flugfréttir

Íranir höfða mál gegn ATR

- Krefjast þess að fá restina af flugvélunum eða að fá skaðabætur

15. september 2018

|

Frétt skrifuð kl. 11:21

ATR 72-600 flugvél í litum Iran Air

Ríkísstjórn Írans ætlar að höfða mál gegn flugvélaframleiðandanum ATR vegna brots á kaupsamningi á þeim tuttugu ATR 72-600 flugvélum sem áttu að afhendast til ríkisflugfélagsins Iran Air.

ATR hefur afhent 13 flugvélar til Írans en framleiðandinn náði ekki að ljúka afhendingu á sjö flugvélum áður en endurupptekið viðskiptabann skall á að fyrirskipun frá bandarískum stjórnvöldum.

ATR tilkynnti í sumar að framleiðandinn hefði gefist upp á því að reyna að ná að afhenda allar vélarnar og var ákveðið að taka ekki áhættuna á því að afhenda fleiri flugvélar til Iran Air til að óhlýðnast ekki stjórnvöldum vegna samstarfsins við Airbus.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, afturkallaði ákvörðun stjórnvalda um að aflétta viðskiptaþvingunum við Írani og breytti kjarnorkusamkomulaginu sem undirritað var árið 2015 og fengu fyrirtæki 90 daga frest til þess að klára þau viðskipti sem þau höfðu gert við Írani og rann sá frestur út þann 7. ágúst.

„Þetta fyrirtæki þarf annað hvort að standa við þær skuldbindingar sem það gerði í samningnum og klára að afhenda allar flugvélarnar eða greiða okkur skaðabætur“, segir Mohammadreza Rezaei-Kouchi, þingmaður á íranska þinginu.

ATR hafði sótt um nýtt leyfi frá bandarískum stjórnvöldum með undanþágu til þess að geta klárað að afhenda flugvélarnar til Írans en bandarísk stjórnvöld höfnuðu þeirri beiðni í júlí.

Airbus hafði gert samning við Írani í desember árið 2016 um sölu á tæplega 100 þotum af gerðinni Airbus A320, A321, A330 og Airbus A350 og náðist að afhenda sjö Airbus A320 þotur og tvær Airbus A330 breiðþotur til Írans áður en viðskiptabannið var sett aftur á.

Stjórnvöld í Íran hafa hinsvegar ekki tilkynnt hvort að til stendur að fara í mál við Airbus.  fréttir af handahófi

Piaggio Aerospace sækir um gjaldþrotameðferð

6. desember 2018

|

Óvissa er um framtíð ítalska flugvélaframleiðandans Piaggio Aerospace eftir að félagið fór fram á gjaldþrotameðferð í síðustu viku.

Styttist í að ákvörðun verður tekin um Boeing 797

31. janúar 2019

|

Boeing segir að sú dagsetning nálgist nú óðum sem að tilkynnt verður formlega um nýja tegund farþegaþotu sem er ætlað að uppfylla kröfur markaðarins um meðalstóra þotu, betur þekkt sem Boeing 797.

Annað stærsta flugfélag Pakistan gjaldþrota

11. febrúar 2019

|

Shaheen Air, annað stærsta flugfélag Pakistans, hefur tilkynnt að það muni hætta rekstri vegna skorts á fjármagni og vegna skulda.

  Nýjustu flugfréttirnar

Þota frá Lion Air fór út af braut í lendingu

16. febrúar 2019

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

IATA hvetur Bandaríkin til þess að huga betur að flugmálum

14. febrúar 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa hvatt bandarísk stjórnvöld, og alla þá sem koma að máli, að sjá til þess að lokun stofana í Bandaríkjunum muni ekki hafa áhrif á flugsamgöngur eins og gerðist

Norwegian yfirgefur Karíbahafið

13. febrúar 2019

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Karíbahafsins en félagið byrjaði að fljúga til Karíbahafsins árið 2015.

Lufthansa tekur á leigu A220 þotur frá airBaltic

12. febrúar 2019

|

Lufthansa hefur tekið á leigu tvær Airbus A220 (Bombardier CSeries) þotur frá flugfélaginu airBaltic.

Kona hljóp nakin inn á flugbraut í Suður-Karólínu

12. febrúar 2019

|

Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

Stigabíll féll saman í Síberíu

12. febrúar 2019

|

Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.

Delta flýgur fyrsta flugið með Airbus A220

11. febrúar 2019

|

Delta Air Lines flaug á dögunum sitt fyrsta farþegaflug með nýju Airbus A220 þotunni sem einnig er þekkt sem CSeries frá Bombardier.

Einkaþota rann út af braut í lendingu í Indíana

11. febrúar 2019

|

Engan sakaði er einkaþota af gerðinni Hawker Beechcraft 400A rann út af flugbraut í lendingu í morgun á Richmond Municipal flugvellinum í Indíana í Bandaríkjunum.

Annað stærsta flugfélag Pakistan gjaldþrota

11. febrúar 2019

|

Shaheen Air, annað stærsta flugfélag Pakistans, hefur tilkynnt að það muni hætta rekstri vegna skorts á fjármagni og vegna skulda.

Boeing 737-700 fara brátt úr flota KLM

11. febrúar 2019

|

KLM Royal Dutch Airlines mun í vor byrja að losa sig við fyrstu Boeing 737-700 þoturnar en sú fyrsta mun yfirgefa flotann þann 1. maí næstkomandi.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00