flugfréttir

Þörf fyrir örlítið færri flugmenn í heiminum en talið var

- Boeing lækkar spá sína: 2.000 færri flugmenn og 26.000 færri flugvirkjar

28. ágúst 2018

|

Frétt skrifuð kl. 21:49

Stjórnklefi um borð í Airbus A320 þotu

Boeing hefur lækkað spá sína um þörf fyrir nýja atvinnuflugmenn í heiminum samanborið við spá sem gefin var út í fyrra.

Árið 2017 gerði Boeing ráð fyrir því að þörf væri fyrir 637.000 nýja flugmenn til ársins 2037 en ný spá Boeing gerir ráð fyrir að flugfélög í heiminum þurfi 635.000 nýja flugmenn eða 2.000 færri flugmenn en talið var í fyrra.

Spá Boeing um eftirspurn eftir flugmönnum á næstu 19 árum lækkar því um 0.3% og er um fyrstu lækkun að ræða í mörg ár en samt sem áður þá gerir spáin ráð fyrir 27% fleiri flugmönnum en sex ára gömul spá Boeing sem kom út árið 2012 sem gerði ráð fyrir þörf fyrir 460.000 nýja atvinnuflugmenn í heiminum.

Spáin nær yfir eftirspurn flugfélaganna eftir nýjum atvinnuflugmönnum en sé tekið með í reikninginn eftirspurn eftir flugmönnum í þyrluflugi, í einkaþotuflugi og í öðrum greinum þá er þörf á 790.000 nýjum flugmönnum í heiminum í heildina.

Graf sem sýnir hvernig spá Boeing hefur þróast á sl. sex árum

Mest þörf verður fyrir nýja flugmenn í Asíu og á Kyrrahafssvæðinu þar sem vantar 261.000 nýja flugmenn og næstmest verður þörfin í Norður-Ameríku þar sem er séð er fram á þörf fyrir 206.000 nýja flugmenn.

Í Evrópu vantar 146.000 nýja flugmenn, 64.000 flugmenn vantar í Miðausturlöndum, 57.000 í Suður-Ameríku, 29.000 flugmenn í Afríku og 27.000 í Rússlandi og í ríkjum sem áður tilheyrðu Sovíetríkjunum.

Þrátt fyrir að spáin lækki örlítið milli ára þá eru margir á því að flugskólar
heimsins ná vart að anna eftirspurninni við að útskrifa nýja flugmenn

Flestir flugmenn láta af störfum sökum aldurs næstu 8 árin

Boeing spáir að mesta þörfin fyrir nýja flugmenn verði á árunum frá 2018 til ársins 2027 þar sem mikill fjöldi flugmanna lætur af störfum sökum aldurs á þessu tíambili en eftir það munu færri flugmenn láta af störfum þar sem búið verður að yngja upp hjá flestum flugfélögum eftir þann tíma og skipta skipta flestum flugmönnum út fyrir nýja og yngri flugmenn.

Þá hefur Boeing einnig lækkað spá sína varðandi þörf fyrir nýja flugvirkja á næstu árum niður í 622.000 flugvirkja sem er lækkun sem nemur um 4 prósentum en árið 2017 var séð fram á þörf fyrir 648.000 flugvirkja í heiminum.

Spá Boeing um eftirspurn eftir nýjum flugvirkjum hefur breyst þónokkuð milli ára

Orsök þess er rakin til þess að gert er ráð fyrir færri verkefnum fyrir flugvirkja þar sem lengri tími mun líða á milli skoðana á öllum þeim nýju flugvélum sem verða afhentar á næstu árum til flugfélaganna þar sem viðhald þeirra verður ekki eins mikið.

Ef allir flugvirkjar eru taldir með auk flugvirkja sem starfa í einkaþotufluginu og við viðhald á þyrlum þá verður eftirspurn eftir 754.000 nýjum flugvirkjum í heiminum til ársins 2037.

