flugfréttir

Boeing kynnir framlengingu á hjólastelli fyrir 737 MAX 10

- Lengist við „rotate“ og dregst saman áður en hjólið fer aftur upp

30. ágúst 2018

|

Frétt skrifuð kl. 17:05

Skjáskot af mynbandi frá Boeing

Boeing hefur komið með lausn við vandamáli með hjólastellið á Boeing 737 MAX 10 þotunni en verkfræðingum hjá Boeing hefur tekist að endurhanna hjólastellið á lengstu þotunni í MAX fjölskyldunni án þess að þörf sé fyrir breytingu á hönnun vélarinnar sjálfrar.

Boeing 737 MAX verður 43.8 metrar á lengd eða 1.8 metrum lengri en Boeing 737-900ER sem í dag er lengsta Boeing 737 þota sem framleidd hefur verið.

Hjólastellið á Boeing 737 þotunum hafa í gegnum tíðina verið frekar stutt samanborið við aðrar þotur af sambærilegri gerð en til að styðja við enn lengri búk þurfti Boeing að koma með nýja lausn sem gæti falið í sér nýja gerð af hjólastelli sem þarf því þá að vera lengri.

Boeing hefur hinsvegar viljað forðast að breyta hönnuninni á hjólarýminu, þar sem hjólin fara inn þegar þau eru dregin upp eftir flugtak, þar sem það kallar á viðamiklar breytingar á skrokknum sjálfum.

Hjólastellið mun dragast aftur saman og fara í sömu stærð inn í hjólarýmið eftir flugtak

Lausnin sem Boeing kynnt er framlenging á aðalhjólastellinu sem dregst út og lengir stellið sjálft um 24 sentimetra á þeim tímapunkti sem þotan er að fara hefja sig á loft („rotate“) sem eykur einnig rýmið fyrir stélendann sem annars gæti rekist ofan í brautina.

Þegar flugvélin sleppir brautinni gengur framlengingin aftur inn og stellið fer upp í hefðbundinni lengd og inn í hjólarýmið þegar hjólin eru tekin upp.

„Okkur langaði að viðhalda áfram 90% sameiginleika milli Boeing 737 MAX þotnanna og við vildum fá hjólastellið til þess að dragast upp aftur inn í sama hjólarýmið“, segir Gary Hamatani, yfirverkfræðingur yfir Boeing 737 MAX deildinni.

Myndband:  fréttir af handahófi

Gögnum um vottun var lekið frá Bombardier til Mitsubishi

22. október 2018

|

Bombardier hefur höfðar mál gegn Mitsubishi Aircraft sem er sakað um að hafa á sínum tíma látið fyrrverandi starfsmenn Bombardier komast yfir mikilvæg gögn er varðar vottunarferli á farþegaþotum Bom

Fór út af braut eftir að önnur flugvél truflaði boð frá ILS kerfi

18. desember 2018

|

Talið er að truflun í ILS blindaðflugsbúnaði frá annarri flugvél hafi orsakað atvik er Boeing 777-300ER þota frá Singapore Airlines fór út af flugbraut í lendingu á flugvellinum í Munchen þann
1

Nýir gallar koma í ljós á Brandenburg-flugvelli

19. nóvember 2018

|

Allt bendir til þess að opnun nýja Brandenburg-flugvallarins í Berlín verði slegið á frest enn einu sinni en sennilega hefur opnun nýs flugvallar aldrei verið frestað eins oft og þessum sem ber IATA

  Nýjustu flugfréttirnar

Ellefta veggspjaldið fjallar um skort á vitund

17. janúar 2019

|

Samgöngustofa hefur gefið út ellefta og næstsíðasta kynningarspjaldið í Dirty Dozen seríunni sem fjallar um nokkur atriði sem ber að hafa í huga er kemur að flugöryggi.

Keilir eignast Flugskóla Íslands

17. janúar 2019

|

Flugakademía Keilis hefur fest kaup á Flugskóla Íslands en skólarnir eru þeir stærstu á landinu er kemur að flugkennslu og þjálfun nemenda í flugtengdum greinum.

Antonov An-124 fer aftur í framleiðslu

16. janúar 2019

|

Flugvélaframleiðandinn Antonov hefur ákveðið að hefja aftur framleiðslu á flutningavélinni Antonov An-124 og það án aðstoðar frá Rússum en risavöruflutningavélin var upphaflega smíðuð á tímum Sovíetrí

Flybe selur afgreiðslupláss á Gatwick til Vueling

16. janúar 2019

|

Breska flugfélagið Flybe hefur selt nokkur afgreiðslupláss sín á Gatwick-flugvellinum í London til spænska lágfargjaldafélagsins Vueling.

Fyrsta beina leiguflugið til Cabo Verde með VITA

16. janúar 2019

|

Icelandair flaug sl. mánudag fyrsta beina leiguflugið frá Íslandi til Grænhöfðaeyja en flugið var á vegum ferðaskrifstofunnar VITA þar sem flogið er með Icelandair.

Herþotur til móts við Boeing 777 fraktþotu

16. janúar 2019

|

Herþotur frá indónesíska flughernum voru ræstar út til þess að fljúga til móts við Boeing 777 fraktþotu frá Ethiopian Cargo sem var gert að lenda hið snarasta á þeim forsendum að hún hefði ekki heimi

Atlantic Airways og KLM í samstarf

15. janúar 2019

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways og hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hafa gert samkomulag um sameiginlega sölu á farmiðum og munu farþegar því geta flogið í leiðarkerfi beggja fél

Lögregla fær flugáhugamenn við Heathrow til liðs við sig

14. janúar 2019

|

Lögreglan í Bretlandi hefur sent frá sér tilkynningu þar sem þeir flugáhugamenn, sem leggja leið sína út á Heathrow-flugvöll til þess að horfa á og taka myndir af flugvélum, eru beðnir um að hafa au

Aftur náðu farþegar að bóka ódýrt flug á fyrsta farrými

13. janúar 2019

|

Aftur hefur komið upp villa í bókunarkerfi hjá flugfélaginu Cathay Pacific sem gaf farþegum kost á því að bóka flug á fyrsta farrými á brunaútsöluverði en aðeins eru tvær vikur frá því að nokkrum fa

Þrýsta á stjórnvöld og Boeing um að hefja nýja leit að MH370

12. janúar 2019

|

Ættingjar og aðstandendur þeirra farþega sem voru um borð í malasísku farþegaþotunni, flugi MH370, hafa sett pressu á ríkisstjórn Malasíu um að hefja nýja leit að flugvélinni sem hvarf sporlaust þann

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00