flugfréttir

Boeing kynnir framlengingu á hjólastelli fyrir 737 MAX 10

- Lengist við „rotate“ og dregst saman áður en hjólið fer aftur upp

30. ágúst 2018

|

Frétt skrifuð kl. 17:05

Skjáskot af mynbandi frá Boeing

Boeing hefur komið með lausn við vandamáli með hjólastellið á Boeing 737 MAX 10 þotunni en verkfræðingum hjá Boeing hefur tekist að endurhanna hjólastellið á lengstu þotunni í MAX fjölskyldunni án þess að þörf sé fyrir breytingu á hönnun vélarinnar sjálfrar.

Boeing 737 MAX verður 43.8 metrar á lengd eða 1.8 metrum lengri en Boeing 737-900ER sem í dag er lengsta Boeing 737 þota sem framleidd hefur verið.

Hjólastellið á Boeing 737 þotunum hafa í gegnum tíðina verið frekar stutt samanborið við aðrar þotur af sambærilegri gerð en til að styðja við enn lengri búk þurfti Boeing að koma með nýja lausn sem gæti falið í sér nýja gerð af hjólastelli sem þarf því þá að vera lengri.

Boeing hefur hinsvegar viljað forðast að breyta hönnuninni á hjólarýminu, þar sem hjólin fara inn þegar þau eru dregin upp eftir flugtak, þar sem það kallar á viðamiklar breytingar á skrokknum sjálfum.

Hjólastellið mun dragast aftur saman og fara í sömu stærð inn í hjólarýmið eftir flugtak

Lausnin sem Boeing kynnt er framlenging á aðalhjólastellinu sem dregst út og lengir stellið sjálft um 24 sentimetra á þeim tímapunkti sem þotan er að fara hefja sig á loft („rotate“) sem eykur einnig rýmið fyrir stélendann sem annars gæti rekist ofan í brautina.

Þegar flugvélin sleppir brautinni gengur framlengingin aftur inn og stellið fer upp í hefðbundinni lengd og inn í hjólarýmið þegar hjólin eru tekin upp.

„Okkur langaði að viðhalda áfram 90% sameiginleika milli Boeing 737 MAX þotnanna og við vildum fá hjólastellið til þess að dragast upp aftur inn í sama hjólarýmið“, segir Gary Hamatani, yfirverkfræðingur yfir Boeing 737 MAX deildinni.

Myndband:  fréttir af handahófi

Þota frá Lion Air fór út af braut í lendingu

16. febrúar 2019

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

Pantanir í 10 risaþotur fjarlægðar af lista Airbus

10. janúar 2019

|

Airbus hefur fjarlægt pantanir í tíu Airbus A380 risaþotur af pantanalista sínum en þoturnar voru pantaðar af óþekktum viðskiptavini.

Ferðakaupstefnan Icelandair Mid-Atlantic fór fram í gær

2. febrúar 2019

|

Ferðakaupstefnan Icelandair Mid-Atlantic fór fram í Laugardalshöll í gær, föstudaginn 1. febrúar. Þetta er í 27. skipti sem Icelandair stendur fyrir ferðakaupstefnunni sem er sú stærsta sem haldin er

  Nýjustu flugfréttirnar

Southwest ferjar Boeing 737 MAX þoturnar til Victorville

23. mars 2019

|

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines er byrjað að ferja Boeing 737 MAX þotur til geymslu vegna kyrrsetningarinnar en þeirri fyrstu var í morgun flogið í flugvélakirkjugarðinn í Victorville í Moj

Næstu atvinnuflugmannsbekkir hefjast í maí og í ágúst

23. mars 2019

|

Flugakademíu Keilis hefur opnað fyrir umsóknir í flugnám í fyrsta sinn eftir sameininguna við Flugskóla Íslands en bóklegt nám fer nú fram á tveimur stöðum, í Reykjavík og í Reykjanesbæ.

Red Wings hættir við pöntun sína í Airbus A220

22. mars 2019

|

Flugfélagið Red Wings í Rússlandi hefur hætt við pöntun sína í Airbus A220 þotuna (CSeries) en félagið var eina rússneska flugfélagið sem hafði pantað þotuna frá Bombardier á sínum tíma.

Indigo Partners hættir við fjárfestingu í WOW air

21. mars 2019

|

Tilkynnt var í kvöld um að Indigo Partners hafi slitið viðræðum um fyrirhugaða fjárfestingu í WOW air.

Negus-þotan lendir í London

21. mars 2019

|

British Airways hefur lokið við að mála fjórðu og síðustu flugvélina í flotanum í sérstökum retro-litum.

Nafni Laudamotion breytt og einfaldað í „Lauda“

20. mars 2019

|

Ryanair, móðufélag austurríska flugfélagsins Laudamotion, hefur ákveðið að sleppa hluta úr nafni flugfélagsins, „motion“, og mun félagið því einfaldlega heita Lauda.

Hætta við pöntun í fimmtíu Boeing 737 MAX þotur

21. mars 2019

|

Indónesíska flugfélagið Garuda Indonesia hefur hætt við pöntun sína í þær Boeing 737 MAX þotur sem félagið hafði pantað.

Einkaflugmaður dæmdur í 3 ára fangelsi í kjölfar flugslyss

21. mars 2019

|

52 ára einkaflugmaður í Bretlandi hefur verið vistaður í fangelsi þar í landi vegna vítaverðs gáleysis við stjórnun flugvélar sem endaði með flugslysi í september árið 2017.

Trump vill fyrrum flugstjóra hjá Delta sem yfirmann hjá FAA

20. mars 2019

|

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Hvíta Húsið hafi áform um að skipta út yfirmanna hjá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) og láta Daniel Elwell víkja fyrir fyrrum flugstjóra hjá Delta

450 flugmenn í Rússlandi sviptir réttindum sínum í fyrra

20. mars 2019

|

Um 450 atvinnuflugmenn í Rússlandi voru sviptir réttindum sínum til farþegaflugs í fyrra eftir rússnesk flugmálayfirvöld gerðu úttekt á öryggismálum og þjálfun meðal rússneskra flugmanna.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00