flugfréttir

Ók í veg fyrir þotu í flugtaki

- Telja að flugumferðarstjóri á grundinni hafi gefið þeim heimild

27. ágúst 2018

|

Frétt skrifuð kl. 13:20

Tvær sekúndir liðu þar til flugvélin fór yfir þann stað á flugbrautinni þar sem bílinn ók yfir

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) rannsakar nú alvarlegt atvik sem átti sér stað í sumar er flugvallarökutæki var ekið í veg fyrir þotu á Springfield-Branson National flugvellinum í Missouri.

Atvikið átti sér stað þann 27. júní og náðist það á myndband úr öryggismyndavélum flugvallarins þar sem sjá má hvar ökutækið ekur eftir akbraut og fer yfir flugbraut en tveimur sekúndum síðar fer Embraer E145 þota frá American Eagle á loft á sama stað og bíllinn ók yfir brautina. Þotan hélt flugtakinu áfram og flaug til Chicago þar sem hún lenti á áætlun.

Fram kemur að í bílnum voru þrír starfsmenn flugvallarins sem voru á leið í grillveislu hjá slökkviliði vallarins sem hafði ákveðið að bjóða starfsmönnum í mat.

Starfsmennirnir þrír ákváðu að fara frekar beina leið að slökkviliðsstöðinni með því að fara yfir flugbrautina og sögðust þeir hafa fengið heimild frá turninum til að aka yfir tvær flugbrautir sem liggja samsíða.

Eftir að hafa þverað fyrri brautina kallar einn starfsmaðurinn, sem sat í framsætinu, og varar við að það sé flugvél að koma á fullri ferð í flugtaki á seinni brautinni. Ökumaðurinn ákvað að gefa í til að ná yfir seinni brautina en sá sem var í framsætinu sagðist hafa heyrt drunurnar þegar vélin fór yfir þá.

Ökumaðurinn spurði hina tvo, sem voru með honum í bílnum, hvort þeir hafi heyrt flugumferðarstjórann á grundinni gefa þeim leyfi til að aka yfir seinni brautina og svöruðu þeir því játandi.

Fram kemur að þar sem ökutækið var á miklum hraða þá hefði það sennilega stöðvast á miðri flugbraut ef ökumaðurinn hefði ákveðið að bremsa sem hefði gert atvikið enn alvarlegra.

Myndband:  fréttir af handahófi

Negus-þotan lendir í London

21. mars 2019

|

British Airways hefur lokið við að mála fjórðu og síðustu flugvélina í flotanum í sérstökum retro-litum.

208.000 farþegar flugu með Icelandair í febrúar

7. mars 2019

|

Rúmlega 208.000 farþegar flugu með Icelandair í síðastliðnum febrúarmánuði sem er níu prósenta aukning frá því í febrúar 2018 þegar 190.000 farþegar flugu með félaginu.

Nánast allt flug hjá SAS liggur niðri vegna verkfalls

26. apríl 2019

|

Nánast allt flug hjá SAS (Scandinavian) liggur nú niðri vegna verkfallsaðgerða meðal flugmanna hjá félaginu sem felldu niður störf sín víðsvegar um Skandinavíu eftir að kjaraviðræður fóru út um þúfu

  Nýjustu flugfréttirnar

Tvær júmbó-þotur snúa aftur í flota Air India

21. maí 2019

|

Air India ætlar að fjölga júmbó-þotum í flota sínum á ný með því að koma tveimur Boeing 747 þotum aftur í umferð í farþegaflugi sem teknar voru úr umferð árið 2008.

Niki Lauda látinn

21. maí 2019

|

Milljarðamæringurinn, ökuþórinn og flugfélagamógúllinn Niki Lauda er látinn en hann lést í gær sjötugur að aldri á háskólasjúkrahúsinu í Zurich í Sviss umvafinn vinum og ættingjum.

Flugáhugamenn fjölmenntu við komu þristanna í gærkvöldi

21. maí 2019

|

Það var þónokkur fjölmennur hópur sem hafði safnast saman við grindverkið bakvið Hótel Loftleiði út á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi til þess að berja augu hluta af þeim ellefu þristum sem eru þess

TUI íhugar að hætta við Boeing 737 MAX þoturnar

20. maí 2019

|

Flugfélaga- og ferðasamsteypan TUI hefur tilkynnt að allt stefni í að afkoma flugfélagsins TUI verði frekar slæm eftir fyrri helming ársins og hefur fyrirtækið varað fjárfesta við því að seinni helmi

SAS bætir Lúxemborg við leiðarkerfið

20. maí 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur ákveðið að hefja flug til Lúxemborg en í tilkynningu kemur fram að félagið ætli að fljúga frá Arlanda-flugvellinum í Stokkhólmi til Lúxemborgar frá og með byrjun nóv

Ryanair frestar afhendingum á 737 MAX fram í nóvember

20. maí 2019

|

Ryanair hefur ákveðið að fresta afhendingum á þeim Boeing 737 MAX þotum sem pantaðar voru á sínum tíma en lágfargjaldafélagið írska átti að taka við fyrstu þotunum á næstu dögum.

Viðbrögð við flugslysi æfð í Grímsey

17. maí 2019

|

Um 40 manns tóku þátt í flugslysaæfingu sem haldin var í Grímsey dagana 10. og 11. maí síðastliðinn en æft var með heimamönnum og viðbragðsaðilum.

IATA lokar fyrir aðgang Avianca Brasil að ferðaskrifstofum

17. maí 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa sent tilkynningu til allra ferðaskrifstofa þar sem þeim er gert að hætta að selja flug með suður-ameríska flugfélaginu Avianca Brasil.

TWA flugstöðin opin aftur fyrir almenningi

15. maí 2019

|

Ein frægasta flugstöð heims, TWA bygginging (Terminal T5) á Kennedy-flugvellinum í New York, opnaði aftur í dag opinberlega í tengslum við TWA hótelið sem hóf starfsemi sína í dag við hliðina á flugst

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu

13. maí 2019

|

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu í Frakklandi og stendur til að draga úr framboðinu um 15 prósent. Með því vonast félagið til þess að hægt verði að draga úr taprekstri félagsins.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00