flugfréttir

Ryðgaðir flugmenn snúa aftur í háloftin með námskeiði AOPA

- Yfir 500.000 einkaflugmenn í Bandaríkjunum hafa dottið úr fluginu

26. september 2018

|

Frétt skrifuð kl. 07:26

Það getur verið erfitt fyrir marga flugmenn að snúa aftur í háloftin eftir langa fjarveru

Fjölmargir einkaflugmann í Bandaríkjunum, sem hafa ekki flogið í langan tíma, hafa sótt vinsæl námskeið á vegum samtaka flugvélaeigenda og einkaflugmanna (AOPA) í þeim tilgangi að dusta rykið af vængjunum en nú er farið að bjóða upp á fræðslunámskeið í gegnum Netið sem lýkur með flugtíma með flugkennara.

AOPA hefur um nokkurt skeið boðið „ryðguðum“ flugmönnum upp á að endurheimta réttindi sín með námskeiðum sem kallast Rusty Pilots en talið er að um hálf milljón Bandaríkjamanna hafa ekki haldið flugkunnáttunni við og hafa ekki flogið margir hverjir í mörg ár.

Talið er að um 60% af flugmönnum undir sextugsaldri eru ekki lengur að fljúga en AOPA hefur hvatt flugmenn til þess að fara aftur í loftið með verkefninu „Rusty Pilots“.

Ýmsar aðstæður eru fyrir því að flugmenn hafa hætt að fljúga en hjá sumum hafa persónulegar aðstæður orðið í vegi fyrir því, tímabundin veikindi eða aðrar ástæður og það getur verið stórt skref að koma sér aftur í loftið.

60 prósent einkaflugmanna undir sextugsaldri í Bandaríkjunum hafa hætt að fljúga af einhverjum ástæðum

Einkaflugmannsskírteini rennur hinsvega aldrei út að fullu og geta þeir sem hafa heilsu til flogið eins lengi og ævin leyfir en á vefsíðu AOPA segir meðal annars: „Once a pilot, always a pilot“ sem eru orð að sönnu því margir flugmenn horfa ávallt til himins hvort sem þeir flugu seinast í gær eða árið 1995.

„Rusty Pilots“ verkefnið hjá AOPA krefst þess ekki að flugmaður þurfi að fara í hæfnispróf á ný en þess í stað fara fram nokkur æfingarflug með flugkennara til að dusta mesta rykið af kunnáttunni og í mörgum tilvikum hefur komið í ljós að margir flugmenn hafa engu gleymt.

Flugmenn á Rusty Pilots námskeiði í Long Beach í Kaliforníu árið 2016

Síðastliðin 4 ár hafa yfir 23.600 flugmenn sótt yfir 700 Rusty Pilots námskeið og endurheimt réttindi sín til þess að fljúga á ný og talið er að þeim eigi eftir að fjölga enn frekar með tilkomu þess að hægt er að sækja námskeiðið í gegnum Netið.

5.800 flugmenn hafa snúið aftur í háloftin frá árinu 2014 með aðstoð AOPA

„Námskeiðin hafa farið fram á flugvöllum víðsvegar um Bandaríkin og einnig á flugsamkomum og hafa viðbrögðin verið með ólíkindum. Með því að bjóða upp á námskeiðin á Netinu þá vonumst við til þess að enn fleiri fari að fljúga á ný sem mun styrkja einkaflugið enn meira“, segir Elizabeth Tennyson, yfirmaður yfir námskeiðadeild AOPA.

Námskeiðin hafa verið frí fyrir meðlimi AOPA í Bandaríkjunum

Af þeim 23.600 flugmönnum sem hafa sótt námskeiðin þá hafa yfir 5.800 byrjað að fljúga reglulega á ný eftir mislanga fjarveru.

Námskeiðin hafa verið ókeypis fyrir meðlimi AOPA en námskeiðin á Netinu innihalda kennslumyndbönd þar sem farið er yfir talstöðvarsamskipti, flug í stjórnuðu loftrými, yfirlandsflug („cross country“), flugáætlunargerð auk fjölda annarra atriða.

Að loknu námskeiðinu fer flugmaður með flugkennara í loftið þar sem skerpt er upp á kunnáttu hans og eru sumir sem ljúka námskeiðinu eftir eitt skipti með flugkennara á meðan aðrir þurfa aðeins fleiri tíma en það fer allt eftir reynslu hvers og eins.  fréttir af handahófi

Ekki sagt frá nýju sjálfvirku kerfi sem á að koma í veg fyrir ofris

15. nóvember 2018

|

Atvinnuflugmannasamtökin (ALPA), sem er stærsta bandalag flugmanna í heiminum, krefjast þess að bandarísk stjórnvöld taki á vandamáli er varðar nýja tegund af flugstýringu á Boeing 737 MAX þotunum s

Tveir unglingar stálu flugvél

23. nóvember 2018

|

Tveir unglingar voru handteknir af lögreglu vestanhafs í gær eftir að þeir stálu flugvél frá litlum einkaflugvelli í Utah í Bandaríkjunum.

Airbus fær nýja pöntun í minni útgáfuna af A330neo

15. október 2018

|

Airbus hefur fengið nýja pöntun í A330-800, minni útgáfuna af A330neo þotunni, en um nokkurt skeið hafði ekkert flugfélag átt inni pöntun í minni útgáfuna af Airbus A330neo.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ryanair fær síðustu Boeing 737-800 þotuna afhenta

17. desember 2018

|

Boeing hefur afhent síðasta eintakið af Boeing 737-800 þotunni til Ryanair sem er einnig síðasta af Next Generation gerðinni og hefur lágfargjaldafélagið írska því tekið við 531 þotu af þeirri kynsl

Flugvöllurinn í Perth fer í mál við Qantas

16. desember 2018

|

Flugvöllurinn í Perth í Ástralíu hefur höfðað mál gegn Qantas vegna vangoldinna skulda en stjórn flugvallarins segir að flugfélagið ástralska hafi ekki greitt lendingargjöld í þónokkurn tíma.

Atlantic Airways stefnir á beint flug frá Færeyjum til New York

15. desember 2018

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways ætlar sér að hefja beint áætlunarflug til New York frá Færeyjum en flugfélagið færeyska hefur sótt um leyfi fyrir flugi til Bandaríkjanna.

Síðasta Boeing 777-300ER þotan afhent til Emirates

14. desember 2018

|

Emirates fagnaði fyrir helgi þeim tímamótum að hafa tekið við síðustu Boeing 777-300ER þotunni frá Boeing við hátíðlega athöfn og er félagið því komið með allar þoturnar sem pantaðar hafa verið af þ

Fara fram á 2 milljarða evra í bætur frá Etihad

13. desember 2018

|

Gjaldþrotadómstóll í Þýskalandi ætlar fyrir hönd skiptastjórnar Air Berlin að fara fram á bætur upp á 2 milljarða evra frá fyrrum samstarfsflugfélaginu Etihad Airways.

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.