flugfréttir
Innanlandsflug Norwegian í Argentínu hefst í næsta mánuði
- Fljúga til sex borga til að byrja með

Norwegian mun hefja innanlandsflug í Argentínu í næsta mánuði
Norwegian hefur opnað fyrir bókanir í innalandsflug í Argentínu og ætlar dótturfélagið, Norwegian Air Argentina, að byrja á að fljúga til sex áfangastaða í næsta mánuði.
Norwegian Air Argentina ætlar sér að fljúga frá Buenos Aires til borga á borð við Cordoba, Mendoza, Iguazu, Bariloche,
Neuquen og Salta.
Fyrsta argentínska innanlandsflugið á vegum Norwegian verður flogið þann 16. október og verður flogið
með Boeing 737-800 þotum.
„Það eru mikil tækifæri í boði í Argentínu og þessir áfangastaðir eru bara byrjunin fyrir okkur hérna í Suður-Ameríku“, segir
Bjørn Kjos, framkvæmdarstjóri Norwegian.
Norwegian flýgur nú þegar frá London Gatwick til Buenos Aires.


14. desember 2018
|
Emirates fagnaði fyrir helgi þeim tímamótum að hafa tekið við síðustu Boeing 777-300ER þotunni frá Boeing við hátíðlega athöfn og er félagið því komið með allar þoturnar sem pantaðar hafa verið af þ

13. desember 2018
|
Gjaldþrotadómstóll í Þýskalandi ætlar fyrir hönd skiptastjórnar Air Berlin að fara fram á bætur upp á 2 milljarða evra frá fyrrum samstarfsflugfélaginu Etihad Airways.

14. desember 2018
|
Emirates fagnaði fyrir helgi þeim tímamótum að hafa tekið við síðustu Boeing 777-300ER þotunni frá Boeing við hátíðlega athöfn og er félagið því komið með allar þoturnar sem pantaðar hafa verið af þ

16. febrúar 2019
|
Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

14. febrúar 2019
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa hvatt bandarísk stjórnvöld, og alla þá sem koma að máli, að sjá til þess að lokun stofana í Bandaríkjunum muni ekki hafa áhrif á flugsamgöngur eins og gerðist

13. febrúar 2019
|
Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Karíbahafsins en félagið byrjaði að fljúga til Karíbahafsins árið 2015.

12. febrúar 2019
|
Lufthansa hefur tekið á leigu tvær Airbus A220 (Bombardier CSeries) þotur frá flugfélaginu airBaltic.

12. febrúar 2019
|
Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

12. febrúar 2019
|
Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.

11. febrúar 2019
|
Delta Air Lines flaug á dögunum sitt fyrsta farþegaflug með nýju Airbus A220 þotunni sem einnig er þekkt sem CSeries frá Bombardier.

11. febrúar 2019
|
Engan sakaði er einkaþota af gerðinni Hawker Beechcraft 400A rann út af flugbraut í lendingu í morgun á Richmond Municipal flugvellinum í Indíana í Bandaríkjunum.