flugfréttir

Boeing kynnir framlengingu á hjólastelli fyrir 737 MAX 10

- Lengist við „rotate“ og dregst saman áður en hjólið fer aftur upp

30. ágúst 2018

|

Frétt skrifuð kl. 17:05

Skjáskot af mynbandi frá Boeing

Boeing hefur komið með lausn við vandamáli með hjólastellið á Boeing 737 MAX 10 þotunni en verkfræðingum hjá Boeing hefur tekist að endurhanna hjólastellið á lengstu þotunni í MAX fjölskyldunni án þess að þörf sé fyrir breytingu á hönnun vélarinnar sjálfrar.

Boeing 737 MAX verður 43.8 metrar á lengd eða 1.8 metrum lengri en Boeing 737-900ER sem í dag er lengsta Boeing 737 þota sem framleidd hefur verið.

Hjólastellið á Boeing 737 þotunum hafa í gegnum tíðina verið frekar stutt samanborið við aðrar þotur af sambærilegri gerð en til að styðja við enn lengri búk þurfti Boeing að koma með nýja lausn sem gæti falið í sér nýja gerð af hjólastelli sem þarf því þá að vera lengri.

Boeing hefur hinsvegar viljað forðast að breyta hönnuninni á hjólarýminu, þar sem hjólin fara inn þegar þau eru dregin upp eftir flugtak, þar sem það kallar á viðamiklar breytingar á skrokknum sjálfum.

Hjólastellið mun dragast aftur saman og fara í sömu stærð inn í hjólarýmið eftir flugtak

Lausnin sem Boeing kynnt er framlenging á aðalhjólastellinu sem dregst út og lengir stellið sjálft um 24 sentimetra á þeim tímapunkti sem þotan er að fara hefja sig á loft („rotate“) sem eykur einnig rýmið fyrir stélendann sem annars gæti rekist ofan í brautina.

Þegar flugvélin sleppir brautinni gengur framlengingin aftur inn og stellið fer upp í hefðbundinni lengd og inn í hjólarýmið þegar hjólin eru tekin upp.

„Okkur langaði að viðhalda áfram 90% sameiginleika milli Boeing 737 MAX þotnanna og við vildum fá hjólastellið til þess að dragast upp aftur inn í sama hjólarýmið“, segir Gary Hamatani, yfirverkfræðingur yfir Boeing 737 MAX deildinni.

Myndband:  fréttir af handahófi

Air New Zealand og ATR í tæknisamstarf um nýjan aflgjafa

10. nóvember 2018

|

Flugvélaframleiðandinn ATR og Air New Zealand hafa gert með sér samning um samstarf um þróun á að nota blandaðan orkugjafa fyrir skrúfuflugvélar í farþegaflugi.

Engar seinkanir lengur á nýju skrokkum fyrir Boeing 737

1. nóvember 2018

|

Spirit AeroSystems segir að fyrirtækinu hafi tekist að vinna sig úr þeim seinkunum sem hafa verið í gangi með framleiðslu á nýjum skrokkum fyrir Boeing 737 og sé framleiðslan í dag komin á rétt skrið

Innanlandsflug Norwegian í Argentínu hefst í næsta mánuði

5. september 2018

|

Norwegian hefur opnað fyrir bókanir í innalandsflug í Argentínu og ætlar dótturfélagið, Norwegian Air Argentina, að byrja á að fljúga til sex áfangastaða í næsta mánuði.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fastjet nær að auka hlutafé sitt

18. nóvember 2018

|

Stjórn flugfélagsins Fastjet í Afríku hefur tekist að hækka hlutafé félagsins um 4,9 milljarða króna en flugfélagið hefur að undanförnu reynt að leita leiða til að fjármagna reksturinn sem hefur verið

Boeing 747-100 flýgur sitt síðasta flug

17. nóvember 2018

|

Síðasta Boeing 747-100 júmbó-þotan, sem hefur verið í umferð í heiminum í dag, flaug sitt síðasta flug á dögunum.

Ekki sagt frá nýju sjálfvirku kerfi sem á að koma í veg fyrir ofris

15. nóvember 2018

|

Atvinnuflugmannasamtökin (ALPA), sem er stærsta bandalag flugmanna í heiminum, krefjast þess að bandarísk stjórnvöld taki á vandamáli er varðar nýja tegund af flugstýringu á Boeing 737 MAX þotunum s

Þrír lamaðir flugmenn ætla að fljúga í kringum hnöttinn

14. nóvember 2018

|

Þrír hreyfihamlaðir flugmenn munu næstkomandi sunnudag leggja af stað í 10 mánaða langt heimsflug í kringum hnöttinn en þeir ætla að hafa viðdvöl á 150 stöðum í 40 löndum í sex heimsálfum og verður fe

Farþegar greiddu fyrir viðgerð á Dreamliner-þotu

14. nóvember 2018

|

Farþegar þurftu að greiða viðgerð á Dreamliner-þotu pólska flugfélagsins LOT Polish Airlines eftir að bilun kom upp í vélinni á flugvellinum í Peking.

Boeing 787 fór inn á braut á meðan A350 var í flugtaki

14. nóvember 2018

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A350-900 frá Delta Air Lines þurfti að hætta við flugtak á Pudong-flugvellinum í Shanghai í gær eftir að önnur þota fór inn á brautina.

KLM íhugar að kaupa Cessnur til að ferja varahluti og flugvirkja

12. nóvember 2018

|

Hollenska flugfélagið KLM Cityhopper skoðar nú möguleika á því að festa kaup á litlum flugvélum af gerðinni Cessna.

Alvarlegt atvik rannsakað þar sem flugmenn misstu alla stjórn

12. nóvember 2018

|

Verið er að rannsaka alvarlegt atvik sem átti sér stað í gær er flugmenn á Embraer E190 farþegaþotu frá Air Astana misstu stjórn á vélinni skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Lissabon.

Þróaði með sér flughræðslu við að fara af Q400 yfir á þotu

11. nóvember 2018

|

Dómstóll í Bretlandi hefur komist að þeirri niðurstöðu að flugfélagið Flybe fór ekki heiðarlega að máli eins flugmanns sem var rekinn frá félaginu eftir að hann þróaði með sér flughræðslu eftir að ha

Misstu stjórn á Embraer-þotu rétt eftir flugtak í Lissabon

11. nóvember 2018

|

Farþegaþota frá flugfélaginu Air Astana lýsti yfir neyðarástandi (7700) á fjórða tímanum í dag, rétt eftir flugtak frá flugvellinum í Lissabon í Portúgal, en flugmennirnir sögðu að þeir hefðu litla s