flugfréttir

Ryðgaðir flugmenn snúa aftur í háloftin með námskeiði AOPA

- Yfir 500.000 einkaflugmenn í Bandaríkjunum hafa dottið úr fluginu

26. september 2018

|

Frétt skrifuð kl. 07:26

Það getur verið erfitt fyrir marga flugmenn að snúa aftur í háloftin eftir langa fjarveru

Fjölmargir einkaflugmann í Bandaríkjunum, sem hafa ekki flogið í langan tíma, hafa sótt vinsæl námskeið á vegum samtaka flugvélaeigenda og einkaflugmanna (AOPA) í þeim tilgangi að dusta rykið af vængjunum en nú er farið að bjóða upp á fræðslunámskeið í gegnum Netið sem lýkur með flugtíma með flugkennara.

AOPA hefur um nokkurt skeið boðið „ryðguðum“ flugmönnum upp á að endurheimta réttindi sín með námskeiðum sem kallast Rusty Pilots en talið er að um hálf milljón Bandaríkjamanna hafa ekki haldið flugkunnáttunni við og hafa ekki flogið margir hverjir í mörg ár.

Talið er að um 60% af flugmönnum undir sextugsaldri eru ekki lengur að fljúga en AOPA hefur hvatt flugmenn til þess að fara aftur í loftið með verkefninu „Rusty Pilots“.

Ýmsar aðstæður eru fyrir því að flugmenn hafa hætt að fljúga en hjá sumum hafa persónulegar aðstæður orðið í vegi fyrir því, tímabundin veikindi eða aðrar ástæður og það getur verið stórt skref að koma sér aftur í loftið.

60 prósent einkaflugmanna undir sextugsaldri í Bandaríkjunum hafa hætt að fljúga af einhverjum ástæðum

Einkaflugmannsskírteini rennur hinsvega aldrei út að fullu og geta þeir sem hafa heilsu til flogið eins lengi og ævin leyfir en á vefsíðu AOPA segir meðal annars: „Once a pilot, always a pilot“ sem eru orð að sönnu því margir flugmenn horfa ávallt til himins hvort sem þeir flugu seinast í gær eða árið 1995.

„Rusty Pilots“ verkefnið hjá AOPA krefst þess ekki að flugmaður þurfi að fara í hæfnispróf á ný en þess í stað fara fram nokkur æfingarflug með flugkennara til að dusta mesta rykið af kunnáttunni og í mörgum tilvikum hefur komið í ljós að margir flugmenn hafa engu gleymt.

Flugmenn á Rusty Pilots námskeiði í Long Beach í Kaliforníu árið 2016

Síðastliðin 4 ár hafa yfir 23.600 flugmenn sótt yfir 700 Rusty Pilots námskeið og endurheimt réttindi sín til þess að fljúga á ný og talið er að þeim eigi eftir að fjölga enn frekar með tilkomu þess að hægt er að sækja námskeiðið í gegnum Netið.

5.800 flugmenn hafa snúið aftur í háloftin frá árinu 2014 með aðstoð AOPA

„Námskeiðin hafa farið fram á flugvöllum víðsvegar um Bandaríkin og einnig á flugsamkomum og hafa viðbrögðin verið með ólíkindum. Með því að bjóða upp á námskeiðin á Netinu þá vonumst við til þess að enn fleiri fari að fljúga á ný sem mun styrkja einkaflugið enn meira“, segir Elizabeth Tennyson, yfirmaður yfir námskeiðadeild AOPA.

Námskeiðin hafa verið frí fyrir meðlimi AOPA í Bandaríkjunum

Af þeim 23.600 flugmönnum sem hafa sótt námskeiðin þá hafa yfir 5.800 byrjað að fljúga reglulega á ný eftir mislanga fjarveru.

Námskeiðin hafa verið ókeypis fyrir meðlimi AOPA en námskeiðin á Netinu innihalda kennslumyndbönd þar sem farið er yfir talstöðvarsamskipti, flug í stjórnuðu loftrými, yfirlandsflug („cross country“), flugáætlunargerð auk fjölda annarra atriða.

Að loknu námskeiðinu fer flugmaður með flugkennara í loftið þar sem skerpt er upp á kunnáttu hans og eru sumir sem ljúka námskeiðinu eftir eitt skipti með flugkennara á meðan aðrir þurfa aðeins fleiri tíma en það fer allt eftir reynslu hvers og eins.  fréttir af handahófi

Etihad Airways ekki lengur eitt af þeim stóru eftir niðurskurð

18. október 2018

|

Etihad Airways hefur ákveðið að hætta við pantanir í nýjar þotur frá Airbus vegna niðurskurðar eftir 179 milljarða króna taprekstur á síðasta ári.

Árekstur er tvær flugvélar lentu nánast samtímis í Súdan

3. október 2018

|

Tvær Antonov-herflugvélar skullu saman í lendingu á flugvellinum í Khartoum, höfuðborg Súdan, í dag er þær lentu nánast á sama tíma á brautinni.

Fyrsta risaþota ANA komin úr samsetningu í Toulouse

30. ágúst 2018

|

Fyrsta Airbus A380 risaþotan fyrir japanska flugfélagið ANA (All Nippon Airways) er komin út úr samsetningarsal Airbus í Toulouse.

  Nýjustu flugfréttirnar

Piper kennsluflugvél nauðlenti á hraðbraut í San Diego

21. október 2018

|

Engan sakaði er eins hreyfils kennsluflugvél nauðlenti á hraðbraut nálægt El Cajon í útverfi San Diego í Kaliforníu í sl. föstudag en farþegi einn, í bíl sem var ekið fyrir aftan, náði myndbandi af le

Flugstjóri neitaði að fljúga vegna vandamáls á First Class

21. október 2018

|

Þónokkur töf varð á flugi Thai Airways í síðustu viku frá Zurich til Bangkok eftir að flugstjóri neitaði að fljúga flugið þar sem að tveir samstarfsmenn hans, sem einnig eru flugmenn hjá félaginu, f

Hundruðir nemenda prófuðu flughermi hjá British Airways

20. október 2018

|

Á annað hundrað breskra háskólanema fengu að spreyta sig í flughermi í höfuðstöðvum British Airways á dögunum er flugfélagið breska hélt viðburðinn Flying Futures sem miðar að því að hvetja ungt fólk

Hjá Höllu opnar á Keflavíkurflugvelli

19. október 2018

|

Veitingastaðurinn Hjá Höllu opnaði formlega í gær í suðurbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli þar sem gengið er út í hlið C á flugvellinum.

NTSB fer fram á hljóðrita sem getur tekið upp í 25 tíma

19. október 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur farið fram á að hljóðritar í flugvélum, sem er annar svörtu kassanna tveggja, geti tekið upp lengri upptöku af hljóðum og samtölum flugmanna í stjórnkle

Flugmanni dæmdar bætur eftir að hafa verið rekinn

19. október 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) og dómstóll í Bandaríkjunum hafa dæmt flugfélag eitt í Alaska til þess að greiða flugstjóra, sem starfaði áður hjá félaginu, um 58 milljónir króna í bætur eftir að ha

British Airways mun fljúga til Charleston

18. október 2018

|

British Airways ætlar að hefja beint flug til borgarinnar Charleston í Suður-Karólínu á næsta ári en það verður þá í fyrsta sinn sem flogið verður beint flug yfir Atlantshafið frá Evrópu til borgarin

Etihad Airways ekki lengur eitt af þeim stóru eftir niðurskurð

18. október 2018

|

Etihad Airways hefur ákveðið að hætta við pantanir í nýjar þotur frá Airbus vegna niðurskurðar eftir 179 milljarða króna taprekstur á síðasta ári.

Cobalt Air gjaldþrota

18. október 2018

|

Kýpverska flugfélagið Cobalt Air er gjaldþrota og hefur félagið hætt öllu áætlunarflugi eftir að viðræður við lánadrottna fóru út um þúfur.

Fyrsta innanlandsflug Norwegian í Argentínu

17. október 2018

|

Norwegian flaug í gær sitt fyrsta innanlandsflug í Argentínu með nýstofnaða dótturfélaginu, Norwegian Air Argentína.