flugfréttir

Flugstjóri flaggaði fána Vatíkansins óvart á hvolfi

- Náði að snúa fánanum rétt áður en Páfinn gekk frá borði

27. ágúst 2018

|

Frétt skrifuð kl. 11:06

Fáni Vatíkansins snýr á hvolf við komuna til Dublin

Flugstjóri einn hjá ítalska flugfélaginu Alitalia gerði neyðarleg mistök er hann snéri fána Vatíkansins öfugt við komu Francis Páfa til Dublin um helgina.

Þegar páfanum er flogið til annarra landa í opinberri heimsókn er siður að flagga bæði fána Vatíkansins út um glugga stjórnklefans og fána þess lands sem verið er að heimsækja.

Erlendur flugfréttamiðill, sem greinir frá atvikinu, segir flugmennirnir hafi aðeins þurft að sinna tveimur verkefnum sem var að fljúga Páfanum til Írlands og flagga fánunum og þykir þó betra að mistök voru gerð við að snúa fánanum rétt.

Öfugur fáni, sem snýr á hvolfi, er merki um neyðarástand í landinu og þykir það kaldhæðni að fáninn hafi snúið vitlaust í ljósi þess að kaþólska kirkjan hefur átt undir högg að sækja á Írlandi.

Einhver áttaði sig á mistökum og lét vita af þeim og náði flugstjórinn að snúa fánanum við á flaggstönginni svo hann myndi snúa rétt áður en Páfinn gekk frá borði.

Flugstjórinn náði að snúa fánanum við áður en Francis Páfi gekk frá borði

Páfinn fékk þó að berja marga öfuga fána Vatíkansins er hann kom til Dublin þar sem fjölmargir mótmælendur héldu á fánanum öfugum til að mótmæla aðkomu kaþólsku kirkjunnar á Írlandi að málum er snúa að kynferðisbrotum.

Hvort að flugstjórinn haldi starfinu áfram sem „flugstjóri Páfans“ er óvitað en erfitt getur verið að greina hvað snýr upp og niður á fána Vatíkansins þar sem skjaldamerki fánans er mjög svipað hvort sem það snýr rétt eða öfugt.  fréttir af handahófi

Farþegum fjölgar á ný um Tegel eftir hrun Air Berlin

25. október 2018

|

Farþegum hefur farið fjölgandi á ný um Tegel-flugvöllinn í Berlín og farþegatölur orðnar þær sömu og þær voru áður en þýska flugfélagið Air Berlin varð gjaldþrota.

Meinað um eldsneyti í Istanbúl

4. nóvember 2018

|

Írönskum farþegaflugvélum hefur verið meinaður aðgangur að þotueldsneyti á flugvellinum í Istanbúl þar sem stjórn flugvallarins hefur ákveðið að neita að afgreiða írönsk flugfélög.

Skortur á flugmönnum fyrir nýjar þotur hjá SAS Ireland

24. ágúst 2018

|

Nokkrar af næstu Airbus A320neo þotum sem SAS Ireland fær afhentar á næstu mánuðum munu fara í staðinn í flota SAS í Skandínavíu þar sem fleiri flugmenn eru tiltækir til þess að fljúga þeim á Norðurl

  Nýjustu flugfréttirnar

Fastjet nær að auka hlutafé sitt

18. nóvember 2018

|

Stjórn flugfélagsins Fastjet í Afríku hefur tekist að hækka hlutafé félagsins um 4,9 milljarða króna en flugfélagið hefur að undanförnu reynt að leita leiða til að fjármagna reksturinn sem hefur verið

Boeing 747-100 flýgur sitt síðasta flug

17. nóvember 2018

|

Síðasta Boeing 747-100 júmbó-þotan, sem hefur verið í umferð í heiminum í dag, flaug sitt síðasta flug á dögunum.

Ekki sagt frá nýju sjálfvirku kerfi sem á að koma í veg fyrir ofris

15. nóvember 2018

|

Atvinnuflugmannasamtökin (ALPA), sem er stærsta bandalag flugmanna í heiminum, krefjast þess að bandarísk stjórnvöld taki á vandamáli er varðar nýja tegund af flugstýringu á Boeing 737 MAX þotunum s

Þrír lamaðir flugmenn ætla að fljúga í kringum hnöttinn

14. nóvember 2018

|

Þrír hreyfihamlaðir flugmenn munu næstkomandi sunnudag leggja af stað í 10 mánaða langt heimsflug í kringum hnöttinn en þeir ætla að hafa viðdvöl á 150 stöðum í 40 löndum í sex heimsálfum og verður fe

Farþegar greiddu fyrir viðgerð á Dreamliner-þotu

14. nóvember 2018

|

Farþegar þurftu að greiða viðgerð á Dreamliner-þotu pólska flugfélagsins LOT Polish Airlines eftir að bilun kom upp í vélinni á flugvellinum í Peking.

Boeing 787 fór inn á braut á meðan A350 var í flugtaki

14. nóvember 2018

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A350-900 frá Delta Air Lines þurfti að hætta við flugtak á Pudong-flugvellinum í Shanghai í gær eftir að önnur þota fór inn á brautina.

KLM íhugar að kaupa Cessnur til að ferja varahluti og flugvirkja

12. nóvember 2018

|

Hollenska flugfélagið KLM Cityhopper skoðar nú möguleika á því að festa kaup á litlum flugvélum af gerðinni Cessna.

Alvarlegt atvik rannsakað þar sem flugmenn misstu alla stjórn

12. nóvember 2018

|

Verið er að rannsaka alvarlegt atvik sem átti sér stað í gær er flugmenn á Embraer E190 farþegaþotu frá Air Astana misstu stjórn á vélinni skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Lissabon.

Þróaði með sér flughræðslu við að fara af Q400 yfir á þotu

11. nóvember 2018

|

Dómstóll í Bretlandi hefur komist að þeirri niðurstöðu að flugfélagið Flybe fór ekki heiðarlega að máli eins flugmanns sem var rekinn frá félaginu eftir að hann þróaði með sér flughræðslu eftir að ha

Misstu stjórn á Embraer-þotu rétt eftir flugtak í Lissabon

11. nóvember 2018

|

Farþegaþota frá flugfélaginu Air Astana lýsti yfir neyðarástandi (7700) á fjórða tímanum í dag, rétt eftir flugtak frá flugvellinum í Lissabon í Portúgal, en flugmennirnir sögðu að þeir hefðu litla s