flugfréttir
Qatar Airways hefur áhuga á að kaupa Air India
- En þó með skilyðrum háð

Akbar Al Baker, framkvæmdarstjóri Qatar Airways
Qatar Airways segist hafa áhuga á að taka yfir rekstur Air India en þó aðeins með því skilyrði með í kaupunum fylgdu engir fylgihlutir.
Akbar Al Baker, framkvæmdarstjóri Qatar Airways, segir að félagið sé reiðubúið að skoða möguleika á yfirtöku
á félaginu en með „fylgihlutum“ á hann ekki við skuldir félagsins heldur aðra starfsemi Air India á borð við þjónustu, hlaðdeild
og viðhaldsdeildina.
„Við hefðum þá áhuga aðeins á flugfélaginu sjálfu“, segir Al Baker en indversk stjórnvöld hafa reynt að selja félagið eða hlut
í því en án árangurs þar sem enginn hefur sýnt Air India áhuga.

Dreamliner-þota Air India
Air India reyndi seinast að selja 76% hlut í Air India auk lágfargjaldafélagsins Air India Express og stóð til að ljúka sölunni í
desember á þessu ári en ekkert tilboð barst í félagið.
Þá segir Al Baker að hann sé ekki ánægður með hversu óliðtæk stjórnvöld á Indlandi hafa verið í úthlutun á leyfum
til Qatar Airways til þess að fljúga til Indlands en það gæti þó breyst ef til yfirtöku kæmi á Air India.


27. janúar 2019
|
Eva Sóley Guðbjörnsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Icelandair Group. Hún tekur við af Boga Nils Bogasyni sem tók við starfi forstjóra félagsins í desember sl.

24. janúar 2019
|
Flugsamfélagið í Retford á Englandi og nærliggjandi héröðum berst nú fyrir tilvist Retford Gamston-flugvallarins en bæjarráðið á svæðinu auk héraðsráðsins í Bassetlaw hefur gert deiliskipulag og drög

24. desember 2018
|
Bilun kom upp í báðum hreyflum á Airbus A330-200 breiðþotu frá Brussels Airlines er þotan var á leiðinni frá Kinshasa í Kongó til Brussel.

16. febrúar 2019
|
Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

14. febrúar 2019
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa hvatt bandarísk stjórnvöld, og alla þá sem koma að máli, að sjá til þess að lokun stofana í Bandaríkjunum muni ekki hafa áhrif á flugsamgöngur eins og gerðist

13. febrúar 2019
|
Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Karíbahafsins en félagið byrjaði að fljúga til Karíbahafsins árið 2015.

12. febrúar 2019
|
Lufthansa hefur tekið á leigu tvær Airbus A220 (Bombardier CSeries) þotur frá flugfélaginu airBaltic.

12. febrúar 2019
|
Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

12. febrúar 2019
|
Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.

11. febrúar 2019
|
Delta Air Lines flaug á dögunum sitt fyrsta farþegaflug með nýju Airbus A220 þotunni sem einnig er þekkt sem CSeries frá Bombardier.

11. febrúar 2019
|
Engan sakaði er einkaþota af gerðinni Hawker Beechcraft 400A rann út af flugbraut í lendingu í morgun á Richmond Municipal flugvellinum í Indíana í Bandaríkjunum.