flugfréttir
Skert athygli og þreyta orsök atviks í San Francisco í fyrra
- Var 20 fetum frá því að rekast á þotur á „taxiway“ í aðflugi

Talið er að 10 til 20 fet hafi skilið að Airbus A320 þotu Air Canada og stélin á vélunum sem biðu á akbrautinni í San Francisco
Skert athygli og þreyta er talin meginorsök alvarlegs atviks sem átti sér stað í júlí í fyrra er farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá Air Canada var næstum búin að lenda á akbraut í aðflugi að flugvellinum í San Francisco.
Þetta kemur meðal annars fram í lokaskýrslu frá Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) varðandi atvikið
sem var kynnt á blaðamananfundi í gær en þotan var
að lenda í San Francisco eftir áætlunarflug frá Toronto þann 7. júlí 2017.
Fram kemur að flugmennirnir hafi einnig gleymt að stilla blindaðflugskerfi vélarinnar (ILS) við þar til gerða tíðni í aðfluginu
en flugmennirnir fóru í fráhvarfsflug á síðustu stundu þegar þeir gerðu sér grein fyrir að þeir voru að koma inn til lendingar
á akbraut þar sem a.m.k. fjórar þotur biðu í röð eftir að fá að komast í loftið.
Rannsakendur flugslysa, sem unnu að skýrslunni segja að flugvélin hafi verið 10 til 20 fetum frá flugvélunum sem biðu
eftir flugtaksheimild á akbrautinni sem liggur samsíða flugbraut 28R sem var í notkun.
Í upplýsingum til flugmanna (NOTAM) kom fram að önnur flugbraut, 28L, sem liggur samsíða 28R, hafi verið lokuð
en Sathya Silva, rannsóknaraðili á sviði mannlegrar getu hjá NTSB, gagnrýnir NOTAM upplýsingarnar harðlega
og segir þær illskiljanlegar og erfitt fyrir flugmenn að átta sig á þeim sem getur skapað vandræði.

Þotan fór í fráhvarfsflug og lenti skömmu síðar í San Francisco
„NOTAM kerfið er mjög illa skipulagt og í rugli. Það er skrifað á tungumáli sem aðeins
forritari getur skilið og er þetta hreinlega bara haugur af rusli sem enginn flugmaður nennir að lesa sig til um“, segir Silva.
Flugmennirnir áttu að stilla kerfi vélarinnar að blindaðflugskerfinu samkvæmt reglugerðum Air Canada á sama tíma og þeir áttu að setja upplýsingar inn í flugtölvu
vélarinnar á meðan þeir voru í sjónaðflugi að brautinni.
Flugmennirnir gerðu það hinsvegar ekki og flugu vélinni
handstýrt í aðfluginu og töldu sig vera í beinni línu að flugbrautinni þegar þeir voru í raun og veru að stefna á akbrautina.
Flugstjórinn hafði ekki hvílst í 19 klukkustundir
Silva bendir á að þreyta hafi spilað stóran hlut í atvikinu þar sem litlu munaði að lá við stórslysi en flugstjórinn
hafði ekki hvílst í 19 klukkustundir á meðan flugmaðurinn hafði verið vakandi í 12 tíma.
Atvikið átti sér stað klukkan 23:16 að staðartíma og var líkamsklukka flugmannanna stillt á austurstrandartíma sem var þá
klukkan 3:00 að nóttu.
Silva bendir á að samkvæmt vaktartíma sem kemur fram í bandarískum reglugerðum þá hafi flugstjórinn ekki átt að fljúga þetta tiltekna
flug þrátt fyrir að kanadískar reglugerðir í fluginu kveða á um annað.
Flugmálayfirvöld í Kanada hafa lengi sagt að til standi að aðlaga sig að bandarískum reglum um hvíldartíma áhafna
í Bandaríkjunum.
Í lokaskýrslunni koma fram sex tilmæli með tillögum að breytingum í kjölfar atviksins en meðal annars er mælt með því
að NOTAM upplýsingar verði gerðar læsilegri og er lagt til að sérfræðingar verði fengnir til þess að endurskoða hvernig
þær eru birtar.
Þá er lagt til að flugvél, sem er að koma inn til lendingar á flugvelli í B-loftrými, sé með búnað sem varar flugmenn við
ef þeir eru ekki að koma inn til lendingar á réttri flugbraut og er farið fram á að bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) vinni
með framleiðendum til þess að innleiða slíkt kerfi.
Air Canada segir að flugfélagið hafi nú þegar gripið til aðgerða í kjölfar atviksins og þar á meðal með því að koma
fyrir HUD (Heads-up Display) á nýjum Boeing 737 MAX og Airbus A220 þotum til að auðvelda flugmönnum aðflug
að flugvöllum að næturlagi eða við slæmt skyggni.
Myndbandsupptaka af atvikinu ásamt hljóðupptöku úr flugturni:


23. nóvember 2018
|
Svo gæti farið að Virgin Atlantic muni eignast breska lágfargjaldaflugfélagið flybe en Virgin á nú í viðræðum um yfirtöku á félaginu.

5. febrúar 2019
|
Trúðaheimsóknir á Barnaspítala Hringsins, flugsýning á Reykjavíkurflugvelli og forvarnarstarf gegn fíkniefnum og Evrópumót í keltneskum fangbrögðum í Reykjanesbæ voru meðal þess sem hlaut styrk úr sam

9. febrúar 2019
|
Finnskir flugumferðarstjórar hafa boðað til eins og hálfs sólarhrings verkfallsaðgerða síðar í þessum mánuði en með því vonast þeir til þess að hægt verði að hefja viðræður að nýju.

16. febrúar 2019
|
Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

14. febrúar 2019
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa hvatt bandarísk stjórnvöld, og alla þá sem koma að máli, að sjá til þess að lokun stofana í Bandaríkjunum muni ekki hafa áhrif á flugsamgöngur eins og gerðist

13. febrúar 2019
|
Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Karíbahafsins en félagið byrjaði að fljúga til Karíbahafsins árið 2015.

12. febrúar 2019
|
Lufthansa hefur tekið á leigu tvær Airbus A220 (Bombardier CSeries) þotur frá flugfélaginu airBaltic.

12. febrúar 2019
|
Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

12. febrúar 2019
|
Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.

11. febrúar 2019
|
Delta Air Lines flaug á dögunum sitt fyrsta farþegaflug með nýju Airbus A220 þotunni sem einnig er þekkt sem CSeries frá Bombardier.

11. febrúar 2019
|
Engan sakaði er einkaþota af gerðinni Hawker Beechcraft 400A rann út af flugbraut í lendingu í morgun á Richmond Municipal flugvellinum í Indíana í Bandaríkjunum.