flugfréttir

EasyJet hvetur fleiri konur til að verða flugmenn

30. ágúst 2018

|

Frétt skrifuð kl. 11:00

Skjáskot úr kynningarmyndbandi easyJet

EasyJet hefur farið af stað með sérstaka herferð í þeim tilgangi að hvetja fleiri konur til að verða flugmenn en lágfargjaldafélagið breska stefnir á að 20 prósent af flugmönnum félagsins verði konur árið 2020.

EasyJet lét framleiða stutt kynningarmyndband þar sem vitnað er í frægt atriði úr kvikmyndinni Catch Me If You Can sem flestir muna eftir er Leonardo diCaprio mætir á flugvöll klæddur í flugmannabúning og umvafinn flugfreyjum.

Í myndbandinu er hlutverkinum snúið við með börnum þar sem ung stúlka í flugmannsbúning mætir á Southend-flugvöllinn með sjö drengi sér við hlið sem klæddir eru í fatnað flugþjóna en með þessu vill easyJet koma á framfæri að starf flugmannsins henti alveg jafnmikið konum eins og körlum.

Allir ungu leikararnir í kynningarmyndbandinu eru börn flugmanna hjá easyJet en stelpan, sem heitir Hannah Revie, er dóttir Emily Revie sem er ein af þeim konum sem fljúga fyrir easyJet og er hún í dag flugstjóri hjá félaginu.

EasyJet stefnir á að 20% flugmanna hjá féalginu verði konur árið 2020

EasyJet framkvæmdi könnun þar sem 500 flugmenn hjá félaginu voru spurðir m.a. út í hvenær þeirra draumur um að verða flugmenn byrjaði og kom í ljós að yfir 55% karlkyns flugmanna ætluðu sér að verða flugmenn áður en þeir náðu 10 ára aldri á meðan 50% kvenkyns flugmanna hjá félaginu höfðu íhugað þann möguleika áður en þær voru 16 ára og jafnvel síðar.

EasyJet fór af stað með Amy Johnson Flying Initative verkefnið árið 2015 sem er nefnt eftir fyrstu konunni sem flaug eins síns liðs frá Bretlandi til Ástralíu en verkefnið miðar að því að fá fleiri konur til þess að leggja flugið fyrir sig og hefur easyJet heimsótt yfir 150 grunnskóla í Bretlandi til að kynna flugmannsstarfið fyrir skólabörnum.

„Þegar ég var í skóla þá var flugmannsstarfið álitið aðeins vera fyrir stráka og mér var sagt að ég ætti að hugsa frekar um að verða eitthvað annað. Það er verulega ýtt undir þennan misskilning í Hollywood-bíómyndum þar sem flugmennirnir í stjórnklefanum eru alltaf karlar. Ég dýrka starfið mitt og myndi mæla með því fyrir alla“, segir Emily Revie, móður stúlkunnar í kynningarmyndbandinu.

„Ég held að konur geta starfað við hvað sem er. Ég hafði mjög gaman að því að leika í myndbandinu og fá að klæðast í flugmannabúning og einn daginn verð ég kannski líka flugmaður eins og mamma“, segir Hannah, dóttir Emily, sem yrði þá fimmti ættliðurinn í fjölskyldunni til að verða flugmaður.

Myndband:  fréttir af handahófi

Stigabíll féll saman í Síberíu

12. febrúar 2019

|

Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.

Önnur flugfélög koma farþegum Germania til hjálpar

6. febrúar 2019

|

Nokkur flugfélög í Evrópu hafa hlaupið undir bagga og boðið þeim farþegum, sem áttu bókað flug með Germania, sem varð gjaldþrota sl. mánudag, sérstök fargjöld til þess að komast aftur heim.

Önnur flugfélög koma farþegum Germania til hjálpar

6. febrúar 2019

|

Nokkur flugfélög í Evrópu hafa hlaupið undir bagga og boðið þeim farþegum, sem áttu bókað flug með Germania, sem varð gjaldþrota sl. mánudag, sérstök fargjöld til þess að komast aftur heim.

  Nýjustu flugfréttirnar

Southwest ferjar Boeing 737 MAX þoturnar til Victorville

23. mars 2019

|

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines er byrjað að ferja Boeing 737 MAX þotur til geymslu vegna kyrrsetningarinnar en þeirri fyrstu var í morgun flogið í flugvélakirkjugarðinn í Victorville í Moj

Næstu atvinnuflugmannsbekkir hefjast í maí og í ágúst

23. mars 2019

|

Flugakademíu Keilis hefur opnað fyrir umsóknir í flugnám í fyrsta sinn eftir sameininguna við Flugskóla Íslands en bóklegt nám fer nú fram á tveimur stöðum, í Reykjavík og í Reykjanesbæ.

Red Wings hættir við pöntun sína í Airbus A220

22. mars 2019

|

Flugfélagið Red Wings í Rússlandi hefur hætt við pöntun sína í Airbus A220 þotuna (CSeries) en félagið var eina rússneska flugfélagið sem hafði pantað þotuna frá Bombardier á sínum tíma.

Indigo Partners hættir við fjárfestingu í WOW air

21. mars 2019

|

Tilkynnt var í kvöld um að Indigo Partners hafi slitið viðræðum um fyrirhugaða fjárfestingu í WOW air.

Negus-þotan lendir í London

21. mars 2019

|

British Airways hefur lokið við að mála fjórðu og síðustu flugvélina í flotanum í sérstökum retro-litum.

Nafni Laudamotion breytt og einfaldað í „Lauda“

20. mars 2019

|

Ryanair, móðufélag austurríska flugfélagsins Laudamotion, hefur ákveðið að sleppa hluta úr nafni flugfélagsins, „motion“, og mun félagið því einfaldlega heita Lauda.

Hætta við pöntun í fimmtíu Boeing 737 MAX þotur

21. mars 2019

|

Indónesíska flugfélagið Garuda Indonesia hefur hætt við pöntun sína í þær Boeing 737 MAX þotur sem félagið hafði pantað.

Einkaflugmaður dæmdur í 3 ára fangelsi í kjölfar flugslyss

21. mars 2019

|

52 ára einkaflugmaður í Bretlandi hefur verið vistaður í fangelsi þar í landi vegna vítaverðs gáleysis við stjórnun flugvélar sem endaði með flugslysi í september árið 2017.

Trump vill fyrrum flugstjóra hjá Delta sem yfirmann hjá FAA

20. mars 2019

|

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Hvíta Húsið hafi áform um að skipta út yfirmanna hjá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) og láta Daniel Elwell víkja fyrir fyrrum flugstjóra hjá Delta

450 flugmenn í Rússlandi sviptir réttindum sínum í fyrra

20. mars 2019

|

Um 450 atvinnuflugmenn í Rússlandi voru sviptir réttindum sínum til farþegaflugs í fyrra eftir rússnesk flugmálayfirvöld gerðu úttekt á öryggismálum og þjálfun meðal rússneskra flugmanna.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00