flugfréttir

Ók í veg fyrir þotu í flugtaki

- Telja að flugumferðarstjóri á grundinni hafi gefið þeim heimild

27. ágúst 2018

|

Frétt skrifuð kl. 13:20

Tvær sekúndir liðu þar til flugvélin fór yfir þann stað á flugbrautinni þar sem bílinn ók yfir

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) rannsakar nú alvarlegt atvik sem átti sér stað í sumar er flugvallarökutæki var ekið í veg fyrir þotu á Springfield-Branson National flugvellinum í Missouri.

Atvikið átti sér stað þann 27. júní og náðist það á myndband úr öryggismyndavélum flugvallarins þar sem sjá má hvar ökutækið ekur eftir akbraut og fer yfir flugbraut en tveimur sekúndum síðar fer Embraer E145 þota frá American Eagle á loft á sama stað og bíllinn ók yfir brautina. Þotan hélt flugtakinu áfram og flaug til Chicago þar sem hún lenti á áætlun.

Fram kemur að í bílnum voru þrír starfsmenn flugvallarins sem voru á leið í grillveislu hjá slökkviliði vallarins sem hafði ákveðið að bjóða starfsmönnum í mat.

Starfsmennirnir þrír ákváðu að fara frekar beina leið að slökkviliðsstöðinni með því að fara yfir flugbrautina og sögðust þeir hafa fengið heimild frá turninum til að aka yfir tvær flugbrautir sem liggja samsíða.

Eftir að hafa þverað fyrri brautina kallar einn starfsmaðurinn, sem sat í framsætinu, og varar við að það sé flugvél að koma á fullri ferð í flugtaki á seinni brautinni. Ökumaðurinn ákvað að gefa í til að ná yfir seinni brautina en sá sem var í framsætinu sagðist hafa heyrt drunurnar þegar vélin fór yfir þá.

Ökumaðurinn spurði hina tvo, sem voru með honum í bílnum, hvort þeir hafi heyrt flugumferðarstjórann á grundinni gefa þeim leyfi til að aka yfir seinni brautina og svöruðu þeir því játandi.

Fram kemur að þar sem ökutækið var á miklum hraða þá hefði það sennilega stöðvast á miðri flugbraut ef ökumaðurinn hefði ákveðið að bremsa sem hefði gert atvikið enn alvarlegra.

Myndband:  fréttir af handahófi

Fór í flugtak með stélstand fastan aftan á

24. janúar 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Ástralíu rannsaka atvik þar sem gleymdist að fjarlægja stélstand á fraktflugvél af gerðinni British Aerospace BAe 146-300 sem fór í loftið með standinn ennþá fastan við sté

Airbus A220 fær fjarflugsleyfi og vottun fyrir ETOPS 180

14. janúar 2019

|

Airbus A220 þotan, sem einnig er þekkt sem CSeries frá Bombarider, hefur fengið fjarflugsleyfi (ETOPS) upp á 180 mínútur sem þýðir að þotan mun með því fá leyfi til þess að fljúga og vera í allt að 3

Icelandair hættir við kaup á WOW air

29. nóvember 2018

|

Icelandair hefur hætt við fyrirhuguð kaup á flugfélaginu WOW air en þann 5. nóvember sl. tilkynntu félögin tvö um kaupsamning Icelandair Group á félaginu.

  Nýjustu flugfréttirnar

Þota frá Lion Air fór út af braut í lendingu

16. febrúar 2019

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

IATA hvetur Bandaríkin til þess að huga betur að flugmálum

14. febrúar 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa hvatt bandarísk stjórnvöld, og alla þá sem koma að máli, að sjá til þess að lokun stofana í Bandaríkjunum muni ekki hafa áhrif á flugsamgöngur eins og gerðist

Norwegian yfirgefur Karíbahafið

13. febrúar 2019

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Karíbahafsins en félagið byrjaði að fljúga til Karíbahafsins árið 2015.

Lufthansa tekur á leigu A220 þotur frá airBaltic

12. febrúar 2019

|

Lufthansa hefur tekið á leigu tvær Airbus A220 (Bombardier CSeries) þotur frá flugfélaginu airBaltic.

Kona hljóp nakin inn á flugbraut í Suður-Karólínu

12. febrúar 2019

|

Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

Stigabíll féll saman í Síberíu

12. febrúar 2019

|

Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.

Delta flýgur fyrsta flugið með Airbus A220

11. febrúar 2019

|

Delta Air Lines flaug á dögunum sitt fyrsta farþegaflug með nýju Airbus A220 þotunni sem einnig er þekkt sem CSeries frá Bombardier.

Einkaþota rann út af braut í lendingu í Indíana

11. febrúar 2019

|

Engan sakaði er einkaþota af gerðinni Hawker Beechcraft 400A rann út af flugbraut í lendingu í morgun á Richmond Municipal flugvellinum í Indíana í Bandaríkjunum.

Annað stærsta flugfélag Pakistan gjaldþrota

11. febrúar 2019

|

Shaheen Air, annað stærsta flugfélag Pakistans, hefur tilkynnt að það muni hætta rekstri vegna skorts á fjármagni og vegna skulda.

Boeing 737-700 fara brátt úr flota KLM

11. febrúar 2019

|

KLM Royal Dutch Airlines mun í vor byrja að losa sig við fyrstu Boeing 737-700 þoturnar en sú fyrsta mun yfirgefa flotann þann 1. maí næstkomandi.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00