flugfréttir

Þörf fyrir örlítið færri flugmenn í heiminum en talið var

- Boeing lækkar spá sína: 2.000 færri flugmenn og 26.000 færri flugvirkjar

28. ágúst 2018

|

Frétt skrifuð kl. 21:49

Stjórnklefi um borð í Airbus A320 þotu

Boeing hefur lækkað spá sína um þörf fyrir nýja atvinnuflugmenn í heiminum samanborið við spá sem gefin var út í fyrra.

Árið 2017 gerði Boeing ráð fyrir því að þörf væri fyrir 637.000 nýja flugmenn til ársins 2037 en ný spá Boeing gerir ráð fyrir að flugfélög í heiminum þurfi 635.000 nýja flugmenn eða 2.000 færri flugmenn en talið var í fyrra.

Spá Boeing um eftirspurn eftir flugmönnum á næstu 19 árum lækkar því um 0.3% og er um fyrstu lækkun að ræða í mörg ár en samt sem áður þá gerir spáin ráð fyrir 27% fleiri flugmönnum en sex ára gömul spá Boeing sem kom út árið 2012 sem gerði ráð fyrir þörf fyrir 460.000 nýja atvinnuflugmenn í heiminum.

Spáin nær yfir eftirspurn flugfélaganna eftir nýjum atvinnuflugmönnum en sé tekið með í reikninginn eftirspurn eftir flugmönnum í þyrluflugi, í einkaþotuflugi og í öðrum greinum þá er þörf á 790.000 nýjum flugmönnum í heiminum í heildina.

Graf sem sýnir hvernig spá Boeing hefur þróast á sl. sex árum

Mest þörf verður fyrir nýja flugmenn í Asíu og á Kyrrahafssvæðinu þar sem vantar 261.000 nýja flugmenn og næstmest verður þörfin í Norður-Ameríku þar sem er séð er fram á þörf fyrir 206.000 nýja flugmenn.

Í Evrópu vantar 146.000 nýja flugmenn, 64.000 flugmenn vantar í Miðausturlöndum, 57.000 í Suður-Ameríku, 29.000 flugmenn í Afríku og 27.000 í Rússlandi og í ríkjum sem áður tilheyrðu Sovíetríkjunum.

Þrátt fyrir að spáin lækki örlítið milli ára þá eru margir á því að flugskólar
heimsins ná vart að anna eftirspurninni við að útskrifa nýja flugmenn

Flestir flugmenn láta af störfum sökum aldurs næstu 8 árin

Boeing spáir að mesta þörfin fyrir nýja flugmenn verði á árunum frá 2018 til ársins 2027 þar sem mikill fjöldi flugmanna lætur af störfum sökum aldurs á þessu tíambili en eftir það munu færri flugmenn láta af störfum þar sem búið verður að yngja upp hjá flestum flugfélögum eftir þann tíma og skipta skipta flestum flugmönnum út fyrir nýja og yngri flugmenn.

Þá hefur Boeing einnig lækkað spá sína varðandi þörf fyrir nýja flugvirkja á næstu árum niður í 622.000 flugvirkja sem er lækkun sem nemur um 4 prósentum en árið 2017 var séð fram á þörf fyrir 648.000 flugvirkja í heiminum.

Spá Boeing um eftirspurn eftir nýjum flugvirkjum hefur breyst þónokkuð milli ára

Orsök þess er rakin til þess að gert er ráð fyrir færri verkefnum fyrir flugvirkja þar sem lengri tími mun líða á milli skoðana á öllum þeim nýju flugvélum sem verða afhentar á næstu árum til flugfélaganna þar sem viðhald þeirra verður ekki eins mikið.

Ef allir flugvirkjar eru taldir með auk flugvirkja sem starfa í einkaþotufluginu og við viðhald á þyrlum þá verður eftirspurn eftir 754.000 nýjum flugvirkjum í heiminum til ársins 2037.

