flugfréttir

Flugstjóri flaggaði fána Vatíkansins óvart á hvolfi

- Náði að snúa fánanum rétt áður en Páfinn gekk frá borði

27. ágúst 2018

|

Frétt skrifuð kl. 11:06

Fáni Vatíkansins snýr á hvolf við komuna til Dublin

Flugstjóri einn hjá ítalska flugfélaginu Alitalia gerði neyðarleg mistök er hann snéri fána Vatíkansins öfugt við komu Francis Páfa til Dublin um helgina.

Þegar páfanum er flogið til annarra landa í opinberri heimsókn er siður að flagga bæði fána Vatíkansins út um glugga stjórnklefans og fána þess lands sem verið er að heimsækja.

Erlendur flugfréttamiðill, sem greinir frá atvikinu, segir flugmennirnir hafi aðeins þurft að sinna tveimur verkefnum sem var að fljúga Páfanum til Írlands og flagga fánunum og þykir þó betra að mistök voru gerð við að snúa fánanum rétt.

Öfugur fáni, sem snýr á hvolfi, er merki um neyðarástand í landinu og þykir það kaldhæðni að fáninn hafi snúið vitlaust í ljósi þess að kaþólska kirkjan hefur átt undir högg að sækja á Írlandi.

Einhver áttaði sig á mistökum og lét vita af þeim og náði flugstjórinn að snúa fánanum við á flaggstönginni svo hann myndi snúa rétt áður en Páfinn gekk frá borði.

Flugstjórinn náði að snúa fánanum við áður en Francis Páfi gekk frá borði

Páfinn fékk þó að berja marga öfuga fána Vatíkansins er hann kom til Dublin þar sem fjölmargir mótmælendur héldu á fánanum öfugum til að mótmæla aðkomu kaþólsku kirkjunnar á Írlandi að málum er snúa að kynferðisbrotum.

Hvort að flugstjórinn haldi starfinu áfram sem „flugstjóri Páfans“ er óvitað en erfitt getur verið að greina hvað snýr upp og niður á fána Vatíkansins þar sem skjaldamerki fánans er mjög svipað hvort sem það snýr rétt eða öfugt.  fréttir af handahófi

Brasilía gefur grænt ljós fyrir samstarfi Boeing og Embraer

11. janúar 2019

|

Ríkisstjórnin í Brasilíu hefur gefið grænt ljós fyrir samstarfi Boeing og Embraer þar í landi en flugvélaframleiðendurnir stefna á samstarf í framleiðslu á farþegaþotum og einnig á flugvélum fyrir he

Önnur flugfélög koma farþegum Germania til hjálpar

6. febrúar 2019

|

Nokkur flugfélög í Evrópu hafa hlaupið undir bagga og boðið þeim farþegum, sem áttu bókað flug með Germania, sem varð gjaldþrota sl. mánudag, sérstök fargjöld til þess að komast aftur heim.

Önnur flugfélög koma farþegum Germania til hjálpar

6. febrúar 2019

|

Nokkur flugfélög í Evrópu hafa hlaupið undir bagga og boðið þeim farþegum, sem áttu bókað flug með Germania, sem varð gjaldþrota sl. mánudag, sérstök fargjöld til þess að komast aftur heim.

  Nýjustu flugfréttirnar

Southwest ferjar Boeing 737 MAX þoturnar til Victorville

23. mars 2019

|

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines er byrjað að ferja Boeing 737 MAX þotur til geymslu vegna kyrrsetningarinnar en þeirri fyrstu var í morgun flogið í flugvélakirkjugarðinn í Victorville í Moj

Næstu atvinnuflugmannsbekkir hefjast í maí og í ágúst

23. mars 2019

|

Flugakademíu Keilis hefur opnað fyrir umsóknir í flugnám í fyrsta sinn eftir sameininguna við Flugskóla Íslands en bóklegt nám fer nú fram á tveimur stöðum, í Reykjavík og í Reykjanesbæ.

Red Wings hættir við pöntun sína í Airbus A220

22. mars 2019

|

Flugfélagið Red Wings í Rússlandi hefur hætt við pöntun sína í Airbus A220 þotuna (CSeries) en félagið var eina rússneska flugfélagið sem hafði pantað þotuna frá Bombardier á sínum tíma.

Indigo Partners hættir við fjárfestingu í WOW air

21. mars 2019

|

Tilkynnt var í kvöld um að Indigo Partners hafi slitið viðræðum um fyrirhugaða fjárfestingu í WOW air.

Negus-þotan lendir í London

21. mars 2019

|

British Airways hefur lokið við að mála fjórðu og síðustu flugvélina í flotanum í sérstökum retro-litum.

Nafni Laudamotion breytt og einfaldað í „Lauda“

20. mars 2019

|

Ryanair, móðufélag austurríska flugfélagsins Laudamotion, hefur ákveðið að sleppa hluta úr nafni flugfélagsins, „motion“, og mun félagið því einfaldlega heita Lauda.

Hætta við pöntun í fimmtíu Boeing 737 MAX þotur

21. mars 2019

|

Indónesíska flugfélagið Garuda Indonesia hefur hætt við pöntun sína í þær Boeing 737 MAX þotur sem félagið hafði pantað.

Einkaflugmaður dæmdur í 3 ára fangelsi í kjölfar flugslyss

21. mars 2019

|

52 ára einkaflugmaður í Bretlandi hefur verið vistaður í fangelsi þar í landi vegna vítaverðs gáleysis við stjórnun flugvélar sem endaði með flugslysi í september árið 2017.

Trump vill fyrrum flugstjóra hjá Delta sem yfirmann hjá FAA

20. mars 2019

|

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Hvíta Húsið hafi áform um að skipta út yfirmanna hjá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) og láta Daniel Elwell víkja fyrir fyrrum flugstjóra hjá Delta

450 flugmenn í Rússlandi sviptir réttindum sínum í fyrra

20. mars 2019

|

Um 450 atvinnuflugmenn í Rússlandi voru sviptir réttindum sínum til farþegaflugs í fyrra eftir rússnesk flugmálayfirvöld gerðu úttekt á öryggismálum og þjálfun meðal rússneskra flugmanna.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00