flugfréttir

EasyJet hvetur fleiri konur til að verða flugmenn

30. ágúst 2018

|

Frétt skrifuð kl. 11:00

Skjáskot úr kynningarmyndbandi easyJet

EasyJet hefur farið af stað með sérstaka herferð í þeim tilgangi að hvetja fleiri konur til að verða flugmenn en lágfargjaldafélagið breska stefnir á að 20 prósent af flugmönnum félagsins verði konur árið 2020.

EasyJet lét framleiða stutt kynningarmyndband þar sem vitnað er í frægt atriði úr kvikmyndinni Catch Me If You Can sem flestir muna eftir er Leonardo diCaprio mætir á flugvöll klæddur í flugmannabúning og umvafinn flugfreyjum.

Í myndbandinu er hlutverkinum snúið við með börnum þar sem ung stúlka í flugmannsbúning mætir á Southend-flugvöllinn með sjö drengi sér við hlið sem klæddir eru í fatnað flugþjóna en með þessu vill easyJet koma á framfæri að starf flugmannsins henti alveg jafnmikið konum eins og körlum.

Allir ungu leikararnir í kynningarmyndbandinu eru börn flugmanna hjá easyJet en stelpan, sem heitir Hannah Revie, er dóttir Emily Revie sem er ein af þeim konum sem fljúga fyrir easyJet og er hún í dag flugstjóri hjá félaginu.

EasyJet stefnir á að 20% flugmanna hjá féalginu verði konur árið 2020

EasyJet framkvæmdi könnun þar sem 500 flugmenn hjá félaginu voru spurðir m.a. út í hvenær þeirra draumur um að verða flugmenn byrjaði og kom í ljós að yfir 55% karlkyns flugmanna ætluðu sér að verða flugmenn áður en þeir náðu 10 ára aldri á meðan 50% kvenkyns flugmanna hjá félaginu höfðu íhugað þann möguleika áður en þær voru 16 ára og jafnvel síðar.

EasyJet fór af stað með Amy Johnson Flying Initative verkefnið árið 2015 sem er nefnt eftir fyrstu konunni sem flaug eins síns liðs frá Bretlandi til Ástralíu en verkefnið miðar að því að fá fleiri konur til þess að leggja flugið fyrir sig og hefur easyJet heimsótt yfir 150 grunnskóla í Bretlandi til að kynna flugmannsstarfið fyrir skólabörnum.

„Þegar ég var í skóla þá var flugmannsstarfið álitið aðeins vera fyrir stráka og mér var sagt að ég ætti að hugsa frekar um að verða eitthvað annað. Það er verulega ýtt undir þennan misskilning í Hollywood-bíómyndum þar sem flugmennirnir í stjórnklefanum eru alltaf karlar. Ég dýrka starfið mitt og myndi mæla með því fyrir alla“, segir Emily Revie, móður stúlkunnar í kynningarmyndbandinu.

„Ég held að konur geta starfað við hvað sem er. Ég hafði mjög gaman að því að leika í myndbandinu og fá að klæðast í flugmannabúning og einn daginn verð ég kannski líka flugmaður eins og mamma“, segir Hannah, dóttir Emily, sem yrði þá fimmti ættliðurinn í fjölskyldunni til að verða flugmaður.

Myndband:  fréttir af handahófi

2.000 Boeing-þotur til Kína

2. desember 2018

|

Boeing afhenti tvöþúsundustu farþegaþotuna sína til Kína á dögunum en það var flugfélagið Xiamen Airlines sem tók við þeirri þotu sem er af gerðinni Boeing 737 MAX.

Þotan ein af þeim 240 þotum sem Lion Air pantaði

29. október 2018

|

Boeing 737 MAX 8 þotan sem fórst í Jövuhaf skömmu eftir flugtak frá Soekarno-Hatta flugvellinum í Jakarta í nótt var ein af þeim 240 þotum sem indónesíska lágfargaldafélagið pantaði fyrir sjö árum sí

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ellefta veggspjaldið fjallar um skort á vitund

17. janúar 2019

|

Samgöngustofa hefur gefið út ellefta og næstsíðasta kynningarspjaldið í Dirty Dozen seríunni sem fjallar um nokkur atriði sem ber að hafa í huga er kemur að flugöryggi.

Keilir eignast Flugskóla Íslands

17. janúar 2019

|

Flugakademía Keilis hefur fest kaup á Flugskóla Íslands en skólarnir eru þeir stærstu á landinu er kemur að flugkennslu og þjálfun nemenda í flugtengdum greinum.

Antonov An-124 fer aftur í framleiðslu

16. janúar 2019

|

Flugvélaframleiðandinn Antonov hefur ákveðið að hefja aftur framleiðslu á flutningavélinni Antonov An-124 og það án aðstoðar frá Rússum en risavöruflutningavélin var upphaflega smíðuð á tímum Sovíetrí

Flybe selur afgreiðslupláss á Gatwick til Vueling

16. janúar 2019

|

Breska flugfélagið Flybe hefur selt nokkur afgreiðslupláss sín á Gatwick-flugvellinum í London til spænska lágfargjaldafélagsins Vueling.

Fyrsta beina leiguflugið til Cabo Verde með VITA

16. janúar 2019

|

Icelandair flaug sl. mánudag fyrsta beina leiguflugið frá Íslandi til Grænhöfðaeyja en flugið var á vegum ferðaskrifstofunnar VITA þar sem flogið er með Icelandair.

Herþotur til móts við Boeing 777 fraktþotu

16. janúar 2019

|

Herþotur frá indónesíska flughernum voru ræstar út til þess að fljúga til móts við Boeing 777 fraktþotu frá Ethiopian Cargo sem var gert að lenda hið snarasta á þeim forsendum að hún hefði ekki heimi

Atlantic Airways og KLM í samstarf

15. janúar 2019

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways og hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hafa gert samkomulag um sameiginlega sölu á farmiðum og munu farþegar því geta flogið í leiðarkerfi beggja fél

Lögregla fær flugáhugamenn við Heathrow til liðs við sig

14. janúar 2019

|

Lögreglan í Bretlandi hefur sent frá sér tilkynningu þar sem þeir flugáhugamenn, sem leggja leið sína út á Heathrow-flugvöll til þess að horfa á og taka myndir af flugvélum, eru beðnir um að hafa au

Aftur náðu farþegar að bóka ódýrt flug á fyrsta farrými

13. janúar 2019

|

Aftur hefur komið upp villa í bókunarkerfi hjá flugfélaginu Cathay Pacific sem gaf farþegum kost á því að bóka flug á fyrsta farrými á brunaútsöluverði en aðeins eru tvær vikur frá því að nokkrum fa

Þrýsta á stjórnvöld og Boeing um að hefja nýja leit að MH370

12. janúar 2019

|

Ættingjar og aðstandendur þeirra farþega sem voru um borð í malasísku farþegaþotunni, flugi MH370, hafa sett pressu á ríkisstjórn Malasíu um að hefja nýja leit að flugvélinni sem hvarf sporlaust þann

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00