flugfréttir

Þörf fyrir örlítið færri flugmenn í heiminum en talið var

- Boeing lækkar spá sína: 2.000 færri flugmenn og 26.000 færri flugvirkjar

28. ágúst 2018

|

Frétt skrifuð kl. 21:49

Stjórnklefi um borð í Airbus A320 þotu

Boeing hefur lækkað spá sína um þörf fyrir nýja atvinnuflugmenn í heiminum samanborið við spá sem gefin var út í fyrra.

Árið 2017 gerði Boeing ráð fyrir því að þörf væri fyrir 637.000 nýja flugmenn til ársins 2037 en ný spá Boeing gerir ráð fyrir að flugfélög í heiminum þurfi 635.000 nýja flugmenn eða 2.000 færri flugmenn en talið var í fyrra.

Spá Boeing um eftirspurn eftir flugmönnum á næstu 19 árum lækkar því um 0.3% og er um fyrstu lækkun að ræða í mörg ár en samt sem áður þá gerir spáin ráð fyrir 27% fleiri flugmönnum en sex ára gömul spá Boeing sem kom út árið 2012 sem gerði ráð fyrir þörf fyrir 460.000 nýja atvinnuflugmenn í heiminum.

Spáin nær yfir eftirspurn flugfélaganna eftir nýjum atvinnuflugmönnum en sé tekið með í reikninginn eftirspurn eftir flugmönnum í þyrluflugi, í einkaþotuflugi og í öðrum greinum þá er þörf á 790.000 nýjum flugmönnum í heiminum í heildina.

Graf sem sýnir hvernig spá Boeing hefur þróast á sl. sex árum

Mest þörf verður fyrir nýja flugmenn í Asíu og á Kyrrahafssvæðinu þar sem vantar 261.000 nýja flugmenn og næstmest verður þörfin í Norður-Ameríku þar sem er séð er fram á þörf fyrir 206.000 nýja flugmenn.

Í Evrópu vantar 146.000 nýja flugmenn, 64.000 flugmenn vantar í Miðausturlöndum, 57.000 í Suður-Ameríku, 29.000 flugmenn í Afríku og 27.000 í Rússlandi og í ríkjum sem áður tilheyrðu Sovíetríkjunum.

Þrátt fyrir að spáin lækki örlítið milli ára þá eru margir á því að flugskólar
heimsins ná vart að anna eftirspurninni við að útskrifa nýja flugmenn

Flestir flugmenn láta af störfum sökum aldurs næstu 8 árin

Boeing spáir að mesta þörfin fyrir nýja flugmenn verði á árunum frá 2018 til ársins 2027 þar sem mikill fjöldi flugmanna lætur af störfum sökum aldurs á þessu tíambili en eftir það munu færri flugmenn láta af störfum þar sem búið verður að yngja upp hjá flestum flugfélögum eftir þann tíma og skipta skipta flestum flugmönnum út fyrir nýja og yngri flugmenn.

Þá hefur Boeing einnig lækkað spá sína varðandi þörf fyrir nýja flugvirkja á næstu árum niður í 622.000 flugvirkja sem er lækkun sem nemur um 4 prósentum en árið 2017 var séð fram á þörf fyrir 648.000 flugvirkja í heiminum.

Spá Boeing um eftirspurn eftir nýjum flugvirkjum hefur breyst þónokkuð milli ára

Orsök þess er rakin til þess að gert er ráð fyrir færri verkefnum fyrir flugvirkja þar sem lengri tími mun líða á milli skoðana á öllum þeim nýju flugvélum sem verða afhentar á næstu árum til flugfélaganna þar sem viðhald þeirra verður ekki eins mikið.

Ef allir flugvirkjar eru taldir með auk flugvirkja sem starfa í einkaþotufluginu og við viðhald á þyrlum þá verður eftirspurn eftir 754.000 nýjum flugvirkjum í heiminum til ársins 2037.

Eftirspurn eftir nýjum flugfreyjum og flugþjónum hækkar þó öfugt við spánna sem gildir fyrir flugmenn og flugvirkja og er séð fram á þörf fyrir 858.000 nýjar flugfreyjur og flugþjóna en sú tala var 839.000 í fyrra.  fréttir af handahófi

United ætlar að fækka um eina flugfreyju í millilandaflugi

7. nóvember 2018

|

United Airlines ætlar að fækka flugfreyjum og flugþjónum um borð í flugvélum sínum í millilandaflugi um einn flugliða í þeim tilgangi að ná fram hagræðingu í rekstri.

Þota endaði inn í trjám

29. september 2018

|

Eitthvað virðist hafa farið úrskeiðis á Congonhas-flugvellinum í São Paulo í Brasilíu í gær þegar farþegaþota frá TAM Airlines af gerðinni Airbus A320 endaði á trjám þegar verið var að færa hana til

Þrír lamaðir flugmenn ætla að fljúga í kringum hnöttinn

14. nóvember 2018

|

Þrír hreyfihamlaðir flugmenn munu næstkomandi sunnudag leggja af stað í 10 mánaða langt heimsflug í kringum hnöttinn en þeir ætla að hafa viðdvöl á 150 stöðum í 40 löndum í sex heimsálfum og verður fe

  Nýjustu flugfréttirnar

Fór út af braut eftir að önnur flugvél truflaði boð frá ILS kerfi

18. desember 2018

|

Talið er að truflun í ILS blindaðflugsbúnaði frá annarri flugvél hafi orsakað atvik er Boeing 777-300ER þota frá Singapore Airlines fór út af flugbraut í lendingu á flugvellinum í Munchen þann
1

Ryanair fær síðustu Boeing 737-800 þotuna afhenta

17. desember 2018

|

Boeing hefur afhent síðasta eintakið af Boeing 737-800 þotunni til Ryanair sem er einnig síðasta af Next Generation gerðinni og hefur lágfargjaldafélagið írska því tekið við 531 þotu af þeirri kynsl

Flugvöllurinn í Perth fer í mál við Qantas

16. desember 2018

|

Flugvöllurinn í Perth í Ástralíu hefur höfðað mál gegn Qantas vegna vangoldinna skulda en stjórn flugvallarins segir að flugfélagið ástralska hafi ekki greitt lendingargjöld í þónokkurn tíma.

Atlantic Airways stefnir á beint flug frá Færeyjum til New York

15. desember 2018

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways ætlar sér að hefja beint áætlunarflug til New York frá Færeyjum en flugfélagið færeyska hefur sótt um leyfi fyrir flugi til Bandaríkjanna.

Síðasta Boeing 777-300ER þotan afhent til Emirates

14. desember 2018

|

Emirates fagnaði fyrir helgi þeim tímamótum að hafa tekið við síðustu Boeing 777-300ER þotunni frá Boeing við hátíðlega athöfn og er félagið því komið með allar þoturnar sem pantaðar hafa verið af þ

Fara fram á 2 milljarða evra í bætur frá Etihad

13. desember 2018

|

Gjaldþrotadómstóll í Þýskalandi ætlar fyrir hönd skiptastjórnar Air Berlin að fara fram á bætur upp á 2 milljarða evra frá fyrrum samstarfsflugfélaginu Etihad Airways.

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.