flugfréttir

Ók í veg fyrir þotu í flugtaki

- Telja að flugumferðarstjóri á grundinni hafi gefið þeim heimild

27. ágúst 2018

|

Frétt skrifuð kl. 13:20

Tvær sekúndir liðu þar til flugvélin fór yfir þann stað á flugbrautinni þar sem bílinn ók yfir

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) rannsakar nú alvarlegt atvik sem átti sér stað í sumar er flugvallarökutæki var ekið í veg fyrir þotu á Springfield-Branson National flugvellinum í Missouri.

Atvikið átti sér stað þann 27. júní og náðist það á myndband úr öryggismyndavélum flugvallarins þar sem sjá má hvar ökutækið ekur eftir akbraut og fer yfir flugbraut en tveimur sekúndum síðar fer Embraer E145 þota frá American Eagle á loft á sama stað og bíllinn ók yfir brautina. Þotan hélt flugtakinu áfram og flaug til Chicago þar sem hún lenti á áætlun.

Fram kemur að í bílnum voru þrír starfsmenn flugvallarins sem voru á leið í grillveislu hjá slökkviliði vallarins sem hafði ákveðið að bjóða starfsmönnum í mat.

Starfsmennirnir þrír ákváðu að fara frekar beina leið að slökkviliðsstöðinni með því að fara yfir flugbrautina og sögðust þeir hafa fengið heimild frá turninum til að aka yfir tvær flugbrautir sem liggja samsíða.

Eftir að hafa þverað fyrri brautina kallar einn starfsmaðurinn, sem sat í framsætinu, og varar við að það sé flugvél að koma á fullri ferð í flugtaki á seinni brautinni. Ökumaðurinn ákvað að gefa í til að ná yfir seinni brautina en sá sem var í framsætinu sagðist hafa heyrt drunurnar þegar vélin fór yfir þá.

Ökumaðurinn spurði hina tvo, sem voru með honum í bílnum, hvort þeir hafi heyrt flugumferðarstjórann á grundinni gefa þeim leyfi til að aka yfir seinni brautina og svöruðu þeir því játandi.

Fram kemur að þar sem ökutækið var á miklum hraða þá hefði það sennilega stöðvast á miðri flugbraut ef ökumaðurinn hefði ákveðið að bremsa sem hefði gert atvikið enn alvarlegra.

Myndband:  fréttir af handahófi

Airbus fær nýja pöntun í minni útgáfuna af A330neo

15. október 2018

|

Airbus hefur fengið nýja pöntun í A330-800, minni útgáfuna af A330neo þotunni, en um nokkurt skeið hafði ekkert flugfélag átt inni pöntun í minni útgáfuna af Airbus A330neo.

Heildarpöntun AirAsia X í A330neo fer í 100 þotur

19. júlí 2018

|

Malasíska lágfargjaldafélagið AirAsia X hefur lagt inn pöntun í 34 breiðþotur af gerðinni Airbus A330neo.

Gætu misst leyfi til þess að fljúga um írska lofthelgi eftir Brexit

21. júlí 2018

|

Svo gæti farið að bresk flugfélög gætu misst leyfi til þess að fljúga um írska lofthelgi eftir Brexit næsta vor þegar Bretar munu formlega ganga út úr Evrópusamstarfinu.

  Nýjustu flugfréttirnar

Vilja opna hina flugbrautina á Gatwick-flugvelli

16. október 2018

|

Félag breskra atvinnuflugmanna (BALPA) taka undir tillögu Gatwick-flugvallarins í London um að skoða þann möguleika á að nýta varaflugbraut vallarins fyrir hefðbundna flugumferð um flugvöllinn til að

Segja áætlanir Ryanair vera stríðsyfirlýsingu við flugmenn

16. október 2018

|

Verkalýðs- og starfsmannafélög segja að með því loka starfsstöðvum og skera niður flugflotann sinn til þess að refsa flugmönnum og áhöfnum fyrir verkfallsaðgerðir sé Ryanair með því að lýsa yfir strí

„Allir sem geta flogið fá starf hjá Lufthansa“

16. október 2018

|

Lufthansa nær ekki að ráða eins marga flugmenn og félagið myndi vilja að sögn Ola Hansson, yfirmanns yfir þjálfunardeild Lufthansa Group, móðurfélags Lufthansa og SWISS International Air Lines.

Áhafnir hjá Ryanair þurftu að sofa á gólfinu

15. október 2018

|

Ryanair hefur beðið starfsmenn sína afsökunar eftir fjórar áhafnir félagsins neyddust til þess að sofa á grjóthörðu gólfinu um helgina á flugstöðinni í Málaga vegna fellibylsins Leslie sem gekk yfir

Airbus fær nýja pöntun í minni útgáfuna af A330neo

15. október 2018

|

Airbus hefur fengið nýja pöntun í A330-800, minni útgáfuna af A330neo þotunni, en um nokkurt skeið hafði ekkert flugfélag átt inni pöntun í minni útgáfuna af Airbus A330neo.

Cobalt Air í alvarlegum rekstarvanda

14. október 2018

|

Kýpverska flugfélagið Cobalt Air á í alvarlegum fjárhagserfiðleikum eftir að stjórnvöld í Kína ákváðu að frysta erlendar fjárfestingar meða kínverskra fyrirtækja.

Síðasta flug Azores Airlines með Airbus A310

13. október 2018

|

Flugfélagið Azores Airlines mun hætta með Airbus A310 þoturnar á morgun, 15. október, en félagið hefur haft þær í flota sínum í næstum tvo áratugi eða frá árinu 2000.

Rangar upplýsingar um afkastagetu í flugtaki rannsakað

12. október 2018

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi rannsaka nú enn annað atvikið hjá easyJet er varðar rangan útreikning fyrir flugtak.

Pirraður flugstjóri lét flugturninn heyra það óþvegið

12. október 2018

|

Flugstjóri einn hjá svissneska flugfélaginu SWISS International Air Lines missti stjórn á skapi sínu á dögunum er hann lét flugumferðarstjóra heyra það óþvegið er hann lýst yfir andúð sinni á starfsh

Þjálfunarmiðstöð United orðin sú stærsta í heimi

11. október 2018

|

United Airlines hefur lokið við stækkun á þjálfunarmistöð sinni í Denver í Colorado sem er með stækkuninni orðin stærsta flugþjálfunarmiðstöð í heimi en þar er að finna hvorki meira né minna en yfir