flugfréttir

Þörf fyrir örlítið færri flugmenn í heiminum en talið var

- Boeing lækkar spá sína: 2.000 færri flugmenn og 26.000 færri flugvirkjar

28. ágúst 2018

|

Frétt skrifuð kl. 21:49

Stjórnklefi um borð í Airbus A320 þotu

Boeing hefur lækkað spá sína um þörf fyrir nýja atvinnuflugmenn í heiminum samanborið við spá sem gefin var út í fyrra.

Árið 2017 gerði Boeing ráð fyrir því að þörf væri fyrir 637.000 nýja flugmenn til ársins 2037 en ný spá Boeing gerir ráð fyrir að flugfélög í heiminum þurfi 635.000 nýja flugmenn eða 2.000 færri flugmenn en talið var í fyrra.

Spá Boeing um eftirspurn eftir flugmönnum á næstu 19 árum lækkar því um 0.3% og er um fyrstu lækkun að ræða í mörg ár en samt sem áður þá gerir spáin ráð fyrir 27% fleiri flugmönnum en sex ára gömul spá Boeing sem kom út árið 2012 sem gerði ráð fyrir þörf fyrir 460.000 nýja atvinnuflugmenn í heiminum.

Spáin nær yfir eftirspurn flugfélaganna eftir nýjum atvinnuflugmönnum en sé tekið með í reikninginn eftirspurn eftir flugmönnum í þyrluflugi, í einkaþotuflugi og í öðrum greinum þá er þörf á 790.000 nýjum flugmönnum í heiminum í heildina.

Graf sem sýnir hvernig spá Boeing hefur þróast á sl. sex árum

Mest þörf verður fyrir nýja flugmenn í Asíu og á Kyrrahafssvæðinu þar sem vantar 261.000 nýja flugmenn og næstmest verður þörfin í Norður-Ameríku þar sem er séð er fram á þörf fyrir 206.000 nýja flugmenn.

Í Evrópu vantar 146.000 nýja flugmenn, 64.000 flugmenn vantar í Miðausturlöndum, 57.000 í Suður-Ameríku, 29.000 flugmenn í Afríku og 27.000 í Rússlandi og í ríkjum sem áður tilheyrðu Sovíetríkjunum.

Þrátt fyrir að spáin lækki örlítið milli ára þá eru margir á því að flugskólar
heimsins ná vart að anna eftirspurninni við að útskrifa nýja flugmenn

Flestir flugmenn láta af störfum sökum aldurs næstu 8 árin

Boeing spáir að mesta þörfin fyrir nýja flugmenn verði á árunum frá 2018 til ársins 2027 þar sem mikill fjöldi flugmanna lætur af störfum sökum aldurs á þessu tíambili en eftir það munu færri flugmenn láta af störfum þar sem búið verður að yngja upp hjá flestum flugfélögum eftir þann tíma og skipta skipta flestum flugmönnum út fyrir nýja og yngri flugmenn.

Þá hefur Boeing einnig lækkað spá sína varðandi þörf fyrir nýja flugvirkja á næstu árum niður í 622.000 flugvirkja sem er lækkun sem nemur um 4 prósentum en árið 2017 var séð fram á þörf fyrir 648.000 flugvirkja í heiminum.

Spá Boeing um eftirspurn eftir nýjum flugvirkjum hefur breyst þónokkuð milli ára

Orsök þess er rakin til þess að gert er ráð fyrir færri verkefnum fyrir flugvirkja þar sem lengri tími mun líða á milli skoðana á öllum þeim nýju flugvélum sem verða afhentar á næstu árum til flugfélaganna þar sem viðhald þeirra verður ekki eins mikið.

Ef allir flugvirkjar eru taldir með auk flugvirkja sem starfa í einkaþotufluginu og við viðhald á þyrlum þá verður eftirspurn eftir 754.000 nýjum flugvirkjum í heiminum til ársins 2037.

Eftirspurn eftir nýjum flugfreyjum og flugþjónum hækkar þó öfugt við spánna sem gildir fyrir flugmenn og flugvirkja og er séð fram á þörf fyrir 858.000 nýjar flugfreyjur og flugþjóna en sú tala var 839.000 í fyrra.  fréttir af handahófi

Júmbó-þotan mun lifa af risaþotuna

14. febrúar 2019

|

Allt stefnir í að júmbó-þotan, Boeing 747, muni lifa lengur í framleiðslunni heldur en A380, risaþota Airbus.

Lögregla fær flugáhugamenn við Heathrow til liðs við sig

14. janúar 2019

|

Lögreglan í Bretlandi hefur sent frá sér tilkynningu þar sem þeir flugáhugamenn, sem leggja leið sína út á Heathrow-flugvöll til þess að horfa á og taka myndir af flugvélum, eru beðnir um að hafa au

Qantas vill ekki fleiri risaþotur

7. febrúar 2019

|

Ástralska flugfélagið Qantas hefur formlega hætt við pöntun í þær átta Airbus A380 risaþotur sem félagið átti eftir að taka við.

  Nýjustu flugfréttirnar

Þota frá Lion Air fór út af braut í lendingu

16. febrúar 2019

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

IATA hvetur Bandaríkin til þess að huga betur að flugmálum

14. febrúar 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa hvatt bandarísk stjórnvöld, og alla þá sem koma að máli, að sjá til þess að lokun stofana í Bandaríkjunum muni ekki hafa áhrif á flugsamgöngur eins og gerðist

Norwegian yfirgefur Karíbahafið

13. febrúar 2019

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Karíbahafsins en félagið byrjaði að fljúga til Karíbahafsins árið 2015.

Lufthansa tekur á leigu A220 þotur frá airBaltic

12. febrúar 2019

|

Lufthansa hefur tekið á leigu tvær Airbus A220 (Bombardier CSeries) þotur frá flugfélaginu airBaltic.

Kona hljóp nakin inn á flugbraut í Suður-Karólínu

12. febrúar 2019

|

Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

Stigabíll féll saman í Síberíu

12. febrúar 2019

|

Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.

Delta flýgur fyrsta flugið með Airbus A220

11. febrúar 2019

|

Delta Air Lines flaug á dögunum sitt fyrsta farþegaflug með nýju Airbus A220 þotunni sem einnig er þekkt sem CSeries frá Bombardier.

Einkaþota rann út af braut í lendingu í Indíana

11. febrúar 2019

|

Engan sakaði er einkaþota af gerðinni Hawker Beechcraft 400A rann út af flugbraut í lendingu í morgun á Richmond Municipal flugvellinum í Indíana í Bandaríkjunum.

Annað stærsta flugfélag Pakistan gjaldþrota

11. febrúar 2019

|

Shaheen Air, annað stærsta flugfélag Pakistans, hefur tilkynnt að það muni hætta rekstri vegna skorts á fjármagni og vegna skulda.

Boeing 737-700 fara brátt úr flota KLM

11. febrúar 2019

|

KLM Royal Dutch Airlines mun í vor byrja að losa sig við fyrstu Boeing 737-700 þoturnar en sú fyrsta mun yfirgefa flotann þann 1. maí næstkomandi.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00