flugfréttir
Ryanair semur við flugmenn á Írlandi

Flugvélar Ryanair á flugvellinum í Birmingham í morgun
Ryanair sér nú fyrir endanum á verkfallsaðgerðum flugmanna á Írlandi en starfsmannafélagið Fórsa hefur náð samkomulagi við stjórn félagsins og verða því ekki frekari verkföll á næstunni af hálfu írskra flugmanna.
Samningar náðust snemma í morgun eftir 22 tíma stanslausar viðræður sem hófust á miðvikudagsmorgninum en nýr kjarasamningur
verður kynntur flugmönnum á næstunni og fer hann fyrir atkvæðagreiðslu.
Samningurinn nær yfir helstu deilumál flugmanna við stjórn félagsins sem gekk að mestu leyti út á kjaramál, tilfærslu flugmanna
á milli annarra flugvalla, frídaga ásamt öðrum málefnum.
Um eitt hundrað flugmenn af þeim 350 sem starfa hjá Ryanair á Írlandi tóku þátt í verkfallsaðgerðum sem stóðu yfir í fimm
daga með hléum inn á milli.


1. janúar 2019
|
Boeing 737 MAX þota frá norska flugfélaginu Norwegian hefur nú verið föst í Íran í tvær og hálfa viku vegna skorts á varahlutum og vandamála í kjölfar þess að þotan þurfti að lenda af öryggisástæðum í

5. febrúar 2019
|
Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines flaug í dag sitt fyrsta flug til Hawaii-eyja en ekki er um áætlunarflug að ræða heldur sérstakt tilraunaflug og eru engir farþegar um borði í vélinni.

11. desember 2018
|
Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.

16. febrúar 2019
|
Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

14. febrúar 2019
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa hvatt bandarísk stjórnvöld, og alla þá sem koma að máli, að sjá til þess að lokun stofana í Bandaríkjunum muni ekki hafa áhrif á flugsamgöngur eins og gerðist

13. febrúar 2019
|
Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Karíbahafsins en félagið byrjaði að fljúga til Karíbahafsins árið 2015.

12. febrúar 2019
|
Lufthansa hefur tekið á leigu tvær Airbus A220 (Bombardier CSeries) þotur frá flugfélaginu airBaltic.

12. febrúar 2019
|
Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

12. febrúar 2019
|
Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.

11. febrúar 2019
|
Delta Air Lines flaug á dögunum sitt fyrsta farþegaflug með nýju Airbus A220 þotunni sem einnig er þekkt sem CSeries frá Bombardier.

11. febrúar 2019
|
Engan sakaði er einkaþota af gerðinni Hawker Beechcraft 400A rann út af flugbraut í lendingu í morgun á Richmond Municipal flugvellinum í Indíana í Bandaríkjunum.