flugfréttir

Ryðgaðir flugmenn snúa aftur í háloftin með námskeiði AOPA

- Yfir 500.000 einkaflugmenn í Bandaríkjunum hafa dottið úr fluginu

26. september 2018

|

Frétt skrifuð kl. 07:26

Það getur verið erfitt fyrir marga flugmenn að snúa aftur í háloftin eftir langa fjarveru

Fjölmargir einkaflugmann í Bandaríkjunum, sem hafa ekki flogið í langan tíma, hafa sótt vinsæl námskeið á vegum samtaka flugvélaeigenda og einkaflugmanna (AOPA) í þeim tilgangi að dusta rykið af vængjunum en nú er farið að bjóða upp á fræðslunámskeið í gegnum Netið sem lýkur með flugtíma með flugkennara.

AOPA hefur um nokkurt skeið boðið „ryðguðum“ flugmönnum upp á að endurheimta réttindi sín með námskeiðum sem kallast Rusty Pilots en talið er að um hálf milljón Bandaríkjamanna hafa ekki haldið flugkunnáttunni við og hafa ekki flogið margir hverjir í mörg ár.

Talið er að um 60% af flugmönnum undir sextugsaldri eru ekki lengur að fljúga en AOPA hefur hvatt flugmenn til þess að fara aftur í loftið með verkefninu „Rusty Pilots“.

Ýmsar aðstæður eru fyrir því að flugmenn hafa hætt að fljúga en hjá sumum hafa persónulegar aðstæður orðið í vegi fyrir því, tímabundin veikindi eða aðrar ástæður og það getur verið stórt skref að koma sér aftur í loftið.

60 prósent einkaflugmanna undir sextugsaldri í Bandaríkjunum hafa hætt að fljúga af einhverjum ástæðum

Einkaflugmannsskírteini rennur hinsvega aldrei út að fullu og geta þeir sem hafa heilsu til flogið eins lengi og ævin leyfir en á vefsíðu AOPA segir meðal annars: „Once a pilot, always a pilot“ sem eru orð að sönnu því margir flugmenn horfa ávallt til himins hvort sem þeir flugu seinast í gær eða árið 1995.

„Rusty Pilots“ verkefnið hjá AOPA krefst þess ekki að flugmaður þurfi að fara í hæfnispróf á ný en þess í stað fara fram nokkur æfingarflug með flugkennara til að dusta mesta rykið af kunnáttunni og í mörgum tilvikum hefur komið í ljós að margir flugmenn hafa engu gleymt.

Flugmenn á Rusty Pilots námskeiði í Long Beach í Kaliforníu árið 2016

Síðastliðin 4 ár hafa yfir 23.600 flugmenn sótt yfir 700 Rusty Pilots námskeið og endurheimt réttindi sín til þess að fljúga á ný og talið er að þeim eigi eftir að fjölga enn frekar með tilkomu þess að hægt er að sækja námskeiðið í gegnum Netið.

5.800 flugmenn hafa snúið aftur í háloftin frá árinu 2014 með aðstoð AOPA

„Námskeiðin hafa farið fram á flugvöllum víðsvegar um Bandaríkin og einnig á flugsamkomum og hafa viðbrögðin verið með ólíkindum. Með því að bjóða upp á námskeiðin á Netinu þá vonumst við til þess að enn fleiri fari að fljúga á ný sem mun styrkja einkaflugið enn meira“, segir Elizabeth Tennyson, yfirmaður yfir námskeiðadeild AOPA.

Námskeiðin hafa verið frí fyrir meðlimi AOPA í Bandaríkjunum

Af þeim 23.600 flugmönnum sem hafa sótt námskeiðin þá hafa yfir 5.800 byrjað að fljúga reglulega á ný eftir mislanga fjarveru.

Námskeiðin hafa verið ókeypis fyrir meðlimi AOPA en námskeiðin á Netinu innihalda kennslumyndbönd þar sem farið er yfir talstöðvarsamskipti, flug í stjórnuðu loftrými, yfirlandsflug („cross country“), flugáætlunargerð auk fjölda annarra atriða.

