flugfréttir

Íranir höfða mál gegn ATR

- Krefjast þess að fá restina af flugvélunum eða að fá skaðabætur

15. september 2018

|

Frétt skrifuð kl. 11:21

ATR 72-600 flugvél í litum Iran Air

Ríkísstjórn Írans ætlar að höfða mál gegn flugvélaframleiðandanum ATR vegna brots á kaupsamningi á þeim tuttugu ATR 72-600 flugvélum sem áttu að afhendast til ríkisflugfélagsins Iran Air.

ATR hefur afhent 13 flugvélar til Írans en framleiðandinn náði ekki að ljúka afhendingu á sjö flugvélum áður en endurupptekið viðskiptabann skall á að fyrirskipun frá bandarískum stjórnvöldum.

ATR tilkynnti í sumar að framleiðandinn hefði gefist upp á því að reyna að ná að afhenda allar vélarnar og var ákveðið að taka ekki áhættuna á því að afhenda fleiri flugvélar til Iran Air til að óhlýðnast ekki stjórnvöldum vegna samstarfsins við Airbus.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, afturkallaði ákvörðun stjórnvalda um að aflétta viðskiptaþvingunum við Írani og breytti kjarnorkusamkomulaginu sem undirritað var árið 2015 og fengu fyrirtæki 90 daga frest til þess að klára þau viðskipti sem þau höfðu gert við Írani og rann sá frestur út þann 7. ágúst.

„Þetta fyrirtæki þarf annað hvort að standa við þær skuldbindingar sem það gerði í samningnum og klára að afhenda allar flugvélarnar eða greiða okkur skaðabætur“, segir Mohammadreza Rezaei-Kouchi, þingmaður á íranska þinginu.

ATR hafði sótt um nýtt leyfi frá bandarískum stjórnvöldum með undanþágu til þess að geta klárað að afhenda flugvélarnar til Írans en bandarísk stjórnvöld höfnuðu þeirri beiðni í júlí.

Airbus hafði gert samning við Írani í desember árið 2016 um sölu á tæplega 100 þotum af gerðinni Airbus A320, A321, A330 og Airbus A350 og náðist að afhenda sjö Airbus A320 þotur og tvær Airbus A330 breiðþotur til Írans áður en viðskiptabannið var sett aftur á.

Stjórnvöld í Íran hafa hinsvegar ekki tilkynnt hvort að til stendur að fara í mál við Airbus.  fréttir af handahófi

Saka flugfélag í Nígeríu um að hafa stolið tveimur Dash Q300

27. september 2018

|

Tilkynnt hefur verið um að tveimur farþegaflugvélum af gerðinni Bombardier Dash 8 Q300 hafi verið stolið nýlega á flugvellinum í Lagos í Nígeríu.

Blue Air tekur yfir rekstur Air Moldova

4. október 2018

|

Rúmenska flugfélagið Blue Air hefur komið flugfélaginu Air Moldova til bjargar og fengið leyfi til þess að taka yfir rekstur þess.

Tilraunaflugmenn frá EASA fljúga MC-21 þotunni

27. september 2018

|

Tilraunaflugmenn á vegum evrópskra flugmálayfirvalda (EASA) hafa tekið fyrsta skrefið í flugprófunum á rússnesku Irkut MC-21-300 þotunni.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ryanair fær síðustu Boeing 737-800 þotuna afhenta

17. desember 2018

|

Boeing hefur afhent síðasta eintakið af Boeing 737-800 þotunni til Ryanair sem er einnig síðasta af Next Generation gerðinni og hefur lágfargjaldafélagið írska því tekið við 531 þotu af þeirri kynsl

Flugvöllurinn í Perth fer í mál við Qantas

16. desember 2018

|

Flugvöllurinn í Perth í Ástralíu hefur höfðað mál gegn Qantas vegna vangoldinna skulda en stjórn flugvallarins segir að flugfélagið ástralska hafi ekki greitt lendingargjöld í þónokkurn tíma.

Atlantic Airways stefnir á beint flug frá Færeyjum til New York

15. desember 2018

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways ætlar sér að hefja beint áætlunarflug til New York frá Færeyjum en flugfélagið færeyska hefur sótt um leyfi fyrir flugi til Bandaríkjanna.

Síðasta Boeing 777-300ER þotan afhent til Emirates

14. desember 2018

|

Emirates fagnaði fyrir helgi þeim tímamótum að hafa tekið við síðustu Boeing 777-300ER þotunni frá Boeing við hátíðlega athöfn og er félagið því komið með allar þoturnar sem pantaðar hafa verið af þ

Fara fram á 2 milljarða evra í bætur frá Etihad

13. desember 2018

|

Gjaldþrotadómstóll í Þýskalandi ætlar fyrir hönd skiptastjórnar Air Berlin að fara fram á bætur upp á 2 milljarða evra frá fyrrum samstarfsflugfélaginu Etihad Airways.

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.