þurfa reglulega að gangst undir þjálfun á þá flugvélategund sem þeir fljúga til að sýna fram á að færni þeirra sé í lagi til að geta haldið atvinnuflugi áfram hjá viðkomandi félagi me öruggum hætti en slík próf fara oftast fram einu sinni á ári í flughermi.

Yfirumsjón og eftirlit með þjálfunarmálum hefur heyrt undir samgönguöryggisnefnd Kanada í samstarfi við þau fyrirtæki sem hafa fengið vottun til þess að sjá um þjálfun flugmanna.

Yfirvöld í Kanada hafa í marga áratugi fylgst með og haft eftirlit með þeirri starfsemi en frá og með haustinu mun draga úr vægi eftirlitsmanna á vegum stofnunarinnar en þeir hafa m.a. séð til þess að prófdómarar og þjálfunarflugstjórar séu hæfir hverju sinni til þess að skrifa út og votta færni flugmanna.

Einkaaðilar munu sjá um eftirlit auk þjálfunarflugmanna

Þess í stað stendur til að velja einkaaðila sem munu sjá um hlutverk með eftirliti sem bæði geta verið sérfræðingar sem starfa sjálfstætt eða aðili hjá viðkomandi flugfélagi.

Breytingin hefur verið gagnrýnt af nokkrum aðilum sem telja það draga úr flugöryggi ef flugmálayfirvöld ætli að minnka vægi aðkomu þeirra með eftirliti en Greg Holbrook, formaður félags kanadískra atvinnuflugmanna, er ekki sáttur við nýju stefnuna hjá flugmálayfirvöldum.

Flugmenn gangast flestir undir reglubundna þjálfun einu sinni á ári

„Það verður krefjandi að leggja mat á flugöryggi ef þetta á að breytast. Ef iðnaðurinn verður látinn sjálfur um að hafa eftirlit með sínum eigin málum og framfylgja sínum eigin reglum þá gæti það komið deilum af stað og hagsmunaárekstrum“, segir Holbrook.

John McKenna, formaður samtakanna Air Transport Association of Canada segir að flugfélög hafa lengi beðið eftir þessari breytingu þar sem þau vilja sjá alfarið sjálf um eftirlit með þjálfun og færnisprófum flugmanna. McKenna segir að flugmálayfirvöld í Kanada séu að breyta þessu þar sem þau hafa hreinlega ekki mannafla til að sinna eftirliti með þjálfun.

John McKenna telur að breytingin mun ekki hafa nein áhrif á flugöryggi

„Þetta mun ekki með nokkrum hætti breyta fagmennskunni í atvinnufluginu og það þarf ekki að hafa áhyggjur yfir því að þetta bitni á flugöryggi“, segir McKenna.

Flugmenn undir meira álagi með eftirlitsmann frá flugmálayfirvöldum í herminum

Árið 2017 fóru fram 15.300 færnispróf fyrir atvinnuflugmenn í Kanada en 300 þeirra voru undir eftirliti á vegum eftirlitsaðila frá kanadískum flugmálayfirvöldum á meðan sjálfstæðir aðilar og þjálfunarflugstjórar sátu yfir 15.000 prófum.

Mjög sjaldgæft er að flugmenn nái ekki reglubundinni þjálfun en komið hefur í ljós að þeir flugmenn sem félli í þjálfun í hermi voru flestir undir eftirliti frá starfsmanni frá flugmálayfirvöldum sem sat einnig í herminum.

„Flugmenn eru undir meiri álagi og stressi þegar eftirlitsmaður frá flugmálayfirvöldum er viðstaddur í flugherminum og það hefur áhrif á frammistöðu þeirra. Með nýju reglugerðinni verða því aðeins reyndir flugstjórar og þjálfunarflugmenn sem verða viðstaddir þjálfunina en stofnunin mun hafa eftirlit með hverjum og einum eftirlitsmanni sem hefur störf“, segir í tilkynningu.  fréttir af handahófi

Piper kennsluflugvél nauðlenti á hraðbraut í San Diego

21. október 2018

|

Engan sakaði er eins hreyfils kennsluflugvél nauðlenti á hraðbraut nálægt El Cajon í útverfi San Diego í Kaliforníu í sl. föstudag en farþegi einn, í bíl sem var ekið fyrir aftan, náði myndbandi af le

KLM íhugar að kaupa Cessnur til að ferja varahluti og flugvirkja

12. nóvember 2018

|

Hollenska flugfélagið KLM Cityhopper skoðar nú möguleika á því að festa kaup á litlum flugvélum af gerðinni Cessna.

