flugfréttir

Ók í veg fyrir þotu í flugtaki

- Telja að flugumferðarstjóri á grundinni hafi gefið þeim heimild

27. ágúst 2018

|

Frétt skrifuð kl. 13:20

Tvær sekúndir liðu þar til flugvélin fór yfir þann stað á flugbrautinni þar sem bílinn ók yfir

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) rannsakar nú alvarlegt atvik sem átti sér stað í sumar er flugvallarökutæki var ekið í veg fyrir þotu á Springfield-Branson National flugvellinum í Missouri.

Atvikið átti sér stað þann 27. júní og náðist það á myndband úr öryggismyndavélum flugvallarins þar sem sjá má hvar ökutækið ekur eftir akbraut og fer yfir flugbraut en tveimur sekúndum síðar fer Embraer E145 þota frá American Eagle á loft á sama stað og bíllinn ók yfir brautina. Þotan hélt flugtakinu áfram og flaug til Chicago þar sem hún lenti á áætlun.

Fram kemur að í bílnum voru þrír starfsmenn flugvallarins sem voru á leið í grillveislu hjá slökkviliði vallarins sem hafði ákveðið að bjóða starfsmönnum í mat.

Starfsmennirnir þrír ákváðu að fara frekar beina leið að slökkviliðsstöðinni með því að fara yfir flugbrautina og sögðust þeir hafa fengið heimild frá turninum til að aka yfir tvær flugbrautir sem liggja samsíða.

Eftir að hafa þverað fyrri brautina kallar einn starfsmaðurinn, sem sat í framsætinu, og varar við að það sé flugvél að koma á fullri ferð í flugtaki á seinni brautinni. Ökumaðurinn ákvað að gefa í til að ná yfir seinni brautina en sá sem var í framsætinu sagðist hafa heyrt drunurnar þegar vélin fór yfir þá.

Ökumaðurinn spurði hina tvo, sem voru með honum í bílnum, hvort þeir hafi heyrt flugumferðarstjórann á grundinni gefa þeim leyfi til að aka yfir seinni brautina og svöruðu þeir því játandi.

Fram kemur að þar sem ökutækið var á miklum hraða þá hefði það sennilega stöðvast á miðri flugbraut ef ökumaðurinn hefði ákveðið að bremsa sem hefði gert atvikið enn alvarlegra.

Myndband:  fréttir af handahófi

Upplýsingar um flugtaksþunga skeikaði um 40 tonn

27. nóvember 2018

|

Flugmálayfirvöld í Ísrael hafa komist að þeirri niðurstöðu að rangar þyngdarupplýsingar upp á 40 tonn hafi valdið því að Boeing 787-9 þota frá El Al Israel Airlines átti í erfiðleikum með að hefja s

Hótuðu að hætta að útvega Air India eldsneyti vegna skulda

10. október 2018

|

Air India náði að koma sér hjá verulegum vandræðum eftir að nokkur olíufyrirtæki hótuðu því að hætta að verða Air India út um eldsneyti vegna skulda.

Flugmálayfirvöld hyggjast höfða mál gegn Ryanair

6. desember 2018

|

Ryanair á yfir höfðu sér málaferli frá breskum flugmálayfirvöldum þar sem að flugfélagið hefur neitað að greiða skaðabætur til fjölda farþega eftir að flugferðir voru felldar niður vegna verkfallsað

  Nýjustu flugfréttirnar

Fór út af braut eftir að önnur flugvél truflaði boð frá ILS kerfi

18. desember 2018

|

Talið er að truflun í ILS blindaðflugsbúnaði frá annarri flugvél hafi orsakað atvik er Boeing 777-300ER þota frá Singapore Airlines fór út af flugbraut í lendingu á flugvellinum í Munchen þann
1

Ryanair fær síðustu Boeing 737-800 þotuna afhenta

17. desember 2018

|

Boeing hefur afhent síðasta eintakið af Boeing 737-800 þotunni til Ryanair sem er einnig síðasta af Next Generation gerðinni og hefur lágfargjaldafélagið írska því tekið við 531 þotu af þeirri kynsl

Flugvöllurinn í Perth fer í mál við Qantas

16. desember 2018

|

Flugvöllurinn í Perth í Ástralíu hefur höfðað mál gegn Qantas vegna vangoldinna skulda en stjórn flugvallarins segir að flugfélagið ástralska hafi ekki greitt lendingargjöld í þónokkurn tíma.

Atlantic Airways stefnir á beint flug frá Færeyjum til New York

15. desember 2018

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways ætlar sér að hefja beint áætlunarflug til New York frá Færeyjum en flugfélagið færeyska hefur sótt um leyfi fyrir flugi til Bandaríkjanna.

Síðasta Boeing 777-300ER þotan afhent til Emirates

14. desember 2018

|

Emirates fagnaði fyrir helgi þeim tímamótum að hafa tekið við síðustu Boeing 777-300ER þotunni frá Boeing við hátíðlega athöfn og er félagið því komið með allar þoturnar sem pantaðar hafa verið af þ

Fara fram á 2 milljarða evra í bætur frá Etihad

13. desember 2018

|

Gjaldþrotadómstóll í Þýskalandi ætlar fyrir hönd skiptastjórnar Air Berlin að fara fram á bætur upp á 2 milljarða evra frá fyrrum samstarfsflugfélaginu Etihad Airways.

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.