flugfréttir

Ryðgaðir flugmenn snúa aftur í háloftin með námskeiði AOPA

- Yfir 500.000 einkaflugmenn í Bandaríkjunum hafa dottið úr fluginu

26. september 2018

|

Frétt skrifuð kl. 07:26

Það getur verið erfitt fyrir marga flugmenn að snúa aftur í háloftin eftir langa fjarveru

Fjölmargir einkaflugmann í Bandaríkjunum, sem hafa ekki flogið í langan tíma, hafa sótt vinsæl námskeið á vegum samtaka flugvélaeigenda og einkaflugmanna (AOPA) í þeim tilgangi að dusta rykið af vængjunum en nú er farið að bjóða upp á fræðslunámskeið í gegnum Netið sem lýkur með flugtíma með flugkennara.

AOPA hefur um nokkurt skeið boðið „ryðguðum“ flugmönnum upp á að endurheimta réttindi sín með námskeiðum sem kallast Rusty Pilots en talið er að um hálf milljón Bandaríkjamanna hafa ekki haldið flugkunnáttunni við og hafa ekki flogið margir hverjir í mörg ár.

Talið er að um 60% af flugmönnum undir sextugsaldri eru ekki lengur að fljúga en AOPA hefur hvatt flugmenn til þess að fara aftur í loftið með verkefninu „Rusty Pilots“.

Ýmsar aðstæður eru fyrir því að flugmenn hafa hætt að fljúga en hjá sumum hafa persónulegar aðstæður orðið í vegi fyrir því, tímabundin veikindi eða aðrar ástæður og það getur verið stórt skref að koma sér aftur í loftið.

60 prósent einkaflugmanna undir sextugsaldri í Bandaríkjunum hafa hætt að fljúga af einhverjum ástæðum

Einkaflugmannsskírteini rennur hinsvega aldrei út að fullu og geta þeir sem hafa heilsu til flogið eins lengi og ævin leyfir en á vefsíðu AOPA segir meðal annars: „Once a pilot, always a pilot“ sem eru orð að sönnu því margir flugmenn horfa ávallt til himins hvort sem þeir flugu seinast í gær eða árið 1995.

„Rusty Pilots“ verkefnið hjá AOPA krefst þess ekki að flugmaður þurfi að fara í hæfnispróf á ný en þess í stað fara fram nokkur æfingarflug með flugkennara til að dusta mesta rykið af kunnáttunni og í mörgum tilvikum hefur komið í ljós að margir flugmenn hafa engu gleymt.

Flugmenn á Rusty Pilots námskeiði í Long Beach í Kaliforníu árið 2016

Síðastliðin 4 ár hafa yfir 23.600 flugmenn sótt yfir 700 Rusty Pilots námskeið og endurheimt réttindi sín til þess að fljúga á ný og talið er að þeim eigi eftir að fjölga enn frekar með tilkomu þess að hægt er að sækja námskeiðið í gegnum Netið.

5.800 flugmenn hafa snúið aftur í háloftin frá árinu 2014 með aðstoð AOPA

„Námskeiðin hafa farið fram á flugvöllum víðsvegar um Bandaríkin og einnig á flugsamkomum og hafa viðbrögðin verið með ólíkindum. Með því að bjóða upp á námskeiðin á Netinu þá vonumst við til þess að enn fleiri fari að fljúga á ný sem mun styrkja einkaflugið enn meira“, segir Elizabeth Tennyson, yfirmaður yfir námskeiðadeild AOPA.

Námskeiðin hafa verið frí fyrir meðlimi AOPA í Bandaríkjunum

Af þeim 23.600 flugmönnum sem hafa sótt námskeiðin þá hafa yfir 5.800 byrjað að fljúga reglulega á ný eftir mislanga fjarveru.

Námskeiðin hafa verið ókeypis fyrir meðlimi AOPA en námskeiðin á Netinu innihalda kennslumyndbönd þar sem farið er yfir talstöðvarsamskipti, flug í stjórnuðu loftrými, yfirlandsflug („cross country“), flugáætlunargerð auk fjölda annarra atriða.

Að loknu námskeiðinu fer flugmaður með flugkennara í loftið þar sem skerpt er upp á kunnáttu hans og eru sumir sem ljúka námskeiðinu eftir eitt skipti með flugkennara á meðan aðrir þurfa aðeins fleiri tíma en það fer allt eftir reynslu hvers og eins.  fréttir af handahófi

Norwegian svarar orðrómi um yfirvofandi gjaldþrot

27. desember 2018

|

Norwegian hefur svarað fyrir sig vegna orðróms um yfirvofandi gjaldþrot félagsins sem hefur farið víða í erlendum fjölmiðlum um jólin.

Bilun í báðum hreyflum á Airbus A330 þotu

24. desember 2018

|

Bilun kom upp í báðum hreyflum á Airbus A330-200 breiðþotu frá Brussels Airlines er þotan var á leiðinni frá Kinshasa í Kongó til Brussel.

280.000 farþegar með Icelandair í nóvember

6. desember 2018

|

Um 280.000 farþegar flugu með Icelandair í nóvember sl. sem er fjölgun upp á 12 prósent ef miðað er við nóvember árið 2017 þegar 249.000 farþegar flugu með félaginu.

  Nýjustu flugfréttirnar

Þota frá Lion Air fór út af braut í lendingu

16. febrúar 2019

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

IATA hvetur Bandaríkin til þess að huga betur að flugmálum

14. febrúar 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa hvatt bandarísk stjórnvöld, og alla þá sem koma að máli, að sjá til þess að lokun stofana í Bandaríkjunum muni ekki hafa áhrif á flugsamgöngur eins og gerðist

Norwegian yfirgefur Karíbahafið

13. febrúar 2019

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Karíbahafsins en félagið byrjaði að fljúga til Karíbahafsins árið 2015.

Lufthansa tekur á leigu A220 þotur frá airBaltic

12. febrúar 2019

|

Lufthansa hefur tekið á leigu tvær Airbus A220 (Bombardier CSeries) þotur frá flugfélaginu airBaltic.

Kona hljóp nakin inn á flugbraut í Suður-Karólínu

12. febrúar 2019

|

Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

Stigabíll féll saman í Síberíu

12. febrúar 2019

|

Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.

Delta flýgur fyrsta flugið með Airbus A220

11. febrúar 2019

|

Delta Air Lines flaug á dögunum sitt fyrsta farþegaflug með nýju Airbus A220 þotunni sem einnig er þekkt sem CSeries frá Bombardier.

Einkaþota rann út af braut í lendingu í Indíana

11. febrúar 2019

|

Engan sakaði er einkaþota af gerðinni Hawker Beechcraft 400A rann út af flugbraut í lendingu í morgun á Richmond Municipal flugvellinum í Indíana í Bandaríkjunum.

Annað stærsta flugfélag Pakistan gjaldþrota

11. febrúar 2019

|

Shaheen Air, annað stærsta flugfélag Pakistans, hefur tilkynnt að það muni hætta rekstri vegna skorts á fjármagni og vegna skulda.

Boeing 737-700 fara brátt úr flota KLM

11. febrúar 2019

|

KLM Royal Dutch Airlines mun í vor byrja að losa sig við fyrstu Boeing 737-700 þoturnar en sú fyrsta mun yfirgefa flotann þann 1. maí næstkomandi.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00