flugfréttir

Íranir höfða mál gegn ATR

- Krefjast þess að fá restina af flugvélunum eða að fá skaðabætur

15. september 2018

|

Frétt skrifuð kl. 11:21

ATR 72-600 flugvél í litum Iran Air

Ríkísstjórn Írans ætlar að höfða mál gegn flugvélaframleiðandanum ATR vegna brots á kaupsamningi á þeim tuttugu ATR 72-600 flugvélum sem áttu að afhendast til ríkisflugfélagsins Iran Air.

ATR hefur afhent 13 flugvélar til Írans en framleiðandinn náði ekki að ljúka afhendingu á sjö flugvélum áður en endurupptekið viðskiptabann skall á að fyrirskipun frá bandarískum stjórnvöldum.

ATR tilkynnti í sumar að framleiðandinn hefði gefist upp á því að reyna að ná að afhenda allar vélarnar og var ákveðið að taka ekki áhættuna á því að afhenda fleiri flugvélar til Iran Air til að óhlýðnast ekki stjórnvöldum vegna samstarfsins við Airbus.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, afturkallaði ákvörðun stjórnvalda um að aflétta viðskiptaþvingunum við Írani og breytti kjarnorkusamkomulaginu sem undirritað var árið 2015 og fengu fyrirtæki 90 daga frest til þess að klára þau viðskipti sem þau höfðu gert við Írani og rann sá frestur út þann 7. ágúst.

„Þetta fyrirtæki þarf annað hvort að standa við þær skuldbindingar sem það gerði í samningnum og klára að afhenda allar flugvélarnar eða greiða okkur skaðabætur“, segir Mohammadreza Rezaei-Kouchi, þingmaður á íranska þinginu.

ATR hafði sótt um nýtt leyfi frá bandarískum stjórnvöldum með undanþágu til þess að geta klárað að afhenda flugvélarnar til Írans en bandarísk stjórnvöld höfnuðu þeirri beiðni í júlí.

Airbus hafði gert samning við Írani í desember árið 2016 um sölu á tæplega 100 þotum af gerðinni Airbus A320, A321, A330 og Airbus A350 og náðist að afhenda sjö Airbus A320 þotur og tvær Airbus A330 breiðþotur til Írans áður en viðskiptabannið var sett aftur á.

Stjórnvöld í Íran hafa hinsvegar ekki tilkynnt hvort að til stendur að fara í mál við Airbus.  fréttir af handahófi

Indigo Partners hættir við fjárfestingu í WOW air

21. mars 2019

|

Tilkynnt var í kvöld um að Indigo Partners hafi slitið viðræðum um fyrirhugaða fjárfestingu í WOW air.

WOW air áætlaði yfir 6.900 brottfarir og komur í sumar

28. mars 2019

|

Brotthvarf WOW air af íslenskum flugmarkaði mun án efa hafa áhrif á rekstur Keflavíkurflugvallar.

Boeing 737 endaði í ánni eftir lendingu í Jacksonville

4. maí 2019

|

Allir komust lífs af er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 rann út af flugbraut í lendingu og endaði út í fljóti í Flórída í gærkvöldi.

  Nýjustu flugfréttirnar

Viðbrögð við flugslysi æfð í Grímsey

17. maí 2019

|

Um 40 manns tóku þátt í flugslysaæfingu sem haldin var í Grímsey dagana 10. og 11. maí síðastliðinn en æft var með heimamönnum og viðbragðsaðilum.

IATA lokar fyrir aðgang Avianca Brasil að ferðaskrifstofum

17. maí 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa sent tilkynningu til allra ferðaskrifstofa þar sem þeim er gert að hætta að selja flug með suður-ameríska flugfélaginu Avianca Brasil.

TWA flugstöðin opin aftur fyrir almenningi

15. maí 2019

|

Ein frægasta flugstöð heims, TWA bygginging (Terminal T5) á Kennedy-flugvellinum í New York, opnaði aftur í dag opinberlega í tengslum við TWA hótelið sem hóf starfsemi sína í dag við hliðina á flugst

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu

13. maí 2019

|

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu í Frakklandi og stendur til að draga úr framboðinu um 15 prósent. Með því vonast félagið til þess að hægt verði að draga úr taprekstri félagsins.

24 milljónir í verðlaunafé fyrir lausn á Bonanza-vandamáli

13. maí 2019

|

Samtök Bonanza-flugvélaeiganda í Bandaríkjunum (American Bonanza Society) hafa ákveðið að bjóða samtals 200.000 bandaríkjadali í verðlaunafé til þess aðila sem getur komið með lausn á vandamáli með „

Vonast til að geta farið að fljúga 737 MAX þotunum fyrir lok júlí

13. maí 2019

|

Flugfélagið Copa Airlines í Panama segist eiga von á því að geta farið að nota aftur Boeing 737 MAX þoturnar fyrir lok júlímánaðar.

Líkur á að Emirates hætti við Dreamliner-þoturnar

13. maí 2019

|

Svo virðist sem að Emirates hafi hætt við pöntun sína í Dreamliner-þotur Boeing en flugfélagið hafði gert samkomulag um pöntun á fjörutíu þotum af gerðinni Boeing 787-10 á Dubai Air Show flugsýningun

Etihad tilbúið í að endurfjárfesta í Jet Airways

10. maí 2019

|

Etihad Airways hefur gefið í skyn að félagið sé reiðubúið í að fjárfesta enn frekar í indverska flugfélaginu Jet Airways og setja ferskt rekstrarfé inn í rekstur félagins en Jet Airways hætti öllu áæ

Tilkynning vegna umfjöllunar um stöðvun flugvélar ALC

10. maí 2019

|

Isavia hefur sent frá sér tilkynningu vegna umfjöllunar í fjölmiðlum síðustu daga vegna máls er varðar Airbus A321 þotu sem kyrrsett hefur verið á Keflavíkurflugvelli frá gjaldþroti WOW air en þotan

Keilir býður upp á flugbúðir fyrir ungt fólk í sumar

9. maí 2019

|

Flugakademía Keilis mun í næsta mánuði bjóða ungu fólki, og öðrum sem hafa brennandi áhuga á flugi, upp á flugbúðir þar sem áhugasamir fá einstakt tækifæri á því að skyggnast á bakvið töld flugsins

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00