SAS býður ungu fólki að fljúga ódýrara milli Skandinavíu og Ameríku

23. október 2018

|

SAS býður nú ungu fólki upp á sérstök fargjöld þar sem þau greiða mun lægri fargjöld milli Skandinavía og Norður-Ameríku með tilkomu þjónustunnar SAS Youth Go Light.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ellefta veggspjaldið fjallar um skort á vitund

17. janúar 2019

|

Samgöngustofa hefur gefið út ellefta og næstsíðasta kynningarspjaldið í Dirty Dozen seríunni sem fjallar um nokkur atriði sem ber að hafa í huga er kemur að flugöryggi.

Keilir eignast Flugskóla Íslands

17. janúar 2019

|

Flugakademía Keilis hefur fest kaup á Flugskóla Íslands en skólarnir eru þeir stærstu á landinu er kemur að flugkennslu og þjálfun nemenda í flugtengdum greinum.

Antonov An-124 fer aftur í framleiðslu

16. janúar 2019

|

Flugvélaframleiðandinn Antonov hefur ákveðið að hefja aftur framleiðslu á flutningavélinni Antonov An-124 og það án aðstoðar frá Rússum en risavöruflutningavélin var upphaflega smíðuð á tímum Sovíetrí

Flybe selur afgreiðslupláss á Gatwick til Vueling

16. janúar 2019

|

Breska flugfélagið Flybe hefur selt nokkur afgreiðslupláss sín á Gatwick-flugvellinum í London til spænska lágfargjaldafélagsins Vueling.

Fyrsta beina leiguflugið til Cabo Verde með VITA

16. janúar 2019

|

Icelandair flaug sl. mánudag fyrsta beina leiguflugið frá Íslandi til Grænhöfðaeyja en flugið var á vegum ferðaskrifstofunnar VITA þar sem flogið er með Icelandair.

Herþotur til móts við Boeing 777 fraktþotu

16. janúar 2019

|

Herþotur frá indónesíska flughernum voru ræstar út til þess að fljúga til móts við Boeing 777 fraktþotu frá Ethiopian Cargo sem var gert að lenda hið snarasta á þeim forsendum að hún hefði ekki heimi

Atlantic Airways og KLM í samstarf

15. janúar 2019

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways og hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hafa gert samkomulag um sameiginlega sölu á farmiðum og munu farþegar því geta flogið í leiðarkerfi beggja fél

Lögregla fær flugáhugamenn við Heathrow til liðs við sig

14. janúar 2019

|

Lögreglan í Bretlandi hefur sent frá sér tilkynningu þar sem þeir flugáhugamenn, sem leggja leið sína út á Heathrow-flugvöll til þess að horfa á og taka myndir af flugvélum, eru beðnir um að hafa au

Aftur náðu farþegar að bóka ódýrt flug á fyrsta farrými

13. janúar 2019

|

Aftur hefur komið upp villa í bókunarkerfi hjá flugfélaginu Cathay Pacific sem gaf farþegum kost á því að bóka flug á fyrsta farrými á brunaútsöluverði en aðeins eru tvær vikur frá því að nokkrum fa

Þrýsta á stjórnvöld og Boeing um að hefja nýja leit að MH370

12. janúar 2019

|

Ættingjar og aðstandendur þeirra farþega sem voru um borð í malasísku farþegaþotunni, flugi MH370, hafa sett pressu á ríkisstjórn Malasíu um að hefja nýja leit að flugvélinni sem hvarf sporlaust þann

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00