flugfréttir

Kanada ætlar minnka afskipti sín að þjálfun flugmanna

- Flugfélögin munu sjálf sjá um að hafa eftirlit með sinni eigin þjálfun

22. ágúst 2018

|

Frétt skrifuð kl. 15:08

Flugfélög í Kanada munu hafa eftirlit með sinni eigin þjálfun frá og með haustinu

Flugmálayfirvöld í Kanada ætla sér að draga úr aðkomu sinni með eftirliti með hæfnisprófi og reglubundinni þjálfun atvinnuflugmanna og verða flugfélögin sjálf látin axla þá ábyrgð með því að hafa sjálf eftirlit með þjálfun flugmanna.

Ný reglugerð varðandi þessa breytingu mun taka gildi í Kanada í haust sem kveður á um dregið verði úr aðkomu starfsmanna á vegum flugmálayfirvalda sem hingað til hafa séð um að fylgjast með að þjálfun flugmanna hjá kanadískum flugfélögum fari rétt fram.

Ríkisstjórn Kanada segir að með þessu þá skapist aukið svigrúm til þess að nýta sérfræðiþekkingu viðkomandi starfsmanna á öðrum sviðum og kemur fram að flugiðnaðurinn í landinu eigi að vera fær um að sjá um eftirlit með þjálfun á eigin spýtur.

Boeing 767 flughermir hjá Air Canada

Flugmenn þurfa reglulega að gangst undir þjálfun á þá flugvélategund sem þeir fljúga til að sýna fram á að færni þeirra sé í lagi til að geta haldið atvinnuflugi áfram hjá viðkomandi félagi me öruggum hætti en slík próf fara oftast fram einu sinni á ári í flughermi.

Yfirumsjón og eftirlit með þjálfunarmálum hefur heyrt undir samgönguöryggisnefnd Kanada í samstarfi við þau fyrirtæki sem hafa fengið vottun til þess að sjá um þjálfun flugmanna.

Yfirvöld í Kanada hafa í marga áratugi fylgst með og haft eftirlit með þeirri starfsemi en frá og með haustinu mun draga úr vægi eftirlitsmanna á vegum stofnunarinnar en þeir hafa m.a. séð til þess að prófdómarar og þjálfunarflugstjórar séu hæfir hverju sinni til þess að skrifa út og votta færni flugmanna.

Einkaaðilar munu sjá um eftirlit auk þjálfunarflugmanna

Þess í stað stendur til að velja einkaaðila sem munu sjá um hlutverk með eftirliti sem bæði geta verið sérfræðingar sem starfa sjálfstætt eða aðili hjá viðkomandi flugfélagi.

Breytingin hefur verið gagnrýnt af nokkrum aðilum sem telja það draga úr flugöryggi ef flugmálayfirvöld ætli að minnka vægi aðkomu þeirra með eftirliti en Greg Holbrook, formaður félags kanadískra atvinnuflugmanna, er ekki sáttur við nýju stefnuna hjá flugmálayfirvöldum.

Flugmenn gangast flestir undir reglubundna þjálfun einu sinni á ári

„Það verður krefjandi að leggja mat á flugöryggi ef þetta á að breytast. Ef iðnaðurinn verður látinn sjálfur um að hafa eftirlit með sínum eigin málum og framfylgja sínum eigin reglum þá gæti það komið deilum af stað og hagsmunaárekstrum“, segir Holbrook.

John McKenna, formaður samtakanna Air Transport Association of Canada segir að flugfélög hafa lengi beðið eftir þessari breytingu þar sem þau vilja sjá alfarið sjálf um eftirlit með þjálfun og færnisprófum flugmanna. McKenna segir að flugmálayfirvöld í Kanada séu að breyta þessu þar sem þau hafa hreinlega ekki mannafla til að sinna eftirliti með þjálfun.

John McKenna telur að breytingin mun ekki hafa nein áhrif á flugöryggi

„Þetta mun ekki með nokkrum hætti breyta fagmennskunni í atvinnufluginu og það þarf ekki að hafa áhyggjur yfir því að þetta bitni á flugöryggi“, segir McKenna.

Flugmenn undir meira álagi með eftirlitsmann frá flugmálayfirvöldum í herminum

Árið 2017 fóru fram 15.300 færnispróf fyrir atvinnuflugmenn í Kanada en 300 þeirra voru undir eftirliti á vegum eftirlitsaðila frá kanadískum flugmálayfirvöldum á meðan sjálfstæðir aðilar og þjálfunarflugstjórar sátu yfir 15.000 prófum.

Mjög sjaldgæft er að flugmenn nái ekki reglubundinni þjálfun en komið hefur í ljós að þeir flugmenn sem félli í þjálfun í hermi voru flestir undir eftirliti frá starfsmanni frá flugmálayfirvöldum sem sat einnig í herminum.

„Flugmenn eru undir meiri álagi og stressi þegar eftirlitsmaður frá flugmálayfirvöldum er viðstaddur í flugherminum og það hefur áhrif á frammistöðu þeirra. Með nýju reglugerðinni verða því aðeins reyndir flugstjórar og þjálfunarflugmenn sem verða viðstaddir þjálfunina en stofnunin mun hafa eftirlit með hverjum og einum eftirlitsmanni sem hefur störf“, segir í tilkynningu.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga