flugfréttir

Líkamsrækt um borð í lengsta flug heims

- Leiksvæði fyrir börn, svefnrými og bar í 20 tíma flugi frá Sydney til London

19. september 2018

|

Frétt skrifuð kl. 07:40

Qantas er að skoða möguleika á að panta Airbus A350-1000 eða Boeing 777-8 fyrir fyrirhugað beint flug frá Sydney til London

Qantas íhugar að bjóða upp á líkamsræktaraðstöðu í einu lengsta flug heims sem flugfélagið ástralska áætlar að fljúga árið 2022 frá Sydney til London.

Engin farþegaþota í dag hefur svo langt flugdrægi að hún geti flogið í beinu flugi frá Sydney til London og hafa bæði Qantas og British Airways þurft að millilenda hingað til í Asíu til þess að taka eldsneyti á leiðinni.

Qantas hefur beðið bæði Boeing og Airbus um að koma með tillögu að þotu sem gæti flogið beint flug þarna á milli en um væri að ræða 20 klukkustunda langt flug.

Qantas hefur lýst því yfir að Airbus A350-1000 gæti komið til greina en Airbus þyrfti þá að útfæra vélina sérstaklega fyrir svona langt flug og breyta eiginleikum hennar en bein fluglína milli Kingsford Smith flugvallarins í Sydney og London Heathrow eru yfir 17.000 kílómetrar.

Alan Joyce, framkvæmdarstjóri Qantas

Til að auðvelda farþegum hina 20 klukkutíma dvöl er verið að íhuga að um borð í flugvélinni væri meðal annars lítil aðstaða til líkamsræktar, leiksvæði fyrir börn, svefnsvæði og bar.

Líkamsrækt um borð í flugvél kann að hljóma undarlega en nú þegar má finna sturtu um borð í Airbus A380 risaþotum Emirates og þá hefur Korean Air haft litla fríhafnarverslun í sínum risaþotum.

Alan Joyce, framkvæmdarstjóri Qantas, segist sannfærður um að eftirspurn sé eftir beinu flugi milli London og Sydney en í mars á þessu ári byrjaði Qantas að fljúga beint flug milli Perth á vesturströnd Ástralíu og London og hefur sætanýtingin í því flugi sjaldan farið undir 90 prósent og yfir 94% á fyrsta farrými.

Einnig kemur nýja Boeing 777X þotan til greina og er Qantas að skoða möguleika á að panta Boeing 777-8 sem kemur á markaðinn árið 2022.  fréttir af handahófi

Rouge mun fljúga til Íslands í júní í stað Air Canada

10. apríl 2019

|

Air Canada hefur gert breytingar á áætlunarflugi sínu til Íslands fyrir júnímánuð með því að láta flugvélar Air Canada Rouge fljúga hingað til lands.

Viðbrögð við flugslysi æfð í Grímsey

17. maí 2019

|

Um 40 manns tóku þátt í flugslysaæfingu sem haldin var í Grímsey dagana 10. og 11. maí síðastliðinn en æft var með heimamönnum og viðbragðsaðilum.

Þyrla með flugmálaráðherra fórst í Nepal

1. mars 2019

|

Talið er að flugmaður í Nepal hafi verið undir þrýstingi að fara í þyrluflug þrátt fyrir slæmt veður sem endaði með flugslysi sl. miðvikudag en meðal farþega um borð í þyrlunni var m.a. Rabindra Adhi

  Nýjustu flugfréttirnar

TUI íhugar að hætta við Boeing 737 MAX þoturnar

20. maí 2019

|

Flugfélaga- og ferðasamsteypan TUI hefur tilkynnt að allt stefni í að afkoma flugfélagsins TUI verði frekar slæm eftir fyrri helming ársins og hefur fyrirtækið varað fjárfesta við því að seinni helmi

SAS bætir Lúxemborg við leiðarkerfið

20. maí 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur ákveðið að hefja flug til Lúxemborg en í tilkynningu kemur fram að félagið ætli að fljúga frá Arlanda-flugvellinum í Stokkhólmi til Lúxemborgar frá og með byrjun nóv

Ryanair frestar afhendingum á 737 MAX fram í nóvember

20. maí 2019

|

Ryanair hefur ákveðið að fresta afhendingum á þeim Boeing 737 MAX þotum sem pantaðar voru á sínum tíma en lágfargjaldafélagið írska átti að taka við fyrstu þotunum á næstu dögum.

Viðbrögð við flugslysi æfð í Grímsey

17. maí 2019

|

Um 40 manns tóku þátt í flugslysaæfingu sem haldin var í Grímsey dagana 10. og 11. maí síðastliðinn en æft var með heimamönnum og viðbragðsaðilum.

IATA lokar fyrir aðgang Avianca Brasil að ferðaskrifstofum

17. maí 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa sent tilkynningu til allra ferðaskrifstofa þar sem þeim er gert að hætta að selja flug með suður-ameríska flugfélaginu Avianca Brasil.

TWA flugstöðin opin aftur fyrir almenningi

15. maí 2019

|

Ein frægasta flugstöð heims, TWA bygginging (Terminal T5) á Kennedy-flugvellinum í New York, opnaði aftur í dag opinberlega í tengslum við TWA hótelið sem hóf starfsemi sína í dag við hliðina á flugst

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu

13. maí 2019

|

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu í Frakklandi og stendur til að draga úr framboðinu um 15 prósent. Með því vonast félagið til þess að hægt verði að draga úr taprekstri félagsins.

24 milljónir í verðlaunafé fyrir lausn á Bonanza-vandamáli

13. maí 2019

|

Samtök Bonanza-flugvélaeiganda í Bandaríkjunum (American Bonanza Society) hafa ákveðið að bjóða samtals 200.000 bandaríkjadali í verðlaunafé til þess aðila sem getur komið með lausn á vandamáli með „

Vonast til að geta farið að fljúga 737 MAX þotunum fyrir lok júlí

13. maí 2019

|

Flugfélagið Copa Airlines í Panama segist eiga von á því að geta farið að nota aftur Boeing 737 MAX þoturnar fyrir lok júlímánaðar.

Líkur á að Emirates hætti við Dreamliner-þoturnar

13. maí 2019

|

Svo virðist sem að Emirates hafi hætt við pöntun sína í Dreamliner-þotur Boeing en flugfélagið hafði gert samkomulag um pöntun á fjörutíu þotum af gerðinni Boeing 787-10 á Dubai Air Show flugsýningun

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00