flugfréttir

Líkamsrækt um borð í lengsta flug heims

- Leiksvæði fyrir börn, svefnrými og bar í 20 tíma flugi frá Sydney til London

19. september 2018

|

Frétt skrifuð kl. 07:40

Qantas er að skoða möguleika á að panta Airbus A350-1000 eða Boeing 777-8 fyrir fyrirhugað beint flug frá Sydney til London

Qantas íhugar að bjóða upp á líkamsræktaraðstöðu í einu lengsta flug heims sem flugfélagið ástralska áætlar að fljúga árið 2022 frá Sydney til London.

Engin farþegaþota í dag hefur svo langt flugdrægi að hún geti flogið í beinu flugi frá Sydney til London og hafa bæði Qantas og British Airways þurft að millilenda hingað til í Asíu til þess að taka eldsneyti á leiðinni.

Qantas hefur beðið bæði Boeing og Airbus um að koma með tillögu að þotu sem gæti flogið beint flug þarna á milli en um væri að ræða 20 klukkustunda langt flug.

Qantas hefur lýst því yfir að Airbus A350-1000 gæti komið til greina en Airbus þyrfti þá að útfæra vélina sérstaklega fyrir svona langt flug og breyta eiginleikum hennar en bein fluglína milli Kingsford Smith flugvallarins í Sydney og London Heathrow eru yfir 17.000 kílómetrar.

Alan Joyce, framkvæmdarstjóri Qantas

Til að auðvelda farþegum hina 20 klukkutíma dvöl er verið að íhuga að um borð í flugvélinni væri meðal annars lítil aðstaða til líkamsræktar, leiksvæði fyrir börn, svefnsvæði og bar.

Líkamsrækt um borð í flugvél kann að hljóma undarlega en nú þegar má finna sturtu um borð í Airbus A380 risaþotum Emirates og þá hefur Korean Air haft litla fríhafnarverslun í sínum risaþotum.

Alan Joyce, framkvæmdarstjóri Qantas, segist sannfærður um að eftirspurn sé eftir beinu flugi milli London og Sydney en í mars á þessu ári byrjaði Qantas að fljúga beint flug milli Perth á vesturströnd Ástralíu og London og hefur sætanýtingin í því flugi sjaldan farið undir 90 prósent og yfir 94% á fyrsta farrými.

Einnig kemur nýja Boeing 777X þotan til greina og er Qantas að skoða möguleika á að panta Boeing 777-8 sem kemur á markaðinn árið 2022.  fréttir af handahófi

WOW air flýgur jómfrúarflugið til Nýju-Delí á Indlandi

6. desember 2018

|

WOW air flaug í dag sitt fyrsta áætlunarflug til Nýju-Delí á Indlandi en aldrei áður hefur íslenskt flugfélag flogið áætlunarflug til Asíu og þá er um að ræða lengsta farþegaflug í íslenskri flugsög

Lögreglukonur í Dubai drógu Boeing 777-300ER með kaðli

23. nóvember 2018

|

Konur úr lögreglunni í Dubai sýndu í morgun hvað í þeim býr er þær náðu að draga Boeing 777-300ER þotu frá Emirates yfir 100 metra með kaðli.

Ný tíðni bætist við landsbylgjuna í sjónflugi

28. janúar 2019

|

Samgöngustofa hefur ákveðið að bæta við nýrri tíðni fyrir landið í óstjórnuðu loftrými en hingað til hefur aðeins ein landsbylgja verið í notkun á Íslandi í sjónflugi.

  Nýjustu flugfréttirnar

Þota frá Lion Air fór út af braut í lendingu

16. febrúar 2019

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

IATA hvetur Bandaríkin til þess að huga betur að flugmálum

14. febrúar 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa hvatt bandarísk stjórnvöld, og alla þá sem koma að máli, að sjá til þess að lokun stofana í Bandaríkjunum muni ekki hafa áhrif á flugsamgöngur eins og gerðist

Norwegian yfirgefur Karíbahafið

13. febrúar 2019

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Karíbahafsins en félagið byrjaði að fljúga til Karíbahafsins árið 2015.

Lufthansa tekur á leigu A220 þotur frá airBaltic

12. febrúar 2019

|

Lufthansa hefur tekið á leigu tvær Airbus A220 (Bombardier CSeries) þotur frá flugfélaginu airBaltic.

Kona hljóp nakin inn á flugbraut í Suður-Karólínu

12. febrúar 2019

|

Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

Stigabíll féll saman í Síberíu

12. febrúar 2019

|

Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.

Delta flýgur fyrsta flugið með Airbus A220

11. febrúar 2019

|

Delta Air Lines flaug á dögunum sitt fyrsta farþegaflug með nýju Airbus A220 þotunni sem einnig er þekkt sem CSeries frá Bombardier.

Einkaþota rann út af braut í lendingu í Indíana

11. febrúar 2019

|

Engan sakaði er einkaþota af gerðinni Hawker Beechcraft 400A rann út af flugbraut í lendingu í morgun á Richmond Municipal flugvellinum í Indíana í Bandaríkjunum.

Annað stærsta flugfélag Pakistan gjaldþrota

11. febrúar 2019

|

Shaheen Air, annað stærsta flugfélag Pakistans, hefur tilkynnt að það muni hætta rekstri vegna skorts á fjármagni og vegna skulda.

Boeing 737-700 fara brátt úr flota KLM

11. febrúar 2019

|

KLM Royal Dutch Airlines mun í vor byrja að losa sig við fyrstu Boeing 737-700 þoturnar en sú fyrsta mun yfirgefa flotann þann 1. maí næstkomandi.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00