flugfréttir

Kanada ætlar minnka afskipti sín að þjálfun flugmanna

- Flugfélögin munu sjálf sjá um að hafa eftirlit með sinni eigin þjálfun

22. ágúst 2018

|

Frétt skrifuð kl. 15:08

Flugfélög í Kanada munu hafa eftirlit með sinni eigin þjálfun frá og með haustinu

Flugmálayfirvöld í Kanada ætla sér að draga úr aðkomu sinni með eftirliti með hæfnisprófi og reglubundinni þjálfun atvinnuflugmanna og verða flugfélögin sjálf látin axla þá ábyrgð með því að hafa sjálf eftirlit með þjálfun flugmanna.

Ný reglugerð varðandi þessa breytingu mun taka gildi í Kanada í haust sem kveður á um dregið verði úr aðkomu starfsmanna á vegum flugmálayfirvalda sem hingað til hafa séð um að fylgjast með að þjálfun flugmanna hjá kanadískum flugfélögum fari rétt fram.

Ríkisstjórn Kanada segir að með þessu þá skapist aukið svigrúm til þess að nýta sérfræðiþekkingu viðkomandi starfsmanna á öðrum sviðum og kemur fram að flugiðnaðurinn í landinu eigi að vera fær um að sjá um eftirlit með þjálfun á eigin spýtur.

Boeing 767 flughermir hjá Air Canada

Flugmenn þurfa reglulega að gangst undir þjálfun á þá flugvélategund sem þeir fljúga til að sýna fram á að færni þeirra sé í lagi til að geta haldið atvinnuflugi áfram hjá viðkomandi félagi me öruggum hætti en slík próf fara oftast fram einu sinni á ári í flughermi.

Yfirumsjón og eftirlit með þjálfunarmálum hefur heyrt undir samgönguöryggisnefnd Kanada í samstarfi við þau fyrirtæki sem hafa fengið vottun til þess að sjá um þjálfun flugmanna.

Yfirvöld í Kanada hafa í marga áratugi fylgst með og haft eftirlit með þeirri starfsemi en frá og með haustinu mun draga úr vægi eftirlitsmanna á vegum stofnunarinnar en þeir hafa m.a. séð til þess að prófdómarar og þjálfunarflugstjórar séu hæfir hverju sinni til þess að skrifa út og votta færni flugmanna.

Einkaaðilar munu sjá um eftirlit auk þjálfunarflugmanna

Þess í stað stendur til að velja einkaaðila sem munu sjá um hlutverk með eftirliti sem bæði geta verið sérfræðingar sem starfa sjálfstætt eða aðili hjá viðkomandi flugfélagi.

Breytingin hefur verið gagnrýnt af nokkrum aðilum sem telja það draga úr flugöryggi ef flugmálayfirvöld ætli að minnka vægi aðkomu þeirra með eftirliti en Greg Holbrook, formaður félags kanadískra atvinnuflugmanna, er ekki sáttur við nýju stefnuna hjá flugmálayfirvöldum.

Flugmenn gangast flestir undir reglubundna þjálfun einu sinni á ári

„Það verður krefjandi að leggja mat á flugöryggi ef þetta á að breytast. Ef iðnaðurinn verður látinn sjálfur um að hafa eftirlit með sínum eigin málum og framfylgja sínum eigin reglum þá gæti það komið deilum af stað og hagsmunaárekstrum“, segir Holbrook.

John McKenna, formaður samtakanna Air Transport Association of Canada segir að flugfélög hafa lengi beðið eftir þessari breytingu þar sem þau vilja sjá alfarið sjálf um eftirlit með þjálfun og færnisprófum flugmanna. McKenna segir að flugmálayfirvöld í Kanada séu að breyta þessu þar sem þau hafa hreinlega ekki mannafla til að sinna eftirliti með þjálfun.

John McKenna telur að breytingin mun ekki hafa nein áhrif á flugöryggi

„Þetta mun ekki með nokkrum hætti breyta fagmennskunni í atvinnufluginu og það þarf ekki að hafa áhyggjur yfir því að þetta bitni á flugöryggi“, segir McKenna.

Flugmenn undir meira álagi með eftirlitsmann frá flugmálayfirvöldum í herminum

Árið 2017 fóru fram 15.300 færnispróf fyrir atvinnuflugmenn í Kanada en 300 þeirra voru undir eftirliti á vegum eftirlitsaðila frá kanadískum flugmálayfirvöldum á meðan sjálfstæðir aðilar og þjálfunarflugstjórar sátu yfir 15.000 prófum.

Mjög sjaldgæft er að flugmenn nái ekki reglubundinni þjálfun en komið hefur í ljós að þeir flugmenn sem félli í þjálfun í hermi voru flestir undir eftirliti frá starfsmanni frá flugmálayfirvöldum sem sat einnig í herminum.

