flugfréttir

Kanada ætlar minnka afskipti sín að þjálfun flugmanna

- Flugfélögin munu sjálf sjá um að hafa eftirlit með sinni eigin þjálfun

22. ágúst 2018

|

Frétt skrifuð kl. 15:08

Flugfélög í Kanada munu hafa eftirlit með sinni eigin þjálfun frá og með haustinu

Flugmálayfirvöld í Kanada ætla sér að draga úr aðkomu sinni með eftirliti með hæfnisprófi og reglubundinni þjálfun atvinnuflugmanna og verða flugfélögin sjálf látin axla þá ábyrgð með því að hafa sjálf eftirlit með þjálfun flugmanna.

Ný reglugerð varðandi þessa breytingu mun taka gildi í Kanada í haust sem kveður á um dregið verði úr aðkomu starfsmanna á vegum flugmálayfirvalda sem hingað til hafa séð um að fylgjast með að þjálfun flugmanna hjá kanadískum flugfélögum fari rétt fram.

Ríkisstjórn Kanada segir að með þessu þá skapist aukið svigrúm til þess að nýta sérfræðiþekkingu viðkomandi starfsmanna á öðrum sviðum og kemur fram að flugiðnaðurinn í landinu eigi að vera fær um að sjá um eftirlit með þjálfun á eigin spýtur.

Boeing 767 flughermir hjá Air Canada

Flugmenn þurfa reglulega að gangst undir þjálfun á þá flugvélategund sem þeir fljúga til að sýna fram á að færni þeirra sé í lagi til að geta haldið atvinnuflugi áfram hjá viðkomandi félagi me öruggum hætti en slík próf fara oftast fram einu sinni á ári í flughermi.

Yfirumsjón og eftirlit með þjálfunarmálum hefur heyrt undir samgönguöryggisnefnd Kanada í samstarfi við þau fyrirtæki sem hafa fengið vottun til þess að sjá um þjálfun flugmanna.

Yfirvöld í Kanada hafa í marga áratugi fylgst með og haft eftirlit með þeirri starfsemi en frá og með haustinu mun draga úr vægi eftirlitsmanna á vegum stofnunarinnar en þeir hafa m.a. séð til þess að prófdómarar og þjálfunarflugstjórar séu hæfir hverju sinni til þess að skrifa út og votta færni flugmanna.

Einkaaðilar munu sjá um eftirlit auk þjálfunarflugmanna

Þess í stað stendur til að velja einkaaðila sem munu sjá um hlutverk með eftirliti sem bæði geta verið sérfræðingar sem starfa sjálfstætt eða aðili hjá viðkomandi flugfélagi.

Breytingin hefur verið gagnrýnt af nokkrum aðilum sem telja það draga úr flugöryggi ef flugmálayfirvöld ætli að minnka vægi aðkomu þeirra með eftirliti en Greg Holbrook, formaður félags kanadískra atvinnuflugmanna, er ekki sáttur við nýju stefnuna hjá flugmálayfirvöldum.

Flugmenn gangast flestir undir reglubundna þjálfun einu sinni á ári

„Það verður krefjandi að leggja mat á flugöryggi ef þetta á að breytast. Ef iðnaðurinn verður látinn sjálfur um að hafa eftirlit með sínum eigin málum og framfylgja sínum eigin reglum þá gæti það komið deilum af stað og hagsmunaárekstrum“, segir Holbrook.

John McKenna, formaður samtakanna Air Transport Association of Canada segir að flugfélög hafa lengi beðið eftir þessari breytingu þar sem þau vilja sjá alfarið sjálf um eftirlit með þjálfun og færnisprófum flugmanna. McKenna segir að flugmálayfirvöld í Kanada séu að breyta þessu þar sem þau hafa hreinlega ekki mannafla til að sinna eftirliti með þjálfun.

John McKenna telur að breytingin mun ekki hafa nein áhrif á flugöryggi

„Þetta mun ekki með nokkrum hætti breyta fagmennskunni í atvinnufluginu og það þarf ekki að hafa áhyggjur yfir því að þetta bitni á flugöryggi“, segir McKenna.

Flugmenn undir meira álagi með eftirlitsmann frá flugmálayfirvöldum í herminum

Árið 2017 fóru fram 15.300 færnispróf fyrir atvinnuflugmenn í Kanada en 300 þeirra voru undir eftirliti á vegum eftirlitsaðila frá kanadískum flugmálayfirvöldum á meðan sjálfstæðir aðilar og þjálfunarflugstjórar sátu yfir 15.000 prófum.

