flugfréttir

Fjölmenni á flugsýningunni í Reykjavíkurflugvelli

- Tugi flugvéla á lofti og til sýnis á jörðu niðri

8. september 2018

|

Frétt skrifuð kl. 13:05

Reykjavik Airshow stendur yfir til kl. 15:00 og hófst sýningin með látum á hádegi

Flugsýningin á Reykjavíkurflugvelli, Reykjavik Air Show, hófst í hádeginu í dag en búist er við fjölmörgum sýningaratriðum eins og hefð er fyrir auk þess sem margar flugvélar af ýmsum gerðum verða til sýnis á jörðu niðri.

Reykjavik Airshow stendur yfir til kl. 15:00 og hefst sýningin með látum og verða stór atriði strax í byrjun og er ráðlagt að fólk mæti tímanlega á svæðið.

Búist er við miklum fjölda gesta en flugmenn, flugumferðarstjórar, vallarstarfsmenn og sjálfboðaliðar eru spenntir fyrir atriðum dagsins og var góður andi á undirbúningsfundi snemma í morgun.

Upphaflega stóð til að Reykjavik Airshow færi fram í vor en sýningunni var frestað vegna veðurs en lengi stóð til að sýningin yrði haldin síðar með sumrinu og var á dögunum ákveðið að hún skildi fara fram 8. september.

Sýningargestir virða fyrir sér eina af þeim þremur Diamond DA20 flugvélum sem finna má í flota Geirfugls. Margir gestir væru mættir á svæðið strax á hádegi

„Sýningin verður með glæsilegasta móti. Tugir flugvéla af öllum stærðum og gerðum taka þátt í lofti og fjöldi véla verður á jörðu niðri sem gestir geta skoðað hátt og lágt. Þotur verða í loftinu, þyrlur, listflugvélar, fisflugvélar, svifflugur, einkavélar, fallhlífarstökkvarar, drónar og svo mætti lengi telja. Þetta verður flugveisla“, segir Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélag Íslands.

Listflug verður áberandi og Þristurinn mætir

Listflug er áberandi á sýningunni að þessu sinni og verða fremstu listflugmenn landsins í vélum sínum tilbúnir að sína listir sínar yfir vellinum. Sumarið hefur verið fluginu gott og flugmenn því í góðri æfingu eftir flughátíðir víða um land. Matthías segir að hápunktur flugársins sé flugsýningin á Reykjavíkurvelli og þar verði aðeins boðið upp á það besta í listfluginu.

Það er margt skemmtilegt að sjá á sýningunni en meðal véla sem eru til sýnis er nýja Dornier-vélin hjá Flugfélaginu Erni

Spurður um áhugaverðar flugvélar á sýningunni nefnir Matthías DC-3 vélina Pál Sveinsson. "Þristurinn er kominn suður og tekur þátt í sýningunni. Það er einstakt að sjá hann fljúga og heyra í henni hljóðin sem allir Íslendingar þekkja frá fornri tíð." Þá verði einnig fleiri fornvélar á lofti.

Spurður um samsetningu gesta segir Matthías að allir mæti á flugsýningar en stór hluti fólks séu fjölskyldur sem vilji gera sér glaðan dag, fá sér ís og upplifa flugið í sinni tærustu mynd. „Börn eru sérstaklega velkomin. Þau gleyma aldrei sínum fyrstu flugsýningum og þarna fæðast draumar til framtíðar. Flugið heillar alla.“







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga