flugfréttir

Qantas stefnir á að opna tvo flugskóla í Ástralíu

28. ágúst 2018

|

Frétt skrifuð kl. 14:09

Qantas ætlar bæði að þjálfa sína eigin flugmenn og einnig nýja flugmenn fyrir önnur flugfélög

Qantas ætlar sér að koma upp öðrum flugskóla í Ástralíu sem mun sérstaklega þjóna þeim tilgangi að útskrifa nýja atvinnuflugmenn fyrir flugfélagið ástralska.

Qantas tilkynnti í febrúar að til stæði að velja staðsetningu fyrir nýjan flugskóla á vegum félagsins en alls voru níu bæir í Ástralíu sem kepptust um að bjóða upp á aðstöðu fyrir skólann.

Nú hefur félagið ákveðið að flugskólarnir verði tveir í Ástralíu til að koma til móts við aukna eftirspurn eftir flugmönnum en fyrsti skólinn á að vera tilbúinn árið 2019.

„Við ætlum okkur að þjálfa yfir 100 flugmenn á ári til að byrja með og allt að 500 flugmenn árlega síðar meir en til að það sé hægt þurfum við tvo flugskóla“, segir Alan Joyce, framkvæmdarstjóri Qantas.

Joyce segir að það hefur komið stjórn Qantas verulega á óvart hversu mikill áhugi sé meðal margra bæja og borga í Ástralíu sem vilja ólm fá að hýsa flugskóla fyrir flugfélagið.

„Starfshópur á vegum Qantas hefur ferðast um alla Ástralíu til að skoða aðstöðuna á flugvöllum þessara bæja sem koma til greina“, segir Joyce.

Gert er ráð fyrir því að annar flugskóli Qantas verði tilbúinn árið 2020 eða ári síðar eftir að fyrsti flugskólinn verður tekinn í notkun.

Nú þegar hafa yfir 17.000 umsækjendur sótt um að komast að í flugnám í flugskóla Qantas.  fréttir af handahófi

227.000 flugu með Icelandair í janúar

7. febrúar 2019

|

Um 227.000 farþegar flugu með Icelandair í janúarmánuði sem er aukning upp á 8 prósent samanborið við janúar árið 2018.

Aldrei eins margar seinkanir á flugi í Evrópu og árið 2018

29. nóvember 2018

|

Árið 2018 verður eitt versta árið í heilan áratug er kemur að seinkunum á flugi í Evrópu en sjaldan hafa orðið eins miklar seinkanir á flugi og var í ár auk þess sem fjöldi aflýstra flugferða náði ný

Börðust við að halda vélinni stöðugri allt frá flugtaki

28. nóvember 2018

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Indónesíu hefur birtar nýjar upplýsingar varðandi flugslysið er Boeing 737 MAX þota frá Lion Air fórst eftir flugtak frá Jakarta í Indónesíu þann 29. október sl.

  Nýjustu flugfréttirnar

Þota frá Lion Air fór út af braut í lendingu

16. febrúar 2019

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

IATA hvetur Bandaríkin til þess að huga betur að flugmálum

14. febrúar 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa hvatt bandarísk stjórnvöld, og alla þá sem koma að máli, að sjá til þess að lokun stofana í Bandaríkjunum muni ekki hafa áhrif á flugsamgöngur eins og gerðist

Norwegian yfirgefur Karíbahafið

13. febrúar 2019

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Karíbahafsins en félagið byrjaði að fljúga til Karíbahafsins árið 2015.

Lufthansa tekur á leigu A220 þotur frá airBaltic

12. febrúar 2019

|

Lufthansa hefur tekið á leigu tvær Airbus A220 (Bombardier CSeries) þotur frá flugfélaginu airBaltic.

Kona hljóp nakin inn á flugbraut í Suður-Karólínu

12. febrúar 2019

|

Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

Stigabíll féll saman í Síberíu

12. febrúar 2019

|

Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.

Delta flýgur fyrsta flugið með Airbus A220

11. febrúar 2019

|

Delta Air Lines flaug á dögunum sitt fyrsta farþegaflug með nýju Airbus A220 þotunni sem einnig er þekkt sem CSeries frá Bombardier.

Einkaþota rann út af braut í lendingu í Indíana

11. febrúar 2019

|

Engan sakaði er einkaþota af gerðinni Hawker Beechcraft 400A rann út af flugbraut í lendingu í morgun á Richmond Municipal flugvellinum í Indíana í Bandaríkjunum.

Annað stærsta flugfélag Pakistan gjaldþrota

11. febrúar 2019

|

Shaheen Air, annað stærsta flugfélag Pakistans, hefur tilkynnt að það muni hætta rekstri vegna skorts á fjármagni og vegna skulda.

Boeing 737-700 fara brátt úr flota KLM

11. febrúar 2019

|

KLM Royal Dutch Airlines mun í vor byrja að losa sig við fyrstu Boeing 737-700 þoturnar en sú fyrsta mun yfirgefa flotann þann 1. maí næstkomandi.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00