„Flugmenn eru undir meiri álagi og stressi þegar eftirlitsmaður frá flugmálayfirvöldum er viðstaddur í flugherminum og það hefur áhrif á frammistöðu þeirra. Með nýju reglugerðinni verða því aðeins reyndir flugstjórar og þjálfunarflugmenn sem verða viðstaddir þjálfunina en stofnunin mun hafa eftirlit með hverjum og einum eftirlitsmanni sem hefur störf“, segir í tilkynningu.  fréttir af handahófi

Tuttugu kyrrsettar þotur hjá Air India munu fljúga á ný

8. nóvember 2018

|

Tæplega tuttugu þotur af gerðinni Airbus A320, Airbus A319 og Airbus A321 í flota Air India munu hefja sig á næstunni til flugs eftir að hafa verið kyrrsettar vegna fjárhagserfiðleika félagsins.

„Allir sem geta flogið fá starf hjá Lufthansa“

16. október 2018

|

Lufthansa nær ekki að ráða eins marga flugmenn og félagið myndi vilja að sögn Ola Hansson, yfirmanns yfir þjálfunardeild Lufthansa Group, móðurfélags Lufthansa og SWISS International Air Lines.

FAA varar bandarísk flugfélög við því að fljúga yfir Íran

19. september 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent út tilmæli til flugfélaga þar sem þau eru beðin um að sýna sérstaka varúð á flugi yfir Íran.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fastjet nær að auka hlutafé sitt

18. nóvember 2018

|

Stjórn flugfélagsins Fastjet í Afríku hefur tekist að hækka hlutafé félagsins um 4,9 milljarða króna en flugfélagið hefur að undanförnu reynt að leita leiða til að fjármagna reksturinn sem hefur verið

Boeing 747-100 flýgur sitt síðasta flug

17. nóvember 2018

|

Síðasta Boeing 747-100 júmbó-þotan, sem hefur verið í umferð í heiminum í dag, flaug sitt síðasta flug á dögunum.

Ekki sagt frá nýju sjálfvirku kerfi sem á að koma í veg fyrir ofris

15. nóvember 2018

|

Atvinnuflugmannasamtökin (ALPA), sem er stærsta bandalag flugmanna í heiminum, krefjast þess að bandarísk stjórnvöld taki á vandamáli er varðar nýja tegund af flugstýringu á Boeing 737 MAX þotunum s

Þrír lamaðir flugmenn ætla að fljúga í kringum hnöttinn

14. nóvember 2018

|

Þrír hreyfihamlaðir flugmenn munu næstkomandi sunnudag leggja af stað í 10 mánaða langt heimsflug í kringum hnöttinn en þeir ætla að hafa viðdvöl á 150 stöðum í 40 löndum í sex heimsálfum og verður fe

Farþegar greiddu fyrir viðgerð á Dreamliner-þotu

14. nóvember 2018

|

Farþegar þurftu að greiða viðgerð á Dreamliner-þotu pólska flugfélagsins LOT Polish Airlines eftir að bilun kom upp í vélinni á flugvellinum í Peking.

Boeing 787 fór inn á braut á meðan A350 var í flugtaki

14. nóvember 2018

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A350-900 frá Delta Air Lines þurfti að hætta við flugtak á Pudong-flugvellinum í Shanghai í gær eftir að önnur þota fór inn á brautina.

KLM íhugar að kaupa Cessnur til að ferja varahluti og flugvirkja

12. nóvember 2018

|

Hollenska flugfélagið KLM Cityhopper skoðar nú möguleika á því að festa kaup á litlum flugvélum af gerðinni Cessna.

Alvarlegt atvik rannsakað þar sem flugmenn misstu alla stjórn

12. nóvember 2018

|

Verið er að rannsaka alvarlegt atvik sem átti sér stað í gær er flugmenn á Embraer E190 farþegaþotu frá Air Astana misstu stjórn á vélinni skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Lissabon.

Þróaði með sér flughræðslu við að fara af Q400 yfir á þotu

11. nóvember 2018

|

Dómstóll í Bretlandi hefur komist að þeirri niðurstöðu að flugfélagið Flybe fór ekki heiðarlega að máli eins flugmanns sem var rekinn frá félaginu eftir að hann þróaði með sér flughræðslu eftir að ha

Misstu stjórn á Embraer-þotu rétt eftir flugtak í Lissabon

11. nóvember 2018

|

Farþegaþota frá flugfélaginu Air Astana lýsti yfir neyðarástandi (7700) á fjórða tímanum í dag, rétt eftir flugtak frá flugvellinum í Lissabon í Portúgal, en flugmennirnir sögðu að þeir hefðu litla s