Eftirspurn eftir nýjum flugfreyjum og flugþjónum hækkar þó öfugt við spánna sem gildir fyrir flugmenn og flugvirkja og er séð fram á þörf fyrir 858.000 nýjar flugfreyjur og flugþjóna en sú tala var 839.000 í fyrra.  fréttir af handahófi

Styttist í opnun á nýrri 737 MAX afhendingarmiðstöð í Kína

9. ágúst 2018

|

Boeing hefur hraðað ráðningarferli á starfsmönnum sem munu koma til með að starfa við nýja frágangs- og afhendingarmiðstöð fyrir Boeing 737 MAX þotur sem tekin verður í noktun í Kína á næstunni.

Reyndi að fá að hlaða símann í stjórnklefanum

28. september 2018

|

Bera þurfti farþega frá borði á flugvellinum í Mumbai á Indlandi sl. mánudag eftir að hann reyndi ítrekað að komast inn í stjórnklefa á farþegaþotu af gerðinni Airbus A320 í þeim tilgangi að hlaða sí

Lenti á nýrri flugbraut sem hefur ekki verið tekin í notkun

27. ágúst 2018

|

Farþegaþota frá rússneska flugfélaginu Ural Airlines lenti óvart á lokaðri flugbraut á flugvellinum í borginni Ulan-Ude í Rússlandi sl. laugardag.

  Nýjustu flugfréttirnar

Vilja opna hina flugbrautina á Gatwick-flugvelli

16. október 2018

|

Félag breskra atvinnuflugmanna (BALPA) taka undir tillögu Gatwick-flugvallarins í London um að skoða þann möguleika á að nýta varaflugbraut vallarins fyrir hefðbundna flugumferð um flugvöllinn til að

Segja áætlanir Ryanair vera stríðsyfirlýsingu við flugmenn

16. október 2018

|

Verkalýðs- og starfsmannafélög segja að með því loka starfsstöðvum og skera niður flugflotann sinn til þess að refsa flugmönnum og áhöfnum fyrir verkfallsaðgerðir sé Ryanair með því að lýsa yfir strí

„Allir sem geta flogið fá starf hjá Lufthansa“

16. október 2018

|

Lufthansa nær ekki að ráða eins marga flugmenn og félagið myndi vilja að sögn Ola Hansson, yfirmanns yfir þjálfunardeild Lufthansa Group, móðurfélags Lufthansa og SWISS International Air Lines.

Áhafnir hjá Ryanair þurftu að sofa á gólfinu

15. október 2018

|

Ryanair hefur beðið starfsmenn sína afsökunar eftir fjórar áhafnir félagsins neyddust til þess að sofa á grjóthörðu gólfinu um helgina á flugstöðinni í Málaga vegna fellibylsins Leslie sem gekk yfir

Airbus fær nýja pöntun í minni útgáfuna af A330neo

15. október 2018

|

Airbus hefur fengið nýja pöntun í A330-800, minni útgáfuna af A330neo þotunni, en um nokkurt skeið hafði ekkert flugfélag átt inni pöntun í minni útgáfuna af Airbus A330neo.

Cobalt Air í alvarlegum rekstarvanda

14. október 2018

|

Kýpverska flugfélagið Cobalt Air á í alvarlegum fjárhagserfiðleikum eftir að stjórnvöld í Kína ákváðu að frysta erlendar fjárfestingar meða kínverskra fyrirtækja.

Síðasta flug Azores Airlines með Airbus A310

13. október 2018

|

Flugfélagið Azores Airlines mun hætta með Airbus A310 þoturnar á morgun, 15. október, en félagið hefur haft þær í flota sínum í næstum tvo áratugi eða frá árinu 2000.

Rangar upplýsingar um afkastagetu í flugtaki rannsakað

12. október 2018

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi rannsaka nú enn annað atvikið hjá easyJet er varðar rangan útreikning fyrir flugtak.

Pirraður flugstjóri lét flugturninn heyra það óþvegið

12. október 2018

|

Flugstjóri einn hjá svissneska flugfélaginu SWISS International Air Lines missti stjórn á skapi sínu á dögunum er hann lét flugumferðarstjóra heyra það óþvegið er hann lýst yfir andúð sinni á starfsh

Þjálfunarmiðstöð United orðin sú stærsta í heimi

11. október 2018

|

United Airlines hefur lokið við stækkun á þjálfunarmistöð sinni í Denver í Colorado sem er með stækkuninni orðin stærsta flugþjálfunarmiðstöð í heimi en þar er að finna hvorki meira né minna en yfir