Að loknu námskeiðinu fer flugmaður með flugkennara í loftið þar sem skerpt er upp á kunnáttu hans og eru sumir sem ljúka námskeiðinu eftir eitt skipti með flugkennara á meðan aðrir þurfa aðeins fleiri tíma en það fer allt eftir reynslu hvers og eins.  fréttir af handahófi

Auglýsir eftir skrúfu af Pitts sem losnaði af í 7.500 fetum

30. apríl 2019

|

Flugmaður einn í Bandaríkjunum lenti í þeim óskemmtilega atviki sl. laugardag að loftskrúfan losnaði af mótor á listflugvél sem hann flaug er hann var á flugi rétt norður af Los Angeles.

Qatar Airways vonast til að fá fyrsta eintakið af Boeing 777X

27. mars 2019

|

Qatar Airways segist vonast til þess að félagið verði fyrst allra flugfélaga í heimi til þess að fljúga nýju Boeing 777X þotunni.

Hundraðasti Trent XWB hreyfillinn afhentur

12. mars 2019

|

Rolls-Royce afhenti á dögunum hundraðasta Trent XWB hreyfilinn frá hreyflaverksmiðjunum í Dahlewitz í Þýskalandi.

  Nýjustu flugfréttirnar

TUI íhugar að hætta við Boeing 737 MAX þoturnar

20. maí 2019

|

Flugfélaga- og ferðasamsteypan TUI hefur tilkynnt að allt stefni í að afkoma flugfélagsins TUI verði frekar slæm eftir fyrri helming ársins og hefur fyrirtækið varað fjárfesta við því að seinni helmi

SAS bætir Lúxemborg við leiðarkerfið

20. maí 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur ákveðið að hefja flug til Lúxemborg en í tilkynningu kemur fram að félagið ætli að fljúga frá Arlanda-flugvellinum í Stokkhólmi til Lúxemborgar frá og með byrjun nóv

Ryanair frestar afhendingum á 737 MAX fram í nóvember

20. maí 2019

|

Ryanair hefur ákveðið að fresta afhendingum á þeim Boeing 737 MAX þotum sem pantaðar voru á sínum tíma en lágfargjaldafélagið írska átti að taka við fyrstu þotunum á næstu dögum.

Viðbrögð við flugslysi æfð í Grímsey

17. maí 2019

|

Um 40 manns tóku þátt í flugslysaæfingu sem haldin var í Grímsey dagana 10. og 11. maí síðastliðinn en æft var með heimamönnum og viðbragðsaðilum.

IATA lokar fyrir aðgang Avianca Brasil að ferðaskrifstofum

17. maí 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa sent tilkynningu til allra ferðaskrifstofa þar sem þeim er gert að hætta að selja flug með suður-ameríska flugfélaginu Avianca Brasil.

TWA flugstöðin opin aftur fyrir almenningi

15. maí 2019

|

Ein frægasta flugstöð heims, TWA bygginging (Terminal T5) á Kennedy-flugvellinum í New York, opnaði aftur í dag opinberlega í tengslum við TWA hótelið sem hóf starfsemi sína í dag við hliðina á flugst

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu

13. maí 2019

|

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu í Frakklandi og stendur til að draga úr framboðinu um 15 prósent. Með því vonast félagið til þess að hægt verði að draga úr taprekstri félagsins.

24 milljónir í verðlaunafé fyrir lausn á Bonanza-vandamáli

13. maí 2019

|

Samtök Bonanza-flugvélaeiganda í Bandaríkjunum (American Bonanza Society) hafa ákveðið að bjóða samtals 200.000 bandaríkjadali í verðlaunafé til þess aðila sem getur komið með lausn á vandamáli með „

Vonast til að geta farið að fljúga 737 MAX þotunum fyrir lok júlí

13. maí 2019

|

Flugfélagið Copa Airlines í Panama segist eiga von á því að geta farið að nota aftur Boeing 737 MAX þoturnar fyrir lok júlímánaðar.

Líkur á að Emirates hætti við Dreamliner-þoturnar

13. maí 2019

|

Svo virðist sem að Emirates hafi hætt við pöntun sína í Dreamliner-þotur Boeing en flugfélagið hafði gert samkomulag um pöntun á fjörutíu þotum af gerðinni Boeing 787-10 á Dubai Air Show flugsýningun

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00