flugfréttir

Björgólfur Jóhannsson segir starfi sínu lausu

- Lækkun afkomuspár Icelandair Group fyrir árið 2018

27. ágúst 2018

|

Frétt skrifuð kl. 21:46

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group

Björgólfur Jóhannsson hefur sagt upp starfi sínu sem forstjóri Icelandair Group í kjölfar lækkunar á afkomuspá fyrirtækisins fyrir árið 2018.

Í fréttatilkynningu kemur fram að Bogi Nils Bogason, fjármálastjóri félagsins, mun tímabundið taka við starfi forstjóra á meðan stjórn Icelandair Group mun finna félaginu forstjóra til framtíðar.

Björgólfur Jóhannsson hefur verið forstjóri Icelandair Group í yfir tíu ár og hefur hann stjórnað félaginu á mesta vaxtarskeiði Icelandair.

Yfirlýsing frá Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra Icelandair Group:

„Lækkun afkomuspárinnar skýrist fyrst og fremst af því að tekjur verða lægri en áður hafði verið gert ráð fyrir. Fyrir því eru einkum tvær ástæður; Í fyrsta lagi gerðum við enn ráð fyrir því við gerð seinustu afkomuspár að meðalfargjöld á seinustu mánuðum ársins myndu hækka, meðal annars í takt við kostnaðarhækkanir flugfélaga. Við teljum nú að þessar hækkanir muni skila sér síðar, þ.e. ekki fyrr en á árinu 2019.

Í öðru lagi hefur innleiðing breytinga sem gerðar voru í byrjun sumars 2017 á sölu- og markaðsstarfi félagsins ekki gengið nægilega vel fyrir sig auk þess sem gerðar voru breytingar á leiðarkerfi félagsins í byrjun þessa árs sem hafa valdið misvægi á milli framboðs fluga til Evrópu annars vegar og Norður-Ameríku hins vegar. Vegna þessa hafa spálíkön, sem meðal annars byggja á sögulegri þróun, ekki virkað sem skyldi og er uppfærð tekjuspá lægri en fyrri spá gerði ráð fyrir.

Það er mat okkar að lækkun farþegatekna Icelandair sem rekja megi til fyrrgreindra breytinga sé á bilinu 5-8% (50-80 milljónir USD) á ársgrundvelli. Eins og kom fram í upplýsingum sem félagið sendi frá sér í tengslum við birtingu uppgjörs á afkomu annars ársfjórðungs, hefur þegar verið gripið til aðgerða til að bregðast við þessari þróun. Þær aðgerðir eru farnar að skila árangri en við áætlum að það muni taka nokkra mánuði að sjá áhrif þeirra í afkomu félagsins. Við metum þessi neikvæðu áhrif á tekjur á þessu ári sem einskiptisliði.

Sigurður Helgason og Björgólfur Jóhannsson um borð í fyrstu Boeing 737 MAX þotu Icelandair

Þær ákvarðanir sem lýst er hér að ofan eru teknar á minni vakt. Það er ljóst að þær hafa valdið félaginu fjárhagslegu tjóni á þessu ári. Ég ber sem forstjóri félagsins ábyrgð gagnvart stjórn og hluthöfum. Fyrr í dag tjáði ég stjórn að ég óskaði efir því að láta af starfi forstjóra Icelandair Group. Þó að vissulega sé búið að taka á fyrrnefndum vandamálum þá er það ábyrgðarhluti að hafa ekki fylgt breytingunum eftir með fullnægjandi hætti og brugðist fyrr við. Þá ábyrgð tel ég rétt að axla og læt því af störfum sem forstjóri félagsins.

Undanfarin rúm tíu ár hafa verið allt í senn; gefandi, krefjandi og lærdómsrík. Við höfum farið í gegnum efnahagshrun og eldgos og tekist á við mikinn vöxt á stuttum tíma. Flugrekstur er í eðli sínu sveiflukenndur. Við höfum notið mikillar velgengni en einnig tekist á við krefjandi tíma. Það er á stundum sem þessum sem reynir á fyrirtæki og starfsfólk og við höfum séð á undanförnum árum hvílíkir kraftar leysast úr læðingi hjá félaginu þegar reynir á. Fyrir þeim krafti hef ég fundið sterkt á undanförnum vikum eftir að við brugðumst við fyrrnefndum vandamálum.

Ég er stoltur af því sem hefur áorkast undanfarin ár og þakklátur fyrir að hafa fengið að vinna með frábæru fólki. Framtíð Icelandair Group er að mínu mati björt; félagið er fjárhagslega sterkt, með framúrskarandi starfsfólk og með góða stöðu á mörkuðum. Ég þakka samstarfsfólki og stjórn fyrir frábært samstarf sem aldrei hefur borið skugga á.“







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga