flugfréttir

Yfir 1.000 konur í Sádí-Arabíu hafa sótt um að verða flugmenn

- Yfir þúsund umsóknir frá konum bárust til Flynas á einum sólarhring

18. september 2018

|

Frétt skrifuð kl. 08:40

Flynas hvatti konur til þess að sækja um prógrammið „Future Pilots“ og viðtökurnar létu ekki á sér standa

Sádí-arabíska flugfélagið Flynas fékk yfir 1.000 umsóknir frá kvenmönnum á einum sólarhring sem hafa sótt um að komast í flugnám á vegum flugfélagsins sem leitar nú að hæfum einstaklingum til að verða framtíðarflugmenn hjá flugfélaginu.

Flynas hefur bæði óskar eftir umsóknum fyrir starfi flugmanns auka áhafna en félagið segir að til stendur að ráða yfir 200 áhafnarmeðlimi auk flugmanna á næstu tveimur árum í tengslum við ört vaxandi umsvif hjá Flynas.

Í fyrra var tilkynnt að konur fengu loksins að keyra bílum í Sádí-Arabíu og tóku fyrstu sádí-arabísku konurnar bílpróf í vor en styttist í að þær fyrstu hefji flugnám á sádí-arabískri grund en hingað til hafa flugfélög í landinu aðeins ráðið karlmenn í stjórnklefann.

Airbus A320 þota Flynas

Á sama tíma og stjórnvöld í Sádí-Arabíu ákváðu að leyfa kvenfólki að aka bílum var einnig ákveðið að konur mættu fljúga, ganga í herinn auk annarra athafna sem hingað til hefur ekki staðið þeim til boða.

Oxford Aviation Academy opnaði nýlega flugskóla í borginni Dammam og hefur skólinn nú þegar fengið umsóknir frá hundruðum kvenna sem stefna á flugnám en áður fyrr hafa þær þurft að ferðast erlendis til að komast í flugnám þar sem það hefur aðeins verið í boði fyrir karlmenn í Sádí-Arabíu.

Flynas var stofnað árið 2007 og er félagið fyrsta lágfargjaldafélagið í Sádí-Arabíu en félagið hefur 31 þotu í flota sínum sem allar eru af Airbus-gerð en von er á því að flotinn eigi eftir að telja yfir 110 þotur á næstu árum.

Þeir sem sækja um „Future Pilots“ prógrammið hjá Flynas verða að verða sádí-arabískir ríkisborgarar, þurfa að uppfylla skilyrði er varðar líkamshæð og þyngd, tala ensku reiprennandi og vera á aldrinum frá 22 ára til 30 ára.  fréttir af handahófi

Boeing 737-700 fara brátt úr flota KLM

11. febrúar 2019

|

KLM Royal Dutch Airlines mun í vor byrja að losa sig við fyrstu Boeing 737-700 þoturnar en sú fyrsta mun yfirgefa flotann þann 1. maí næstkomandi.

Spáð 8 prósent færri farþegum um Keflavíkurflugvöll í ár

30. janúar 2019

|

Í gær var kynnt ný farþegaspá um fjölda farþega sem fer um Keflavíkurflugvöll árið 2019 á morgunfundi Isavia á Hilton Reykjavík Nordica.

Fyrsta Boeing 777X þotan tekur á sig mynd

21. nóvember 2018

|

Boeing hefur lokið við að setja saman fyrsta eintakið af Boeing 777X sem er arftaki Boeing 777 þotunnar sem kom fyrst á markað árið 1995 og er um að ræða það sem framleiðandinn kallar Final Body Join

  Nýjustu flugfréttirnar

Þota frá Lion Air fór út af braut í lendingu

16. febrúar 2019

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

IATA hvetur Bandaríkin til þess að huga betur að flugmálum

14. febrúar 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa hvatt bandarísk stjórnvöld, og alla þá sem koma að máli, að sjá til þess að lokun stofana í Bandaríkjunum muni ekki hafa áhrif á flugsamgöngur eins og gerðist

Norwegian yfirgefur Karíbahafið

13. febrúar 2019

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Karíbahafsins en félagið byrjaði að fljúga til Karíbahafsins árið 2015.

Lufthansa tekur á leigu A220 þotur frá airBaltic

12. febrúar 2019

|

Lufthansa hefur tekið á leigu tvær Airbus A220 (Bombardier CSeries) þotur frá flugfélaginu airBaltic.

Kona hljóp nakin inn á flugbraut í Suður-Karólínu

12. febrúar 2019

|

Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

Stigabíll féll saman í Síberíu

12. febrúar 2019

|

Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.

Delta flýgur fyrsta flugið með Airbus A220

11. febrúar 2019

|

Delta Air Lines flaug á dögunum sitt fyrsta farþegaflug með nýju Airbus A220 þotunni sem einnig er þekkt sem CSeries frá Bombardier.

Einkaþota rann út af braut í lendingu í Indíana

11. febrúar 2019

|

Engan sakaði er einkaþota af gerðinni Hawker Beechcraft 400A rann út af flugbraut í lendingu í morgun á Richmond Municipal flugvellinum í Indíana í Bandaríkjunum.

Annað stærsta flugfélag Pakistan gjaldþrota

11. febrúar 2019

|

Shaheen Air, annað stærsta flugfélag Pakistans, hefur tilkynnt að það muni hætta rekstri vegna skorts á fjármagni og vegna skulda.

Boeing 737-700 fara brátt úr flota KLM

11. febrúar 2019

|

KLM Royal Dutch Airlines mun í vor byrja að losa sig við fyrstu Boeing 737-700 þoturnar en sú fyrsta mun yfirgefa flotann þann 1. maí næstkomandi.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00