flugfréttir

EasyJet hvetur fleiri konur til að verða flugmenn

30. ágúst 2018

|

Frétt skrifuð kl. 11:00

Skjáskot úr kynningarmyndbandi easyJet

EasyJet hefur farið af stað með sérstaka herferð í þeim tilgangi að hvetja fleiri konur til að verða flugmenn en lágfargjaldafélagið breska stefnir á að 20 prósent af flugmönnum félagsins verði konur árið 2020.

EasyJet lét framleiða stutt kynningarmyndband þar sem vitnað er í frægt atriði úr kvikmyndinni Catch Me If You Can sem flestir muna eftir er Leonardo diCaprio mætir á flugvöll klæddur í flugmannabúning og umvafinn flugfreyjum.

Í myndbandinu er hlutverkinum snúið við með börnum þar sem ung stúlka í flugmannsbúning mætir á Southend-flugvöllinn með sjö drengi sér við hlið sem klæddir eru í fatnað flugþjóna en með þessu vill easyJet koma á framfæri að starf flugmannsins henti alveg jafnmikið konum eins og körlum.

Allir ungu leikararnir í kynningarmyndbandinu eru börn flugmanna hjá easyJet en stelpan, sem heitir Hannah Revie, er dóttir Emily Revie sem er ein af þeim konum sem fljúga fyrir easyJet og er hún í dag flugstjóri hjá félaginu.

EasyJet stefnir á að 20% flugmanna hjá féalginu verði konur árið 2020

EasyJet framkvæmdi könnun þar sem 500 flugmenn hjá félaginu voru spurðir m.a. út í hvenær þeirra draumur um að verða flugmenn byrjaði og kom í ljós að yfir 55% karlkyns flugmanna ætluðu sér að verða flugmenn áður en þeir náðu 10 ára aldri á meðan 50% kvenkyns flugmanna hjá félaginu höfðu íhugað þann möguleika áður en þær voru 16 ára og jafnvel síðar.

EasyJet fór af stað með Amy Johnson Flying Initative verkefnið árið 2015 sem er nefnt eftir fyrstu konunni sem flaug eins síns liðs frá Bretlandi til Ástralíu en verkefnið miðar að því að fá fleiri konur til þess að leggja flugið fyrir sig og hefur easyJet heimsótt yfir 150 grunnskóla í Bretlandi til að kynna flugmannsstarfið fyrir skólabörnum.

„Þegar ég var í skóla þá var flugmannsstarfið álitið aðeins vera fyrir stráka og mér var sagt að ég ætti að hugsa frekar um að verða eitthvað annað. Það er verulega ýtt undir þennan misskilning í Hollywood-bíómyndum þar sem flugmennirnir í stjórnklefanum eru alltaf karlar. Ég dýrka starfið mitt og myndi mæla með því fyrir alla“, segir Emily Revie, móður stúlkunnar í kynningarmyndbandinu.

„Ég held að konur geta starfað við hvað sem er. Ég hafði mjög gaman að því að leika í myndbandinu og fá að klæðast í flugmannabúning og einn daginn verð ég kannski líka flugmaður eins og mamma“, segir Hannah, dóttir Emily, sem yrði þá fimmti ættliðurinn í fjölskyldunni til að verða flugmaður.

Myndband:  fréttir af handahófi

Vilja leita betur að braki úr hreyfli á Grænlandsjökli

17. september 2018

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi ætlar sér að hefja leit á Grænlandsjökli að braki úr hreyfli á Airbus A380 risaþotu Air France.

Innanlandsflug hefst að nýju hjá Cubana eftir 5 mánaða hlé

27. október 2018

|

Kúverska flugfélagið Cubana hefur hafið að nýju innanlandsflug á Kúbu eftir að innanlandsflugfloti félagsins var kyrrsettur fyrir fimm mánuðum sína.

Kanada ætlar minnka afskipti sín að þjálfun flugmanna

22. ágúst 2018

|

Flugmálayfirvöld í Kanada ætla sér að draga úr aðkomu sinni með eftirliti með hæfnisprófi og reglubundinni þjálfun atvinnuflugmanna og verða flugfélögin sjálf látin axla þá ábyrgð með því að hafa sjá

  Nýjustu flugfréttirnar

Fastjet nær að auka hlutafé sitt

18. nóvember 2018

|

Stjórn flugfélagsins Fastjet í Afríku hefur tekist að hækka hlutafé félagsins um 4,9 milljarða króna en flugfélagið hefur að undanförnu reynt að leita leiða til að fjármagna reksturinn sem hefur verið

Boeing 747-100 flýgur sitt síðasta flug

17. nóvember 2018

|

Síðasta Boeing 747-100 júmbó-þotan, sem hefur verið í umferð í heiminum í dag, flaug sitt síðasta flug á dögunum.

Ekki sagt frá nýju sjálfvirku kerfi sem á að koma í veg fyrir ofris

15. nóvember 2018

|

Atvinnuflugmannasamtökin (ALPA), sem er stærsta bandalag flugmanna í heiminum, krefjast þess að bandarísk stjórnvöld taki á vandamáli er varðar nýja tegund af flugstýringu á Boeing 737 MAX þotunum s

Þrír lamaðir flugmenn ætla að fljúga í kringum hnöttinn

14. nóvember 2018

|

Þrír hreyfihamlaðir flugmenn munu næstkomandi sunnudag leggja af stað í 10 mánaða langt heimsflug í kringum hnöttinn en þeir ætla að hafa viðdvöl á 150 stöðum í 40 löndum í sex heimsálfum og verður fe

Farþegar greiddu fyrir viðgerð á Dreamliner-þotu

14. nóvember 2018

|

Farþegar þurftu að greiða viðgerð á Dreamliner-þotu pólska flugfélagsins LOT Polish Airlines eftir að bilun kom upp í vélinni á flugvellinum í Peking.

Boeing 787 fór inn á braut á meðan A350 var í flugtaki

14. nóvember 2018

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A350-900 frá Delta Air Lines þurfti að hætta við flugtak á Pudong-flugvellinum í Shanghai í gær eftir að önnur þota fór inn á brautina.

KLM íhugar að kaupa Cessnur til að ferja varahluti og flugvirkja

12. nóvember 2018

|

Hollenska flugfélagið KLM Cityhopper skoðar nú möguleika á því að festa kaup á litlum flugvélum af gerðinni Cessna.

Alvarlegt atvik rannsakað þar sem flugmenn misstu alla stjórn

12. nóvember 2018

|

Verið er að rannsaka alvarlegt atvik sem átti sér stað í gær er flugmenn á Embraer E190 farþegaþotu frá Air Astana misstu stjórn á vélinni skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Lissabon.

Þróaði með sér flughræðslu við að fara af Q400 yfir á þotu

11. nóvember 2018

|

Dómstóll í Bretlandi hefur komist að þeirri niðurstöðu að flugfélagið Flybe fór ekki heiðarlega að máli eins flugmanns sem var rekinn frá félaginu eftir að hann þróaði með sér flughræðslu eftir að ha

Misstu stjórn á Embraer-þotu rétt eftir flugtak í Lissabon

11. nóvember 2018

|

Farþegaþota frá flugfélaginu Air Astana lýsti yfir neyðarástandi (7700) á fjórða tímanum í dag, rétt eftir flugtak frá flugvellinum í Lissabon í Portúgal, en flugmennirnir sögðu að þeir hefðu litla s