Mjög sjaldgæft er að flugmenn nái ekki reglubundinni þjálfun en komið hefur í ljós að þeir flugmenn sem félli í þjálfun í hermi voru flestir undir eftirliti frá starfsmanni frá flugmálayfirvöldum sem sat einnig í herminum.

„Flugmenn eru undir meiri álagi og stressi þegar eftirlitsmaður frá flugmálayfirvöldum er viðstaddur í flugherminum og það hefur áhrif á frammistöðu þeirra. Með nýju reglugerðinni verða því aðeins reyndir flugstjórar og þjálfunarflugmenn sem verða viðstaddir þjálfunina en stofnunin mun hafa eftirlit með hverjum og einum eftirlitsmanni sem hefur störf“, segir í tilkynningu.  fréttir af handahófi

Southwest höfðar mál gegn félagi flugvirkja

3. mars 2019

|

Southwest Airlines hefur höfðað mál gegn starfsmannafélagi flugvirkja í Bandaríkjunum þar sem flugfélagið telur að seinkanir og seinagangur meðal flugvirkja félagsins, er varðar viðhald á flugflota S

Breska flugfélagið flybmi gjaldþrota

16. febrúar 2019

|

Breska flugfélagið flybmi hefur hætt öllu flugi og óskaði í dag eftir því að verða tekið til gjaldþrotaskipta.

Rekinn eftir að hafa flogið með falsað skírteini í 20 ár

1. mars 2019

|

Flugmaður hjá flugfélaginu South African Airways var látinn hirða pokann sinn fyrr á þessu ári eftir að í ljós kom að hann hafði flogið farþegaþotum félagsins í 20 ár án þess að hafa tilskilin réttin

  Nýjustu flugfréttirnar

Southwest ferjar Boeing 737 MAX þoturnar til Victorville

23. mars 2019

|

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines er byrjað að ferja Boeing 737 MAX þotur til geymslu vegna kyrrsetningarinnar en þeirri fyrstu var í morgun flogið í flugvélakirkjugarðinn í Victorville í Moj

Næstu atvinnuflugmannsbekkir hefjast í maí og í ágúst

23. mars 2019

|

Flugakademíu Keilis hefur opnað fyrir umsóknir í flugnám í fyrsta sinn eftir sameininguna við Flugskóla Íslands en bóklegt nám fer nú fram á tveimur stöðum, í Reykjavík og í Reykjanesbæ.

Red Wings hættir við pöntun sína í Airbus A220

22. mars 2019

|

Flugfélagið Red Wings í Rússlandi hefur hætt við pöntun sína í Airbus A220 þotuna (CSeries) en félagið var eina rússneska flugfélagið sem hafði pantað þotuna frá Bombardier á sínum tíma.

Indigo Partners hættir við fjárfestingu í WOW air

21. mars 2019

|

Tilkynnt var í kvöld um að Indigo Partners hafi slitið viðræðum um fyrirhugaða fjárfestingu í WOW air.

Negus-þotan lendir í London

21. mars 2019

|

British Airways hefur lokið við að mála fjórðu og síðustu flugvélina í flotanum í sérstökum retro-litum.

Nafni Laudamotion breytt og einfaldað í „Lauda“

20. mars 2019

|

Ryanair, móðufélag austurríska flugfélagsins Laudamotion, hefur ákveðið að sleppa hluta úr nafni flugfélagsins, „motion“, og mun félagið því einfaldlega heita Lauda.

Hætta við pöntun í fimmtíu Boeing 737 MAX þotur

21. mars 2019

|

Indónesíska flugfélagið Garuda Indonesia hefur hætt við pöntun sína í þær Boeing 737 MAX þotur sem félagið hafði pantað.

Einkaflugmaður dæmdur í 3 ára fangelsi í kjölfar flugslyss

21. mars 2019

|

52 ára einkaflugmaður í Bretlandi hefur verið vistaður í fangelsi þar í landi vegna vítaverðs gáleysis við stjórnun flugvélar sem endaði með flugslysi í september árið 2017.

Trump vill fyrrum flugstjóra hjá Delta sem yfirmann hjá FAA

20. mars 2019

|

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Hvíta Húsið hafi áform um að skipta út yfirmanna hjá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) og láta Daniel Elwell víkja fyrir fyrrum flugstjóra hjá Delta

450 flugmenn í Rússlandi sviptir réttindum sínum í fyrra

20. mars 2019

|

Um 450 atvinnuflugmenn í Rússlandi voru sviptir réttindum sínum til farþegaflugs í fyrra eftir rússnesk flugmálayfirvöld gerðu úttekt á öryggismálum og þjálfun meðal rússneskra flugmanna.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00