Eftirspurn eftir nýjum flugfreyjum og flugþjónum hækkar þó öfugt við spánna sem gildir fyrir flugmenn og flugvirkja og er séð fram á þörf fyrir 858.000 nýjar flugfreyjur og flugþjóna en sú tala var 839.000 í fyrra.  fréttir af handahófi

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu

13. maí 2019

|

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu í Frakklandi og stendur til að draga úr framboðinu um 15 prósent. Með því vonast félagið til þess að hægt verði að draga úr taprekstri félagsins.

JetBlue stefnir á að hefja flug til Evrópu í sumar

4. mars 2019

|

Margt bendir til þess að jetBlue ætli sér að hefja flug yfir Atlantshafið til Evrópu og er sagt að flugfélagið bandaríska reyni nú með öllum ráðum að tryggja sér afgreiðslu- og lendingarpláss í Londo

Breytingar á flugáætlun Icelandair

10. apríl 2019

|

Icelandair hefur tilkynnt um breytingar á leiðarkerfi félagsins sem meðal annars má rekja til kyrrsetningar á Boeing 737 MAX þotum félagsins en á föstudag verður kominn einn mánuður frá því Boeing 73

  Nýjustu flugfréttirnar

TUI íhugar að hætta við Boeing 737 MAX þoturnar

20. maí 2019

|

Flugfélaga- og ferðasamsteypan TUI hefur tilkynnt að allt stefni í að afkoma flugfélagsins TUI verði frekar slæm eftir fyrri helming ársins og hefur fyrirtækið varað fjárfesta við því að seinni helmi

SAS bætir Lúxemborg við leiðarkerfið

20. maí 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur ákveðið að hefja flug til Lúxemborg en í tilkynningu kemur fram að félagið ætli að fljúga frá Arlanda-flugvellinum í Stokkhólmi til Lúxemborgar frá og með byrjun nóv

Ryanair frestar afhendingum á 737 MAX fram í nóvember

20. maí 2019

|

Ryanair hefur ákveðið að fresta afhendingum á þeim Boeing 737 MAX þotum sem pantaðar voru á sínum tíma en lágfargjaldafélagið írska átti að taka við fyrstu þotunum á næstu dögum.

Viðbrögð við flugslysi æfð í Grímsey

17. maí 2019

|

Um 40 manns tóku þátt í flugslysaæfingu sem haldin var í Grímsey dagana 10. og 11. maí síðastliðinn en æft var með heimamönnum og viðbragðsaðilum.

IATA lokar fyrir aðgang Avianca Brasil að ferðaskrifstofum

17. maí 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa sent tilkynningu til allra ferðaskrifstofa þar sem þeim er gert að hætta að selja flug með suður-ameríska flugfélaginu Avianca Brasil.

TWA flugstöðin opin aftur fyrir almenningi

15. maí 2019

|

Ein frægasta flugstöð heims, TWA bygginging (Terminal T5) á Kennedy-flugvellinum í New York, opnaði aftur í dag opinberlega í tengslum við TWA hótelið sem hóf starfsemi sína í dag við hliðina á flugst

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu

13. maí 2019

|

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu í Frakklandi og stendur til að draga úr framboðinu um 15 prósent. Með því vonast félagið til þess að hægt verði að draga úr taprekstri félagsins.

24 milljónir í verðlaunafé fyrir lausn á Bonanza-vandamáli

13. maí 2019

|

Samtök Bonanza-flugvélaeiganda í Bandaríkjunum (American Bonanza Society) hafa ákveðið að bjóða samtals 200.000 bandaríkjadali í verðlaunafé til þess aðila sem getur komið með lausn á vandamáli með „

Vonast til að geta farið að fljúga 737 MAX þotunum fyrir lok júlí

13. maí 2019

|

Flugfélagið Copa Airlines í Panama segist eiga von á því að geta farið að nota aftur Boeing 737 MAX þoturnar fyrir lok júlímánaðar.

Líkur á að Emirates hætti við Dreamliner-þoturnar

13. maí 2019

|

Svo virðist sem að Emirates hafi hætt við pöntun sína í Dreamliner-þotur Boeing en flugfélagið hafði gert samkomulag um pöntun á fjörutíu þotum af gerðinni Boeing 787-10 á Dubai Air Show flugsýningun

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00