flugfréttir

Líkamsrækt um borð í lengsta flug heims

- Leiksvæði fyrir börn, svefnrými og bar í 20 tíma flugi frá Sydney til London

19. september 2018

|

Frétt skrifuð kl. 07:40

Qantas er að skoða möguleika á að panta Airbus A350-1000 eða Boeing 777-8 fyrir fyrirhugað beint flug frá Sydney til London

Qantas íhugar að bjóða upp á líkamsræktaraðstöðu í einu lengsta flug heims sem flugfélagið ástralska áætlar að fljúga árið 2022 frá Sydney til London.

Engin farþegaþota í dag hefur svo langt flugdrægi að hún geti flogið í beinu flugi frá Sydney til London og hafa bæði Qantas og British Airways þurft að millilenda hingað til í Asíu til þess að taka eldsneyti á leiðinni.

Qantas hefur beðið bæði Boeing og Airbus um að koma með tillögu að þotu sem gæti flogið beint flug þarna á milli en um væri að ræða 20 klukkustunda langt flug.

Qantas hefur lýst því yfir að Airbus A350-1000 gæti komið til greina en Airbus þyrfti þá að útfæra vélina sérstaklega fyrir svona langt flug og breyta eiginleikum hennar en bein fluglína milli Kingsford Smith flugvallarins í Sydney og London Heathrow eru yfir 17.000 kílómetrar.

Alan Joyce, framkvæmdarstjóri Qantas

Til að auðvelda farþegum hina 20 klukkutíma dvöl er verið að íhuga að um borð í flugvélinni væri meðal annars lítil aðstaða til líkamsræktar, leiksvæði fyrir börn, svefnsvæði og bar.

Líkamsrækt um borð í flugvél kann að hljóma undarlega en nú þegar má finna sturtu um borð í Airbus A380 risaþotum Emirates og þá hefur Korean Air haft litla fríhafnarverslun í sínum risaþotum.

Alan Joyce, framkvæmdarstjóri Qantas, segist sannfærður um að eftirspurn sé eftir beinu flugi milli London og Sydney en í mars á þessu ári byrjaði Qantas að fljúga beint flug milli Perth á vesturströnd Ástralíu og London og hefur sætanýtingin í því flugi sjaldan farið undir 90 prósent og yfir 94% á fyrsta farrými.

Einnig kemur nýja Boeing 777X þotan til greina og er Qantas að skoða möguleika á að panta Boeing 777-8 sem kemur á markaðinn árið 2022.  fréttir af handahófi

Tvö stór flugfélög á suðurhveli jarðar berjast í bökkum

28. nóvember 2018

|

Tvö stór flugfélög á suðurhveli jarðar berjast nú í bökkum við að geta haldið rekstri sínum gangandi, annað flugfélagið í Suður-Ameríku og hitt í Afríku.

Saka flugfélag í Nígeríu um að hafa stolið tveimur Dash Q300

27. september 2018

|

Tilkynnt hefur verið um að tveimur farþegaflugvélum af gerðinni Bombardier Dash 8 Q300 hafi verið stolið nýlega á flugvellinum í Lagos í Nígeríu.

Einkaþota fór út af í lendingu í Suður-Karólínu

28. september 2018

|

Að minnsta kosti tveir létust er einkaþota af gerðinni Dassault Falcon 50 fór út af braut í lendingu á flugvellinum í Greenville í Suður-Karólínu í gær.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fór út af braut eftir að önnur flugvél truflaði boð frá ILS kerfi

18. desember 2018

|

Talið er að truflun í ILS blindaðflugsbúnaði frá annarri flugvél hafi orsakað atvik er Boeing 777-300ER þota frá Singapore Airlines fór út af flugbraut í lendingu á flugvellinum í Munchen þann
1

Ryanair fær síðustu Boeing 737-800 þotuna afhenta

17. desember 2018

|

Boeing hefur afhent síðasta eintakið af Boeing 737-800 þotunni til Ryanair sem er einnig síðasta af Next Generation gerðinni og hefur lágfargjaldafélagið írska því tekið við 531 þotu af þeirri kynsl

Flugvöllurinn í Perth fer í mál við Qantas

16. desember 2018

|

Flugvöllurinn í Perth í Ástralíu hefur höfðað mál gegn Qantas vegna vangoldinna skulda en stjórn flugvallarins segir að flugfélagið ástralska hafi ekki greitt lendingargjöld í þónokkurn tíma.

Atlantic Airways stefnir á beint flug frá Færeyjum til New York

15. desember 2018

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways ætlar sér að hefja beint áætlunarflug til New York frá Færeyjum en flugfélagið færeyska hefur sótt um leyfi fyrir flugi til Bandaríkjanna.

Síðasta Boeing 777-300ER þotan afhent til Emirates

14. desember 2018

|

Emirates fagnaði fyrir helgi þeim tímamótum að hafa tekið við síðustu Boeing 777-300ER þotunni frá Boeing við hátíðlega athöfn og er félagið því komið með allar þoturnar sem pantaðar hafa verið af þ

Fara fram á 2 milljarða evra í bætur frá Etihad

13. desember 2018

|

Gjaldþrotadómstóll í Þýskalandi ætlar fyrir hönd skiptastjórnar Air Berlin að fara fram á bætur upp á 2 milljarða evra frá fyrrum samstarfsflugfélaginu Etihad Airways.

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.